Þjóðviljinn - 16.02.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 16. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
SITT
ÚR
HVERRI
ÁTTINNI
Enn um þorravísur
Enn senda menn Þjóðviljan-
um bréf vegna Þorravisunnar
sem birtist á forsiðu blaðsins
hinn fyrsta dag Þorra. Jóhann
Sveinsson frá Flögu sendi
visnaþættinum fróðlegt og
skemmtilegt bréf um þessar
Þorravisur. Þar kemur fram
enn einn fyrri partur við Þorra-
dægrin þykja löng,og segir Jó-
hann að þá visu sé að finna i
Hrólfsrimum kraka, en fyrri
hluti þeirra er ortur af Eiriki
Hallssynif. 1614 d. 1698. Þetta er
fyrsta visa rimnanna og er
svona:
Surta bál við gómagöng
geymir nálaskorðan.
Þorradægrin þykja löng
þegar hann blæs á norðan.
Eins er i ljóðmælum Svein-
bjarnar Egilssonar þessi fyrri-
partur:
Ef að vantar varmaföng
vist og heyjaforðann,
Þorradægrin þykja löng
þegar hann blæs á norðan.
Það er mjög sennilegt að
kenning Jóhanns um aö botninn
— Þorradægrin þykja löng —
hafi geymst meðal manna sök-
um þess hve snjall hann er en
menn gleymt fyrripartinum og
siðan hafi hagyrðingar prjónað
hann framan við, og þar er
sennilega komin skýringin á þvi
hve margir fyrripartar eru til
við þennan botn. En nóg um
það; snúum okkur að öðru efni.
Dr. Björn Jónsson i Swan Riv-
er i Kanada skrifar okkur eftir-
farandi bréf:
Kæri S.dór:
Þökk fyrir Visnaþáttinn og
blessaður haltu honum áfram i
rauðan dauðann. Þann 19. jan.
ferðu með „Gamlan húsgang”.
Hann kann að vera húsgangur,
með þvl Mogginn var með hann
lika úr safni B.S. einnig ófeörað-
an. Ekki er hann þó gamall
mjög, og báðir hafið þið hann
rangan, en Moggi þó verri, sem
vera ber. Hann er eftir lang-
ömmu mina, Guðrúnu Sigurðar-
dóttur (Varabálks), Guðmunds-
sonar, konu Stefáns á Heiði.
Eftir hana ganga fleiri „hús-
gangar”, Villa þin er i fyrstu
linu, á að vera: Get ég eigigert
að þvi, og auðvitað fegin, kven-
kyn, i öðru visuorði. Þaö er jú
eitt og annað sem smeygist i
þankann hjá okkur stundum.
Þá er hér annað bréf, en það
er frá „Einskonar Norðlend-
ingi” hann skrifar:
Ég hefi lesið visnaþáttinn með
mikilli ánægju, en þó var best að
fá visur eftir Halla Hjálmars.
Hann var hreinasti snillingur.
Hann kunni að vera fyndinn án
þess að vera klúr, þó hann væri
stundum klúr. Eins og þegar
hann var að grinast viö kven-
mann, ég held siðasta árið sem
hann lifði.
Daman hélt að það væri nú lit-
ið gagn að honum nú orðið, og
Har. samsinnti þvi.
Undir mér er litiö og lint,
leiður er sá baginn —,
en áöur var það stórt og stinnt
—- þá stóö mér allan daginn.
Þetta hefði verið klúrt i
annars meðförum.
Þú birtir visu, sem þú sagðir
vera eftir Stefán frá Móskóg-
um: Storminn hefur loksins
lægt,... o.s.frv. Þessa visu
kenndi Ragnar Magnússon
endurskoðandi mér fyrir meira
en 20 árum, og kvað hana vera
eftir Teit Hartmann. Ragnar
var vel kunndgur Stefáni, og ég
tel fráleitt að Ragnar hafi ekki
vitað ef visan var eftir hann.
