Þjóðviljinn - 26.03.1975, Page 14

Þjóðviljinn - 26.03.1975, Page 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. marz 1975. Vegna glímuskrifa Hr. Sigurdór Sigurdórsson, Þjóöviljanum. Tilefni þessa bréfs eru skrif þln um landsflokkaglimuna I Þjóðviljanum I dag, 25. mars, sem að mlnum dómi verður að telja mjög óvönduð og frá undarlegu sjónarhorni gerð. Enda þótt þau séu þess vegna tæpast svaraverð ætla ég að fara um þau nokkrum orðum. Það eru einkum fullyrðing- arnar sem meö fylgja sem gera greinarnar vafasamar, en hve lítið er til þeirra vand- aö má best ráða af þvi, að rétt er farið með úrslit I tveim flokkum af sex. Sem sagt: ca. 33.3% af skjalfestum stað- reyndum um úrslit mótsins er komið rétt til skila. Ráðlegg ég þér nú að leita hins sanna hjá FLÍ svo að þeir sem fá vilja að vita hið rétta um úrslit gllmunnar megi fá þeim ósk- um slnum fullnægt. Vona ég að þú sért sammála mér um að skylda blaöamanns sé að færa rangfærslur I skrifum slnum til betri vegar hafi hon- um oröiö það á að festa slíkt á blað. Vík ég nú ögn að mati þínu á gllmunni. Þér hlýtur að sjálfsögðu að vera frjálst að hafa þínar skoðanir, og jafnvel að birta þær sem hinn endanlega sann- leik, en gættu þess, að sem fréttamaður dagblaðs getur þú mótað skoðanir fjölda fólks eftir þvl hvernig þú hagar skrifum þinum. Þaö er þitt mat að Jón nokk- ur Unndórsson hafi verið órétti beittur, og að dómgæsl- an I glimunni hafi veriö fyrir neðan allar hellur. Um þetta skal ég ekki deila við þig, enda þótt ég sé á öðru máli um þetta hvort tveggja. Það sem ég ásaka þig fyrir er að skrifa mjög harðorða grein I garð dómara og glimulaganna sem sett voru á slðasta þingi GLÍ. Greinin túlkar aðeins málstað þess manns er gekk úr gllm- unni vegna þess að hann taldi sig órétti beittan, en ekki eru dómararnir beðnir skýringar, né heldur leitaö álits þess sem glímdi viö Jón Unndórsson hina umtöluðu gllmu, Inga Yngvasonar. Jón segist ekki hafa nltt Inga niður. Það er hans mat. Hvað nú ef Ingi hefði sagt að Jón hefði nltt sig niður? Þá væri dómaranna að dæma. Sllkt gerðu þeir og dæmdu þarna nlð. Ég sagði áðan, aö þú heföir ekki gefið dómurunum færi til andsvara. Annað veröur a.m.k. ekki ráðið af greininni. Þó kemur málstaður dómara fram, en vel að merkja úr munni Jóns Unndórssonar, fylgt af hálfri linu af spurningarmerkjum. (Upphrópunarmerki munu ekki vera til I setningarvélum Blaðaprents). Er þarna um að ræða örugga heimild? jafnvel þótt Jón Unndórsson sé sann- orður maður? Á ekki frétta- maður ætíð að leita sjónar- miða fleiri aðila en eins ef lík- ur eru til aö málin séu umdeild? Þá er komið að öllum þeim fullyrðingum sem greinarnar tvær skreyta. Ég ætla ekki að elta ólar við hverja og eina, heldur að vekja athygli á nokkrum þeirra og spyrja þig nokkurra spurninga af því til- efni. 1. Þú minnist á ný ákvæði glímulaga, um áminningar til glímumanna, vinning og tap af þeim sökum og segir: „Þetta nær auðvitað engri átt”. Hvers vegna auðvitað? Hverjir aðrir en þú hafa látið það álit sitt I ljósi? Hvers- vegna hefur þú aldrei áður deilt á svo heimskuleg fyrir- brigöi að þinum dómi? Hefurðu e.t.v. ekki lesið gllmulögin fyrr en nú, og telu^- þig samt þess umkorhinrf að leggja dóm á þau? 2. Þú telur líkur á að gllman leggist niður sem keppnis- Iþrótt aö óbreytturn reglum. Hvers vegna? Hefur þú að eig- in dómi fylgst nægilega með gllmu og setningu gllmulaga til að geta lagt dóm á slikt? Hvers vegna deildirðu ekki á setningu þessara lagagreina þegar I upphafi? (Þú skildir þó aldrei hafa gleymt þingi GLl I haust?) 