Þjóðviljinn - 26.03.1975, Síða 4
4 SIÐA — Þ.IÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. marz 1975.
DWÐVIUINN
MALGAGN SQSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS .
Otgefandi: Otgáfufélag Þjdöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjártan ólafsson,
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Kari Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Vilborg Haröardóttir
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Sími 17500 (5 linur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
KROSSFESTING OG UPPRISA
í dymbilviku eru rifjaðar upp fornar
frásagnir um byltingarmann i hernumdu
landi, mann sem var handtekinn fyrir
hættulegar uppreisnarskoðanir, dæmdur
og liflátinn á krossi. Þessi frásögn er
ævinlega jafn hugstæð, einnig vegna þess
að hún er alltaf að endurtaka sig i veröld-
inni. Naumast hefur mannssonurinn þó
nokkru sinni orðið að þola grimmilegri
þjáningar en i Indókina siðustu þrjá ára-
tugi, þar sem nálasprengjur hafa komið i
stað þyrnikórónu, bensinhlaup i stað
krossfestingar.
tbúar Indókina eru eldfornar menning-
arþjóðir sem barist hafa fyrir sjálfstæði
sinu og frelsi eins lengi og sagan verður
rakin aftur i rökkur fortiðarinnar. Þegar
siðustu heimsstyrjöld lauk höfðu þeir i
tæpa öld orðið að þola franska nýlendu-
kúgun og siðan japanska ógnarstjórn en
frelsuðu land sitt sjálfir á styrjaldarárun-
um, kusu sér þing og stjórnir, lýstu yfir
sjálfstæði. En frelsisbarátta þeirra féll
ekki að hugmyndum stórveldanna um á-
hrifasvæði: franskar hersveitir voru aftur
látnar ræna fyrra yfirráðasvæði sinu með
samþykki Bandarikjanna, Bretlands og
Sovétrikjanna. Það tók þjóðfrelsishreyf-
ingu Vietnama tæpan áratug að gersigra
hersveitir frakka og nýlenduveldi þeirra
hrundi, ekki aðeins i Asiu heldur og i Af-
riku. Vietnamar fengu þó ekki að njóta
sigurs sins. Mesta herveldi okkar tima,
Bandarikin, réðst inn i Indókina, og þar
var ár frá ári mögnuð miskunnarlausasta
og algerasta styrjöld sem mannkynssag-
an kann frá að greina. 1 skýrslum sér-
fróðra manna má lesa hvernig þar hafi
fallið fleiri sprengjur i hvern ferkilómetra
lands en nokkur dæmi eru um, hvernig þar
var beitt vopnum sem aldrei fyrr hafa
verið notuð og tryggðu hámarksafköst við
að granda fólki, bensinhlaupi, eiturhern-
aði, sóttkveikjustyrjöld. Sá sem þetta rit-
ar hefur sjálfur séð viðurstyggð hinnar al-
geru eyðileggingar i Vietnam en jafn-
framt mannlega reisn, fórnfýsi og sigur-
vissu sem eiga sér naumast hliðstæður.
Enda fór það svo að öflugasta herveldi
mannkynssögunnar beið ósigur fyrir fólk-
inu i einu fátækasta bændasamfélagi
heims: sá atburður mun jafnan verða tal-
inn þáttaskil i sögu okkar aldar. Siðan hef-
ur enn verið reynt að halda lifinu i lepp-
stjórnum i Suður-Vietnam og Kambódiu
með bandariskum fjármunum, vigvélum
og ráðgjöfum, en veldi þeirra er nú endan-
lega að hrynja i bóðsúthellingum og þján-
ingum sem Bandarikin ein bera ábyrgð á.
Baráttan fyrir þjóðfrelsi verður ekki brot-
in á bak aftur: hugsjón sem gagntekur
fólk, brennir sig inn i vitund þess, reynist
yfirsterkari allri tækni, öllum vigvélum,
öllum fjármunum.
Hin forna frásögn dymbilvikunnar
greinir frá upprisunni, dæmisögunni um
sigur lifsins yfir dauðanum, sigur manns-
ins yfir ofbeldinu, sigur réttlætisins yfir
kúguninni. Barátta Vietnama er sönnun-
argagn okkar tima um eilift gildi þessarar
dæmisögu. íbúar Indókina munu ekki að-
eins ná þvi marki að lokum að fá að lifa
einir og frjálsir i löndum sinum: þeir hafa
öðrum fremur átt hlut að þvi að brjóta
hins gömlu nýlendustefnu á bak aftur:
fordæmi þeirra verður lýsandi kyndill fyr-
ir þann meirihluta mannkyns sem nú lifir
á mörkum hungursins og heyr siðharðn-
andi baráttu við arðrán og misrétti af
völdum auðhringa og iðnaðarvelda, sem
reyna að halda við hinni fornu nýlendu-
kúgun i öðrum myndum. Barátta Viet-
nama er sannindamerki um óbuganlegt
valdhins smáa og snauða, einnig á timum
sem einkennast af risaveldum, efnahags-
samsteypum og hernaðarbandalögum. Til
þeirra verður sótt sú fullvissa að framtið
þjóða er háð þvi að þær eigi sér sameigin-
leg markmið, hugsjónir sem visa langt út
fyrir þröngan hring búksorga og einka-
hagsmuna.
