Þjóðviljinn - 15.03.1975, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. marz 1975. __
Hvers vegna ætti að fella
jórnblendifrumvarpið
Vi6 fyrstu umræðu þessa máls,
gerði ég býsna ýtarlega grein fyr-
ir andstöðu minni við frumvarp
þetta til laga um járnblendiverk-
smiðju i Hvalfirði, i þeirri mynd,
sem það var lagt fram. Ég lagði
fram skjöl til staðfestingar grun
minum um það, að upplýsingar,
sem fram koma i greinargerð
með frumvarpinu, væru sumar
hverjar mjög hæpnar, aðrar vill-
andi og enn aðrar beinlinis ósann-
ar. Ég tók það fram, að ég ætlað-
ist ekki til þess að þau gögn, sem
ég lagði fram i málinu, yrðu tekin
fram yfir upplýsingar þær, sem
fram koma i fylgiskjölum frum-
varpsins, heldur ætlaðist ég til
þess eins að þau fengju eðlilega
athugun sérfróðra manna, sem til
þess væru bærir að kveða upp
rökstuddan dóm um gildi þeirra.
Ýmsar þeirra upplýsinga, sem
ég vefengdi i framsöguræðu
minni þá, snerta grundvallarat-
riöi málsins, og eru þess eðlis, að
heill og hamingja þessarar þjóð-
ar, og raunar alls lifs i þessu
landi, eru i veði. Það er þvi óaf-
sakanlegt með öllu að afgreiða
þetta frumvarp úr iðnaðarnefnd
efrideildar án þess að sanngildi
þeirra sé rannsakað á eðlilegan
hátt.
Stefán lýsti siðan vonbrigðum
sinum með störf iðnaðarnefndar
og sýndi fram á að sanngildi
framlagðra gagna hefur alls ekki
verið kannað.
I áliti meirihluta iðnaðarnefnd-
ar, þar sem mælt er með sam-
þykkt frumvarpsins, er tilgreind-
ur fjöldi funda, sem nefndin hélt
um málið. Þar eru einnig nafn-
greindir aöilar, sem kvaddir voru
á fund nefndarinnar, eða álits afl-
að frá, og sú ályktun dregin, að
þvi er virðist, af samanlagðri tölu
funda einstaklinga og stofnana,
að málið hafi fengið itarlega með-
ferð i höndum nefndarinnar. Ég
staðhæfi aftur á móti, að i viðtöl-
um við langflesta þessara aðila
hafi komið fram, að þeir hafi ým-
ist fengið rangar, eða ónógar upp-
lýsingar um málið, þannig að þeir
hafi raunar ekki verið færir um
að mynda sér skoðun á málinu.
Sumir þessara aðila viðurkenndu
þetta berum orðum á fundum iðn-
aðarnefndar, aðrir reyndu að
breiða yfir það.
Húsahitun
Svo við förum nú þegar laus-
lega yfir nokkur atriði, sem fram
komu i viðræðum við þá aðila,
sem nefndin kvaddi á sinn fund,
þá vil ég fyrst tilgreina svör orku-
málastjóra og starfsmanna verk-
fræðiskrifstofu Sigurðar Thor-
oddsen við spurningum um hag-
kvæmnissamanburð á raforku til
húsahitunar og raforkusölu til
fyrirhugaðrar járnblendiverk-
smiðju. 1 svörum þeirra kom
fram, að allsengin rannsókn hefði
verið gerð á verkfræðilegu um-
fangi þess fyrirtækis að byggja
upp dreifikerfi fyrir raforku, sem
nægja myndi til húsahitunar.
Upplýsingarnar, sem fyrir lægju
af hálfu verkfræðinga um þetta
mál, byggðust að verulegu leyti á
ágiskunum, þar eð upplýsingar
skorti frá einstökum rafmagns-
veitum, en rafmagnsveiturnar
hefðu hvorki mannafla né fé til
þess að gera sæmilegar áætlanir
varðandi þetta atriði. Það kom i
ljós að ekkert hefur verið aðhafst
af hálfu hins opinbera i þessa átt.
