Þjóðviljinn - 19.03.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.03.1975, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. marz 1975. Ætli það geti ekki verið hœttulegt? Nú siðustu daga hefir Þjóðvilj- inn verið uppfullur af ýmsum svigurmælum i garð Björns Jóns- sonar, forseta A.S.I. Litur jafnvel svo út sem blaðið hafi sérdeilis sterka löngun til að afflytja og rangtúlka hvert orð, er fram kemur af munni Björns i seinni tið, og er það kannski að vonum frá sálfræðilegu sjónarmiði séð. Siðasta dæmi af þessu tagi eru þau ummæli Björns, að hann tel- ur ekki heppilegt, að verkamenn fái i einum áfanga þá kaupupp- bót, sem launþegar eru nú að krefjast. Telur Björn slikar kröf- ur, ef uppfylltar væru skyndilega, til þess eins fallnar að sýkja hið vesæla efnahagskerfi þjóðarinnar enn meir, og finnst þó sumum æði lasið fyrir. Nú vil ég, sem gamall og nýr unnandi Þjóðviljans benda blað- inu góðfúslega á, að Björn Jóns- son er ekki sá fyrsti, sem upp- götvar, að skyndileg lækning meina (hér kaupgeta verkalýðs- ins) geti verið meira en vafasöm. Hvað sagði ekki Ó. Kárason Ljós- vikingur, þegar Magnina heima- sæta á Fæti vildi fara að senda sjúkdómslýsingu hans til héraðs- læknisins i þvi skyni, að fá hann læknaðan? — Ætli það geti ekki verið hættulegt? spurði skáldið. — Hættulegt? Að láta lækna sig? Sér er nú hver viskan — sagði Magnina heimasæta. — Ég meina, ef lækningin skyldi vera of ör, sagði Ó. Kára- son. - Of ör? — Já þannig, að mér slægi nið- ur aftur. Svona aumingi eins og ég getur ekki orðið albata nema á löngum tima. Þarna er einmitt komið að kjarna málsins: lækningin má ekki vera of ör og þar er Bj. J. fremri ritskýrendum Þjóðviljans. Hann vill fara gætilega, svo ör- uggt sé, að sjúklingnum slái ekki niður aftur og sé þá ver farið en heima setið. Hafi hann rangt fyrir sér, hefir hann a.m.k. þá afsökun að vera ósjálfrátt undir of mikl- um áhrifum Nóbelsverð.-skálds- ins. Sneelu-Halli iVjja varð- skipið er vœntanlegt heim um nœstu helgi Nýja varðskipið Týr, sem smíð- að var i Ilanmörku fór i gær i fyrstu reynslusiglinguna með is- lenskri áhöfn og svo getur farið að strax að henni lokinni lcggi skipið af staö heimleiðis og komi hingað um næstu helgi. Eftir fyrstu reynslusiglinguna á dögunum var gert við það sem ekki reyndist vera i fullkomnu lagi. Þeim viðgerðum og frágangi radiótækjanna sem eru mjög flókin og fullkomin er nú lokið. Þar sem sjómenn eru manna hjátrúarfy llstir mun allt gert sem hægt er til þess að skipið komi heim á föstudag eöa laugardag, heist laugardag vegna þess að máltækið segir laugardag til lukku. Mánudagurinn kemur vart tii greina,- hann er til mæðu. —S.dór Erlendar fréttir Norsk sendinefnd kom heim frá Portúgal siðari hluta febrúar- mánaðar. 1 nefndinni voru ýmsir sérfræðingar á sviði fiskveiða og viðskipta. Hallsteinn Rassmusen aðstoðarfiskimálastjóri sagði i blaðaviðtali við heimkomuna að portúgalska rikisstjórnin óskaði eftir aðstoð norðmanna við að byggja upp sjávarútveg og fisk- vinnslu portúgala. Hann sagðist búast við að á næstunni mundu koma sendi- nefndir frá portúgölsku stjórninni til viðræðna við norsk stjórnvöld um á hvaða sviði norðmenn gætu aðstoðað portúgala. En Rass- mussen sagði að portúgalir hefðu áhuga á þvi að fá aðstoð norð- manna til þess að skipuleggja fyrir þá sam vinnurekstur i