Þjóðviljinn - 16.04.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.04.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 16. april 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 af erlendum vettvangi Tækninni hefur nú fleygt svo fram að hægt er að ná málmum upp af miklu dýpi. Það hefur aftur haft I för með sér ný viðhorf f auðlindamálum heimsins yfirleitt. Hafsbotnsmálin á hafréttarráðstefnu A orkumálaráðstefnunni i Paris og þó fyrst og fremst á hafrétt- arráðstefnunni i Genf eru hafs- botnsmájin mjög til umræðu. Þar eigast við annarsvegar hin kapitalisku iðnriki, með Banda- rikin fremst i flokki, en hinsveg- ar þróunarlöndin, sem hafa samtök oliusölurikja (OPEC) fyrir einskonar múrbrjót. So- vétrikin og Kina munu heldur styðja siðarnefndu fylkinguna, en fara þó hægt i sakirnar, sér- staklega mun afstaða Sovétrikj- anna tviræð. Þeirri skoðun, að strandriki eigi rétt á nýtingu auðlinda, svo sem fiskimiða og oliu og jarð- gass i hafsbotninum, á mun stærra svæði úti fyrir ströndum sinum en áður var viðurkennt af flestum rikjum, vex nú óðum fylgi. Enn er óljóst hvort Genfarráðstefnan kemur ein- hverju meiru til leiðar en sú i Caracas, sem varð til litils: en þótt svo að Genfar-ráðstefnan samþykki 200-milna auðlinda- lögsögu sem eðlilega megin- reglu, þá eru deilurnar um nýt- ingu hafsbotnsins jafn óleystar fyrir það. //Lebensraum" kapítalismans í sambandi við hafsbotnsmálin er talað um kalt strið um hrá- efnin, svo að næstum minnir á árin fyrir siðari heimsstyrjöld. Ein af meginástæðunum til þeirrar styrjaldar var hráefna- hungur iðnaðarstórveldanna Þýskalands og Japans. Nú telja kapitalisku iðnrikin að þeirra efnahagslega „lebensraum” sé farið að þrengjast óþægilega vegna þess að þróunarlöndin, sem fyrst og fremst framleiða hráefni eru farin að heimta meira en áður fyrir sinn snúð. Þar gengu OPEC-rikin auðvitað á undan með góðu fordæmi vet- urinn 1973—74, þegar þau fjór- földuðu verðið á útfluttri oliu, og þegar er farið að votta fyrir þvi að riki, sem framleiða einstök hráefni eins og kaffi, kopar, hrágúm og báxit myndi hliðstæð hagsmunasamtök um að hindra verðfall á hráefnum. Hér sjá hin kapitalisku Vest- urlönd og Japan vegið að sjálfri þeirri forréttindaaðstöðu, sem þessi lönd hafa haft i heiminum svo öldum skiptir. Ein aðal- ástæðan til velsældar Vestur- landa undanfarna áratugi er að þau — eða fjölþjóðlegu auð- hringar — hafa ráðið heims- markaðsverðinu á hráefnunum, og þannig hefur efnahagslegu sjálfstæði þróunarlandanna verið næsta þröng takmörk sett. Sivaxandi þörf iðnrikjanna fyrir hráefni hefur haft i för með sér siaukna framleiðslu i þróunar- löndunum, en verðið hefur verið lækkað að sama skapi. Hér er komin ein meginástæðan fyrir þvi að bilið breikkar stöðugt milli rikra þjóða og fátækra. Ákvarðanirnar um framleiðsluv og verðlag á hráefnum hafa til þessa ekki verið teknar i fram- leiðslurikjunum, heldur af stjórnarvöldum vestrænu iðn- rikjanna og stjórnum auðhring- anna þar. Gagnstæðir hagsmunir iðnríkja og þróunarlanda Astæðurnar til að átökin um hráefnin harðna einmitt nú eru einkum tvær;i fyrsta lagi sú að hráefnaframleiðslurikin eru orðin meðvitandi um mátt sinn og tekin að bindast samtökum að fordæmi oliuframleiðslu- rikja, og i öðru lagi sivaxandi þörf Bandarikjanna fyrir að flytja inn málma. Fyrir siðari heimsstyrjöld fluttu Bandarikin út málma, en nú verða þau að flytja meira og meira af þeim inn með hverju ári sem liður. Á hafréttarráðstefnunni i Genf stefna Bandarikin að þvi að hafsbotninn utan auðlinda- lögsögu strandrikja verði settur undir stofnun á vegum Samein- uðu þjóðanna, en að sú stofnun veri næsta valdalitil, þannig að einstök riki og jafnvel fyrirtæki fái næstum ótakmarkað frelsi til þess að rannsaka hafsbotninn utan strandrikjalögsögu og nýta auðlindir þar eftir getu og vild. Þróunarlöndin vilja lika stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna, en vilja hafa hana valdamikla og láta allar rannsóknir og nýt- ingu á auðlindum hafsbotnsins gerast á hennar vegum milli- liðalaust. Tilga'ngur þeirra er að auðiindunum á hafsbotni verði varið til að jafna lifskjörin