Þjóðviljinn - 15.03.1975, Síða 9

Þjóðviljinn - 15.03.1975, Síða 9
Laugardagur 15. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Drottningin hefur verið milli tannanna á fólki eiginlega þrfvegis und- anfarið. — Mynd Elisabet II. og Filipus drottningarmaður. ...en engu aðsfður hefði hdn veriö sér góð móðir og hann viidi alls ekki hafa hana öðruvlsi.” — Mynd: Formaöur breska Ihaldsflokksins ásamt eiginmanni og syni. TVÆR KONUR EFST Á BAUGI Þessi mynd er af þremur þeirra sem lifðu af hiö hræðilega járnbraut- arslys I neöanjarðarlestinni I London snemma i þessummánuði. Um 100 meiddust I slysinu og um 40 létu lifið. Þetta var versta jarnbrautar- slys ilangri sögu neðanjarðarbrauta London, en þessi samgönguaöferð er talin sú öruggasta sem völ er Tvær konur voru efst á baugi i þessu landi nær allan febrúar. Tvær fremstu konur i stjórnmál- um Englands, drottningin og Margrét Thatcher. Móðir formaður Það á vel við á kvennaári, að nýr formaður ihaldsflokksins breska skyldi vera kona. Enginn hafði fyrirfram búist við að slik bylting gæti átt sér stað á þeim bæ. Ekki hafði hún heldur lengi búist við öðrum eins frama ef marka má viðtal, sem haft var við hana á vegum sjónvarpsins i fyrra. Það voru börn sem spurðu hana spjörunum úr i sérstökum spurningaþætti, og meðal annars var hún spurð að þvi hvort hana langaði til að vera flokks- formaður og forsætisráðherra. Margrét hallaði sér fram I sæti sinu, eins og til að gefa svari slnu aukna áherslu, og sagði: „Nei, nei, nei, nei, til þess skortir mig allt of margt. Ég hef ekki nærri þvi nógu mikla reynslu i stjórn- málum til að taka að mér svo vandasamt starf.” Þennan bút sýndu þeir sjónvarpsmenn aftur meðan á kosningabaráttunni stóð, svona rétt til að minna Margréti á orð sin. Sjónvarp og útvarp gerðu eðli lega mikið úr þessum merka við burði og frú Thatcher var frétt vikunnar hvarvetna i fjölmiðlum. Skemmtilegasta viðtalið þótti mér þó það sem haft var við son hennar daginn sem hún var end- anlega kosin. Þetta var stálpaður strákur, mjög myndarlegur, minnti töluvert á Ellert Schram. Hann var spurður að þvi hvernig vinnufélagar hans á skrifstofunni hefðu hagað sér þegar fréttirnar bárust. Hann sagði að allir hefðu verið mjög góðir við sig og nær- gætnir (maður hefði getað haldið að þaðhefði orðið dauðsfall i fjöl- skyldunni), hann hefði verið al- veg látinn i friði. Svo var hann eðlilega spurður að þvi hvernig móðir nýi formaðurinn væri, hvort hún hefði vanrækt börn og heimili vegna stjðrnmálanna. (Aldrei er hugsað um hvernig feður stjórnmálamenn eru, enda er liklega eins gott að fara ekki nákvæmlega út i þá sálma.) Thatcher ungi sagði, að það væri ranglátt að segja að móðir sin hefði ekki vanrækt heimilið starfsins vegna, en engu að siður hefði hún verið sér góð móðir og hann vildi alls ekki hafa hana öðruvisi. Og hann var augsýni- lega fullur stolts. Formennska Margrétar veldur þó ýmsum erfiðleikum, þótt fjöl- skyldan taki þessu svona vel. Meðal annars segja gárungar að forráðamenn vaxmyndasafns maddömu Tussaudshafi ætlað að spara sér kostnað á þessum sið- utu og verstu timum og skipta bara um haus á vaxmynd af for- manni Ihaldsflokksins, en nú verða þeir að skipta um búkinn lika. Og það hefur um aldir verið venja að formaður ihaldsflokks- ins væri heiðursmeðlimur i fin- asta kallaklúbbnum i bænum, en þar er kvenfólki meinaður að- gangur nema að ákveðnum