sjávarútvegi. En samvinnu- rekstur norðmanna sumstaðar á Finnmörku er nú talinn einn sá fullkomnasti i heimi. I öðru lagi að skipuleggja fyrir þá gæðaeftirlit með fiski og fisk- vörum, i þriðja lagi að hjálpa þeim til að koma á fót hafrann- sóknum. Þá sagði Rassmussen, að stjórnin þyrfti að fá hjálp til að umskipuleggja fisksöluna innan- lands og til að koma upp nægjan- legum kæli og frystigeymslum i landinu. Barentshafið og hafsbotnsauðævin þar I erindi, sem E.E. Kjeholt að- miráll i norska flotanum hélt nýlega i félaginu Norsk Petro- leumsforening, kom fram að átta ár eru nú liðin siðan norðmenn fóru fram á það við sovétmenn að landgrunninu i Barentshafi yröi formlega skipt á milli þessara tveggja þjóða. Eftir þeim athug- unum sem gerðar hafa verið i Barentshafi og á landgrunni Sval- barða þá er nú talið að einmitt á þessu svæði muni liggja undir hafsbotninum einhver allra auð- ugustu gas- og oliusvæði jarðar. En þetta svæði er jafnframt frá herfræðilegu sjónarmiði þýðingarmesta hafsvæði Sovét- rikjanna. Þetta er sú leið sem herskipa- floti Sovetrikjanna verður að fara á leiðinni út á Atlantshaf, sagði aðmirállinn. Væru á þessu hafsvæði komnir borpallar þá væri hægt frá þeim að fylgjast auðveldlega með öllum skipaferðum jafnt neðan- sjávar sem ofan. Það eru þessar staðreyndir sem gera sovétmenn varfærna og raga i samningum um landgrunn Barentshafs miðað við það heimsástand sem rikir. Þessa mynd dró aðmirállinn upp þegar hann ræddi um auðæfi Barents- hafs á fundinum. Þá sagði hann að ef sovétmenn vildu ekki viður- kenna útfærslu á fiskveiðilögsögu norðmanna á þessum slóðum i 50 milur vegna herfræðilegra ástæðna, þá yrði útfærslan ekki gerleg. Siðan spyr aðmirállinn hvenær fáum við lausn á þessu máii og hvað þurfum við norðnienn að greiða fyrir þá lausn? Þessari spurningu reynir herfræðing- urinn ekki að svara. Þá kom E.E. Kjeholt inn á það, að með öllu væri óvist hvernig stórveldasam- steypan sem viðurkenndi yfir- ráðarétt norðmanna á Svalbarða eftirfyrriheimstyrjöldina, mundi nú lita á eignarrétt norðmanna á öllu landgrunni Svalbarða þegar vitað væri að á þessu mikla haf- svæði lægju ógrynni auðæfa undir hafsbotninum. Frá Færeyjum berast þær fregnir að óvist sé nú með öllu hvort hraðfrystihúsið og saltfisk- verkunarstöðin i Færeyingahöfn á Vestur-Grænlandi verður starf- rækt á sumri komandi. Færeyskum fiskimönnum þykir slæmt ef þessi starfsemi fellur niður, þar sem stöðin i Færey- ingahöfn hefur um lapgt árabil veitt færeyskum skipum margs- konar fyrirgreiðslu. Félagið sem á fiskvinnslustöðina i Færeyinga- höfn heitir Nordafar og er sameign færeyinga og norð- manna. Annar eigandinn er Grönlandsfélagið i Thorshavn og hinn A.S. Utrusting i Álasundi. Starfsemin i færeyingahöfn hefur verið rekin með tapi siðustu árin og vilja nú norsku eigend- uroir hætta rekstri af þeim sökum. Færeysk sendinefnd átti nýlega að halda af stað til Álasunds til að ræða þetta mál 'ýtarlega við norsku eigendurna, þvi óvist er talið að færeyingar treysti sér til að starfrækja stöðina einir. Þær fregnir hafa borist til Færeyja frá Vestur-Grænlandi að veturinn hafi verið þar mjög kaldur og stormasamt á miðum og útlit með fiskigöngur sé. nú ekki eins gott og stundum áður. En þrátt fyrir stirða tið á þessum miðum i vetur, eru færeysk skip sem þarna hafa stundað rækju- veiðar