Þjóðviljinn - 16.02.1975, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. febrúar 1975
FORÐA
HRÍÐUM
Grettir í Þórisdal
t Grettissögu segir:
„Um haustið fór Grettir i
Geitland og beiö þar til þess, er
bjart veður kom. Þá gekk hann
upp á Geitlandsjökul og stefndi
á landsuður eftir jöklinum og
hafði með sér ketil og eldsvirki.
— Grettir fór þar til, er hann
fann dal i jöklinum, langan og
heldur mjóan, og lukt að jökl-
um öllum megin, svo að þeir
slúttu fram yfir dalinn. Hann
komst ofan I einhverjum stað.
Hann sá þá fagrar hliðir grasi
vaxnar og smákjörr. Þar voru
hverar, og þótti honum sem
jarðhitar myndi valda, er eigi
luktust saman jöklarnir yfir
dalnum. A litil féll eftir dalnum
og sléttar eyrar báðum megin.
Litill var þar sólargangur, en
það þótti honum ótal, hve marg-
ur sauður þar var i dalnum. Þaö
fé var miklu betra og feitara en
hann hefði þvi likt séð. — Grettir
bjóst nú þar um og gerði sér
skála af þeim viði, sem hann
fékk þar til. Tók hann sér nú
sauði til matar. Var þar betri
einn sauður til niðurlags en
tveir annarsstaðar.
— Ein ær mókollótt var þar
með dilki, sú er honum þótti
mest afbragð i vera fyrir vaxtar
sakir. Var honum forvitni á aö
taka dilkinn, og svo gerði hann
og skar siðan dilkinn. Hálf vætt
mörs var i dilkinum, en hann
var þó öllu betri. En er Mókolla
missti dilks sins, fór hún upp á
skála Grettis hverja nótt og
jarmaði, svo að hann mátti enga
nótt sofa. Þess iöraðist hann
mest, er hann hafði dilkinn
skorið, fyrir ónáðum hennar. —
Hvert kvöld, er hálfrökkvið var,
heyrði hann hóað upp i dalnum,
og þá hljóp féð allt til hins sama
bóls hvert kvöld. — Svo hefur
Grettir sagt, að fyrir dalnum
hafi ráðið blendingur, þurs einn,
sá er Þórir hét, og i hans trausti
hafði Grettir þar verið. Viö hann
kenndi Grettir dalinn og kallaði
Þórisdal. Dætur kvað hann Þóri
eiga, og hendi Grettir gaman að
þeim, enda tóku þær þvi vel, þvi
að þar var eigi margkvæmt. En
þá er fastað var, gerði Grettir
þá minning, að þá skyldi eta
mör og lifrar um langaföstu. —
Ekki bar þar til tiöinda um vet-
urinn. Þá þótti Gretti þar svo
dauflegt, að hann mátti þar eigi
lengur vera. Fór hann þá i brott
úr dalnum og gekk suður þvers
af jöklinum og kom þá að norð-
an að miðjum Skjaldbreið.
Reisti hann upp hellu og klapp-
aði á rauf og sagði svo, að ef
maður legði auga sitt við rauf-
ina á hellunni, að þá mætti sjá i
gil það sem fellur úr Þórisdal”.
Valdadalur/ Áradalur
Frásögn þessi úr Grettissögu
er hin elsta sem getur Þóris-
dals, sem siöar á öldum hét ým-
ist Valdadalur og þá kenndur
viö Skugga-Valda, verndargoð
útilegumanna, — eða hinu illúö-
lega nafni Áradalur. Dalur þessi
var um aldir alræmdur sem
allsherjar verndarból fjallabúa,
og mun frásögn Grettlu ekki
hafa dregið úr þeirri hugmynd
Af mestri sannfæringu og ná-
kvæmni hefur Jón Guömunds-
son lærði rakið fjallbúavisindi,
en auk Aradals hefur hann hug-
mynd um huldar byggðir af
svipuöu tagi i dal í Herðubreið
og við Ullarvötn á Vatnahjalla-
vegi. I einni ritgerð Jóns, er
nefnist „Lftiö ágrip um hulin
pláss og yfirskyggða dali á ís-
landi” er m.a. eftirfarandi sögn
um Aradal og byggð þar:
Tröllin taka þig allan
„Einn maktarmaður skuli
einu sinni hafa viljað leita upp
nefndan Þórisdal, er sumir
kalla Aradal. Sá maður hét
Teitur, var við tólfta mann og
kom undir Skjaldbreið. Þá
gjörðist mikil þoka og heyrði
hann og hans fylgjarar kvæöa-
raust í myrkrinu stórkostlega
uppkoma, svohljóðandi:
Tröllin taka þig allan
Teitur ef þú fer að leita.
