Þjóðviljinn - 16.02.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.02.1975, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. febrúar 1975 Umsjön: Vilborg Haróardóttir Tildrög þeirrar sögu sem hér fer á eftir eru þau, aö fólk sem hefur látið jafnréttismál- in sig miklu máli skipta ákvað að taka saman nokkur atriði um konur og karlmenn, með það að markmiði að sýna fram á margskonar mun sem gerð- ur er á þeim. Fyrst varð fyrir valinu auglýsingar og innihald þeirra. Við rákum okkur strax Er eitthvað meira en vinskapur á milli þeirra? á hið broslega hlutverk kvenna i auglýsingum og ákváðum þvi að semja sögu um konuna, sem hugsanlega yrði auglýsingunum aö bráö. Ekki má skilja eftirfarandi dæmisögu úr auglýsingaheimi okkar sem árás á konur, störf þeirra og hugsanagang, held- ur viljum við þvert á móti reyna aö sýna á okkar hátt á- hrifamátt þeirra auglýsinga sem beint og óbeint eru látnar höfða til konunnar og þess starfsvettvangs sem almenn- ingsálitiö með gróðaöflin i broddi fylkingar álita hana vera fulltrúa fyrir. Auglýsendur og aðrir sem fást við verslun og viðskipti gera ávallt ráð fyrir að konan sé fulltrúi allrar þeirrar neyslu, þarfrar jafnt sem óþarfrar, sem fram fer innan heimilis. Hversvegna skyldi konan annars vera tákn um gæði heimilistækja, matvara, búsáhalda, hreinlætisvara og annars neysluvarnings, sem við öll njótum góðs af? Þeir sem auglýsa nota gjarnan kvenlikamann eða stöðluö kvenmannsbros til að vara hljóti alla þá athygli mannsins sem hugsanlega kaupir hana. Hversvegna er það áhrifarikt að nota myndir af konum meö uppgerðar ánægjubros i aðlaðandi lik- amsstellingum? Ef til vill er gert ráð fyrir að karlmaðurinn sé sá sem borgar, þá er best að höfða til kynhvatar hans. Tak- ið eftir að konur fylgja með auglýsingum um hina ólfkleg- ustuframleiðslu, sem ekkert á skylt við okkar daglega lif. Einnig er eftirtaktarverð sú sálfræði sem liggur að baki þeim auglýsingum sem fjalla um allan þann útbúnað sem „nauðsynlegur” þykir á hverju heimili. Konur eru helst sýndar i faðmlögum við eitthvert heimilistæki, með hamingjusvipinn streymandi af andlitinu, eins og ekkert i heiminum sé skemmtilegra eða meir við hæfi kvenna en störf þeirra með liflaus tæki. Þvi hlýtur sú spurning að vakna, hvort aukin tækni og fullkomnari aðbúnaður á heimilum veiti konunni sér- staka ánægju umfram aðra meðlimi heimilisins? Er hin raunverulega kona sem vinn- ur eingöngu innan heimilisins jafn ánægð og sú sem auglýsir tækin ,,hennar”, þessi með FORMÁLI fullnægjusvipinn þrykktan á andlitið? Það hlýtur að vera ljóst öll- um þeim sem hugsa aðeins meir en nauðsynlegt þykir, hverjir það eru sem standa á bak við auglýsingaheiminn, og hversvegna það er þeim hag- stætt að nota kvenlikamann til að auglýsa vörur allt frá teiknibólum upp i Bridgestone hjólbarða svo dæmi séu nefnd. Hin hefðbundna staða kon- unnar f okkar úrelta sam- keppnisþjóðfélagi veitir gróðaöflunum „einstaklega gott tækifæri” til að niðast á henni. Staða hennar sem und- irokaðar veru jafnt heima sem á vinnumarkaði er einnig for- senda þess að þessi sömu öfl geti nogfært sér hana i þágu sinna eigin hagsmuna. Könan og heimilið, „starfsvettgang- ur hennar”, eru notuð sem tæki til að réttlæta margskon- ar óþarfa framleiðslu til aö ýta undir einkaneysluna og þá jafnframt siaukinn gróða fárra einstaklinga. HLÍN AGNARSDÓTTIR nemi og GUNNAR GUNNARSSON verkamaður: DÆMISAGA ÚR AUGLÝSINGAHEIMI OKKAR Konan i næsta húsi er ein heima. Maöurinn hennar er ekki kominn heim. Hann er enn að kenna við barnaskólann, þar sem hann hefur kennt i 25 ár. Börnin hennar eru farin. Þau búa i ein- hverri smekklegri ibúð i nýju hverfunum. Þau búa með sínum mökum. Þau eiga sin börn. Konan i næsta húsi er þvi alltaf ein heima. Börnin hennar eru alltaf að vinna fyrir afborgunum á smekklegu ibúöunum sinum i nýju hverfunum. Auðvitað hafa þau ekki tima til að heimsækja hana, nema um helgar ef þau eiga fyrir bensini á bilinn. Allt er oifcið svo agalega dýrt. 1 staðinn fy|ir að fá heimsóknir frá niðjum si*- um sökkvir hún sér niður i fjöl skyldualbúmin, þvi að MINN- INGARNAR GEYMAST BEST A KODAKFILMUNUM. Hún er orðin sárleið og dauð- þreytt á að sofa út á morgnana, ERTU ORÐIN LEIÐ A SJALFRI ÞÉR, ÞVl EKKI AÐ HRESSA UPP A ÚTLITIÐ? HEILSU- RÆKTIN