af- mörkuðum svæðum. Liklega verður Margrét fyrst kvenna til að ganga þar óhindruð um sali, ef hún hefur þá nokkurn áhuga á að láta bendla sig við stofnanir, sem ekki viðurkenna jafnan rétt henn- ar kyns. Þvi hún er stolt af kyni sinu og segir: Ef eitthvað þarf að segja skaltu fá til þess karlmann, enef eitthvað þarf að gera.skaltu biðja konu. Drottningar- móðirin Drottningin hefur verið milli tannanna á fólki eiginlega þriveg- is undanfarið. Fyrst gaf þing maðurinn Willie Hamilton út bók- ina Drottningin min og ég, sem olli reiðiöldu um allt land meðal konungssinna. Þingmaðurinn er sonur námuverkamanns og finn- ur þvi eflaust meira til þess en margur annar hvað kóngafólkið er dýr baggi á bresku þjóðinni, þótt það geri I sjálfu sér ekki um- talsvert gagn. Bókin er fyndin og lipurlega skrifuð, og Willie segist ekki meina hana sem árás á drottninguna persónulega heldur á allt kerfið og stéttaskiptinguna. Sumar skritlurnar eru þó æði per- sónulegar, eins og sagan (eflaust dagsönn) af þvi þegar Karl prins pantaði sérstaka klósettrúllu- haldara i laginu eins og skirlifis- belti. Varla voru umræður um bók Willies hjaðnaðar þegar næsta hneyksli reið yfir. Drottningin átti að fá nær hálfrar miljón punda kauphækkun á ári (420.000 pund). Fyrir utan föst laun frá rikinu er fjölskyldan ein sú auð- ugasta i Evrópu. Og á sama tima voru námuverkamenn að þjarka um pund til eða frá á viku fyrir sóðalega”, erfiða og illa launaða vinnu sina. Nú þótti mörgum kóngssinnum nóg um. Ekki færri en 90 þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu i þinginu og fjölmargir voru fjarverandi, ef- laust af ásettu ráði. Breska út- varpið kallaði hina fyrrnefndu „uppreisnarmenn”, sem er nátt- úrlega afar hlutlaust heiti á þeim, sem hafa skoðanir á drottning- unni og launamálum hennar. Fjármálaráðherra reyndi að klóra i bakkann og sagði að mest- ur hluti fjárins færi i hækkandi launagreiðslur til „mjög illa launaðs starfsfólks drottningar- innar”, en sumir vilja halda þvi fram að það fólk eigi að vera á launum frá rikinu beint eins og aðrir rikisstarfsmenn. Þriðja hneykslið og ekki það minnsta — raunar kannski það sem á eftir að draga lengstan dilk á eftir sér —var þegar kommún- istablaðið The Morning Star birti plögg sem sýndu að i siðustu tjómartið Heaths hafði verið komið i veg fyrir að drottningin þyrfti að gefa upp hlutabréfa- eignir sinar i fyrirtækjum eins og annað fólk. Auk þess sem hún er skattlaus, auðvitað. Skjöl þessi komu i pósti, ómerkt, til The Morning Star, og er helst álitið að einhver ráðuneytisstarfsmaður hafi verið svo yfirkominn af hneykslun að hann hafi sent þetta af stað. Wilson reiddist fyrst og fremst yfir „lekanum” og vildi undir eins láta rannsaka hann ná- kvæmlega, en hafði miklu minni áhuga á að láta rannsaka bak- tjaldamakk fyrirrennara sins og drottningarinnar. Það er eins og ef kanar hefðu fyrst og fremst lát- ið rannsaka hvernig Water- gate-málið komst upp, en sleppt þvi að athuga hverjir hefðu brot- ist inn og hvers vegna. Gagnrýni á kóngahúsið er engin ný bóla i þessu landi. Eftirfarandi orð eru bútur úr ræðu, sem mann- vinurinn Andrew Carnegie hélt árið 1890: „Kostnaður við konungsriki er fjórum sinnum meiri en við lýð- veldi. Bandari'kjamenn greiða forseta sinum laun en þurfa ekki aö sjá fyrir bræðrum hans og systrum, bræðradætrum og öðru frændfólki i fjóra ættliði að auki... Hvað