Þjóðviljinn - 19.03.1975, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 19. marz 1975.
Hafnarframkvæmdir hófust hér 1973, þegar rekiö var niöur stálþil I
höfninni sem er 80 metra viðlegukantur. — Mynd frá höfninni.
Gróska í
íbúðabygg-
ingum sl.
tvö ár
Það er mjög athyglisvert Það sem af er þessu ári
hve mikil gróska hefur hefur verið úthlutað 12
verið i ibúðarhúsabygg- lóðum til viðbótar. Orsakir
ingum á Djúpavogi undan- fyrir þessari þróuner fyrst
farin tvö ár. og fremst sú byggðar-
Hafin hefur verið smíði stefna sem vinstristjórnin
17 einbýlishúsa sem eru á á sínum tima lifði og dó
ýmsu byggingarstigi. fyrir. Vafalaust hafa nú
Meö opnun hringvegarins lauk aö fullu einangrunartlmabilinu. Mynd: Djúpivogur.
Mikil gróska hefur veriö I ibúöabyggingum. Myndin sýnir ný hús á Djúpavogi, séöaftan frá.
AUGLÝSING frá viðskiptaráðu-
neytinuumgjaldeyrismeðferð o.fl.
Að gefnu tilefni vill ráðuneytið vekja athygli á eftir-
farandi reglum um gjaldeyrismeðferð/ sem byggjast
á lögum nr. 30/1960 um skipan innflutnings- og gjald-
eyrismála o.fl.# reglugerðum og auglýsingum settum
samkvæmt þeim lögum.
1. Gjaldeyrisskil
Samkvæmt 4. gr. laga nr. 30/1960, sbr. 17. gr. reglu-
gerðar nr. 79/1960, eru hvers konar gjaldeyristekjur
svo og andvirði gjaldeyriseignar skilaskyld til inn-
lends g jaldeyrisbanka (Landsbanka eða
Otvegsbanka) innan 20 daga frá því að gjaldeyririnn
er kominn eða gat komist í umráð eiganda eða
umboðsmanns hans. Óheimilt er að verja gjaldeyri til
annars en ákveðið var við kaup hans, nema að feng-
inni heimild Gjaldeyrisdeildar bankanna, Laugavegi
77, Reykjavík.
Erlendum umboðslaunum skal skilað til gjaldeyris-
banka eigi sjaldnar en ársfjórðungslega. Innflytj-
endum er þó heimilt að ráðstafa slíkum umboðs-
launum til kaupa og innflutnings á frílistavörum,
enda sé það gert án óeðlilegs dráttar og gjaldeyris-
eftirliti Seðlabankans sé gerð grein fyrir slíkri
ráðstöfun. Önnur ráðstöfun umboðslauna er óheimil.
Innflytjendum ber að skila skýrslum um erlend
umboðslaun reglulega til gjaldeyriseftirlitsins.
2. Fjárfestingar erlendis
Aðilum búsettum hér á landi er óheimilt að kaupa
fasteignir erlendis eða erlend verðbréf nema að feng-
inni heimild GjaldeyrisdeiIdar bankanna. Aðili
búsettur hér á landi, sem nú á fasteign erlendis eða
erlend verðbréf, skal tilkynna það skriflega gjald-
eyriseftirliti Seðlabankans, til skráningar, ekki síðar
en 1. ágúst n.k.
3. Erlendar lántökur
Samkvæmt 7. gr laga nr. 30/1960 og auglýsingu ráðu-
neytisins frá 3. febrúar 1972 er óheimilt að stofna til
hvers konar lána, greiðslufrests eða skuldbindinga
erlendis nema að fenginni heimild gjaldeyrisyfir-
valda. Umsóknir um lántökur eða greiðslufrest
erlendis til lengri tíma en 12 mánaða ber að senda
viðskiptaráðuneytinu, en umsóknir um lántökur eða
greiðsluf rest erlendis til 12 mánaða eða skemmri tíma
ber að senda til Gjaldeyrisdeildar bankanna.
4. Erlendir innstæöureikningar
Samkvæmt 4. gr. laga nr. 30/1960 er óheimilt að eiga
banka- eða innstæðureikning erlendis nema að feng-
inni heimild gjaldeyriseftirlits Seðlabankans.
5. Inn- og útflutningur seðla- og
skiptimyntar og skuldaskjala
Samkvæmt 5. gr. laga nr. 30/1960, 22, gr. reglugerðar
nr. 79/1960, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 123/1962 og 1. gr.
reglugerðar nr. 133/1967, er bannað að flytja úr landi
eða til íslands íslenska peningaseðla, skiptimynt og
ennfremur íslensk skuldabréf og hvers konar skuld-
bindingar, sem hljóða um greiðslu i íslenskum gjald-
miðli Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans getur, ef sér-
staklega stendur á, veitt undanþágu frá banninu.
Þó er ferðamönnum heimilt að flytja inn og út úr
landinu íslenska peninga allt að fimmtán hundruð
krónur. Óheimilt er að f lytja úr landi stærri islenska
seðla en eitt hundrað krónur.
Viðskiptaráðuneytið,
17. mars 1975.
margir fleiri hugsað betur
til hennar síðustu vikur
heldur en þeir gerðu 30.
júní í fyrra.
Með opnun hringvegarins á
þjóðhátiðarárinu lauk að fullu
einangrunartimabilinu. Djúpi-
vogur ásamt fleiri afskekktum
byggðum komust i þjóðbraut. Ef
byggðarstefna hér á landi verður
framkvæmd i hlutfalli við land-
kosti en ekki pólitisk sjónarmið
verður að hraða heildarskipulagi
að stórum byggðarkjarna við
Djúpavog. Alltof margir stjórn-
málamenn hafa tilhneigingu til að
taka afstöðu til byggðarmála i
beinu hlutfalli við krossa úr
hverri kjördeild. Slik stefna er
röng og fylgjendur hennar sann-
kallaðir krossberar. Fámennar
byggðir hafa orðið útundan með
fjárveitingar, þótt vaxtarskilyrði
séu góð. Alla landkosti verður að
reikna með i byggðarmálum.
Þeir eru ein verðmætasta eign
allra landsmanna. Djúpivogur er
sömu skilyrðum háður og önnur
sjávarpláss. öll afkoma byggist
fyrst og fremst á sjávarafla.
Frumskilyrði slikra byggða er
góð hafnaraðstaða. Hér hefur
höfnin eingöngu og lengst af verið
náttúrusmiði, án teljandi hafnar-
mannvirkja. Verslunarstaður
hefur verið hér allt frá árinu 1589
er Hamborgarar fengu hér
aðstöðu. Verslunarsvæði spann-
aði yfir 10 sveitir austan frá
Gvendarnesi vestur i öræfi og svo
var allt fram á nitjándu öld.
Hafnarframkvæmdir hófust hér
árið 1973 þegar rekið var niður
stálþil i höfninni sem er 80 metra
viðlegukantur.
Árið áður hafði höfnin verið
dýpkuð þannig að minnsta dýpi er
5,5 metrar. Hafnarnefnd Djúpa-
vogs samþykkt siðastliðið haust
tillögur til handa hafnarmála-
stofnun rikisins vegna fram-
kvæmda i hafnarmálum næstu
fjögur árin.
Framhald á bls. 10.