— Það hefur semsagt verið látið
við það sitja að undirbúa málm-
blendimálið kappsamlega, en lát-
ið sitja við neikvæðar ágiskar.ir
um það að óhagkvæmara sé pen-
ingalega að bæta úr brýrini þörf
landsmanna fyrir ódýra orku til
húsahitunar á þeim svæðum þar
sem ekki næst i heitt vatn úr
jörðu.
Náttúruverndarráð
Formaður náttúruverndarráðs
kom á fund iðnaðarnefndar við
þriðja mann. Hann var inntur eft-
ir þvi hversu túlka bæri bréf, sem
náttúruverndarráð skrifaði á
miðju sumri i sumar til svars við
bréfi frá viðræðunefnd um orku-
frekan iðnað þar sem óskað var
álits ráðsins á staðsetningu
málmblendiverksmiðju i Hval-
firði.
1 bréfinu sagði m.a.: „Viðræðu-
nefnd um orkufrekan iðnað hefur
á undanförnu 1 1/2 ári unnið að
athugunum á hugsanlegri stað-
setningu orkufreks iðnaðar...
Grundartangi virðist bjóða upp á
hagkvæmustu staðsetninguna...
liklegast að þarna risi málm-
blendibræðsla... Viðræðunefndin
leyfir sér aö fara fram á umsögn
yðar með tilliti til staðsetningar
iðnaðar af þvi tagi sem getur hér
að ofan á svæði norðan Hvalfjarð-
ar...”.
Niðurstööur Náttúruverndar-
ráðs voru þessar samkvæmt
svarbréfi þess:
„ 1. Náttúruvernd. Ráðið telur
ekki að fyrirhuguð staðsetning
við Grundartanga stefni i hættu
neinum náttúruminjum eða öðr-
um hagsmunum náttúruverndar.
2. JYIengun. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Vilhjálmi Lúðvikssyni
um viðræður við hugsanlega er-
lenda þátttakendur i fyrirtækinu,
er gert ráð fyrir fullkomnustu að-
ferðum, sem völ er á til hreinsun-
ar á ryki i útblásturslofti, og mið-
að við að standast kröfur hlið-
stæðar þvi sem gerðar eru til
nýrra verksmiðja af sömu gerð i
Bandarikjunum. Náttúruvernd-
arráð visar nánari meðferð um
það efni til Heilbrigðiseftirlits
rikisins, sem fjallar um ieyfis-
veitingar til mengandi iðnrekstr-
ar, samkvæmt reglugerð um það
efni.
3. Jarðrask. Óhjákvæmilegt er
að nokkurt jarðrask veröi vegna
jöfnunar verksmiðjusvæðis og
efnistöku i næsta nágrenni. Vill
Náttúruverndarráð leggja á-
herslu á, að gengið verði vel frá
öllum jarðvegssárum aö fram-
kvæmdum loknum og laus jarð-
vegur bundinn með sáningu.
4. Byggingar. Náttúruverndar-
ráð beinir þeim tilmælum til við-
ræðunefndar, að hlutast til um að
tilhögun og útlit mannvirkja verði
þannig að sem best fari i lands-
laginu.
Að öðru leyti hefur Náttúru-
verndarráð ekkert við fyrirhug-
aða staðsetningu málmbræðslu-
verksmiðju að athuga”.
Á fyrrnefndum fundi iðnaðar-
nefndar sagði formaður Náttúru-
verndarráðs, Eysteinn Jónsson,
að túlka bæri bréfið eins og það
hljóðaði. Þegar athygli hans var
vakin á þvi, að þetta bréf hefði
verið túlkað, af hálfu erindreka
viðræðunefndar á þá lund, að ráð-
ið væri með þessu að lýsa yfir
samþykki sinu, eða a.m.k. hlut-
leysi við málmblendiverksmiðju i
Hvalfirði, þá sagði formaður
Náttúruverndarráðs, að hann
gæti aðeins tekið sér I munn orð
Guðmundar Grindvikings, sem
kallaði álika meðferð á bréfi „ó-
vandaða útleggingu”.
Ég vil vekja athygli á þvi, að
Steingrimur Hermannsson, sagði
við umræðurnar utan dagskrár á
mánudaginn var, að hann hefði
leyft sér að skilja þetta bréf
Nátturuverndarráðs svo, að ráðið
teldi ekki neina þörf á liffræðileg-
um athugunum eða vistfræðileg-
um rannsóknum til undirbúnings
þessa máls.