Við þetta létti hann leitinni og
fór heim við svo búið.
Mælt hefur verið að eitt sinn
ÞORSTEINN
FRÁ HAMRI
TÓKSAMAN
Væri ég einn sauðurinn 1
hliðum,
skyldi ég renna i Aradal,
forða hriðum,
forða mér viö hrlöum.
í brag þessum greinir Jón
fyrst frá upphafi byggðar I daln-
um, gerir eitt úr Skugga-Valda
og Avalda skegg, sem þekktur
er úr Vatnsdælu, og nefnir dal-
búann þvi Skegg-Avalda, telur
hann hafa gerst einrænan og
tekið sér þessvegna ból i daln-
um, og segir:
Blendingar hafa búið þar með;
býsna stórt og feitt er féð;
samtimis aukinni trú á útilegu-
menn og kynngi þá er geröi
þeim kleift að slá hulu yfir
blómlega byggð sina. I Ar-
manns sögu, sem raunar mun
vera 18. aldar smíð i stil fornra
landvættasagna greinir svo frá
upphafi vættabyggðar I daln-
um:
„Valdi hét maður og var kall-
aður Skugga-Valdi. Hann átti
byggð i Valdadal. Sá dalur er
austur frá Skjaldbreið og er
læstur jöklum. Valdi var tröll-
aukinn jötunn og hamrammur
mjög. Hann átti margt sauðfé,
svo eigi vantaði á tiu eða tólf
hundraða, þvi þar var sauðland
gott i dalnum, og gekk sjálfala”.
— Samkvæmt Armanns sögu
gengur siðan Þórir Þórálfsson
af Valda dauðum og reisir bú i
dal hans, sem siöan er við Þóri
kenndur og kallaður Þórisdalur.
sem menn héldu haustréttir við
fjallgarðinn, hafi einn kollóttur
sauður verið kominn i fjárrétt-
ina, svo stór að mændi upp yfir
öllum þeim stærstu sauðum. Þá
skuli þar að réttinni i sömu svif-
um hafa komið einn ókunnur
maöur stór að vexti. Sá leit inn-
yfir réttargarðinn og mælti svo:
„Og þú ert kominn hér Kollur
Kollsson, mesta skitseiði i Ara-
dölum”. Hann kastaði svo þess-
um sauð á bak sér og gekk i
burtu”.
Áradalsóður
Þekktast rita Jóns varöandi
þetta efni mun þó hinn mikli
Áradalsóður hans, er hann hef-
ur valiö svohljóöandi stef, sem
mönnum hefur stundum þótt
hljóða einsog ósk hans sjálfs,
þegar gætt er stöðugra ævi-
hrakninga hans:
ævintýrin oft hafa skeð
með ýmsum bragar smlðum...
Næst drepur Jón á dvöl Grett-
is i dalnum, en siðan vikur hann
aö sögnum um skipti byggðar-
manna við dalbúa. Þar greinir
hann I fyrstu frá skitseiöinu Koll
Kollssyni, en þvi næst kemur
saga af villu fimmtán vetra
stúlku i dalinn, og er hún fróðleg
um venjur og siði dalbúa:
Fyrst á morgni er fólk upp stóö,
fákennd heyröi hún sungin ljóð:
„Oss sé iagleg lukkan góð
lagin með blóma bllðum.
Skegg-Avaldi, skjól vort blitt,
skyggðu nú yfir landið þitt,
svo aldrei verði héraðið hitt
heims af kristnum lýðum”.
Næst greinir bragur Jóns
læröa frá Steinku-Varða nokkr-
um, sem ráfar i draumleiðslu i
dalinn og kynnist innbyggjum;
kemur þar fram visan um fjár-
mark Aradalsmanna, sem
margir kunna:
Netnálina nú skal tjá
og niu bita eyranu á,
hangandi fjöður og hófurinn hjá
er heiðursmark hjá lýðum.
Forða hriöum,
forða mér við hríðum...
Loks segir frá manni sem
lendir I kaupavinnu hjá dalbú-
um og fær vistarlaunin vel gold-
in, svo sem hér segir litið af, en
það eru orð dalbónda:
Ég skal ljá þér lipran klár,
löstur er samt að hann er grár,
ber hann ei á bakinu sár
né bilar i nokkrum striðum.
Jón endar kvæðið meö erindi,
er hljóðar svo ef viðlag fylgir
heilt:
Svo skal lykta Ijóðaslag:
væri ég einn sauðurinn I
hllðum,
langt er komið á ævidagi
skyldi ég renna I Aradal.
