Þjóðviljinn - 02.04.1975, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. april 1975.
Nú skortir
vinnuafl í
Finnlandi
Borgþór Kærnested
Rœtt við íslending sem var fulltrúi Finnlands á
norrœnni œskulýðsráðstefnu i Reykjavik
Nýlega var haldin æsku-
lýðsmálaráðstefna að Hót-
el Loftleiðum fyrir tilstilli
æskulýðssamtaka f jögurra
Norðurlanda, Darmerkur,
Svíþjóðar, Noregs og ís-
lands. Auk fyrrnefndra
tóku fulltrúar frá Finn-
landi, írlandi og Grænlandi
þátt í ráðstefnunni. Einn
fulltrúa Finnlands á ráð-
stefnu þessari var Borgþór
S. Kjærnested, islendingur,
sem verið hefur búsettur í
Finnlandi sl. 10 ár, og var
hann að eigin sögn ,,nánast
fulltrúi finnska norræna
félagsins".
Þjóðviljinn ræddi við Borgþór
meðan hann dvaldist hér á landi.
Hann segir fyrst frá starfsemi ts-
lendingafélags i Finnlandi.
— Mig minnir að það hafi verið i
kringum 1960 að stofnað var ts-
lendingafélag þarna úti. Ég man
eftir að Benedikt Bogason, Gunn-
ar Jónasson, Sigurður Thorodd-
sen og Hrafn Hallgrimsson voru
auk annarra orðaðir við stofnun
félagsins. Á félagaskrá hafa verið
um tiu manns oftast, en þrátt fyr-
ir fámennið hefur starfsemin ver-
ið f jölþætt og hefur mörgu góðu á-
orkað til góðrar landkynningar i
Finnlandi.
Þessi starfsemi byrjaði með
svokölluðum tslandskvöldum,
þar sem menning landsins var
kynnt með myndum og söng. Sið-
ar jókst þessi starfsemi er við
hófum þátttöku i starfsemi
finnska norræna félagsins. Við
erum aðilar að þvi og ég er i
stjórn Helsingforsdeildarinnar.
Það er liður i tslandskynningu
hér að allt frá 1968 hef ég skrifað
greinar i Huvudstadsbladet — að
meðaltali tvær á viku — um is-
lensk málefni.
1 sambandi við forsetaheim-
sóknina 1972 var sett upp islensk
bókmenntakynning fyrir tilstilli
Kristins Jóhannessonar lektors.
Sama ár var efnt til námskeiðs
um Island undir stjórn Kristins i
samvinnu við finnska norræna fé-
lagið.
Þátttakan þá var góð og áhugi á
tslandi mikill þarna úti, það sá
maður best sl. sumar þegar efnt
var til tslandsferðar með 115
plássum, sem skipað varð i á
svipstundu. Meðan Vestmanna-
eyjasöfnunin stóð yfir fórum við
fjölda ferða með fyrirlestra um
tsland um allt land. Var þátttak-
an gifurleg.
Á timum þorskastriðsins fékk
ég að kynna málið i tveimur
kvöldskólum i Helsingfors og
sumarið 1973 bauðst mér að halda
aðalræðuna á hátiðisdegi fiski-
manna á suður- og vesturströnd
Finnlands. Meðal gesta þar var
Kristian Gestrin, ráðherra og Par
Stenback þingmaður, sem siðar
lagði fram fyrirspurnir i finnska
þinginu varðandi afstöðu finna til
okkar mála.
Ég hygg að segja megi að starf-
semi okkar til tslandskynningar i
Finnlandi hafi haft talsverð áhrif.
— Um þessar mundir er Jör-
undur á sviðinu i Vasaleikhúsinu.
— Já, aðsóknin að þessari leik-
sýningu Vasaleikhússins hefur
farið framúr öllum vonum, og
leikritið hefur fengið mjög góða
dóma i öllum blöðum ef undan er
skilið Huvudstadsbladet, en þar
var ein eldri kona með greinar-
korn og virtist hún hafa misskilið
flesta hluti. Annars hefur leikritið
fengið mjög góðar undirtektir og
ég er sannfærður um að það verð-
ur hægt að setja það á svið á
finnsku lika áður langt liður. Það
er svo margt sem er ótrúlega likt
með finnum og islendingum og
sögu þessara tveggja þjóða.
— Hvað er fréttnæmt af finnsk-
um stjórnmálum?
