Þjóðviljinn - 19.03.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.03.1975, Blaðsíða 1
Loðnuvertíðin í ár sú þriðja besta Miðvikudagur 19. mars 1975 — 40. árg. — 65. tbl. Staðan í samningamálunum: Lifnar yfir á loðnumiðum En verksmiðju- eigendur hafa Fjær samningum - nær verkfalli Baknefndarfundur síðdegis í gœr. Nefndarmenn hugleiða dagsetningar fyrir verkfallsboðanir Eftir því sem tíminn líð- ur dregur úr líkunum á því að bráðabirgðasamkomu- lag náist í yfirstandandi kjaradeilu. Þetta var al- mennt mat manna á bak- nefndarfundi ASI kl. 18 f gærkvöldi, en á fundinum voru menn beðnir um að hugleiða dagsetningar fyrir verkfallsboðanir með tilliti til þess að í dag yrðu teknar ákvarðanir um boð- un verkfalla. En bak- nefndarmenn munu einnig hittast í dag. Sáttafundur hófst upp úr há- deginu i gær, og var gert hlé á fundinum meðan baknefndin kom saman kl. 18. Stóð fundur bak- nefndar hálfa aðra klukkustund, en i gærkvöldi var sáttafundi framhaldið. Ekkert nýtt kom fram á samningafundunum i gær- dag; atvinnurekendurhreyfðu sig ekki spönn. Þess vegna hugleiða menn nú tíma fyrir verkfallsboð- anir, er gert ráð fyrir fyrstu dög- unum i april. Fréttaritari Þjóðviljans á Djúpavogi sendi okkur fréttabréf og myndir. Við birtum hér eina myndanna. Fleiri myndir á 6. síðu blaðsins í dag. sagt upp loðnu- verðinu frá og með nœstu helgi Sov til engin loðnuveiði hef- ur verið siðan á laugardag, en þá fiskuðust aðeins tæp 3500 tonn. 1 gær hafði veður gengið niður og færðist þá lif I veiði- skapinn, en aðalveiðisvæðið i gær var út af Arnarstapa. Aðeins höfðu þó tvö skip til- kynnt loðnunefnd um afla um 7-leytið i gærkveldi. Skógey með 230 tonn og Svanur með 315 tonn. Starfsmenn loðnu- nefndar vissu þó um ifjölda skipa, sem voru að og höfðu mörg þeirra fengið dágóðan afla. Alls munu nú 40—50 skip stunda loönuveiðamar, en hin, þau sem hætt eru, munu vera byrjuð netaveiðar, eða við það að hefja þær. Nóg þróarrými er á Faxa- flóasvæðinu öllu, enda lækkaöi verðið á loðnunni niður i 1.60 kr. kg. um sfðustu helgi. Loðnukaupendur, bræðslu- eigendurnir, munu hafa sagt upp loðnuverðinu um helgina, en viku frest þarf til þess að uppsögnin sé gild. Fellur þvi verðlag á loðnunni úr gildi um næstu helgi. Samkvæmt tölum loðnu- nefndar var heildaraflinn fyrir veiðina i gær orðinn 407.855 tonn, en var á sama tima i fyrra 425.268 tonn. Þar með er þetta orðin þriðja mesta loðnuvertið i loðnu- veiðisögu þjóðarinnar. — úþ Byggingarlóðir í vesturbænnm en aðrir borgarar ekki þetta árið Heim- dellingar einir fá Samninganefndarmenn ASl fengu i gær nokkra nasasjón af þeim breytingum sem rikis- stjórnin hyggst gera i skattamál- unum. Er þar um að ræða furðu- lega grautargerð, þar sem ruglað er saman tekjusköttum, útsvari, söluskatti, skyldusparnaði og fjölskyldubótum. Lágu tillögur rikisstjórnarinnar að visu ekki fyrir i frumvarpsformi, en þó sagði Vísir, að frumvarp um skattamál yrði lagt fram á al- þingi i dag og jafnvel fleiri frum- vörp um aðgerðir i efnahagsmál- um. En niðurstaðan af samninga- þófinu I gær var semsé sú að eftir þvi sem lengra liður eftir þvi þverri likurnar á bráöabirgða- samkomulagi og þar með aukist likurnar á verkföllum. Fellið niður söluskatt af niatvælum! — sjá 7. síðu blaðsins í dag Ungur sjómaður drukknar 19 ára piltur, Gústaf Smári Sigurðsson, féll fyrir borð af bátnum Jóni Þórðarsyni BA- 180, og drukknaði. Gústaf Smári átti unnustu og eitt barn. Borgarráösmeirihluti Sjálfstæðisflokksins sam- þykkti á síðasta fundi sín- um, gegn atkvæðum minnihlutafulltrúanna, að úthluta Byggingarfélagi