3. Þú telur framkomu dómara I garð Jóns furðulega. Það er að sjálfsögöu þitt mat, en fyrir hvaö fékk Jón þessa fyrstu áminningu? Lesendur eiga heimtingu á þvl að vita það, úr þvl að svo mikið mál er út af henni gert. Fyrir hvað voru svo aðrar áminningar veittar, t.d. áminningin sem Pétur Yngvason fékk á móti Guðna Sigfússyni? Ekki gengu aðrir, sem áminntir voru fyrir slæma stöðu, hættuleg brögð, nlð, o.fl. úr gllmunni, heldur tóku þvl sem íþróttamönnum sæmir. 4. Um mat þitt á dómum er litillega rætt hér að framan og mun ég nú ekki orðlengja þaö frekar. 5. Varst þú viðstaddur alla gllmuna? Enda þótt þú segir svo I lok rammagreinarinnar Erlingur Sigurðarson, sá er ritar þetta greinarkorn hér að ofan, tók þátt i þvi I haust aö semja og samþykkja hin nýju gllmulög sem aö minum dómi eru á leið með að eyðileggja isi. giimu sem keppnisiþrótt, svo það er kannski ekki að furða þótt honum renni i skap þegar hann sér afsprengi sinu hallmælt. Ég sé ástæðu til aö svara nokkrum atriöum úr grein hans, en persónuiegu skltkasti I minn garð læt ég þó Aö verja feitletruðu, tek ég þig ekki trú- anlegan við fyrstu fullyröingu þina þar um, enda eru margar aðrar hæpnar á iþróttaslðunni i dag. Þetta get ég að visu ekki vitað með vissu, en spyr að- eins: Hvers vegna sást þú aldrei taka myndir af glimu- mönnum „að verki”, heldur þá fyrst er verðlaunaaf- hending fór fram? Það hefði t.d. verið gaman að fá mynd af lokum bragðs þess er þú lýsir I gllmu Jóns og Inga. Fáum blandast hugur um að bragðið hafi verið löglega tekið I upp- hafi, en hvernig endaði það? Jú, þá sást Jón Unndórsson liggjandi fremur en sitjandi karlveg á Inga Yngvasyni og var ásetan ekki falleg að mlnu mati. Enda úrskurðuðu dómararnir níð I þessu tilviki. Að lokum vil ég taka það fram, að kveikjan að þessu bréfi og ásökunum mínum I þinn garð, er eingöngu skrif þln I blaðinu I dag, 25. mars. Þjóðviljinn hefur öðrum blöð- um fremur vakið athygli á gllmunni og sinnt henni sem Iþrótt. Þvl vekur það gremju þegar skrifin eru á sllku blaðamennskustigi sem téöar greinar. Um önnur blijð er það að segja aö ekkert þeirra utan Tlminn segir ennþá neitt um glímuna. Þótt fregnin þar sé stutt er þar rétt farið með flest (ekki allt þvl miöur),lltur hún út sem sæmilega vönduð, og fáum orðum farið um leiðindaatburð þann, er átti sér stað, er Jón gekk úr keppni. Um frammistöðu útvarpsins er best að hafa fá orð, en ekki var sagt frá úrslit- um landsflokkaglímunnar samdægurs, hvað sem slðar hefur orðið. Af framangreindu má ljóst vera, að hefði skrifum þlnum verið sæmilega i hóf stillt hefðir þú átt þakkir skilið og það miklar. Hins vegar urðu fullyrðingarnar og stuðning- urinn við Jón Unndórsson ofan á öllu öðru og þvl færð þú skammir I stað þakka frá mér. Það er rétt að taka málstað lltilmagna, en hinu verður ekki trúað að Jón UnndórSson sé ekki nógu stór og sterkur til að svara fyrir sig sjálfur, og þvi hefði mátt leita álits dómaranna á