—m.
Fiskuppeldisstöðvar á Faxaflóa og
j ámblendiv erksmiðj an
Þau ótiðindi virðast ætla að
verða staðreynd, að byggð verði
jámblendiverksmiðja á Grundar-
tanga við Hvalfjörð.
Allur undirbúningur þessa máls
er með slikum endemum, að til
einsdæma má telja. Rikisstjórnin
og þingmeirihluti hennar hamra
málið áfram, án þess að fyrir
liggi nokkur rannsókn á lifriki
næsta nágrennis við verksmiðj-
una, eða hverjar afleiðingar geta
hlotist af byggingu hennar og
starfrækslu á þessum stað. í
málmiðnaðarlöndum eru járn-
blendiverksmiðjur sem þessi
taldar mjög óæskilegar vegna
þess, að þær menga umhverfið
smátt og smátt þar sem þær eru
staðsettar. Þá eru slikar verk-
smiðjur taldar óæskilegir og ó-
hollir vinnustaðir fyrir þá sem
þar dvelja við vinnu.
Áður en slikri verksmiðju væri
valinn staður þarna við Hval-
fjörðinn, þá þyrfti að liggja fyrir
hlutlaus og óháð rannsókn á þvi,
að hUn gæti ekki valdið skaða á
umhverfinu. En engu sliku er til
að dreifa, þegar staðurinn er val-
inn. Slikt sem þetta gerist ekki nU
á dögum hjá þjóðum sem vilja
láta kenna sig við menningu, hér
mun vera um einsdæmi að ræða
við slika ákvörðun. Eftir þvi sem
fræðimenn fullyrða á þessu sviði,
þá stafar margvfsleg hætta frá
slikri málmbræðslu sem þessari.
Margs konar eiturefni fylgja Ur-
gangi frá verksmiðjunni Ut i um-
hverfiðog komist slik efni i um-
talsverðum mæli i sjóinn þarna
við Grundartanga, þá vitum við
að þau geta viða borist og valdið
skaða. Útfallsstraumurinn Ur
Hvalf. liggur Ut með Skipaskaga
og siðan i stefnu á Þormóðssker,
norður yfir flóann fyrir utan Mýr-
ar. A þessari leið eru mjög verð-
mætar uppeldisstöðvar fisks, sér-
staklega ýsu og skarkola. Faxa-
flói er yfirleitt mjög grunnur á
þessum slóðum og reyndar alls-
staðar. Bara af þessari ástæðu
einni hefði þurft að liggja fyrir
ýtarleg rannsókn sem staðfesti
skaðleysi verksmiðjunnar á þess-
um stað, en margar fleiri ástæður
hniga i sömu átt. Faxaflói er of
mikilvæg uppeldisstöð fyrir fisk
til þess að flanað sé að nokkru
sem getur rýrt eða eyðilagt þá að-
stöðu sem nU er þar fyrir hendi og
ómetanleg til verðs fyrir framtið-
ina. Þeir menn sem hamra slikt I
gegn sem þetta án undangenginn-
ar rannsóknar, þeir eru ekki
borgunarmenn fyrir neinu ef illa
tekst til, heldur algjörlega á-
byrgðarlausir og einskisvirði, ef
þeir væru kallaðir til ábyrgðar.
Fiskiðnaður og
stóriðja
Stjórnvöldum og alþingismönn-
um þarf að fara að skiljast sá
sannleikur að háþróaður fiskiðn-
aður sem krefst góðra hollustu-
hátta af umhverfi sinu og mikils
þrifnaðar i hvivetna, hann á
hvorki samleið eða samstöðu með
stóriðju sem mengar og eitrar
umhverfi sitt. Telji Islensk stjórn-
völd það þjóðarnauðsyn, sem ég
tel ekki, að sett verði á stofn stór-
iðja til nýtingar á islenskum
orkugjöfum, þá ber að finna slikri
stóriðju stað þar sem hUn veldur
minnstum skaða. Að staðsetja
slikan rekstur i blómlegu land-
bUnaðarhéraði, i nánd við fisk-
uppeldis- og fiskiðnaðarstöðvar
er fásinna og heimskra manna
háttur og i engu samræmi við nU-
tima þekkingu. En járnblendi-
verksmiðjuna á Grundartanga
við Hvalfjörð hugsa islensk
stjómvöld sér að setja niður þar
sem allt það er fyrir hendi, sem
að framan er talið og mælir á
móti staðsetningunni. Það er tal-
að um fullkomnar varnir gegn
mengun i verksmiðjunni frá
hendi þeirra sem eru að hamra
málið I gegn. En samkvæmt vis-
indalegri þekkingu, þá eru ekki til
neinar fullkomnar varnir gegn
mengun frá slikri verksmiðju
sem þessari. Sannleikur málsins
er sá, að hægt er að draga Ur á-
hrifum eitrunar en alls ekki að
girða fyrir hana. Margs konar
þungir málmar með eitrandi
verkanir losna Ur læðingi við
vinnsluna og berast Ut i umhverf-
ið og menga það smám saman.
