Þjóðviljinn - 19.03.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — Þ.ióÐVILJINN Miðvikudagur 19. marz 1975.
DJÓDVUHNN
MALGAGN SOSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÖÐFRELSIS .
tltgefandi: trtgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson,
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Kari Haraldsson
ER ÓLAFUR GENGINN í BJÖRG?
1 byrjun siðasta árs nam gjaldeyris-
varasjóður okkar islendinga 9000
miljónum króna og hafði aldrei verið
meiri. Segja má, að strax og kom
fram á árið 1974, hafði völdum vinstri
stjórnarinnar verið lokið, þar sem hún
studdist ekki lengur við þingmeirihluta,
enda þótt hún sæti formlega við völd fram
yfir kosningar um vorið.
Nú, rúmu ári eftir, að gjaldeyriseignin
var meiri en nokkru sinni fyrr, þá hefur
þessi digri sjóður verið uppurinn með öllu
og samkvæmt yfirlýsingum stjórnvalda
erum við nú farnir að taka lán erlendis til
að flytja inn almennar neysluvörur, og þá
ekki siður til að flytja inn hvers konar
óþarfa.
Vissulega gekk nokkuð á hinn digra
gjaldeyrissjóð siðustu mánuðina fyrir
kosningarnar i fyrra, þegar vinstri
stjórnin hafði glatað þingmeirihluta
sinum, vegna brotthlaups Björns Jóns-
sonar og félaga hans, og þáverandi
stjórnarandstaða starfaði samkvæmt
þeirri reglu að snúast af hörku gegn öllum
tillögum vinstri stjórnarinnar, hvert svo
sem innihald þeirra væri.
Samt er það svo, að það var fyrst eftir
stjórnarskiptin, þegar Geir Hallgrimsson
var tekinn við, og Ólafur Jóhannesson
orðinn viðskiptaráðherra, að verulega tók
að hallast á ógæfuhlið i okkar gjaldeyris-
málum, og sjóðurinn fór brátt niður fyrir
núllið.
Talsmenn rikisstjórnarinnar halda þvi
jafnan fram, að ástæðan til þess, að gjald-
eyrissjóðurinn digri brann til ösku sé sú,
að viðskiptakjör okkar hafi versnað svo
mjög, og til þess að fóta sig á nýjan leik i
gjaldeyrismálunum sé einasta færa leiðin
sú að skera kaupgetu almennings misk-
unnarlaust niður i eymdarkjör, eins og
gert hefur verið af núverandi rikisstjórn.
Þarna er auðvitað stórlega hallað réttu
máli. Svo sem margoft hefur verið greint
frá hér i blaðinu voru viðskiptakjörin á
siðasta ári einhver þau allra bestu, sem
við höfum nokkru sinni búið við sam-
kvæmt opinberum skýrslum Seðlabanka
íslands. Aðeins eitt ár, það er 1973, hafa
þau verið betri en árið ’74. Engu að siður
hlaut það auðvitað að valda nokkrum
vanda, að viðskiptakjörin skyldu versna
um 10% frá toppnum 1973, svo sem
skýrslur Seðlabankans sýna.
En hvernig átti að mæta þeim vanda?
1 þeim efnum áttu stjórnvöld að sjálf-
sögðu val um fleiri en einn kost. Þjóð-
viljinn heldur þvi hiklaust fram, að brýna
nauðsyn hafi borið til að taxa upp stjórn á
gjaldeyriseyðslunni áður en i óefni var
komið. Við eyddum t.d. meira en þriðjungi
af hinum digra gjaldeyrissjóði, sem við
áttum i ársbyrjun 1974 i að flytja inn bila,
eða á 4. miljarð króna á siðasta ári. Og nú
eru fulltrúar islenska rikisins að fást við
að afla erlendis eyðslulána svo að við
getum flutt inn húsgögn, gosdrykki,
sælgæti og brennivin upp á krit, og þannig
mætti lengi telja Allt fyrir „frelsið”, sem
Geir. Hallgrimsson lætur nú Ólaf
Jóhannesson játa trú á i verki dag hvern.