i heiminum, mjókka bilið milli rikra og fátækra. Ýmis smærri iðnriki, svo sem Sviþjóð, hafa tekið svipaða afstöðu. Hinsveg- ar sækja Bandarikin sitt mál fast, enda eru þau komin lengra en nokkurt annað riki i þeirri tækni, sem þarf til að nýta auð- lindir á miklu dýpi. Ef þeirra vilji i hafsbotnsmálum yrði ofan á i Genf, gæti það vel þýtt það i framkvæmd að þeim og öðrum kapitaliskum iðnrikjum — það er að segja þeim stærstu þeirra, eins og Japan, Vestur-Þýska- landi og Bretlandi — yrði i raun réttri afhentur hafsbotninn utan strandrikjalögsögusvæða til nýtingar. Málmauður á á hafsbotni Eins og sakir standa eru það einkum málmar, sem hér er um að ræða og ekkert smáræði af þeim. Bandarikjamenn álita að á botni Kyrrahafsins eins séu 358 miljarðar smálesta af mangani, eða um fjögur þúsund sinnum meira en vitað er til að sé i jörðu á þurrlendi. Á botni Kyrrahafsins er lika reiknað með að séu um 43 miljarðar smálesta af áli (200 sinnum meira en á þurrlendinu), fimmtán miljarðar smálesta af nikkel (1500 sinnum meira en i landi), fimm miljarðar smá- lesta af kóbolti (5000 sinnum meira en i landi ) og kannski tiu miljarðar smálesta af titani. Það segir sig þvi sjálft að yfir- ráðin yfir hafsbotni úthafanna og nýtingu auðlindanna þar geta skipt óhemju miklu máli varð- andi efnahagslega og pólitiska framvindu i heiminum á kom- andi timum. 1 hafréttarmálum hefur stefna Islands til þessa einkum miðast við baráttu fyrir fullum fyrirráðum yfir fiskimiðunum á grunnmiðum landsins, eins og eðlilegt má kalla. Hinsvegar er mikil nauðsyn fyrir tsland að fylgjast gaumgæfilega með þró- un hafsbotnsmála yfirleitt á al- þjóðavettvangi og vera vel á verði gegn þvi að þar sé ekki gengið á rétt okkar. t fljótu bragði verður ekki annað séð, en að i þeim málum eigum við samleið með þróunarlöndunum, þar sem við, eins og þau yfir- leitt, höfum varla ráð á af eigin rammleik að framkvæma rann- sóknir á auðtindum á hafsbotn- inum og nýta þær. dþ 5 fulltrúa- fundur Landssam- taka Kfúbbanna ORUGGUR AKSTUR Haldinn aB HOTEL SOGU dagana 18. og 19. april 1975. Föstudaginn 18. aprll: Kl. 12.00 Sameiginlegur hádegisverbur. Hallgrímur Sigurftsson framkvæmda- stjóri Samvinnutrygginga Avarp. Kl. 13.00 Fundarsetning: Stefán Jasonarson form. LKL ORUGGUR AKSTUR. Kosning starfsmanna fundarins. Kl. 13.30 Avarp: Halidór E. Sigurftsson samgöngumálaráöherra. Kl. 14.00 Tryggvi t>orsteinsson læknir á Slysadeild Borgarspitalans flytur erindi. Erindi II: Pétur Sveinbjarnarsonframkvæmdastjóri UMFERÐARRAÐS: „Stafta umferftaröryggismála á tslandi". K1 16.30 Erindi III: Páll Porsteinsson fyrrv. alþingism. frá Hnappavöllum: „IIRINGVEGURINN og áhrif hans." Kl. 17.30 Skýrsla stjórnar LKL ORUGGUR AKSTUR — Stefán Jasonarson form. Umræftur og fyrirspurnir. Nefndarkosning: Umferftaröryggisnefnd, Fræftslu- og félagsmálanefnd, Allsherjarnefnd. Kl. 19.00 Kvöldverftur á hótelinu. Kl. 20.00 Einar Einarsson uppfinningamaftur: „Nýjung i notkun nagladekkja” — m/kvikmynd. Kl. 20.30 Nefndastorf — á hótelinu, frameftir kvöldi. Laugardaginn 19. aprfl: Kl. 9.00 Lok nefndastarfa — frágangur tillagna. Ki. 10.00 Fréttir úr heimahögum. (Skýrslur) Fulltrúar klúbbanna hafa orftift. Kl. 12.00 Hádegisverftur á hótelinu. Kl. 13.30 Nefndir skila störfum. Nefndaformenn hafa framsögu. Kl. 15.00 Kaffihlé. Kl. 15.30 Framhaldsumræftur um nefndaálit. Kl. 17.00 Stjórnarkjör. Fundarslit. Kl. 18.00 Kvöldverftur á hótelinu. Stjórn LKL ORUGGUR AKSTUR r Ibúar Mosfellshrepps Fræðslufundur um brunavarnir verður haldinn i Hlégarði fimmtudaginn 17. april n.k. kl. 20.00. l. Slökkviliðsstjórinn i Reykjavik, Rúnar Bjarnason, sýnir kvikmyndir og flytur erindi um brunavarnir i heimahúsum. 2. Forstjóri Brunabótafélags Islands, Ásgeir ólafsson, ræðir um tryggingar. íbúar Mosfellshrepps eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. HREPPSNEFNDIN F orstöðukona og fóstra Stöður forstöðukonu og fóstru við nýtt dagheimili Borgarspitalans eru lausar til umsóknar frá 1. mai n.k. Nánari upplýs- ingar veitir forstöðukona spitalans i sima 81200. Reykjavik, 14. april 1975. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.