Þjóðviljinn - 26.03.1975, Síða 13
Fimmtudagur 27. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Colby - núv. yfirm. CIA — á I erf-
iðleikum með starfsmenn sem
yfirgefið hafa CIA og skrifa bæk-
ur, þar sem fram koma óþægileg-
ar uppljóstranir.
í fjórtán ár var Victor
Marchetti starfsmaður
CIA. Hann hætti 1969 og
var þá orðinn einn af æðstu
mönnum stofnunarinnar. i
fyrra kom út bók eftir
hann í Bandaríkjunum, og
var titill hennar: „CIA og
þjóðsagan um upplýsinga-
þjónustuna". I blaðafregn-
um hefur verið sagt, að
þetta sé eina bókin í sögu
Bandaríkjanna, sem hafi
verið ritskoðuð af opinber-
um aðilum áður en hún
kom út. Bókin birtist með á
annað hundrað úrfelling
um, og vakti mikla athygli.
Nýlega átti Oliver Todd,
blaðamaður franska
blaðsins Le Nouvel Ob-
servateur ítarlegt viðtal við
Marchetti, þar sem hann
útskýrír þá skoðun sína, að
með leyndarathöfnum sin-
um og leynilegum afskipt-
um af innanríkismálum
fjölmargra ríkja hafi CIA
svikið upprunalegt hlut-
verk sitt. í viðtalinu er
einnig að finna uppljóstr-
anir um afskipti CIA í
Chile, í Grikklandi og Kýp-
ur og um síðasta CIA-
hneykslið, morð CIA á
stjórnmála leiðtogum.
CIA á staðnum voru mun greind-
arlegri i ummælum um ástandið
en aðrir, sú, að þeir fengu grein-
argóðar upplýsingar frá aðal-
stöðvunum. Upplýsingar, sem
þeir söfnuðu á staðnum, voru
haldlitlar. Það voru ekki yfir-
menn CIA á staðnum, né leyni-
þjónustan sem slik, er gerðu
bandariskum ráðamönnum grein
fyrir vonlausri stöðu Bandarikj-
anna i Vietnam, heldur aðal-
stöðvarnar. Þetta er einmitt eitt
af aðalvandamálum CIA.
CIA er ekki ein heldur tvær
„þjónustur”. Ley niþjónustan
með njósnurum sinum er önnur,
hin er könnunar- og greiningar-
deildin. Niðurstöður þessara
tveggja deilda stangast oft á.
Vietnam er gott dæmi um það. 1
Washington sögðum við, að allt
væri tapað, og engin leið að vinna
striðið nema með kjarnorkuvopn-
um. Og niðurstaða okkar var að
jafnvel þótt til þeirra yrði gripið
þyrfti að ganga svo langt að gjör-
eyða landið, sprengja það aftur á
steinöld, lýsa yfirsigri og kveðja.
Og svo voru aðrir sem voru
uppi með allskonar hugmyndir
um nýja friðunaráætlun og milli-
leiðir, allar jafnóraunhæfar.
Yfirmaður CIA er ábyrgur fyrir
þessum tveimur deildum. Þær
eru aðskildar, og oft á tiðum veit
vinstri höndin ekki hvað sú hægri
aðhefst. Metingurinn og sam-
keppnin milli deildanna er gifur-
legur. Flestir yfirmanna CIA
hafa komið úr leyniþjónustunni,
svo sem Helms, Colby og áður
Dulles. Nokkrir herforingjar hafa
haldið um stjórnartaumana um
tima, en það hefur einungis verið
til þess að skipuleggja hlutina.
Meðan að McCone stjórnaði CIA
var nokkurskonar millibilsá-
stand. Hann var besti stjórnandi
CIA þaufjórtán ár sem ég starf
aði á hennar vegum. Ég er gjör-
samlega ósammála honum i póli-
tik, en dáist að honum sem
„tæknimanni”. Ég vann með
honum og hann kunni að hagnýta
sér kost og löst á deildaskiptingu
CIA. Hann hætti vegna þess að
honum féll ekki við Lyndon John-
son, sem aldrei hafði eirð i sér til
þess að hlýða útskýringum á upp-
lýsingum CIA. Iðnjöfurinn
McCone sneri sér aftur að við
skiptunum og fór að vinna fyrir
auðhringinn I.T.T. I þvi starfi
reyndi hann að taka CIA á mála
hjá sér: Hann vildi fá leyniþjón-
ustuna til þess að steypa Allende i
Chile af stóli. Ég býst við að þessi
fyrirætlan hans hafi heppnast.