atburðinum og glímulögunum i heild. Um dóm þinn á „eyðilagningu” fyrstu glimu Jóns fyrir honum skal ég annars ekki fara fleiri orðum, en þar er ein fullyrðingin til, byggð á eigin tilfinningum. Ég vona að þú gætir betur hlutlægni I skrifum þlnum frá næsta glímumóti, og missir ekki stjórn á tilfinningum þín- um aftur. Það er mannlegt að finnast Jón hafa átt að vinna þótt Pétur hafi unnið, en þaö er ekki réttmætt að telja öllum lesendum Þjóðviljans trú um að sllkt sé hið eina rétta. Virðingarfyllst. Erlingur Sigurðarson, Ljósheimum 20, Rvlk eigin afsprengi ósvarað; sllk skrif svara sér sjálf og vitna um lélegan mál- stað. Þegar ég skrifa greinar um iþróttir legg ég mitt persónu- iega mat á hlutina og skrifa útfrá þvl. Auðvitað geta menn verið á öðru máli, sitt hvað væri nú, en þegar ég segi að hin nýju glimulög nái engri átt, meina ég það, og þess vegna skrifaöi ég það en hljóp ekki til Erlings og spuröi hvort ég mætti segja þetta. Ég tei að giiman ieggist niður sem keppnisiþrótt vegna þess að þegar búið er að setja iög sem gera Iþróttina að sýningaratriði, þá er vissu- lega hætta á ferðum. Og áhorfendur gengu ekki út af Landsflokkagllmunni að ástæðulausu. Erlingur spyr hvers vegna ég hafi ekki gagn- rýnt lagagreinarnar strax eftir aö þær voru settar á þingi GSt I haust. Ástæðan er ein- Framhald á 22. siðu. Fimleika- meistara- mótið fer fram 5. og 6. apríl Meistaramót Fimleikasam- bands tslands i áhaldafimleikum veröur haldið laugardag og sunnudag 5. og 6 apríl n.k. Keppnin veröur háð I tþrótta- húsi Kennaraháskóla tsiands. Keppt verður I fimleikastigan- um, eins og á s.l. ári en fimleika- fólkið hefur smátt og smátt veriö að fikra sig upp stigann. Keppendur verða nú um 80 tals- ins eða fleiri en nokkru sinni áður og þarf þvi að skipa þeim á tvo daga. Fyrri daginn laugardaginn 5. aprii keppa stúlkurnar en piltarn- ir á sunnudaginn 6. apríl. Báða dagana hefst keppnin kl. 15.00 og verður stefnt að þvl að ljúka henni á 1 1/2 klukkutima báða dagana. Keppt verður I 4 aldursflokk- um : 10 til 12 ára, 13 til 14 ára, 15 til 16 ára, 17 ára og eldri. Verölaun verða veilt þeim bestu I hverjum fiokki og einnig þeim, sem flest stig hljóta, stúlku og pilti. Hér reynir óskar Sigurpálsson að jafnhatta 200 kg. sem er mesta þyngd sem isiendingur hefur reynt við,og eins og sjá má munaöi ekki miklu að lyftan tækist hjá óskari. Hann kom lóðunum upp, en hélt ekki jafn- vægi. (Mynd: Einar) „íslandsbaninn” kemur með Helsingör-liðinu Meðal þeirra leik- manna sem koma með danska liðinu Helsingör er Jörgen Peter- sen, sem fékk viðurnefnið „tslandsbani” þegar hann fyrir nokkrum árum tók sig til og gerði uppá eindæmi útum landsleik tslands og Danmerkur. Þegar þáttur Petersen hófst hafði islenska Iiðið náð yfir- burðastöðu en það réö ekkert við hann og danir sigruðu. Slöan hefur gengið á ýmsu hjá Petersen. Hann hefur hætt og byrjaö aftur, og oft verið forráöa- mönnum handknatt- leiks I Dan- mörku erfiöur, þegar sá gáll- inn hcfur verið á honum. En nú leikur hann með Helsing- ör-liðinu og sagður betri en nokkru sinni fyrr. Og nú gefst Is- lenskum hand- knattleiks- áhorfendum tækifæri á að sjá þennan snilling leika hér á landi um páskana.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.