Þetta frelsi fjármagnsins, sem er æðsta
boðorð Sjálfstæðisflokksins og islenskra
braskara.
Hygginn heimilisfaðir, sem sér fram á
nokkra skerðingu ráðstöfunartekna, hann
ihugar að sjálfsögðu, hvað hægt sé að
spara i útgjöldum heimilisins, hvaða
gjaldaliði sé hægt að skera niður, vegna
þess, að þeir séu ónauðsynlegri en aðrir.
Það ætti þó Ólafur Jóhannesson trúlega að
hafa lært, þegar hann var að alast upp
norður i Fljótum.
Og nákvæmlega sama ætti auðvitað að
gilda um þá, sem hefur verið trúað fyrir
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Vilborg Haröardóttir
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Slmi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
sjálfum gjaldeyrissjóði þjóðarinnar. En
hér varð raunin önnur. I stað þess að
skera niður ákveðin útgjöld, með þvi að
takmarka eyðslu gjaldeyris i kaup á þeim
varningi—sem enga nauðsyn bar til að
flytja inn i landið að sinni, — þá var brask-
aralýðnum beinlinis sigað á galopinn
gjaldeyrissjóðinn og þeim boðið að gera
svo vel að „bjarga sér” nú, áður en næsta
og næsta gengisfelling dyndi yfir.
Og ennþá nú fyrir tæpum tveimur
vikum, þegar við höfum um nokkurt skeið
flutt inn kex, innréttingar, ropvatn og
annan slikan varning með þvi að þrýsta
gjaldeyrissjóðnum æ lengra niður fyrir
núllið, þá sendir Ólafur Jóhannesson frá
sér fréttatilkynningu, þar sem segir: „og
er þess vænst, að hægt verði að selja
gjaldeyri fyrir innflutningi þeirra án
nokkurra verulegra tafa.”
Hvað segðu menn um það, ef aðrir sjóðir
en gjaldeyrissjóðurinn, t.d. lánasjóðir af
ýmsu tagi, ættu að vera galopnir fyrir allri
ásókn, einmitt þegar mest þarf að verja
þá fyrir útstreymi fjármagns?
1 stað þess að taka upp skipulega stjórn
á meðferð gjaldeyrisins um nokkurt skeið,
þegar svolitið harðnaði á dalnum, þá valdi
rikisstjórn þeirra Geirs og ólafs arman
kost. Þann að þrýsta kaupgetu alménns
launafólks á ísj[andi niður fyrir allt
velsæmi, og ætla sér þannig að takmark^,
gjaldeyriseyðsluna. Þá var ekki verið að
hika við að beita valdboði á valdboð ofan,
þótt ekki mætti heyrast nefnt að skerða
hár á höfði heildsalanna.
Hér er auðvitað ekkert náttúrulögmál á
ferðinni, heldur valinn annar kosturinn en
ekki hinn út frá pólitiskum forsendum, út
frá stéttarlegum hagsmunum.
Hvað lengi ætla Framsóknarmenn að
liða foringjum sinum að dansa með
þessum hætti eftir pipu Sjálfstæðis-
flokksins?
k
Tekjur Landsímans:
Snæfellingur 20 þús. Reykvíkingur
kr. 5 þús.
4.963,— (Tölurnar eru miðaðar
við ástand fyrir gjaldskrárbreyt-
inguna, sem varð um siðustu ára-
mót).
Meðaltekjur simans af um-
framslmtölum voru á hvern not-
anda sem hér segir á eftirgreind-
um stöðum: Hellissandur kr.
20.200,- Bilddalur kr. 21.600,-
Skagaströnd kr. 15.700,- Hofsós
kr. 11.500,- Grindavik kr. 12.700,-
Jónas Árnason vakti athygli á
þeirri miklu mismunum, sem hér
hafi átt sér stað milli Reykja-
vikur og landsbyggðarinnar.
