Þjóðviljinn - 02.04.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.04.1975, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. april 1975. DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÖÐFRELSIS , Ótgefandi: tJtgáfufélag Þjóöviijans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Vilborg Haröardóttir Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Biaöaprent h.f. AFANGI - EKKI HVILDARSTAÐUR Á miðvikudagskvöldið fyrir páska undirrituðu fulltrúar atvinnurekenda og 9 manna samninganefnd verkalýðshreyf- ingarinnar bráðabirgðasamkomulag i yfirstandandi kjaradeilu. Er sam- komulagið gert með fyrirvara um sam- þykki félaganna, en fundir i þeim verða haldnir næstu daga. Bráðabirgðasamkomulaginu er ætlað að gilda i þrjá mánuði frá 1. mars s.l.—1. júni n.k. og er vert að leggja á það sér- staka áherslu, að hér er alls ekki um samningslok að ræða, heldur verður frekari samningsgerð haldið áfram þá tvo mánuði, sem eftir eru til 1. júni, en þá fell- ur bráðabirgðasamkomulagið sjálfkrafa úr gildi án þess að til uppsagnar komi. Helstu atriði bráðabirgðasamkomu- lagsins hafa áður verið rakin i Þjóðviljan- um. en þau eru, að mánaðarkaup, sem verið hefur lægra en kr. 69 þús. á mánuði fyrir dagvinnu hækkar um kr. 4.900,- og öll yfirvinna hækkar samsvarandi. Þótt bráðabirgðasamkomulag hafi ver- ið undirritað á það nú eftir að fara fyrir fundi i félögunum til samþykktar eða synjunar. Sjómannafélögin standa ekki að bráðabirgðasamkomulaginu, en sjó- mannasamningarnir hafa beðið undan- farnar vikur uns séð yrði, hvers vænta mætti hjá landverkafólki. Þá hefur ekki að fullu verið gengið frá bráðabirgðasam- komulagi varðandi verslunarmenn, og einnig er ósamið við mörg félög, fyrst og fremst úti um land, sem ekki höfðu veitt 9 manna nefndinni samningsumboð fyrir sina hönd. Verði bráðabirgðasamkomu- lagið samþykkt i viðkomandi verkalýðs- félögum mun væntanlega komast skriður á samningamál allra þessara aðila og einnig Bandalags starfsmanna rikis og bæja. Auðvitað fer þvi fjarri, að það bráða- birgðasamkomulag sem nú hefur verið undirritað með fyrirvara færi verkafólki á ný þann kaupmátt launa, sem hér var við lýði, þegar stjórnarskiptin urðu á fyrra ári. Aðeins áfanga hefur verið náð, en framundan biður erfið barátta Verka- lýðshreyfingin á ekki aðeins i höggi við harðsviraða fjáraflamenn i atvinnurek- endastétt, heldur fyrst og fremst við fjandsamlegt rikisvald, — rikisstjórn sem hefur sett sér það pólitiska meginmark- mið að fara til i þjóðfélaginu stórkostlega fjármuni með þvi að skera niður kaup- mátt verkafólks en hygla að sama skapi gróðabröskurum og fjáraflamönnum. Þótt mörgum þyki ugglaust of smár sá árangur, sem verkalýðshreyfingin hefur náð i þessari lotu, þá verður hins að gæta, að án breyttrar stjórnarstefnu i grund- vallaratriðum var ekki að vænta stórra sigra til handa verkafólki. Og það sem verst er — með rikisvaldið i sinum hönd- um geta fjárplógsmennirnir gert árangur kjarasamninga litils virði, hver svo sem hann er á pappirnum og hvort sem hann hefur náðst fram með friði eða verkfalls- fórnum. Það er þess vegna, sem pólitiska valdið á alþingi og i rikisstjórn ræður