Sagan um visuna: T. hafði
verið að skemmta sér með
kunningja sinum. Undir morgun
bauð kunninginn T. heim til sin
til að fá eitthvað i gogginn. Er
heim kom tók kona kunningjans
á móti þeim og voru móttökurn-
ar heldur kaldranalegar og ó-
bliðar skammir dundu á kunn-
ingjagreyinu. Hann reyndi að
stilla konuna, fékk hana með sér
inn i stofu, en bað T. að biða i
eldhúsinu. T. beið góöa stund og
hlustaði á óminn en skyndilega
varð hann þess áskynja, að það
rikti dauðaþögn i húsinu. Hann
fór á stjá að leita að húsráðend-
um, og það var þegar hann opn-
aði svefnherbergisdyrnar, að
hann sá hvað logninu olli.
Þá koma hér þrjár visur sem
Valdimar Lárusson sendi okkur
i bréfi nýlega:
Mig langar til að leggja smá
þraut fyrir lesendur þáttarins.
Þannig er mál með vexti, að
fyrir um 15—20 árum gerði
kunningi minn visu, en var
aldrei ánægður með siðustu
hendinguna; hann hefur á þess-
um árum lagt þessa þraut fyrir
marga snjalla hagyrðinga, en
ekki fyrr en nú fyrir stuttu feng-
ið tvær hendingar, sem hann
telur viöunandi, en álitur þó, að
ef til vill gætu snjallir hagyrð-
ingar gert enn betur. En hend-
ingarnar þrjár eru þannig:
Nú skál óöar brýna brand.
Beisla ljóöa dýran gand.
Ríms frá sjóöi rekja band.
Eins og allir sjá, eru þetta
þrjár útgáfur sömu myndarinn-
ar, og nú vantar þá fjórðu, sem
ekki má vera siðri hinum.
Mitt álit er að þetta sé ekki
nema fyrir snjöllustu hagyrð-
inga að glima við, en ég vil taka
það fram, að ég tel mig ekki
einn af þeim.
Að lokum tvær stökur, hvorug
ný, eins og a.m.k. sú siðari
ber með sér, sem er gerð á
striðsárunum.
Vetri hallar, vorar senn,
veldi mjallar dvinar.
Vel til fjalla ver þó enn
virkishallir sinar.
Hitlers leiöi fjanda fans,
— fárleg veiöihöndin —,
stigur gleiöan djöfla dans,
drepur, eyöir löndin.
í von um að menn geti
skemmt sér við að glima við
fjórðu hendinguna i visu kunn-
ingja mins, óska ég þeim góðrar
skemmtunar.
Með bestu kveðjum
Valdimar Lárusson
BOTNAR
Að lokum svo botnar sem okk-
ur hafa borist við fyrripartinn:
Upþ er risin enn á ný
ihalds kreppan grimma:
Leppmennskunnar leiguþý
liöugt saman trimma J.M.P.
Sóiin fölnar sortna ský,
sest aö ógn og dimma.
Háð mun veröa um borg og bý
blóöug kjara rimma.
Ýstrubólgin auðvalds þý
óö af græögi „trimma”. y L
Ekki meö þaö aftur sný
enn mér sýnist dimma
Magnús Þór Ilansson
frá Smáraholti
En forðumst slvsin, flýtum þvi.
Frá meö leppinn dimma.
Úr mauradysi magnast þvi
mammons leppa rimma.
V.S.
Þaö áttu flestir von á þvi
þegar Geir og Úli trimma.
Framsókn hefur hoppaö i
haustnóttina dimma.
Mata krókinn mauraþý
magnast kjararimma.
Leigbilstjóri.
Og loks nýr fyrripartur:
Ei má bæta kaup og kjör
kvakar ihaldskórinn...
j
Heyrt um
kokkteilboö
— i einu slíku
Fólk, sem varar við fólks-
fjölguninni imyndar sér heim,
þar sem matur er alltof litill og
fólk alltóf margt, — einsog
raunar á sér stað i flestum
kokkteilboðum.
Kokkteilboð er staður þar sem
maöur hittir fólk, sem drekkur
svo mikið, að maður getur ekki
munað hvað það heitir.
Og svo var það gestgjafinn,
sem sagði:
— Það besta við gesti- er að
þaö væri svo ókurteist að skála
ekki við þá.