Ekki enn fengið gögn
1 viðræðum við formann
Náttúruverndarráðs kom fram að
ráðið hafði ekki fengið i hendur
gögn, sem talin væru fullnægj-
andi af þess hálfu tii þess að gefa
iðnaðarnefnd álit, sem mark væri
á takandi um skaðleysi verk-
smiðjunnar, og var til þess vitn-
að, að samkvæmt lögum Nátt-
úruverndarráð kæmi ekki til
kasta þess fyrr en sótt hefði verið
um byggingarleyfi og rekstrar-
leyfi fyrir verksmiðjuna.
Það skal þó tekið fram, að einn
ráðsmannanna á fundinum, dr.
Vilhjálmur Lúðviksson efnaverk-
fræðingur, var að þvi spurður
hvort hann teldi að það myndi
satt sem i greinargerð frumvarps
þessa stendur, að megnun frá
fyrirhugaðri verksmiðju yrði
hættulaus dýrum og gróðri. Það
kvaðst dr. Vilhjálmur ekki
treysta sér til að segja.
Loks vil ég vitna i bréf, sem
Náttúruverndarráð ritaði iðnað-
arráðuneytinu 27. janúar sl. rétt i
þann mund sem iðnaðarnefnd var
að koma saman til að fjalla um
þetta mál, og aðeins fáum dögum
áður en formaður ráðsins kom á
fund nefndarinnar með sitt friða
föruneyti. Af þvi bréfi má ráða
hvort Náttúruverndarráð hefur
talið sig þess umkomið að kveða á
um skaðleysi verksmiðjunnar
fyrir lifriki Hvalfjarðar. Þar seg-
ir m.a. svo:
„Náttúruverndarráð hefur á
fundi sinum 23.1. ’75 samþykkt að
beina þvi til háttvirts ráðuneytis,
að þess verði gætt að ráðið fái að-
stöðu til að fylgjast með hönnun
nefndrar verksmiðju, sbr. 29. gr.
náttúruverndarlaga nr. 47/1971.
Áður hefur ráðið I bréfi, dags. 4.
júli 1973, tjáð sig um staðsetningu
verksmiðjunnar á þessum stað,
en leggur áherslu á, að fá að
fylgjast með undirbúningi verks-
ins áður en til bindandi ákvarð-
ana kemur”.
Agnar kvaddur til
Þá er þar næst til að taka, sem
fyrir nefndina kom prófessor
Agnar Ingólfsson vistfræðingur,
forstöðumaður liffræöistofnunar
Háskóla Isiands.
Ég hafði, þegar á fyrstu fund-
um iðnaðarnefndar, óskað' ein-
dregið eftir þvi að leitað yrði álits
Liffræðistofnunar Háskólans. Af
hálfu formanns iönaðarnefndar
var móast við þessari beiðni
minni fund eftir fund, og þvi borið
við, að samkvæmt bestu vitund
formanns þá væru liffræðingar
alls ekki bærir að fjalla um málið.
Þeir hefðu ekki neitt til að standa
á við slíka athugun. Upplýsingum
minum um það að þess háttar
rannsóknir væru gerðar erlendis
á undirbúningsstigi fyrirtækja á
borð við málmblendiverksmiðj-
una var aðeins svarað með aukn-
um efasemdum, enda þótt ég til-
greindi fyrirtæki I Bretlandi, sem
slikar rannsóknir annast, og vitn-
aði til samskonar rannsókna, sem
gerðar eru af hálfu norsku há-
skólanna.
Það hafðist svo loks i gegn með
bænum og hótunum, og vingjarn-
legu atfylgi þingmanna Alberts
Guðmundssonar og Þorvaldar
Garðars Kristjánssonar og já-
kvæðu hlutleysi Jóns Sólness,
sem hann lét I té með god-föður-
legum elegans, að prófessor Agn-
ar Ingólfsson var kvaddur til við-
tals á næstsiðasta fundir nefndar-
innar.