GÚANÓ SÉR FYRIR ÞVl AÐ EIGINMANNINUM FINNIST HANN ENN VERA I TILHUGALIFINU. — Já.hún er oröin leið og þreytt á að vakna rétt fyrir hádegi til þess að setja kartöflur yfir, til þess að fara I mjólkurbúðina, bakariið og i ný- lenduvöruverslunina, leið á þvi að ganga alltaf að sama borðinu, segja: „þorsk fyrir tvo”, einu sinni enn, HOSMÓÐIRIN ER \ANÆGÐ ÞEGAR HON FÆR GOTT 1 MATINN, ÞESSVEGNA ^ERSLAR HON 1 DIDDABOÐ - er þorskur fyrir tvo aðeins fyrir efin? í hádeginu kemur eiginmaöur he'nnar heim. Hann segir aldrei neitt. Honum leiðist jafnmikið. Hann er hættur að taka eftir kon- unni sinni. Hún er bara þarna. HIN FULLKOMNA EIGINKONA A AÐ LATA EIGINMANNINN t FRIÐI, hann lætur hana i friði. Hann er hættur að finna lyktina af þorsknum, hann étur hann, af þvl að hann hefur alltaf étið hann. A eftir matnum fær hann sér kaffi úr nýju kaffivélinni hennar, AUÐVITAÐ VILL KONAN YÐ- AR LAGA GOTT KAFFI FYRIR- HAFNARLITIÐ - GEFIÐ HENNI ÞVÍ REMINGTON KAFFILAGARANN. Hún réttir honum blaðið, BLAÐ ALLRA LANDSMANNA, SEM MARG- FALDAR MARKAÐ YÐAR og hann sest I öndvegi sitt, HOS- BÓNDASTÓLLINN FRA GAMLA KOMPANIINU, sem stendur fyr- ir sínu. Hún getur veriö örugg, sé það WESTIN GHOUSE UPP- MOBGUNBI.AfiU), FÓSTUDAGUK 7. F Pökkunarsalur kvenna — livað er það? Guðrún Glsladóttir sendir meðfylgjandi úrklippu og skrifar: „Pökkunarsalur kvenna” hvað er það? Hefir Fiskiöjan i Vest- mannaeyjum tvo pökkunar- sali, annan fyrir konur og hinn fyrir karla? Ef svo er. — skreyta þeir þá karlasalinn — og þá ef til vill meö myndum af berum kven- frrWws listásprang Arna JoHnsen ,.A gsttobu.vum og gúmrnlfcKíim hún gongur órls daytr Í TiKkivorið 5.vo friftfc oy kót oo Maka« til sólarlags." Lífgum upp á vinnustaðina Fiskiðjan í Eyjum skreytir pökkunarsal kvenna mönnum? — Eða er þessi pökkunarsalur kvenna ef til vill ætlaður til þess að pakka inn konum (til útflutnings?) — þvi að ekki má pakka konum inn I sama sal og fiskur er pakkaður? Gaman væri að heyra, hvort Arni Johnsen getur greitt úr þessari flækju — og þá ef til vill I bundnu máli. A kvennaári Og hér er bréf i tilefni þró- unar fóstureyðingafrum- varpsins: „1 byrjun kvennaárs hóf upp rödd sina maður að nafni Ell- ert Schram i Rikisútvarp, Hljóðvarp. Skýrði hann frá þvi, að hann hefði verið i nefnd með öðrum karlmönnum. Nefndin sú tók að sér það verkefni að fjalla um yfirráð yfir likömum allra islenskra kvenna á meðan þær eru i barneign (hvorki meira né minna). Spyrill Hljóðvarps var ekkert að hafa fyrir þvi að spyrja hvers vegna ekki hefðu verið konur i nefndinni. Ekki hikaði Ellert við a6 lýsa þvi yfir, að hann og aðrir nefndarmenn treystu ekki is- lenskum konum til að taka sjálfstæða ákvörðun varðandi barneignir sinar. Það skulu aðrir gera fyrir þær. Það læra menn i háskóla. Það er annars skritið, að Ellert skuli vilja leyfa konum aö verða barns- hafandi fyrir 25 ára aldur. Ekki treystir hann þeim til að hafa sjálfsákvörðunarrétt fyr- ir þann tima um það hvort þær vilji vera ófrjóar eða ekki. Konan, sem að áliti Ellerts og Co. má eiga eins mörg börn og hún getur og vill og slysast til að eiga fyrir 25 ára aldur má á sama tima ekki ráða hvort hún lætur gera sig ófrjóa. Þetta er nú lógik i lagi. Lengra er sem sagt téöur Ellert Schram ekki kominn á þróun- arbrautinni en það, að hann telur sig geta sagt til um flest- an tilbúnað nýs lifs I manns- liki. Hann hefur áreiðanlega aldrei kynnst angist ungrar stúlku. Veit ekkert hvað það er. Hann hefur áreiðanlega ekki veriö kvenmaður i fyrra lifi. Megi hann verða kona i þvi næsta. Nú hafa Ellert og Co lagt af- kvæmi sitt i tillöguformi i hendur þeirra 57 karlmanna, sem ráða skulu barneignum á íslandi. Vonandi hafa nógu margir þeirra verið konur á fyrri tilverustigum til að sjá hvilikt afstyrmi hér er á ferð (tillögurnar). Megi þeir, sem ekkert skilja verða kvenmenn i næsta lifi. Þá opnast augu þeirra af eðlilegum ástæðum. Það virðist á þessu stigi máls- ins vera eina leið konunnar á tslandi til að „FA”! fullan yf- irráðarétt yfir likama sinum. Gleðilegt kvennaár! Margra stúlkna móðir.” Ég tek undir kveðju „Margra stúlkna móöur” um að kvennaárið verði gleðilegt, þeas. árangursrikt baráttuár fyrir okkur öll, sem viljum jafnrétti. — vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.