Reynir Pálmason frá Hjálmsstööum býr reyndar I Reykjavik en hest
arnir og fleira draga hann tiöum austur. Þarna stigur hann á bak
LitlaBrún frá Húsafelli og myndin er hreyfö, þvi Brúnn færöist undan,
enda hafði inaður aldrei boriö sig aö klifra upp á bak hans áöur...
Laugarvatn
og nágrenni
Skólarnir á Laugarvatni
3g mannf jöldinn sem þar
oýr beint óg óbeint í sam-
oandi við skólastarf ið, hef-
ur að sönnu gerbreytt
þeirri sveit sem áður var
5vo friðsæl.
Laugardalurinn er á
sumrin helsti sumar-
dvalarstaður margra,
sumarbústöðum fjölgar
með hverju árinu sem líður
og ef allir bændur í ná-
grenni skólastaðarins
seldu landskika fyrir
sumarhús, liði varla á
löngu áður en landbúnaður
legðist af við vatnið og í
dalnum.
„Við seljum ekki sumar-
bústaðaland”, sagði Pálmi Páls-
son, annar tveggja bænda á
Hjálmsstöðum innan við Laugar-
vatn, „en mér finnst samt gott að
búa hér i nágrenni laugvetninga.
Þeir eru allir góðir nágrannar.
Það er betra að vera hér eftir að
staðurinn efldist”.
Þær eru vist ekki margar, fjöl-
skyldurnar til sveita á Islandi,
sem þurfa ekki að senda börn sin
langan veg burtu til að fara i
skóla, og mannfjöldinn á Laugar-
vatni er lyftistöng fyrir félagsiifiö
i sveitinni.
„Nú starfar hér Læons,” sagði
Pálmi og brosti, „ég er nú ekki i
þvi, og heldur ekki álftin á vatn-
inu”.
Þjóðviljamenn uröu hins vegar
að leggja á sig krók til að ráða
gátuna með álftina og Læonsið:
Það góða félag ætlaði að hjálpa
álftinni i bústörfunum. Þeir
hækkuðu hólmann I vatninu, svo
siður flæddi yfir hann og álftin
ætti betra með að verpa, koma
ungum sinum á legg. En álftinni
likaði ekki framtak læonsmanna
og hefur ekki siðan verpt I hólm-
ann.
En læonsið hefur gert fleira —
m.a. komið þvi til leiðar með
sjálfboðaliðastörfum, að nú er
gufubaöið á Laugarvatni opið á
vetrum lika, a.m.k. um helgar.
—GG
Fréttastofa Sómaliu flutti ný-
lega fréttir af tveggja daga bar-
daga milli verkamanna á einni
af plantekrum rikisins og stórr-
ar bavianahjarðar. 600 apar
réðust með grjótkasti á verka-
mennina á plantekru i námunda
við Hargeisa i Norður-Sómaliu
og beittu ennfremur kjafti og
klóm. 363 apar lágu eftir á vig-
vellinum að baradaga loknum
og 6 manns særðust.
VÍSNA-
ÞÁTTUR
Hælist ekki
of fljótt um
Smáauglýsing úr fréttablaði i
Dallas:
„Pianó til sölu, ódýrt, hjá
Mary Patterson, Park avenue
60. P.S.: Svo að nágrannarnir
hælist ekki of fljótt um tilkynn-
ist, að ég ætla að kaupa mér
flvsil! ”
Lengsti
leikurinn
Þreytandi knattspyrnuleikur
— áhorfendum og þá ekki siöur
leikmönnum — var háður i
Dunedin á Nýjasjálandi fyrir
nokkru og stóð samfleytt i 31
klst. og 30 mínútur. 168 mörk
voru skoruð. En þarmeð var
lika slegið fyrra lengdarmet i
fótbolta um tvo og hálfan tima.
Apaslagur
i......
...og þar tókst aö komast á bak. Húsafells-folinn rótaöi sér varla og
skokkaöi cins og taminn viö hliö þcss gráa sem Bragi Pálmason situr.
■