Tilgangurinn var fyrst og
fremst sá, að fá umsögn liffræð-
ings, og þá sjálfs Agnars Ingólfs-
sonar prófessors og vistfræðings
við Liffræðistofnun Háskóla Is-
lands, um það hvort liffræðingar
gætu rannsakað og skilað skýrslu
um sennileg áhrif fyrirhugaðrar
verksmiðju á lifriki Hvalfjarðar
og nærsveita.
Svar prófessorsins var afdrátt-
arlaust já.
Hann kvað þá liffræðingana
vera þeirrar skoðunar, að gera
ætti rannsókn vegna hinnar fyrir-
huguðu verksmiðju i þremur á-
föngum, og þyrfti að framkvæma
þá tvo fyrri áður en ákvörðun
væri tekin um gerð verksmiðj-
unnar, beinlinis vegna þess að ó-
tækt væri að heimila smiði slikrar
verksmiðju fyrr en fyrir lægju
niðurstöður af þeim áföngum.
Þriðja rannsóknarstigið ætti að
koma til framkvæmda eftir að
fallist hefði verið á smiði verk-
smiðjunnar, og þá i þvi skyni að
fylgjast með þeim áhrifum, sem
verksmiðjureksturinn kynni að
hafa á lifrikið.
Þrjú stig rannsókna
Fyrsta rannsóknarstigið yrði I
höndum liffræðings, landbún-
aðarfræðings, veðurfræðings,
efnafræðings og sjófræðings.
Þeirra hlutverk yrði að kanna
prentaðar heimildir varðandi
verksmiðju sem þessa, ræða við
sérfræðinga, innlenda sem er-
lenda og semja siðan skýrslu
miðaða við islenskar aðstæður,
staðhætti og kröfur um meng-
unarvarnir. Prófessorinn sagði
að vel gæti svo farið, að niður-
staða fyrsta-stigs rannsóknarinn-
ar yrði sú, að ekki væri þörf á
frekari rannsóknum, og þar af
leiðandi ekki á rannsókn annars
stigs.
Prófessor Agnar Ingólfsson
sagöi ab það myndi taka tvo menn
tvo mánuði að ljúka fyrsta stigs
könnuninni; fjórir menn, ef til
þess væru ráðnir, ættu að geta
lokið könnuninni á fjórum vikum,
eða e.t.v. skemmri tima og skilað
skýrslu innan viku þaðan i frá.
Ef niðurstaða þessarar könnun-
ar yrði hins vegar sú, að þörf væri
frekari rannsóknar, eða annars
stigs rannsókn, þá fælist hún I
nánari könnun á þeim stað sem
til greina kæmi að reisa verk-
smiðjuna, greiningu veðurfars,
strauma, blöndun sjávar og kort-
lagningu á lifriki til þess að hægt
væri að leggja mat á málið I heild.
Þá væri komið að ákvöröunar-
töku um það hvort leyfa ætti
verksmiðjuna eða ekki.
Prófessorinn sagðist telja að
annars stigs athugunin myndi alls
ekki taka lengri tima en fjóra
mánuði, ef til þess kæmi.
Þriðja rannsóknarstigiö, sem
kæmi þegar verksmiðjubygging-
in hefði verið heimiluð, felst siðan
i þvi að kanna ástand lifrikisins i
heild, áður en verksmiðjan tekur
til starfa, og yrðu niðurstöðurnar
þá notaðar til samanburðar við
siðari athuganir, svo að hægt væri
aö átta sig á þeim breytingum,
sem verksmiðjureksturinn kynni
að valda.
Það skal tekið fram, að prófess-
orinn sagðist telja óliklegt að
hægt væri að fá til starfa að þessu
verkefni, nú tafarlaust, fjóra is-
lenska sérfræðinga, en hann taldi
ekki ósennilegt að hægt væri að fá
þá frá Norðurlöndum. Fundur
iðnaðarnefndar með Agnari
Ingólfssyni var haldinn föstudag i
fyrri viku. Ég spurði hvort hann
teldi, — ef þess væri óskað nú á
mánudaginn, að liffræðistofnunin
tæki málið að sér, að hún gæti
skilað skýrslu um fyrsta stigs
rannsóknina hinn 15. april, og
hann svaraði hiklaust játandi.
