Þjóðviljinn - 16.04.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.04.1975, Blaðsíða 2
2 SMÐÁ — Þ'JÖÐVILJINN Miftvikudagur 16. april 1975 Nýtt hljóðritunarfyrirtœki Fjórir ungir menii liafa hleypt af stokkunum nýju hljóðritunar- fyrirtæki i Hafnarfirði. „Hljóð- ritun h.f.” er tii húsa að Trönu- hrauni 6, þar sem fyrirtækið ræður yfir 80 ferm. upptökusal, 1.40 ferm, stjórnkiefa, og setu- stofu. Þau tæki. sem fyrirtækið á, gera kleiít að annast upptöku fyrir hljómplötuútgáfu, snældu- framleiðslu (kasettur) og reyndar hvers konar hljóðritun. islenskir listamenn, sem gefið hafa verk sin út á plötur, hafa hingað til orðið að láta vinna þær plötur að mestu eða öllu leyti erlendis, en nú er ekki þörf á þvi — nema hvað enn vantar hingað til lands tæki til að pressa plötur. Tæknimenn ,,H1 jóðritunar h.f.” verða Jón Þór Hannesson oe Böðvar Guðmundsson, en þeir tveir, Jónas R. Jónsson og Sigurjón Sighvatsson eru eig- endur fyrirtækisins. —GG A fkoma Alþýðubankans h. f. var góð á sl. ári Eigendur „Hljooritunar 1 upptokusalnum. Rúmlega 22 milj. kr. rekstrar- hagnaður Bankaráð endurkjörið óbreytt Aðalfundur Alþýðulfankans h/f var haldinn á laugardaginn var. Kom þar fram að eftir þctta fjórða starfsár bankans hafa inni- stæður i honum sjöfaldast miðað við það sem var við stofnun hans. Kekstrarhagnaður að slepptum afskriftum varö rúmlega 22 miljónir á siðasta ári, og var á- kveðiðá fundinum, að greiða 12% arð til hluthafa. Formaður bankaráðs, Her- mann Guðmundsson, setti fund- inn og gerði tillögu um að fundar- stjóri yrði Hannibal Valdimars- son og fundarritarar þau Þórunn Valdemarsdóttir og Snorri Jóns- son,sem fundarmenn samþykktu einróma. Hermann gerði siðan grein fyrir rekstri bankans á siðasta ári. Greindi Hermann m.a. frá því, að yfirstjórn bankans hefði ekki heimilað stofnsetningu úti- bús frá bankanum norður á Akur- eyri, vegna endurskoðunar banka- og útibúakerfisins, en Al- þýðubankinn hefði haft hug á að koma sér upp útibúi þar nyrðra. Þá greindi hann frá þörf bankans fyrir aö koma upp útibúi i Rvik, og sagði að bankinn kæmist varla lengur af með eina afgreiðslu. Sagði Hermann, að i sambandi við byggingu útibús, hefði verið hugsað til þess að koma þaki yfir einhverja starfsemi verkalýðs- hreyfingarinnar, t.d. Listasafn ASl. Hefur þetta verið rætt við forystumenn verkalýöshreyfing- arinnar og vel tekið af þeim. 1 ársskýrslu bankans kemur m.a. fram að innborgað hlutafé bankans nam í árslok 1974 krón- um 36,3 miljónum. Er þá allt það hlutafé, sem ákveðið var á stofn- fundi innborgað utan 3,7 miljónir. A síðasta aðalfundi bankans var ákveðið að auka hlutafé Al- þýöubankans i 100 milj. króna, eða um 60 miljónir. Bankaráð hefur nú boðið Ut 30 miljónir króna af þeirri upphæð og hafa hluthafar forkaupsrétt fram til 15. mai nk. Heildartekjur bankans námu árið 1974 145,5 milj. á móti kr. 77,8 árið áður. Hafa þvi tekjur bank- ans vaxið á árinu um kr. 67,7 milj., eða 87%. Vaxtagjöld námu 86,4 milj. kr. á móti 47,1 milj. kr. árið 1973. Hækkunin á m.a. rætur að rekja til vaxtabreytingar sem gerðvar 15. júli' 1974, en þá voru innlánsvextir hækkaðir um 4% og útlánsvextir um nálægt það sama. Rekstrarkostnaður árið 1974 varð 36,6 milj. kr., en nam 24,4 milj. kr. árið á undan. Hækkunin stafar eingöngu af miklum verð- hækkunum vegna þess þenslu- ástands sem rikti allt árið. Fjöldi starfsmanna var óbreyttur, þrátt fyrir mikla aukningu á starfsemi bankans.en 23,3 milj. af rekstrar- kostnaði voru laun og launatengd gjöld. Rekstrarafkoma bankans varð mjög góð og betri en nokkru sinni fyrr. Rekstrarhagnaður, áður en afskriftir voru gerðar, varð 22,4 milj. króna, en nam 6,1 milj. króna árið 1973. Heildarútlán bankans námu i árslok 1974 669,3 milj. kr. Höfðu útlán aukist á árinu um 203,8 milj. kr. eða 43,9%. Bindiskylda viðskiptabankanna við Seðlabankann var óbreytt á árinu eða 22% af innlánsaukn- ingu. Samkvæmt þessu nam bundin innstæða Alþýðubankans