— Nú er að ljúka samningavið-
ræðum atvinnurekenda, rikis-
valds og verkalýðshreyfingar og
samningar eru nú í gildi til
janúarloka 1976, en dýrtið hefur
verið mikil i landinu, kringum
18—20% siðasta ár og mikil ó-
ánægja rikir innan verkalýðs-
samtakanna um þessar mundir
svo búast má við hörðum átökum
i vor.
Af þeim orsökum er gert ráð
fyrir að e.t.v. verði kosningar i
Finnlandi i haust, sem annars
hefðu átt að fara fram að vori.
Sósialdemókratar hafa litinn á-
huga á þvi að standa i samninga-
viðræðum og kosningabaráttu
samtimis, en þeir eru aðalflokkur
stjórnarinnar ásamt miðflokkn-
um og finnska og sænska þjóð-
flokknum. Stærsti flokkurinn i
stjórnarandstöðunni eru komm-
únistar og lýðræðisbandalagið,
siðan kemur ihaldið i mynd þjóð-
lega einingarflokksins, og svo er
til fjöldi smáflokka, en liklegt er
talið að þeim muni fækka veru-
lega i næstu kosningum. Ég spái
að sveitarstjórnarflokkur Venna-
mos fái einn mann kjörinn — likt
og Alþýðuflokkurinn hér heima i
siðustu kosningum.
Maður hefur ekkert orðið var
við kreppu vestræna auðvalds-
skipuiagsins ennþá, og bjarga
samskiptin við sósialisku rikin
enda miklu. Finnar byggja mikið
fyrir austan landamærin um
þessar mundir og það hefur haft
mikil og góð áhrif á efnahagslifið.
Samningaviðræður hafa staðið
yfir við Sovétrfkin um aukin
verkefni þar.
Reikningsmenn segja að krepp-
unnar muni gæta i fyrsta lagi
næsta vetur og að undanförnu
hefur beinlinis verið talað um
skort á vinnuafli. Hafa heyrst
raddir um nauðsyn þess að flytja
inn vinnuafl. Hafa þær raddir
raunar helst komið frá atvinnu-
rekendum,en verkalýðssamtökin
eru andvig innflutningi vinnuafls,
meðan 200 þúsundir finna eru enn
búandi i Sviþjóð. Verkalýðshreyf-
ingin hefur einmitt lagt áherslu á
að fyrst verði að gefa þessu fólki
kost á þvi að komast heim aftur
og við það verði að miða stefnuna
i efnahagsmálum.
250.000 írakskúrdar
komnir til íran
Þrettán ára frelsisbaráttu lokið
LUNDONUM, BONN, BEIROT
1/4 — Talsmaður irakskúrda i
Teheran sagði að um 250.000 íraks-
kúrdar hefðu nú leitað hælis i
iran, en Múila Mústafa Barsani,
hinn sjötiu og tveggja ára gamli
leiðtogi þeirra, kom þangað I gær
ásamt með tveimur sonum sinum
og fleiri aðstandendum. Er þá
helst svo að sjá að þrettán ára
r
Beinið
viðskiptunum
til þeirra sem
auglýsa í
blaðinu.
sjálfstæðisbaráttu irakskúrda sé
lokið með ósigri þeirra.
tran hafði tilkynnt að það
myndi taka við öllum þeim flótta-
mönnum frá iraska Kúrdistan,
sem komnir yrðu innyfir landa-
mærin fyrir miðnætti i nótt leið,
en síðan yrði landamærunum lok-
aö. Streymdu flóttamenn yfir
landamærin í þúsundatali allt til
hins siðasta. Talsmenn traks-
stjórnar segja að þúsundir her-
manna úr Pesjmerga, frelsisher
kúrda, hafi þegar gefist upp fyrir
traksher og afhent vopn sln. Mik-
ill fjöldi flóttamanna hefur reynt
aö komast frá irska Kúrdistan
yfir tyrknesku landamærin, en
tyrkir hafa hert gæsluna á landa-
mærunum og hleypa engum yfir.
Talið er liklegt að tyrkir óttist, að
flóttamenn frá iraska Kúrdistan
gætu vakið óróa meðal ibúa
tyrkneska Kúrdistans, en undir
tyrkneskri stjórn búa um fimm
miljónir kúrda.
traksstjórn hefur lýst því yfir
að kúrdum þeim, sem ekki hafi
lagt niður vopn fyrir miðnætti s.l.,
muni engin miskunn sýnd. Meðaí
flóttamannanna, sem farið hafa
yfir til írans, eru margir frá aðal-
stoövum kúrdnesku frelsishreyf-
ingarinnar I Sjúman i Hadji
Omran-dal. Veður hefur verið
vont á þessum slóðum undanfar-
ið, frost og byljir og hefur það
hindrað fjölda flóttamanna i að
komast leiðar sinnar.
