Þjóðviljinn - 15.03.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.03.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 [ Sigarettuframleiðandi notar FRÍ i auglýsingaskyni Borgarþrjár krónur fyrir tóman pakka Mótmœli berast frá ungmennafélögum Frjálsíþróttasamband íslands hefur tekið upp sérkennilega aðferð til að afla fjár. Frjálsíþrótta- sambandið/ FRI, er f jár- vana, eins og önnur sam- tök íþróttamanna hér- lendis. Nú blasir við FRI að það þarf að leggja fram álitlegar fjárhæðir vegna Reykjavíkurleik- anna á þessu ári. FRÍ mun hafa leitað eftir að- stoð fjársterkra aðila innaanlands, en fengið daufar undirtektir. Einn aðili sá þó álitlegan möguleika á að auglýsa sina vöru i leiðinni — Rolf Johanns- son, stórkaupamður, sem m.a. er umboðsmaður R.J. Reynolds Tobacco Company i Bandarikj- unum, sem framleiðir m.a. Winston sigarettur. Rolf Johannsson, eða Reynolds-fyrirtækið býður nú að grei^a FRl þrjár krónur fyrir hvern tóman Winston pakka sem s^mtökin og sambandsfé- lög FRt skila fyrirtækinu. Þessi söfnun á tómum Winston-pökk- um á að standa frá 15. mars til 15. júni n.k. Formaður FRl er Orn Eiðson og boðaði hann til blaðamanna- fundar nýlega, þar sem þessi nýstárlega fjáröflunarleið var kynnt. 1 fréttatilkynningu frá FRl lætur stjórn sambandsins i ljósi nokkurn ótta við mótmæli, og sá ótti var ekki ástæðulaus, mótmæli eru þegar tekin að ber- ast. Hér fer á eftir kafli úr fréttatilkynningu FRl, en siöan mótmæli frá Ungmennafélagi Stafholtstungna. Þrjár kr. fyrir tóman pakka Fjáröflun þessi fer fram á þann hátt, að F.R.l. safnar tóm- um WINSTON vindlingapökk- um á timabilinu 15. mars til 15. júni n.k. Framleiðandi þessarar vindlingategundar, R.J. Reyn- olds Tobacco Company — Win ston — Salem, North Carolina, hefur boðið F.R.t. að styrkja Reykjavikurleikana 1975 með þvi, að greiða þrjár krónur fyrir hvern tóman Winston pakka, sem F.R.l. skilar á umræddu timabili. WINSTON mun nú vera mest selda vindlingategund á Islandi, og framleiðandinn þvi tilbúinn að leggja eitthvað af mörkum til verðugs máiefnis. Fjáröflunarmöguleikar F.R.I. i þessari söfnun eru mjög miklir, og sést það best á þvf, að gert er ráð fyrir, að milli 1-1,2 milljón Winston pakka verði i umferö á umræddu timabili. Ar- angur söfnunarinnar fer að visu eftir þvi, hve almenningur og I- þróttafélög eru dugleg við að safna tómu pökkunum og koma þeim I söfnunarpoka F.R.I., sem hafa verið settir upp i all- flestum smásluverslunum landsins, sem selja tóbaksvör- ur. Sú spurning kann ef til vill að vakna, hvort það sæmi iþrótta- sambandi að þiggja boð vindlingaframleiðanda um fjár- framlög til framkvæmda sinna, og kann þar að sýnast sitt hverj- um. 1 þeirri fjáröflunarherferð. sem nú er farið úti, ber að geta þess, að hér er alls ekki um að ræða hvatningu til aukinna reykinga. Hér er einungis um það að ræðaað notfæra sér opna leið til fjáröflunar, með aðstoð þeirra er þegar reykja ákveðna tegund vindlinga. Einstakling- urinn sem heldur til haga tóm- um Winston pakka, á engra per- sónulegra hagsmuna að gæta, og ber það eitt úr býtum að verða þeirrar ánægju aðnjót- andi, að hafa getað styrkt fjár- öflun til Reykjavikurleikjanna 1975 og e.t.v. sitt eigið iþróttafé- lag. Ekki sama hvaðan fjármunir koma Ungmennafélag Stafholts- tungna hefur þegar svarað siga- rettupakkasöfnunarbeiðni FRI með eftirfarandi: 1 dag 12. mars barst Umf. Stafhoitstungna bréf frá fjár- öflunarnefnd FRl þar sem þess er getið að FRI efni til söfnunar á tómum sigarettupökkum i fjáröflunarskini. Bréfinu fylgir auglýsingarspjald með mynd af sigarettupökkum og nokkrir plastpokar með samsvarandi auglýsingu. Félaginu er gefinn kostur á að taka þátt i þessari sigarettu- pakkasöfnun og segir orðrétt i bréfinu ,,Kann svo að fara að við getum eitthvað látið af hendi rakna til ykkar”. Umf. Stafholtstungna afþakk- ar þetta boð FRI og hvetur alla ungmennafélaga um land allt að gera slikt hið sama. Ungmennafélagshreyfingin hefur ætið barist gegn hvers konar ávana- og fikniefnum og við teljum það vera fyrir neðan virðirigu ungmennafélaga, i- þróttafólks og allra þeirra sem að æskulýðs- og iþróttamálum starfa að taka þátt i þessari söfnun. Okkur er ekki sama, hvaðan þeir f jármunir koma sem okkar besta iþróttafólk nýtur eða hvernig þeir eru fengnir. Við þekkjum vel og skiljum fjárþörf iþróttahreyfingarinnar