En svo einn góðan veðurdag þá
bilar máske varnarbUnaðurinn og
allur óþverrinn frá vinnslunni
dreifir sér um umhverfið. Lifs-
hættuleg mengun getur þá orðið á
svo skömmum tima að menn gera
sér ekki grein fyrir afleiðingun-
um fyrr en um seinan. Slfk slys
eru ekki óalgeng i slikum stór-
iðjurekstri og þekkt viða um
heim. Það er of seint að byrgja
brunninn þegar barnið hefur dott-
ið ofan í hann, segir gamalt is-
lenskt máltæki, og það hefði þeim
verið hollt að rifja upp fyrir sér,
sem nU eru að flana Ut i stóriðjuna
á Grundartanga án þess að nokk-
ur rannsókn, sem rannsókn getur
kallast, hafi verið gerð til að
ganga Ur skugga um, hvort stað-
setning járnblendiverksmiðju sé
forsvaranleg á þessum stað. Á sl.
sumri kom ég i Árdal I Sogni i
Noregi þar sem ein stærsta ál-
bræðsluverksmiðja Evrópu er
staðsett. Við staðsetningu þeirrar
verksmiðju, sem er að mestu i
rikiseign, var aðeins tekið tillit til
góðrar hafnaraðstöðu og hag-
kvæms flutnings á raforku til
staðarins, þvi þá vissu menn ekki
það sem þeir vita nU, að mengun
og eitrunarhætta stafar frá slikri
stóriðju. Eftir nokkurra áratuga
starfrækslu þá kom það á daginn,
að jarðvegur allur á þessum
fagra stað er orðinn eitraður og
jarðrækt öll til manneldis algjör-
lega bönnuð. Og þó hefur frá upp-
hafi verksmiðjurekstursins verið
beitt allri þeirri varnartækni sem
menn þekktu fullkomnasta á
hverjum tima. Bændurnir i nánd
við Grundartanga ættu að
skreppa Ut i Árdal i Sogni og sjá
fiskimál
eftir Jóhann J. E. Kúld
hvað þar hefur gerst, það gæti
orðið góður lærdómur fyrir þá. Og
ef við berum saman Sognsæ ann-
ars vegar og Faxaflóa hins vegar,
þá kemur i ljós að Sognsær stend-
ur betur að vigi gagnvart eitri
sem i hann berst heldur en Faxa-
flói með sinu mikla grunnsævi.
Sognsær er nefnilega dýpsti f jörð-
ur í heimi,i stórum hluta fjarðar-
ins er 1130 :m dýpi og grunnsævi
er þar ekkert, þvi minnsta dýpi
þar mun vera nálægt 250 metrar.
Straumur er þarna heldur ekki
minni en i Faxaflóa svo eitur sem
I þetta mikla hafdýpi berst, dreif-
ist fljótar heldur en eiturefni sem
bærust frá járnblendiverksmiðj-
unni á Grundartanga með Utfalli
Ur Hvalfirði norður yfir fiskupp-
eldisstöðvar Faxaflóa. Og þó telja
nU norðmenn margir hverjir, sem
hugleiða að eiturefni geti borist
frá Árdalsverksmiðjunni i Sogn-
sæ, að hUn væri betur komin ann-
arsstaðar, líka sökum þessarar
hættu. Stóriðja er nU hvergi i
heiminum talin æskileg sökum
þeirrar mengunar er frá henni
stafar. Við islendingar höfum
verið blessunarlega lausir við
þessa plágu iðnaðarþjóðfélaga
fram á siðustu ár, þar til að við
fengum álverksmiðjuna I
Straumsvlk og kisiliðjuna við
Mývatn. Sá er grunur minn, að
afíeiðingar frá starfsemi þessara
tveggja verksmiðja eigi eftir að
segja til'sin á óæskilegan hátt og
væri betur að sá spádómur rættist
ekki.
En það þurfa menn að gera sér
ljóst nU þegar, áður en það verður
of seint, að fiskiðnaður sem mat-
vælaframleiðsla, er ekki æskileg-
ur i nágrenni við eiturspUandi
stóriðju er byggist á málm-
bræðslu. Stóriðja á sama svæði og
fiskiðnaður er ekki góð auglýsing
fyrir islenskar fiskiðnaðarvörur.
23/3 1975
jazzBai±eCt8kóLi Búru
Dömur athugiö W
if Sex vikna vornám-
skeið hefst
1. apríl.
★ Líkamsrækt og
megrun fyrir konur á
öllum aldri.
líkQm/í<ckl
AAorgun-,
kvöldtímar.
★ Sturtur —
Tæki.
dag- og
Sauna
Upplýsingar
miðvikudag.
og innritun I sima 83730 þriðjudag og
jazzBaLLecCskóu bópu