Þjóðviljinn - 02.04.1975, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. april 1975.
Danirnir
sigruðu
í páska-
mótinu
íslandsmeistarar Víkings fengu
hroðalega útreið og höfnuðu
í neðsta sæti
knatt-
spyrnu
All mikið hefur verið um
æfingaleiki i knattspyrnu um
páskahélgina og gengið á
ýmsu eins og vant er f slikum
leikjum. Við vitum um úrslit
nokkurra leikja og fara þau
hér á eftir:
Valur Breiöablik 2:2
KR — Vikingur 3:3
Valur — Armann 1:0
Fram — Vikingur 3:0
Armann — Vikingur 4:2
Annarsstaðar er svo skýrt
frá úrslitum leikja i Litlu
bikarkeppninni. Þess má tii
gamans geta, að Atli Þúr
Iléðinsson skoraði þrennu I
jafnteflisleik KR og Vikings.
tJr leik ÍA og tB I Litlu bikarkeppninni. Það er Benedikt Valtýsson
sem þarna fórnar sér I vörninni.
Páskamóti Hauka í
handknattleik lauk á annan
dag páska með sigri
danska liðsins Helsingör
IF, sem vann alla sína
leiki/ Haukarnir urðu í
öðru sæti/ FH í 3. og
íslandsmeistarar Víkings
urðu neðstir/ töpuðu öllum
sinum leikjum. Kemur það
áreiðanlega flestum mest
á óvart hve hroðaleg út-
koma hinna nýbökuðu
íslandsmeistara var. Þá
vakti það mikla gremju
áhorfenda sem keyptu sig
inná þessa leiki fyrir 500
kr. á hvern leik að bæði
Haukar og FH stilltu ekki
upp sinum sterkustu liðum
og var framkoma FH þar
mun verri. I siðasta leik
FH og Hauka má segja að
FH hafi stillt upp 1. fl. liði
en ekki mfl.-liði. Slikt sem
þetta eru hrein svik við
áhorfendur og ekki til
annars en að fæla þá
endanlega frá slíkum mót-
um sem þessum.
Mikiöum
æfinga-
leiki í
Elias Jónasson sækir að Vikingsvörninni en hann var besti maður Haukaieiksins i páskamótinu og iagði
grunninn að sigriHauka yfir Vikingi og þá ekki siður FH. (Ljósm. Einar)
ÍA og ÍBK berjast
um sigurinn í LB
þrír leikir fóru fram í Litlu bikarkeppninni um helgina
En það er frá keppninni að
segja að á skirdag hófst keppnin
og lauk leikjum hennar sem hér
segir:
Skirdagur:
Haukar — Helsingör 18:25
FH —Vikingur 23:21
Laugardagur:
FH — Helsingör 20:24
Haukar — Vikingur 23:19
2. páskadagur
Haukar —FH 24:15
Vikingur — Helsingör 21:25
Þá var kvennalið Helsingör
einnig hér á ferð um páskana og
lék þrjá leiki. Það gerði jafntefli
við Hauka 7:7, sigraði u-landslið-
ið 12 8 og tapaði fyrir Fram 4:8.
Karlalið Helsingör var vel að
sigri i mótinu komið. Það leikur
mjög skemmtilegan handknatt-
leik, hraðan og oft á tiðum vel út-
færðan. Sérstaka athygli vakti
hvernig liðið útfræði hraðaupp-
hlaup sin. Slik útfærsla er áreið-
anlega meira gerð fyrir áhorf-
endur en til árangurs, en auðvitað
þarf svolitil sýning að fylgja til
þess að áhorfendur hafi ánægju af
og án áhorfenda verður enginn
handknattleikur leikinn. Margt
annað i leik þeirra vakti ánægju
og athygli áhorfenda og má segja
að danirnir hafi haldið þessu móti
uppi, fyrst íslandsmeistararnir
brugðust gersamlega og Haukar
og FH stilltu ekki upp sfnum
sterkustu liðum.
Nú er Ijóst að það verða
skagamenn og kefl-
víkingar sem berjast um
sigurinn í Litlu bikar-
keppninni i knattspyrnu,
eins og oftast áður. Um
páskahelgina fóru þrír
leikir fram í keppninni.
Keflvikingar fóru uppá
Akranes og léku við heimamenn
sem sigruðu 2:0 og er þetta fyrsti
sigur 1A yfir IBK i Litla bikarnum
i mörg ár.
Síðan lék IBK gegn Breiðabliki
úr Kópavogi i Keflavík og sigruðu
heimamenn 2:1. Þá fóru skaga-
menn til Hafnarfjarðar og léku
þar gegn IBH og lauk leiknum
með jafntefli 1:1. Skagamenn
höfðu yfir i leikhléi 1:0 en heima-
mönnum tókst að jafna i siðari
hálfleik.
Þar með hafa skagamenn 4 stig
eftir 3 leiki, keflvikingar hafa 3
stig eftir 3 leiki, Breiðablik hefur
2 stig eftir 3 leiki og hafnfirðingar
hafa 1 stig eftir einn leik.
Leiknir-Fram og
Haukar-FH í
undanúrslitum
bikarkeppni HSÍ
Eins og sagt hefur veriö frá I fréttum sigraði FH Val 25:23 eftir
framlengdan leik ibikarkeppni HSÍ sl. miðvikudag. Jafnt var 22:22
eftir venjulegan leiktima. Þá eru eftir FH, Haukar, Fram og
Leiknir i bikarkeppninni og hefur nú verið dregið um hvaða lið leiki
saman I undanúrsiitum.
Þaö veröur Leiknir sem mætir Fram og FII sem mætir Haukum.
Ekki hefur endanlega verið ákveöið hvenær þessir leikir fara fram
en talaö hefur vcrið um næsta þriðjudag sem liklegan ieikdag.
Telja verður liklegt að Fram sigri Leikni og komist þar með I
úrslit en um leik Hauka og FH er það að segja, að engin leið er að
spá nokkru um úrslit, svo jöfn sem þessi lið viröast vera um þessar
■nundir. En örugglega verða báðir þessir leikir skemmtilegir eins
og bikarleikir eru jafnan. —S.dór