O.T.: Hvað margir vinna i
leyniþjónustu CIA og hve margir
starfsmenn eru i greiningarþjón-
ustunni?
V.M.: Um það bil fimm þúsund
manns starfa á vegum CIA, en
það segir ekki alla sögu, þvi heita
má, að um 90 af hundraði allra
bandarikjamanna, sem vinna að
fjarskiptum og tölfræði allskonar,
starfi fyrir ICA. Um tveir þriðju
hlutar starfsmanna CIA eru i
leyndarþjónustunni og um einn
þriðji fæst við tæknilega hluti og
skýrgreiningu.
Kennedy ,ef tirlætisforseti
CIA”.
Johnson....of eirðarlaus til þess
að hlusta á útskýringar CIA”.
Ford...„fáráður, úr skóla seinni
heimsstyrjaldarinnar, vill leyna
pólitiskum morðum CIA”.
Kissinger...„hættulegasti stjórn-
málamaður Bandarikjanna,
blanda af Bismarck og Mettern-
ich”.
O.T.: Geturðu dregið saman
höfuðkosti og höfuðgalla CIA?
V.M.: Höfuðkostirnir eru fyrst
og fremst möguieikar CIA til þess
að safna upplýsingum með há-
þróaðri tækni og vinna úr þeim á
nákvæman visindalegan hátt.
Skýrslur CIA eru á mjög háu
plani og standast fyllstu kröfur.
Þessvegna er nauðsynlegt að
starf CIA haldi áfram, eða að
minnsta kosti sá þáttur, sem að
þessu lýtur.
Höfuðgallinn er aftur á móti
leyniþjónustan, sem er um megn
að stunda njósnir i stórmálum,
t.d. um allt er varðar Kina og
Sovétrikin. Leyniþjónustan getur
aðeins njósnað i þriðja heiminum,
i þróunarlöndunum. Og leyni-
þjónustan reynir alls staðar að
hafa áhrif á gang mála i þessum
rikjum, i stað þess að einbeita sér
að þvi að safna upplýsingum, sem
geta komið þeim að gagni, er falið
hefur verið að móta utanrikis-
málastefnu Bandarikjanna.
Leyniþjónustan er öll i athöfnum i
stað þess að sinna bókhaldinu
betur.
O.T.: Ert þú þeirrar skoðunar,
eins og sumir aðrir, að vinstri
sinnar viða um heim geri of mikið
úr þætti CIA og bendli bandarisku
leyniþjónustuna við flest sem úr-
skeiðis fer?
V.M.: Já, þvi er ekki að leyna,
að CIA er oft bendluð við atburði,
sem hún hefur engan þátt átt að.
Sem dæmi má taka morðið á
Kennedy. Ég held ekki að banda-
riska leyniþjónustan sem slik hafi
átt þar hlut að máli. McCone dáði
Kennedy. Njósnarar leyniþjón-
ustunnar dáðu einnig Kennedy
þvi að hann var harður i horn að
taka og árásarhneigður sem for-
seti. Hann var maðurinn sem
sendi leyniþjónustumenn til Viet-
nam og Kongó og skipaði þeim að
velta stjórninni i Equador. Kenn-
edy var béaður sakleysingi,
frjálslyndur hræsnari.
O.T.: Hvað um afskipti CIA af
innanrikismálum i Chile, Grikk-
landi og á Kýpur, eru þau stað-
reynd?
V.M.: Um Chile er ekki hinn
minnsti vafi. Og afskipti CIA i
Grikklandi eru næstum af verra
tagi en i Chile. Þar reyndu CIA-
menn einfaldlega að hindra að
umbótasinnaður marxisti kæmist
að völdum,' og er hann hafði náð
völdum, að eyðileggja hann. Þeir
komu þvi þannig fyrir, að allt
dansaði eftir þeirra höfði i Chile,
og það varð náttúrlega ekki bein-
linis til þess að greiða fyrir frið-
samlegri sambúð.
I Grikklandi var ástandið mjög
sérstætt: þar var við völd hæg-
fara „vinstristjórn” undir forystu
hins aldna Papandréou. Samt
sem áður þótti CIA-mönnum i
Grikklandi hún ganga of langt, og
þeir hófu að grafa undan henni
með undirróðursstarfsemi. Og
þetta gerðu þeir þrátt fyrir þá
staðreynd að sonur Papandréous
væri i þjónustu CIA.