mestu um afkomu manna, og atkvæðin við kjör- borðið skera úr um lifskjörin fremur en nokkuð annað. Rikisstjórn gróðaaflanna lætur ekki meira af hendi við samninga- borð en það sem hún telur sig neydda til með tilliti til stjórnmálaástandsins og hinnar pólitisku þróunar meðal al- mennings. ■ Með þessar aðstæður i huga má vissu- lega segja, að samningamenn verkalýðs- félaganna hafi komist alllangt við að kreista út við samningaborðið það sem hugsanlegt var án meiriháttar verkfalls- aðgerða. Fyrir mann með 40 þús. krónur i dag- vinnutekjur felur samkomulagið i sér rúmlega 12% launahækkun, og hafi slikur maður haft krónur 12.000,- á mánuði fyrir yfirvinnu, þá hækka heildartekjur hans nú Um kr. 6.370,- á mánuði, i stað þess, að rikisstjórnin ráðgerði i byrjun samning- anna aðeins kr. 3600,- i heildarhækkun fyrir slikan mann, og þá eingöngu á dag- vinnu. Þannig má segja, að tekist hafi að hækka tilboð rikisstjórnarinnar um 77% sé miðað við fólk með þær tekjur, er hér að ofan greindi. Munar hér mestu um það, að yfirvinnan hækkar nú lika, — en þess njóta hins vegar ekki allir, vegna vaxandi sam- dráttar i atvinnulifinu. En þótt tekist hafi við samningaborðið að hækka tilboð rikis- stjórnarinnar um 77% gagnvart veruleg- um hópi hinna tekjulægstu, þá nær bráða- birgðasamkomulagið varla þvi marki að vinna upp helminginn af kjaraskerðing- unni frá stjórnarskiptum. Talið er af sérfræðingum að fram- færsluvisitalan verði komin upp i 422 stig i næsta mánuði og hafi þá hækkað um 42% frá 1. ágúst s.l. Launahækkunin frá 1. ágúst hjá manni sem þá hafði kr. 40 þús i dagvinnutekjur á mánuði verður hins veg- ar kr. 8.400 á dagvinnu, eða 21% þegar lagðar hafa verið saman fyrri jafnlauna- bætur og hækkunin, sem felst i bráða- birgðasamkomulaginu nú. Að auki kom reyndar 3% kauphækkun 1. des. s.l. sam- kvæmt fyrri kjarasamningum, en þar kemur á móti að hækkun nauðþurfta lág- tekjufólks hefur verið mun meiri en fram- færsluvisitalan segir til um. Það er algerlega ljóst, að bráðabirgða- samkomulagið, sem undirritað hefur ver- ið boðar ekki hlé i kjarabaráttu verkalýðs- hreyfingarinnar heldur áframhaldandi glimu. Verkefnið er að brjóta stjórnar- stefnu gróðastéttanna á bak aftur og hörð barátta framundan. Eitt er nauðsynlegt, — alefling faglegs og pólitisks fjöldastarfs i verkalýðsfélögunum sjálfum og i stórn- málasamtökum verkafólks. Aðeins með þeim hætti verður veruleg- um og varanlegum árangri náð. —k Stefán Jónsson um áburðarverksmiðju á Norð-austurlandi: Hagkvæmt að dreifa framleiðslunni Stuttu fyrir páska mælti Stefán Jónsson fyrir þingsályktunar- tillögu, sem hann flytur á alþingi, um aö byggð verði áburðarverk- smiðja I Noröur-Þingeyjarsýslu. Tillaga Stefáns gerir ráð fyrir þvi, að verksmiðjan nýti orku frá Kröfluvirkjun. í framsöguræöu sinni meö til- lögunni sagöi Stefán meöal annars: Orkan frá Kröflu Nú eru góöar horfur á þvi, að takast muni aö leysa úr brýnustu þörf norðlendinga fyrir raforku til húsahitunar og annars heimilis- halds með þvi að flýta Kröflu- virkjun og þá fyrst og fremst með þvi, að fá til afnota þegar á næsta sumri litinn hverfil, er nýti orku úr tilraunaborholu sem þegar hefur