Gamli Jón hefur gert þann brag
til gamans að skemmta lýðum.
Forða liriðum,
forða mér við hriðum.
Um þessar mundir voru ó-
byggðir Islands váþrunginn
hulduheimur, magnaöur forn-
eskju og kynjum;og meðan sam-
timinn hafði uppá fátt aö bjóöa
nema skortinn, var það alþýö-
unni freisting að lyfta minning-
unni um dvöl Grettis I Þórisal
uppi hillingaheim þarsem dul-
kynjaöir fjallabúar, sem
kannski voru ókindur mestu,
slógu töfraþoku yfir gnægð
grasa og vista i hlýjum dal sem
maöur gat kannski villst i af
hendingu.
Áradalur kannaður
Arið 1664, sex árum eftir að
Jón lærði var allur, áræddu loks
tveir prestar, séra Björn
Stefánsson á Snæfuglsstöðum og
séra Helgi Grimsson á Húsafelli
að leita uppi hinn alræmda dal,
og voru við öllu búnir. Þeir
fundu dalinn nokkurnveginn
samkvæmt tilvisun Grettis
sögu. Ferðalýsingar þeirra hafa
oftar en einu sinni birst á prenti,
og má nærri geta hvernig dal-
skoran, köld og gróðurlaus,
stakk i stúf viö grónar alls-
nægtahugmyndir þjóðtrúarinn-
ar. Nú er altitt orðiö að menn
geri ferð sina I Þórisdal. En
lengi eftir afrek klerkanna, og
allt fram á sföustu öld, var hin
aldna forynjutrú það rik i mönn-
um að margir reyndu aö sætta
hinar andstæðu niðurstööur um
landkosti i dalnum, „sem að
visu hefðu nú rýrnað mjög”.
(Grettis saga, Armanns saga,
Munnmælasögur 17. aldar,
Huld, Blanda o.fl.)
Veldi Playboy aö hrynja
Hugh Hefner heitir frægur
maður: það var hann sem
stofnaði Playboy. Timarit þetta,
sambland af berum stelpum,
partiskrýtlum og allmerkum við-
tölum við sjaldhafnarfólk, færði
eiganda sinum auð og frægð. A
auði þessum ætlaði Hefner að búa
til „Disneyveröld fyrir
fullorðna”, net af klúbbum og
hótelum og farartækjum sem
gæti sinnt margvislegri
skemmtanaþörf vel fjáöra og
ekki sérlega hugmyndarikra
karlmanna. En nú sýnist veldi
Hefners að hruni komiö
1 fyrsta lagi er hann grunaður
um að hafa miðlað gestum sinum
kókaini og er nú i rannsókn mál
fyrrverandi einkaritara hans,
Bobbie Arnheim, sein dæmd var
fyrir aðild að kókaindreifingu i
fimintán ára fangelsi og framdi
sjálfsmorð sköminu siðar við
dularfullar aðstæður. Og i öðru
lagi er blátt áfram tap á rekstri
Hefners.
1 fyrra minnkaði gróði fyrir-
tækja hans um helming, eða niður
i 5,9 miljónir dollara. Playboy
hefur misst 600 þúsund lesendur
til blaða sem birta „djarfari”
myndir (Penthouse ofl). A hótel-
um og klúbbum Hefners hefur
verið mikið tap. Hann staösetti
klúbba sina á röngum tima og á
röngum stöðum : nálægt miðborg-
um sem æ fleiri bandarfkjamenn
forðast að vera á ferli um eftir að
dimma tekur. Og auk þess kom
það á daginn, að Hefner reyndist
of teprulegur i kynferðismóral
sinum á vorum dögum opinskás
kláms og vændis. Peningamönn-
um I skemmtanahugleiðingum
þótti leiðinlegt til lengdar að
mega aðeins horfa á „kanlnur”
Hefners, en ekki snerta á þeim.
1 þriðja lagi hefur veldi Hefners
skroppið saman blátt áfram af
þvi, að hann rekur fyrirtækja-
bákn sitt einn og fer ekki eftir
neinu öðru en eigin duttlungum.
Það er visu alvanalegt i sögu
einkaframtaksins, að sonurinn
eða sonarsonurinn rifa niður það
sem ættfaðirinn „byggði upp. En
dæmi Hefners minnir á það, að
stundum gerist hvorttveggja,
uppbygging og niðurrif, i einni og
sömu kynslóð.
Hefner ásamt kaninustelpum slnum: tollir ekki I tlskunni.