i Seðlabanka 191,9 milj. króna og hafði aukist á árinu um 53,5 milj. kr. Innstæða bankans á viðskipta- reikningi i Seðlabankanum var i árslok 1974 56,0 milj. kr. á móti 52,6 árið áður. Lán endurseld Seðlabanka, námu i árslok 13,0 milj. kr. Lokið var á árinu undirbúningi að stofnun veðdeildar bankans. Staðfesti viðskiptaráðuneytið hinn 12. jUli 1974 reglur fyrir Veð- deild Alþýðubankans h.f., og heimilaði jafnframt Utgáfu bankavaxtabréfa að fjárhæð 25,0 milj. kr. til fjáröflunar fyrir veð- deildina. Hlutverk veðdeildarinnar er að veita lán i þvi skyni að styðja menningarlega og félagslega starfsemi verkalýðshreyfingar- innar. Hafa stéttarfélögin sýnt mikinn áhuga á eflingu veðdeild- arinnar og lágu fyrir loforð um kaup á verulegum hluta þeirrar fjárhæðar sem út var boðin um áramót. Frágengin bréfakaup námu i árslok 5,0 milj. kr. Bankaráðið var endurkjörið, en það skipa, sem aðalmenn þau Björn Þórhallsson, Einar ög- mundsson, Hermann Guðmunds- son, Jóna Guðjónsdóttir og Markús Stefánsson. Varamenn i bankaráði eru þau Herdis ólafs- dóttir, Hilmar Guðiaugsson, Hilmar Jónsson, Óðinn Rögn- valdsson og Snorri Jónsson. Bankastjórar eru þeir Jón Hallsson og Óskar Hallgrimsson, ogskrifstofustjóri er Gisli Jósson. Aöalfundur samþykkti að hækka þóknun til bankaráðs- manna og endurskoðenda Ur 7.500 krónum i 10.000 krónur á mánuði, en formanns upp i 20 þUsund krónur. Með samþykktinni um 12% arð til þeirráV'sem greitt höfðu hluta- fé fyrlt »árslok, mun bankinn verja 4.352.910.00 krónum til arð- greiöslna af óráðstöfuðu fé á reikningsyfirliti, en rUmum 7 miljónum til viðbótar áður lögð- um tæplega 5,8 miljónum i vara- sjóð, sem þar með er kominn i 16,6 miljónir króna. Niðurstöðutölur á Efnahags- reikningi hljóðuðu upp á rúman miljarð. — úþ Pipulagnir Nýlagnir, breytingar, hita veitutengingar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir 7 á kvöldin). Utanrikisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa í utanríkisþ j ónustunni frá 1. mars 1975. — Eftir þjálfun i ráðu- neytinu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa i sendiráðum íslands erlendis þegar störf losna þar. Góð tungu- málakunnátta og leikni i vélritun nauðsynleg. Skriflegar umsóknir sendist utanrikis- ráðuneytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavik, fyrir 22. april 1975. Utanríkisráðuneytið vor Blaðsölubörn i hœttu Þorsteinn Ásgeirsson leigubil- stjöri hringdi: „Hvernig stendur á þvi að lögreglan gerir ekkert i þvi ófremdarástandi sem skapast við umferðarljósin þegar Visir kemur út? Blaðsölubörnin hóp- ast að bilum sem staðnæmst við rautt ljós á gatnamótum. Þegar grænt ljós kemur eru börnin að skjótast milli bilanna, seljandi blöð, og iðulega veldur þetta stórkostlegum töfum i umferð- inni. Ég bý i Hátuni 10, og út um gluggann sé ég aðá ljósum við Nóatún/Laugaveg er strákur að selja. Bilarnir standa á grænu ljósi meðan hann stundar við- skiptin. Þetta er enn alvarlegra i miðbænum. Ég er búinn að tala við lögregluna, en þeir jafn- vel gefa i skyn að þeir ráði ekk- ert við þetta. Meðan ég hef fylgst með þessum dreng við Nóatúnið, hafa þrir lögreglubil- ar ekið hjá, og enginn skiptir sér af drengnum. Þetta er fyrst og fremst öryggisatriði, sem verð- ur að kippa i lag”. Eb p, S fs^ CÆ Ellilífeyrir lœgri nú en var í mars Ellilifeyrisþegi kom að máli við blaðið og skýrði frá þvi, að ellilif- eyrir sá, sem hann fékk útgreidd- an nú heföi verið nokkru lægri en hann heföi verið i mars. Þjóðviljinn spurði Guðrúnu Helgadóttur, fulltrúa, að þvi hvernig þetta mætti vera. Sagði Guðrún að 3% hækkun hefði komið á ellilifeyri og hefði sú hækkun átt að taka gildi 1. desember. Hækkunin var greidd út i mars og þá greidd hækkun fyrir fjóra mánuði. Hins vegar væri nú aðeins greidd hækkun fyrir hvern mánuð, og þvi eðlilegt að upphæð lifeyrisins væri nokkru lægri i april en hann var i mars. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.