gerir þessi fjölskylda? Hún hefur ekkert vald. I stjórn rikisins er hún eins og fimmta hjól undir vagni. Það sfðasta sem Amerikumönnum dytti i hug væri ab halda uppi fólki, sem ekki gerði neitt annað en ganga i far- arbroddi heimskulegs tiskuæðis.” Já, bretar væru betur komnir með Kristján Eldjárn. Aður en ég sný mér frá konun- um langar mig til að segja frá þvi að i hverfinu Lambeth hér i Lon- don halda þeir upp á Kvennaárið með þvi að ráða kvenkyns götu- sópara. t viðtali var haft eftir einni þeirra, að það sé „kven- mannsins verk að halda plássinu hreinu og þokkalegu”! Ægilegt járnbrautarslys Siðasta dag febrúarmánaðar hurfu Margrét og Elisabet af sjónarsviðinu i einu vetfangi. Sið- an þann dag hafa menn ekki rætt um annað en hið hroðalega járn- brautarslys, sem varð á mesta annatima um morguninn, þegar neðanjarðarbraut ók á fullum hraða inn i lokuð endagöng. Þeg- ar þetta er ritað er enn ekki vitað nákvæmlega hversu margir hafa látið lifið i þessu slysi, en þeir verða að likindum nær fjörutiu talsins. Tvisvar sinnum fleiri særðust. Það er eitthvað sem veldur þvi að slys neðanjaröar eru ennþá óhugnanlegri en slys ofanjarðar, auk þess sem allt björgunar- starf er óskaplega hættulegt og erfitt i fúlu andrúmsloftinu lengst lengst niðri i jörðinni. Lundúna- búar eru lika sérstaklega slegnir óhugnaði vegna þessa slyss, þvi hingað til hafa þeir treyst neðan- jarðarbrautinni næst guði sinum og konungi. Þetta er mesta slys sem á neðanjarðarbrautunum hefur orðið alla þá áratugi, sem þær hafa starfað, og þó er þetta ekki nema nokkurra daga tollur umferðarinnar ofanjarðar i þess- ari borg. Neðanjarðarbrautin verður þvi enn að teljast miklu öruggara farartæki en bilar og flugvélar. Það sem mesta athygli vakti hjá okkur i sambandi við þetta slys var enn hvað bretar eru ró- legir og æðrulausir þegar erfið- leikar og hættur steðja að. f þvi eiga þeir vafalaust heimsmet. Fólkið kom upp úr göngunum, sótugt og slasað, en enginn kvart- aði og enginn bölvaði. I einum fremsta vagninum var ung og ný- bökuð lögreglukona á ieiðinni i vinnuna i fyrsta sinn. Samferða- menn hennar i vagninum létust nær allir við áreksturinn. Það var mjög erfitt að komast að henni en lögreglan gat haft samband við hana með senditæki eða labb- rabb-tæki og hún var bráðhress alla þá tólf tima sem hún var lok- uð inni i dauðalestinni. Þegar lög- reglan spurði hana hvort þeir ættu að senda einhverja vinkonu hennar niður til að vera hjá henni meðan verið væri að losa hana, bað hún þá heldur að senda ein- hvern af strákunum. Þetta er hetjuskapur. Svo þurfti að taka af henni annan fótinn til að losa hana. önnur ung stúlka lenti i hrúgu undir tveim mönnum, ann- ar var dáinn, hinn var lifandi framan af en dó svo. Hún sagðist venjulega vera óttalegur aum- ingi.en það hefði einhvern veginn ekki komið til mála þarna. Voriö að koma Svo ég endi spjallið á liflegri tóni, þá virðist vorið ákveðið i að setjast hér að þótt veturinn hafi enn ekki fengið að komast al- mennilega aö. Páskaliljur standa i blóma hvarvetna þar sem sprunga verður i malbikið, og blóm ávaxtatrjánna eru farin að springa út. Það eru hlýindi dag eftir dag og fólk þrifur lóðir sinar, brennir dauðum greinum og mál- ar gluggakarma i óðaönn. Og i loftinu er gróðurangan. Silja Aðalsteinsdóttir skrifar frá London 3. mars 1975

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.