Þjóðviljinn - 16.02.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.02.1975, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. febrúar 1975 DIOBVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÖÐFRELSIS Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Umsjón meö sunnudagsblaöi: Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Vilborg Haröardóttir Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Ritstjórn, afgreiösia, auglýsingar: Svavar Gestsson Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Prentun: Blaöaprent h.f. ÞEIR GRÆÐA Á ÁFÖLLUM ÞJÓÐARBÚSINS Árið 1972 kostaði sykur sá sem lands- menn flytja inn tæpar 300 miljónir króna miðað við ársneyslu. Siðan hefur sykur sexfaldast i verði, og það verð sem nú er á þessari vörutegund jafngildir þvi að árs- neyslan kosti 1.600-1.800 miljónir króna. Þetta er dæmi um þá innfluttu verðbólgu sem veldur okkur mjög verulegum búsifjum og er notuð sem röksemd fyrir siendurteknum gengislækkunum og óbærilegri dýrtið. En verðhækkunin á sykri er ekki áfall fyrir alla íslendinga: fyrir suma er hún stórfelld gróðalind. Verslunarálagning i smásölu og heildsölu er fast hlutfall af innflutningsverðinu, og eftir þvi sem sykurinn hækkar i verði eykst álagningin að krónutölu. Árið 1972 nam þessi álagning i heildsölu og smásölu um 80 miljónum króna. Ef sykurverðið eins og það er nú helst óbreytt allt árið verður þessi sama álagning i ár um 600 miljónir króna. Gróði verslunarinnar af einum saman sykurinnflutningi hefui® þannig hækkað um rúmar 500 miljónir króna siðan 1972 — vegna innfluttrar verðbólgu, vegna þess að þjóðarheildin hefur orðið fyrir áföllum. Hliðstæða sögu er að segja um allar aðrar innfluttar vörur KJÓSENDUR BERA EINNIG ÁBYRGÐ Gengislækkanir voru helsta stjórntæki viðreisnarmanna. Þeim var ekki aðeins beitt gegn svokölluðum ytri áföllum, versnandi viðskiptakjörum eða minnk- andi afla, heldur einnig þegar verkafólk beitti afli samtaka sinna til þess að vernda lágmarkskjör sin eins og gerðist 1961. Samt komst viðreisnarstjórnin ekki lengra en að lækka gengið á 11 mánaða fresti. Sú ihaldsstjórn sem nú er við völd er þegar búin að hnekkja þessu meti með yfirburðum: nú liða aðeins fimm mánuðir milli gengislækkana. Og landsmenn eru þegar farnir að spyrja hver annan: Hvenær verður gengið lækkað næst? í meira en áratug barðist Framsóknar- flokkurinn gegn viðreisnarstefnunni og þá skorti ekki stór orð Ólafs Jóhannessonar og annarra leiðtoga Framsóknar- flokksins. Eftir stórsigur Alþýðubanda- lagsins i kosningunum 1971 fékk Framsóknarflokkurinn tækifæri til þess að eiga þátt i þvi að sanna i verki að unnt er að stjórna þjóðfélaginu eftir öðrum leiðum en þeim sem mótuðu viðreisnar- timabilið, og i kosningunum i fyrra sóru leiðtogar Framsóknar að þeir væru ánægðir með þá reynslu og myndu ekki hvika frá vinstristefnu. En nú eru þeir sestir i rikisstjórn sem fylgir lögmálum viðreisnarinnar i hverju smáatriði. Það er oft sagt að stjórnmálamenn séu sem hækkað hafa i verði: með núgildandi álagningarreglum getur maður imyndað sér hvernig heildsalarnir núa saman höndum af ánægju i hvert skipti sem þeir frétta af erlendum verðhækkunum, i hvert skipti sem viðskiptakjör Islendinga versna af völdum alþjóðlegrar verðbólgu. Athygli ólafs Jóhannessonar viðskipta- ráðherra var beint að þessu stórfellda hneyksli á þingi fyrir