O.T.: Þú heldur þvi fram að
Andreas Papandréou hafi verið
CIA-maður?
V.M.: Já. CIA mútaði fólki úr
Miðflokkasambandi Papandré-
ous forsætisráðherra til þess að
snúast gegn honum og stjórninni.
Og siðan komu þeir þvi til leiðar
að Konstantin var settur á stall að
nýju. CIA tókst að breyta menn-
ingarlegum og félagslegum veru-
leika i Grikklandi, að færa visi
þróunarinnar aftur um nokkra
áratugi. Þetta gekk þó ekki nógu
vel. Konstantin reyndist gagns-
laust verkfæri CIA, sérstaklega
þegar i ijós kom að hann var til-
búinn til þess að ganga lengra en
CIA og gripa til fasiskra stjórnar-
hátta.
Það er erfiðara að greina af-
skipti CIA á Kýpur. Mér er kunn-
ugt um að innan bandarísku
leyniþjónustunnar höfðu menn
Makarios. Þegar hann tók við
völdum á Kýpur veitti hann þeim
ýmsar búsifjar og tvöfaldaði
meðal annars leigu CIA á Kýpur.
Bandarikin þurftu af þessum á-
stæðum og fleirum að punga út
með miljónir dollara. Kissinger
var heldur ekki hrifinn af Maka-
riosi. Kissinger er alræmdur lýð-
skrumari.
O.T.: Hvað áttu við með þvi?
V.M.: Sé nokkur maður illa
kominn að friðarverðlaunum
Nóbels, er það Henry Kissinger.
Það var hann sem fyrirskipaði af-
skipti CIA i Chile. Ég hef áreiðan-
legar heimildir fyrir þvi að Kiss-
inger hafi sagt eftirfarandi, þegar
Allende tók við völdum i Chile:
„Ég fæ ekki séð að nein ástæða sé
til þess að við höldum að okkur
höndum og látum það viðgang-
ast að riki verði kommúnisman-
um að bráð einfaldlega vegna
þess að chilenska þjóðin er óá
byrg.i Opinberlega sagði hann
hinsvegar: „Við myndum aldrei
gripa til neinna þorparabragða i
Chile. Þetta langa land, rýtingur-
inn, stendur aðeins i hjarta suður-
skautslandsins. Ha,ha, ha”.
Kissinger leikur frjálslyndan
riddara, og framkoma hans við
fréttamenn er mjög vinsamleg.
Maðurinn er hinsvegar blanda af
Bismarck og Metternich.
Svo við vikjum aftur að Kýpur
heid ég, að hann hafi séð færi á að
losa sig við Makarios. Með þvi að
koma griska ofurstanum Samp-
son að völdum hélt Kissinger að
hann gæti gert Kýpur að traust-
um og öruggum bandamanni.
Valdataka Sampson setti allt úr
skorðum. Tyrkir urðu æfir, hót-
uðu innrás, og létu siðan ekki sitja
viö orðin tóm, eins og bandarikja-
menn ætluðust til, heldur gerðu
innrásina. Frá þeirri stundu var
breytt um stefnu.
O.T.: Hver breytti stefnunni?
Bandariska utanrikisráðuneytið
eða CIA?
V.M.: Bandariska leyniþjón-
ustan fer eftir fyrirmælum frá
forseta Bandarikjanna eða fylgir
stefnu sem i aðalatriðum hefur
verið samþykkt af honum. CIA
leikur aldrei lausum hala. Það
má ekki misskilja orð min hér á
undan varðandi þetta. Það er
einungis i minniháttar málum að
CIA fer sinar eigin leiðir. Al-
menna reglan er að hún gerir það
sem að Hvita húsið ætlast til að sé
gert. Hvað varðar Kýpur fór allt
úrskeiðis, bæði stjórnarstefnan
og afskipti CIA, og nú rikir þar al-
gjör ringulreiö. Bandarikjunum
hefur mistekist herfilega að raða
upp „leppum” sinum á „norður-
vigstöðvunum” við Miðjarðarhaf,
Tyrklandi, Grikklandi, Grikk-
landi, Kýpur og Iran. Það er þó
mjög mikilvægt fyrir bandarikja-
menn að halda itökum sinum i
þeim rikjum, sem loka Mið-
jarðarhafi fyrir sovétmönnum, og
þessvegna er nú höfuðáherslan á
þessu svæði lögð á íran. Það er
engin tilviljun að Helms, fyrrver-
andi yfirmaður CIA hefur nú ver-
ið gerður að ambassador i Iran.