verið gerð en siðan þegar á árinu 1976 að virkja nýjar bor- holur fyrir 30 megawatta gufu- hverfil og svo loks á árinu 1977 að tengja annan 30 megawatta hverfilvið gufuaflið. Likur benda til þess, að þá séenn ónytjað mjög mikið gufuafl á Kröflusvæðinu og taka megi með sama hætti og til- tölulega litlum tilkostnaði tuga megawatta orku þannig að unnt verði að nytja raforku á þessu svæði til iðnaðarframleiðslu. Nú er svo komiðað mikið vantar á að áburðarverksmiðja rikisins i Gufunesi anni áburðarþörf lands- manna. Tilbúinn áburður hefur hækkað svo mikið i verði á siðustu misserum, að til stórvandræða horfir og raunar sýnt að fjöldi bænda stendur nú þegar ráðþrota gagnvart þessu vandamáli. Likur benda til þess að áburðarkostnaður á hvert kg. af þurrkuðu heyi verði 11-12 kr. á sumri komanda. Ljóst er að raforku verður ekki varið til hag- kvæmari nota en til áburðar- framleiðslu, hvort heldur miðað er við innlendan markað eða útflutning, þar eð hér er um að ræða undirstöðuvörur til matvælaframleiðslu I sveltandi heimi. Það er einnig sýnt að með skynsamlegri stefnu i virkjunar- málum ættum við að geta orðið aflögufærir um raforku i þessu skyni i sivaxandi mæli á næstu árum. Ennfremur má telja það auðsætt af áætlunum, sem gerðar hafa veriö um hafnargerð við Grundartanga i Hvalfirði, að okkur á að vera tiltækt lánsfé til hafnargerðará Kópaskeri eða við Fjallahöfn i N-Þingeyjarsýslu. Þangað er skammt að leiða raf- magn frá Kröflusvæðinu og brýn þörf fyrir höfn i þágu þjóðlegra atvinnuvega sýslubúa. Yrði hafnargerð á þeim slóðum hin mesta lyftistöng fyrir dreifbýlið andstætt þvi, sem segja má um hafnargerð við Grundartanga. 36 þús. tonn frá Gufunesi en pantanir upp á 50-60 þús. tonn Samkvæmt upplýsingum sem ég hef aflað mér frá Áburðar- verksmiðju rikisins i Gufunesi mun framleiðsla verksmiðjunnar i fyrra hafa numið u.þ.b. 36 þús. tonnum. Ætla má að hún verði svipuð i ár, en áburðarþörfin samkvæmt áætluðum pöntunum 50-60 þús. tonn. Þá eru ekki reikn- aðir með þeir tugir þús. tonna af áburði, sem þarf til nota á afrétti landsins. Það vantar enn tugi þús. tonna af áburði til þess að kaupa fyrir miljarðinn, sem ætlaður var til landgræðslu, sem Alþingi sam- þykkti á s.l. sumri, þótt jafnaö sé yfir á fleiri sumur. Menn kunna að spyrja, hvaða nauðsyn beri til þess að reisa þessa áburðarverk- smiðju, sem hér er gerð grein fyrir á Norðurlandi og þó enn- fremur á Norðausturlandi eða i N-Þingeyjarsýslu, hvort ekki væri hagkvæmara að byggja við áburðarverksmiðjuna i Gufunesi. Þvi er til að svara, að um það bil fjórðungur af verði tilbúins áburðar sem kominn er til Norðurlands eða öllu fremur til Norðausturlands liggur i flutningskostnaði. 1 öðru lagi er þvi til að svara, að það er eðlilegt að við dreifum áburðarverk- smiðjum, sem viö reisum af þíngsjá Stefán Jónsson þessari stærð, um landið. Sú þriðja kann að bætast við, við skulum vona það seinna, að við sýnum það framtak við jarðrækt á íslandi, að við þurfum þriðju áburðarverksmiðjuna álika að stærð og það er þjóðarnauðsyn, að við dreifum þessum verk- smiðjum um landið. Ekki bara Framhald á 15. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.