ungs fólks úr Sjálfstæðis- flokknum fjölbýlishúsalóð að Hagamel 51, 53 og 55. Er hér um að ræða eindæma hneyksli, þar sem engri f jölbýlishúsalóð hefur ver- ið úthlutað til samvinnufé- lags í vetur, og ekki er séð fram á að nokkurt bygg- ingarsamvinnuf élag né heldur byggingarfélög önnur fái úthlutað bygg- ingarlóðum undir fjölbýl- ishús þetta árið. Borgarráðsfulltrúar minni- hlutaflokkanna, Sigurjón Péturs- son, Alþb. og Kristján Benedikts- son Framsókn, ásamt áheyrnar- fulltrúa Alþýðuflokksins og Sam- takánna, létu gera svofellda bók- un vegna máls þessa: „Sú ákvörðun meirihluta borg- arráðs að láta Byggingarfélag ungs fólks fá til ráðstöfunar fjöl- býlishúsalóðirnar númer 51, 53 og 55 við Hagamel er að okkar dómi mjög ámælisverð. Hér er um að ræða tiltölulega nýstofnað félag, sem þar að auki setur þá skil- mála fyrir félagsaðild, að við- komandi sé jafnframt i Heim- dalli, eða einhverju öðru félagi ungra sjálfstæðismanna. Um framangreidar lóðir sóttu fjölmargir aðilar, meðal annars nokkur byggingarsamvinnufélög, sem skipuð eru ungu fólki, eru öll- um opin og starfa samkvæmt 'sér- stökum lögum. Við teljum það hreint siðleysi hjá borgarráðsmönnum Sjálf- stæðisflokksins að sniðganga þessa aðila með öllu, en afhenda eitthvert besta og jafnframt eftir- sóknarverðasta byggingarsvæði sem völ er á I borginni til bygg- ingarfélags, sem setur félags- mönnum þá skilmála, að þeir skuli jafnframt ganga i Heimdall. Hér er farið inná varhugaverða braut, þar sem beinlinis er verið að nota aðstöðu, sem borgararnir allir eiga jafnan rétt á til fram- dráttar pólitisku félagi Sjálfstæð- isflokksins.” Að hafa áhrif 1 viðtali við Morgunblaðið, sem birt var þann 10. september 1974, sagði formaður þessa félags- skapar, Byggingafélags ungs fólks, um markmið félagsins: ,,... að hafa áhrif á stefnumótun opin- berra aðila I byggingarmálum ...” Nú hefur Heimdellingum tek- ist þetta, og borgarstjórnarmeiri- hiuti Sjálfstæðisflokksins launar þeim þægð og fylgisspekt en hundsa borgara jafnframt. „Já, BYGGUNG er bundin Sjálfstæðisf lokknum." Hér fer á eftir hluti úr viðtalinu, sem áður er vitnað til, en BYGGUNG er frumleg skamm- stöfun Heimdellinga á þessu byggingarfélagi sinu: „Félagssvæði BYGGUNG er bundið við félagssvæði Heimdall- ar F.U.S. i Reykjavik, þar sem félagar i BYGGUNG eru jafn- framt félagar I Heimdalli. Þess ber þó að geta, að stofnað hefur verið BYGGUNG-félag i Kópa- vogi. Búið er að halda undirbún- ingsstofnfund BYGGUNG i Garðahreppi og ráðgerð er stofn- un félags i Hafnarfirði. Er BYGGUNG bundið ákveðnum stjórnmálaflokki? Já, PYGGUNG er bundiö Sjálf- stæðisflokknum, að þvi leyti, að félagar i BYGGUNG eru allir fé- lagar i einhverju aðildarfélaga Sambands ungra sjálfstæðis- manna og frumkvæðið að stofnun þessara félaga kom frá mönnum, sem eru virkir i starfi Samtaka ungra sjálfstæðismanna.” Er dómgreindin úr skorðum? Ekki skal skilið við téð viðtal, án þess að vitna til lokaorða for- manns BYGGUNG, Þorvaldar Mawby, og sýna þau betur en margt annað, aöhægt er að kenna Heimdellingum slagorð utanbók- ar án þess að þeir hafi hugmynd um hver merking orðanna er. Þess vegna skyldi nú hver og einn bera niðurlagsorð Mawbys þessa saman við gjörðirnar, eins og þær nú eru orðnar. Mawby-innsegir ilokviðtals- ins: ,,Ég treysti þvl, að ungu fólki muni takast með samtakamætti sfnum að koma á heilbrigðu skipulagi i byggingarmálum. Viö i BYGGUNG ætlum sannarlega að leggja okkar lóð á þá vogar- skál.” Hér vantar ekkert nema sign- inguna og amenið. — úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.