nokkrum dögum og skorað á hann að taka fyrir óþjóðholla iðju af þessu tagi, en undirtektir hans urðu engar. Samband islenskra samvinnu- félaga flytur inn mikið af sykri. — m . samviskuliðugir: þeir lofi fyrir kosningar, en sviki að kosningum loknum, og vist má styðja þá kenningu ærnum tökum. En hvað um kjósendur sjálfa? Hver verða viðbrögð þess fólks sem veitti Fram- sóknarleiðtogunum brautargengi i fyrra i þeirri trú að þeir myndu áfram hafna við- reisnarúrræðum en beita sér fyrir félags- hyggjustefnu? Kjósendur bera ábyrgð ekki siður en forustumenn, og hörð viðbrögð þess fólks sem studdi Ólaf Jóhannesson og félaga hans i fyrrq, geta haft tafarlaus áhrif á stjórnmálaþróunina á Islandi. Þeir kjósendur sem ekki gera sér grein fyrir þessari ábyrgð hafa brugðist, engu siður en stjórnmálamenn- irnir. — m. Stööugur vestanvindurinn ber reykskýið beint á þennan stað og segir læknirinn lif þeirra sem þarna vinna i mun meiri hættu en t.d. sjómannanna sem búa utan hverfisins. En Ibúarnir láta sér þetta I léttu rúmi liggja. Þeir hafa vanist brennisteinslyktinni frá verk- smiðjunni og hafa ekki áhyggjur af þvi þótt húsmæðurnar geti ekki hengt þvottinn út til þerris vegna ryks. Krabbi? A hann trúir eng inn, svo Wilson læknir hefur ekki fengið neinn stuðning viö varúð- arráðstafanir vegna verksmiðj- unnar. tbúarnir mættu ekki einu sinni ikrabbameinsleit, sem hann skipulagöi fyrir þá. En ýmislegt styður kenningar hans: Engin mengunaruppspretta önnur en malbiksverksmiðjan er i Strandby. t ofn verksmiðjunnar fer tunna af oliu á klst., en aðeins 60% brenna algerlega upp. Upp um reykháfinn liður slðan hættuleg blanda kolvetnisefna og ryks, Wilson læknir skráði fyrstu lungnakrabbatilfellin 1968, 15 ár- ■um eftir að verksmiðjan tók til starfa. En samkvæmt niðurstöð- um krabbameinsrannsókna er þaö eftir aö hafa reglulega andaö að sér krabbavaldandi efnum þann tima sem sjúkdómurinn kemur fram. t nágrannabæjunum, þar sem enginn verksmiðjuiðnaöur er, hefur enginn veikst af lungna- krabba. Þótt ekki sé fullvist, að mal- biksverksmiðjan sé eina orsök krabbameinstilfellanna, — allir sjúklingarnir voru lika reykinga- menn — hefur barátta læknisins þó leitt til þess að umhverfis- málaráðuneytið i Kaupmanna- höfn mun loks leggja fyrir þingiö lagafrumvarp um mengunar- varnir, sem lengi hefur verið tregöast við. t þvi er gert ráð fyrir mengunarsium á alla reykháfa danskra verksmiðja. Þaraðauki segist nú eigandi malbiksverksmiðjunnar leiöur á að láta ráðast á sig i blöðunum og ætlar að hætta rekstrinum. Lungnakrabbi af völdum mengunar? Dauðinn í Strandby í bænum Strandby nyrst á Jótlandsskaga, milli Álbæk og Frederikshavn, er það aðeins einn ibúanna 2000 sem efast um að um- hverfið sé i lagi. Þessi eini er læknir þorpsins og hefur i þrjú ár reynt að vekja athygli ibúanna og bæjaryfirvalda á banvænni hættu, að hans mati: Malbiksverk- smiðju, sem daglega spýr f jórum tonnum úr- gangsefna yfir götur, hús og garða bæjarins. Sjö manns hafa dáið úr lungna- krabba i Strandby siðan 1968 og allir I sama hluta bæjarins,versl- unarhverfi þar sem búa um 200 manns. Og læknirinn, Knud Wil- son telur ástæðuna þá, að hverfið Wilson læknir meö kort af liggur i dæld um 500 metra frá Strandby reykháfum verksmiðjunnar. Jbúar Strandbæjar trúa ekki aö reykurinn skaöi þá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.