Vesturþýska blaðið Welt birti i
gær viðtal við Barsani hershöfð-
ingja, þar sem hann segir póli-
tiskar ástæður hafa valdið mestu
um ósigur hers hans. „Hermenn
okkar yfirgáfu vigvöllinn ósigr-
aðir,” hefur Welt eftir honum.
„Enginn I heiminum hjálpaði
okkur, nema tran, og nú hefur
tran, með samkomulaginu við
Irak i Alsirborg, lokað þessu eina
öndunaropi okkar.” Spurður um
álit sitt á íranskeisara svaraði
Barsani: „Keisarinn hefur tekið
við kúrdneskum flóttamönnum og
sjálfur hyggst ég dveljast fram-
vegis sem útlagi i tran. Þið skiljið
að þessvegna get ég ekki svarað
spurningu ykkar.” Að siðustu
sagðist Barsani ekki mundu
hvika frá málstað þjóðar sinnar
„svo lengi sem ég lifi”. Reuter.
Sýning i bókasafni Selfoss
5 fermetra
veggteppi
Hildur Hákonardóttir óf teppi i
tilefni Reykjavíkurferðar sunn-
lenskra kvenna fyrir tveim árum
Hildur Hákonardóttir, vefari,
mun á næstunni sýna stórt vegg-
teppi I húsakynnum Safnahússins
á Selfossi.
Veggteppi þetta, sem er fimm
fermetrar að stærð, óf Hildur til
að minnast frægrar farar sunn-
lenskra kvenna til Reykjavikur
27. mars fyrir tveimur árum. Þá
stóðu mál þannig, að vinstristjórn
var i landinu, og voru landbúnað-
arafurðir hækkaðar nokkuð i
verði. Vegna þessarar verðhækk-
unar, risu upp hægri sinnaðar
kvenfélagskonur I Reykjavik
undir stjórn Húsmæðrafélags
Reykjavikur og eggjaðar af Sjálf-
stæðisflokknum og efndu til mót-
mælastöðu við Alþingishúsið, auk
þess sem þær hvöttu fólk til að
fara i bindindi á landbúnaðarvör-
ur i eina viku.
Sunnlensku konurnar brugðu
þá við skjótt, söfnuðu liði þann
sama morgun og voru komnar 25
talsins á þingpalla um það er þær
reykvisku renndu niður morgun-
súkkulaðinu.
Veggteppi Hildar verður sýnt i
Safnahúsinu að Tryggvagötu á
Selfossi. Sýningin verður opnuð á
sunnudaginn, sjötta april, og
þann dag verður teppið sýnt frá
klukkan 14 til 16. Siðan gefst
mönnum að skoða teppið á venju-
legum safntima, þ.e. á mánudög-
um, þriðjudögum og föstudögum
frá klukkan 15 til 18.30, og á
fimmtudögum frá klukkan 15 til
20. Sýningin stendur að likindum i
hálfan mánuð. — GG.
íðju- 3® félagar Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 3. apríl kl. 5. eftir hádegi í Iðnó Fundarefni: Samningarnir Stjórn Iðju
Maðurinn minn og faðir okkar, TORFI MARKTJSSON Goðheimum 24, Reykjavik, lést I Landspitalanum mið- vikudaginn 26. mars. Jaröarförin fer fram frá Dómkirkj- unni laugardaginn 5. april kl. 10.30. Sigurlaug Guðmundsdóttir Guðmundur Torfason Valgerður Torfadóttir Þórey Torfadóttir Bryndis Torfadóttir Markús Torfason Guðlaug Torfadóttir Hjördis Torfadóttir
Hjartkær móðir okkar RANNVEIG BJARNADÓTTIR Stórholti 26 andaöist að Hrafnistu föstudaginn 28. mars. Jón R. Ásmundsson Björn R. Ásmundsson, Reynir R. Ásmundsson Hilmar Sv. Ásmundsson, Sigurður S. Ásmundsson
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir Torfi Þorsteinsson, vélsmiður, Hringbraut 45 sem lést I Borgarspitalanum aðfararnótt 27. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 4. april kl. 3 e.h. Jóna B. Björnsdóttir Auður R. Torfadóttir Hafsteinn Hjaltason Birna Torfadóttir Ásgeir Nikulásson Óli Björn Torfason Stefania Guðbergsdóttir
Faðir okkar Magnús Jónasson Reynimel 50 lést að kvöidi sunnudagsins 30. mars sl. Börnin