Tímaskortur eða
ótti?
Eins og ég hefi áður greint frá i
þessari þingdeild, var beiðni
minni um að liffræðistofnun yrði
falið þetta verk i þágu iðnaðar-
nefndar, synjað á þeirri forsendu
að ekki væri timi til þess. Auk
þess bætti formaður við þvi áliti
sinu að hann teldi gjörsamlega á-
stæðulaust að framkvæma slika
rannsókn, þar eð hann væri per-
sónulega sannfærður um að ekki
stafaði nein hætta af verksmiðj-
unni, sem orð væri á gerandi. Það
skal tekið fram, að formaður taldi
að þessi fimm vikna töf, meðan
iðnaðarnefnd hinkraði eftir niður-
stöðum af athugunum liffræði-
stofnunar, myndi leiða til þess að
málið yrði e.t.v. ekki afgreitt á
þessu þingi. Hann gat þess þá,
góðlátlega, að hann teldi að hér
væri um að ræða bellibragð af
minni hálfu til þess að tefja mál-
ið. — Ég ætla mér ekki að gjalda
honum athugasemdina með þvi
að geta mér þess til — ekki einu
sinni góðlátlega — að hann hafi
ekki fallist á rannsóknina vegna
þess að hann hafi óttast að niður-
staða hennar kynni að leiða i ljós
að hér væri um hættulegar fram-
kvæmdir að ræða, og þær myndu
þar af leiðandi koma i veg fyrir að
þessi verksmiðja yrði nokkru
sinni reist.
HeiIbrígöiseftirlít og
eiturefnanefnd
Þá er að geta fundar iðnaðar-
nefndar með Baldri Johnsen,
yfirlækni, forstöðumanni Heil-
brigðiseftirlits rikisins. Ég hlýt
að taka tillit til þess I ræðustól hér
i deildinni, að Baldur Johnsen er
hér ekki nærstaddur, né hefur
hann heldur aðstöðu til að svara
fyrir sig hér. Þess vil ég þó geta,
að hann er einn þeirra aðila, sem
ábyrgð ber á yfirlýsingunni i
greinargerð frumvarpsins um
skaðleysi mengunar frá verk-
smiðjunni fyrir dýr og gróður. 1
viðtali iðnaðarnefndar við for-
stöðumanninn kom fram, sem
raunar var vitað áður, að heil-
brigðiseftirlitið mun, lögum sam-
kvæmt, taka til meðferðar um-
sókn um rekstrarleyfi fyrirhug-
aðrar verksmiðju þegar hún ligg-
ur fyrir, sem vitaskuld verður
ekki fyrr en fyrirtækið hefur verið
stofnað að samþykktu frumvarpi
þvi er hér liggur fyrir. Það kom
einnig fram að heilbrigðiseftirlit-
ið mun miða við amerlska meng-
unarstaðla þegar það tekur af-
stöðu til hins fyrirhugaða rekst-
urs. Forstöðumaðurinn las fyrir
okkur nokkur bréf, sem send
hefðu verið frá heilbrigðiseftirlit-
inu til undirbúnings þessum
fundi, meðal annars bréf til eitur-
efnanefndar.
„Heilbrigðiseftirlit rikisins biö-
ur um umsögn um málmblendi-
verksmiðjuna með hliðsjón af
þeim gögnum, sem hér fylgja
með I ljósriti, og er æskilegt að
umsögnin berist annað hvort til
þessarar stofnunar hið fyrsta, eða
til iðnaðarnefndar alþingis fyrir
nk. fimmtudag, 27.2.”.
Síðan hélt Baldur á lofti svar-
bréfi dr. Þorkels Jóhannessonar,
formanns eiturefnanefndar, en
las það ekki, heldur sagði frá þvi
að þar gæti að finna álit dr.
Þorkels Jóhannessonar á plögg-
um þeim, sem hann hefði sent
honum varðandi málmblendi-
verksmiðjuna. Að visu væri ekki
fjallað um ýmis atriði i þessu
bréfi eiturefnanefndar, en þar
gæti að finna samþykki prófess-
Þingrœða Stefáns Jónssonar við 2. umrœðu