en trú- um þvi ekki að iþróttaáhugafólk leggi svo lágt að selja sig til slikra starfa sem hér er farið fram á. Við bendum stjórn FRl á að reyna aðrar leiðir um leið og við hvetjum allt iþróttafólk og al- menning i landinu, að hafna hinu vanhugsaða boði fjáröflun- arnefnd Fl. Stjórn Umf. Stafholtstungna. „örþrifaráði mótmælt" Ungmennasambandi Borgar- fjarðar hefur borist bréf og söfnunargögn frá Frjálsiþrótta- sambandi Islands. I nefndu bréfi er þess óskað, að UMSB veiti liðsinni sitt við söfnun á tómum WINSTON vindlinga- pökkum, til fjáröflunar fyrir FRl. Stjórn UMSB tók þessa beiðni FRÍ fyrir á fundi sinum i gær, þ.e. 11/3, og afgreiddi með eftirfarandi samþykkt: „Stjórn Ungmennasambands Borgarfjarðar lýsir undrun sinni og andúð á ósmekklegri fjáröflunarleið Frjálsiþrótta- sambands Islands, varðandi til- boð tóbaksframleiðanda um að safna og kaupa tóma vindlinga- pakka. Stjórn UMSB hvetur fé- lög innan sambandsins til þess að hafna beiðni FRl, um aðstoð við þessa fjáröflun.”? Samþykkt þessi skal send stjórn FRl, ÍSI og til fjölmiðla. Stjórn UMSB telur það óhæfu og með öllu óviðeigandi, að i- þrótta-og æskulýðssamtök á borð við FRl og ungmennafé- lagshreyfinguna láti hafa sig til slikrar auglýsingastarfsemi i þágu tóbaksframleiðenda. Á- byrgir uppalendur, hvort heldur eru foreldrar, skólar eða æsku- lýðsfelög, ganga ekki til liðs við uppalendur götunnar. Það er óumdeilt, að neysla tó- baks er skaðleg lifi og heilsc manna og dregur úr þrótti og viljastyrk. Það ætti þvi að vera auðséð, að hverskonar auglýs- ingastarfsemi i þágu tóbaks- framleiðenda er i algjöru ó- samræmi við markmið iþrótta- og ungmennafélaga. Það er ekki tiltæki FRI til málsbóta, að i- þróttahreyfingin i landinu hafi nokkrar tekjur af sölu vindl- inga, þ.e. pakkagjaldið til ISI, þvi þar er ekki um neins konar auglýsingaáróður að ræða. Hins vegar væri viðfelldnara að um- ræddar tekjur 1S1 kæmu beint úr rikissjóði. (Hér innan sviga skal vakin athygli á þvi að hætt er að merkja vindlingapakka meö áletrun um skaðsemi tó- baksnautnar, s.s. lögboðið er.) Stjórn UMSB þykir leitt, að forystusveit Frjálsiþróttasam- bands Islands skuli ekki hafa borið gæfu til að sjá i tima, út i ’hvert forað hún stefndi. En slik örþrifaráð vekja væntanlega at- hygli á, hve mjög fjárskortur háir iþróttastarfseminni i land- inu. Þess er rétt að geta, að i- þróttahreyfingin nýtur styrks af tóbakssölu rikisins nú þegar. A s.l. ári var þessi styrkur til ISl vegna tóbakssölu t.d. átta milj- ónir króna. —GG Ég mótmæli! Það er ekki oft sem ég bregð penna á loft eingöngu I þvi skyni að vita náungann, en nú þegar bú- ið er að stimpla mig iöggiltan hálfvita.get ég ekki orða bundist. Hér á ég að sjálfsögðu við fóstur- eyðingarfrumvarpið endurbætta. A þessum opinbera vettvangi mótmæli ég þvi, að ég sé hálfviti, hvað þá að ég hafi nokkuð mér það til saka unniö sem réttlætir löggildingu þessa. Ég held, án þess að vera með nokkurt grobb, að greind min sé i meðallagi og sömuleiðis dómgreind. Ég á þvi fulla heimtingu á að mér sé veitt sú ábyrgð sem fylgir þvi að vera manneskja, þ.e. aö ég og ég ein beri ábyrgð á gerðum minum og afleiðingum þeirra, en ekki ein- hverjir menn úti i bæ. Ég mótmæli þvi einnig, að ég eða nokkur annar geti lagt dóm á aðstæður annarra, þannig að sá dómur skipti sköpum fyrir lif við- komandi. Slikt er alls ekki á minu færi. Mitt hlutverk felst ekki i þvi að dæma aðra, og hið sama tel ég gilda um alþingismenn jafnt sem aðra (nema alþingismenn séu einhver súper manntegund, en það hef ég ekki séð ennþá.) Og siðast en ekki sist þá mót- mæli ég þvi, að það skuli vera karlmenn og eingöngu karlmenn sem staðið hafa að samningu frumvarpsins. Hvurslags frekja og hálfvitaskapur er þetta eigin- lega? Þið ættuð að ropa meira um kvennaárið. Auður Styrkársdóttir. Iðnaðarhúsnæði óskast Iðnaðarhúsnæði óskast, 50-80 fermetrar, i Reykjavik eða nágrenni. Upplýsingar i sima 41048 i kvöld og næstu kvöld eftir kl. 7 MeSal vinninga verSa 56 sólarferðir - meS Þeir sem mæta öll skiptin (16. marz, 23. marz, FerSaskrifstofunni SUNNU til Mallorka, 6. april og 13. apríl) gefst kostur á aS spila þar sem búiS verSur í glæsilegum íbúSum. frítt um FIAT 127 aS verSmæti kr. 653.00,oo. Einnig eru 24 stórglæsilegir vinningar af ýmsum tegundum og gerSum. FORM 42 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.