Hann er enn i þjónustunni, ef svo
mætti segja.
O.T.: Ileldur þú að Helms geti
farið illa út úr rannsókn þing-
nefndarinnar á athiifnum CIA,
sem nú stendur yfir i Washing-
ton?
V.M.: Mjög illa. Sérstaklega
vegna þess að nú stendur mikill
styr innan CIA milli manna
Helms — eldri starfsmanna — og
manna Colbys — nýráðinna. Til
þess að halda andlitinu hafa
Helms og félagar hans verið
gerðir að sendimönnum utan-
rikisþjónustunnar. Þessir flokka-
drættir innan CIA munu leiða
margt i ljós.
O.T.: Telur þú liklegt að þing-
nefndinni takist að rannsaka
starfsemi CIA niður i kjölinn?
V.M.: Já ég held það. Nefndar-
menn fulltrúadeildarinnar hafa
alla aðstöðu til þess að vinna vel,
nógan tima og góða sérfræðinga
sér til aðstoðar. Þar fyrir utan er
ætlun þeirra að rannsaka fleiri
upplýsingaþjónustur en CIA, m.a.
F.B.I. (Federal Bureau of In-
vestigation — bandariska alrikis-
leyniþjónustan) og fl.
Rockefeller-nefndinni, sem sett
var á laggirnar af Ford forseta,
var ekki ætlað annað en að breiða
yfir hneykslin. Rockefeller og
sumir aðrir i þessari nefnd hafa
vitað um allar athafnir CIA i ára-
tugi. Þeim er ekkert hulið i þessu
sambandi.
O.T.: Hvaða samband er á milli
CIA og FBI?
V.M.: I Bandarikjunum er um
tylft af „þjónustum” sem fást við
upplýsingasöfnun, svo sem CIA,
FBI og D.I. (Defence Intelligence
— Upplýsingaþjónusta hersins),
sem er minna þekkt. Þær hafa
samstarf sin á milli, en um leið er
metingurinn mikill. CIA berst
fyrir tilveru sinni og forsetinn
gengur fram fyrir skjöldu til þess
að berjast fyrir CIA. Það gerir
hann vegna þess að það er fjöl-
margt sem hann vill ekki að verði
grafið upp úr fórum CIA. Höfuðá-
stæðan fyrir þvi að Ford forseta
geðjast ekki að þvi að spilin verði
lögð á borðið er i rauninni sú, að
hann óttast uppljóstranir um
morð, sem framin hafa verið á
vegum CIA.
O.T.: Ilvar hafa þessi morð
verið framin?
V.M.: Allsstaðar. Og Ford veit
hvað hér er um að ræða. Hann átti
sæti i Warren-nefndinni, sem
rannsakaði morðið á J.F. Kenn-
edy. Ford veit að margir fyrir-
rennarar hans i starfi hafa gefið
skipanir um morð á áhrifamönn-
um viðsvegar i heiminum á mis-
munandi timum. Þetta mun
koma fram i dagsljósið fyrr eða
siðar eins og allt sem snertir
spillingu i CIA og i heimi upplýs-
ingastarfseminnar. 'Það eru for-
réttindi þessa fólks, sem vinnur
að slikum leyndarstörfum, að
vera hafið yfir lög og rétt, en upp
komast svik um siðir.
O.T.: Og þú heldur, að banda-
riskum stofnunum takist að kom-
ast til botns i spillingarfeninu?
V.M.: Tvö öfl takast nú á i
bandariskum stjórnmálum. Ann-
arsvegar eru þeir sem vilja kom-
ast fyrir rætur innanrikisvanda-
málanna, vernda lýðræðið og
gera allsherjar hreingerningu i
stjórnmálakerfinu. Hinsvegar
eru svo þeir, sem gengið hafa i
skóla seinni heimsstyrjaldarinn-
ar. Það sem skiptir þá máli eru
völdin, stundarsigrarnir, og þeir
Framhald á 22. siðu.
iríkjanna hafa fyrirskipað Endurskipuleggja þarf allt
itjórnmálaleiðtoga. leyniþjónustukerfi Bandaríkjanna