yfirleitt með góðan afla og tvö þeirra fóru heim með fullfermi af rækju um 20. febrúar. Vegna þess hve þorskveiðar hafa oft brugðist á Grænlands- • miðum siðustu árin, gera fær- eyingar nú mikið út á rækju á þessum miðum. Sum rækjuskipanna hraðfrysta rækjuna um borð og sigla svo með aflann heim, en önnur leggja rækjuna á land og eru árið um kring við Grænland, en veita skipshöfnunum fri tvisvar á ári og flytja þá sjómennina heim flugleiðis og til baka aftur i gegnum Kaupmannahöfn. Erfiöleikar í norskum sjávarútvegi Ýmsir erfiðleikar steðja nú að norskum sjávarútvegi bæði vegna sölutregðu á freðfisk- mörkuðum svo og mikils og vaxandi tilkostnaðar i útgerð. Að undanförnu hafa staðið yfir samningar á milli Norsk Fiskar- lag og rikisstjórnarinnar. Fisk- verð er nú talsvert lægra i Noregi en það var á vertiðinni ifyrra,en þó næstum þvi tvöfalt miðað við skiptaverð hér. Fiskimenn eru fiskímál ^eftir Jóhann J. E. Kúld^ óánægðir með lægra fiskverð heldur en á sl. ári en þá reyndist verðið of hátt á ýmsum fiskteg- undum miðað við söluverð afurða á heimsmarkaði. Komið hefur til móttökuvandræða á fiski sumstaðar á Finnmörku i vetur vegna þessa ástands. Það er athyglisvert að eftir fréttum frá Finnmörk að dæma, hefur samvinnureksturinn þar staðið sig alveg sérstaklega vel i þessum erfiðleikum. Kanadamenn veita sjávarútvegi opinbera aö- stoð Rikisstjórn Kanada hefur ákveðið að veita sjávarútvegi þar i landi 20 miljónir dollara aðstoð. Aðstoð þessari er skipt i þrennt. Fyrsti hlutinn gengur til þss að greiða niður tilkostnað útgerðar á djúpmiðum, á timabilinu 1. janúar til 30. april 1975. Annar hluti gengur til þeirra fisk- vinnslustöðva sem taka á móti vertiðarfiski i norður Kanada, en urðu alveg sérstaklega illa úti á sl. ári með rekstur sinn vegna hafiss. Þessi hluti aðstoðarinnar er aðeins bundinn við þær stöðvar sem komnar eru i greiðsluþrot vegna þessara rekstarerfiðleika. Þriðji hluti aðstoðarinnar gengur svo til þess að framleiða fiskivörur úr sjávarfiski, til hjálpar nauðstöddum þjóðum, samkvæmt samþykkt Kanada á þvi sviði. SKIPSTJÓRAR — BÁTAEIGENDUR HAFIÐ ÞIÐ EFNI Á AÐ VERA ÁN SIMRAD FISKILEITARTÆKJA? SIMRAD EY fyrir trillur SIMRAD EL fyrir stærri báta Traust - Einföld í notkun - Rakavörð - Góð viðhalds- og varahlutaþjónusta Leytið upplýsinga UMBOÐSMENN UM ALLT LAND: Tómas Guðmundsson Radio- og Sjónvarpsþjónustan Kári Hilmarsson Hjarðartúni 1 2 Aðalgötu 14 Þiljuvöllum 33 Ólafsvík Sauðárkróki Neskaupstað Sími 93-6152 Sími 95-5432 Sími 97-7512 Helgi Eiríksson Hilmar Jóhannesson Arnþór Ásgrímsson Aöalgötu 13 ólafsvegi 6 Bleiksárhlíð 43 Stykkishólmi Ólafsfirði Eskifirði Sími 93-8237 Sími 96-62126 Sími 97-6271 Valgeir Jónsson Hljómver hf. Björn Gíslason Aðalstræti 7 Geislagötu 5 Ránarslóð 4 Patreksfirði Akureyri Höfn, Hornafirði Sími 94-1138 Sími 96-23626 Sími 97-8150 Oddur Friðriksson Radio-Þjónustan Neisti hf. Silfurgötu 5 Húsavík Strandvegi 51 Isafirði Vestmannaeyjum Sími 94-3665 Leifur Haraldsson Sími 98-6924 Fossgötu 4 Seyðisfirði Slmi 97-2312 Sónar hf. Baldursgötu 14 Keflavík Sími 92-1775 GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR AÐALUMBOÐ: FRIÐRIK A. JÓNSSON hf. Bræöraborgarstíg r Sími 14135 - 14340 '}m .- ......................................... ..................... - ' _ SIMRAD

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.