Halldór E. Sigurðsson,
samgönguráðherra
svaraði á alþingi i gær
nokkrum fyrirspurnum
varðandi rekstur Land-
simans, sem Skúli
Alexandersson lagði
fram i vetur er hann sat
á þingi sem varamaður.
Jónas Árnason mælti
fyrir fyrirspurnum i
fjarveru Skúla.
Það kom fram i svari
ráðherrans, að tæp 55%
af simgjöldum fyrir um-
framsimtöl eru greidd
af notendum sima utan
Reykjavikursvæðisins.
Alls eru þetta 226 mil-
jónir króna, og meðal-
tekjur simans af
hverjum notanda kr.
9.880.—.
Meðaltekjur af umframsimtöl-
um af hverjum notenda á Reykja-
vikursvæðinu eru hins vegar kr.
Faöir okkar
Bogi Ragnar Eyjólfsson
bátsmaður,
Hraunbraut 10, Kópavogi,
lést mánudaginn 17. mars.
Börnin.
Engar deildir úti um land
Ekkert hefur veriö gert til að
koma upp fiskvinnsluskólum 1. og
2. stigs I hinum helstu útgeröar-
bæjum úti um land, þrátt fyrir
skýr lagafyrirmæli þar um. Þetta
kom fram I svari Vilhjálms
Hjálmarssonar, menntainálaráð-
herra á alþingi I gær viö fyrir-
spurn frá Lúðvik Jósepssyni.
Ráðherrann sagði, að fámennt
væri i Fiskvinnsluskólanum, alls
55nemendur 14 árgöngum, það er
11-16 I bekk. Fiskvinnsluskólinn
starfar i Hafnarfirði.
Lúövik Jósepsson, sagði, að
þegar sett voru lög um Fisk-
vinnsluskólann árið 1971, þá hafi
þingmenn allra flokka i sjávarút-
vegsnefnd verið sammála um, að
sjálfsagt væri að setja upp sér-
stakar deildir frá skólanum
allviða úti um landið, þar sem
menn gætu lokið 1. og 2. stigi
námsins, en tækju svo 3. og 4. stig
hér við aðalskólann. Þess vegna
standa skýrum stöfum I 6. grein
laganna, að slikum deilum
„skuli” koma á fót á árunum
1972-1975.
Lúðvik kvaðst telja það enga
afsökun fyrir aðgerðaleysi i þess-
um efnum, þótt fátt væri nem-
enda i skólanum i Hafnarfirði.
Þaðhafi einmitt verið varað sér-
staklega við þvi af sjávarútvegs-
nefnd alþingis á sinum tima, að ef
ekki kæmu upp deildir úti um
landið, þá væri hætt við að
fámennt yrði I fjögurra ára skóla
hér á Reykjavíkursvæðinu. Og
einmitt þess vegna hafi það
ákvæði verið sett I lögin, sem hér
væri rætt um. Kæmu upp deildir
úti um landið i samvæmi við
ákvæði laganna frá 1971, þá yrði
skólinn hér i Hafnarfirði betur
sóttur.
Lúðvik minnti á, að hér á
Islandi eru starfandi yfir 100
frystihús og 1-200 aðrar fisk-
verkunarstöðvar, og mikil þörf er
á að tryggja gott og vel hæft
starfsfólk fyrir þennan mjög svo
mikilvæga iðnað. Lúðvik kvaðst
vilja skora á menntamálaráð-
herra að tryggja það að lögunum
yrði framfylgt.
Karl Sigurbergsson á alþing
Karl Sigurbergsson skipstjóri i Þá hefur Bogi Þórðarson,
Keflavik hefur tekið sæti á alþingi Reykjavik, tekið sæti á alþingi i
sem fyrsti varamaður Alþýðu- stað Steingrims Hermannssonar
bandalagsins i Reykjaneskjör- sem dvelst i Sviss i opinberum
dæmi. Gils Guðmundsson situr erindagerðum. Bogi er annar
hafréttárráðstefnuna i Genf um varamaður Framsóknarflokksins
þessar mundir sem einn af full- i Vestfjarðakjördæmi.
trúum Islands.