Þjóðviljinn - 16.04.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.04.1975, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVXLJINN Miövikudagur 16. april 1975 Sýna a annað Sovéski fimleikaflokkurinn hélt sýningu í Laugardalshöllinni i gærkveldi fyrir fullu húsi áhorf- enda. Vakti sýningin óskipla at- hygli áhorfenda eins og búist var við, enda er hér um að ræða það besta sem sést I fimleikum i heiminum i dag. Flokkurinn sýnir aftur annað kvöld i LaugardalshöIIinni og verður forsala á þá sýningu i Laugardalshöllinni I dag. Forráðamenn FSÍ munu hafa áhuga á þvi að flokkurinn sýni I 3. sinn nk. föstudagskvöld en ekkert hefur enn verið ákveðið hvort af þvi verður. Myndirnar hér til hliðar tók Einar á æfingu fim- ieikafólksins sl. mánudagskvöld. HM í íshokkí Sovétmenn halda enn forystunni Sovétmenn halda enn foryst- unni i heimsmeistarakeppninni i ishokki sem stendur yfir i V-Þýskalandi. 1 fyrrakvöld sigruðu þeir finna 5:2 og hafa þar með unnið alla leiki sína til þessa, sjö talsins. Tékkar sigruðu svia 7:0 og eru tékkar fast á eftir sovétmönnum, hafa aðeins tapað einum ieik, gegn sovétmönnum. Staðan I keppninni er nú þessi: Sovétrikin Tékkóslóvakía Sviþjóð Finnland Pólland Bandarikin 7 7 0 0 58:17 14 7601 41:14 12 7403 34:16 8 7304 29:27 6 7106 11:57 2 7007 17:59 0 11 i Sigurmarkið á síðustu mínútunni þegar Valur sigraði Ármann 1:0 Valsmenn unnu heppnissigur yfir Armanni i Reykjavikurmót- inu i knattspyrnu i fyrrakvöld 1:0 og var markið skorað á slðustu minútu leiksins. Það var hinn bráðefnilegi leikmaður Vals, Magnús Bergs sem komst einn innfyrir Ármanns-vörnina og skoraði. Með þessum sigri hafa Vals- menn tekið forystuna i mótinu a.m.k. i bili, en þeir hafa leikið gegn Þrótti og Armanni og unnið báða leikina og er eina liðið sem hefur unnið tvo leiki. Leikur Vals og Armanns var af- spyrnulélegur, dæmigerður vor- leikur af verstu gerð. KSÍ og FRÍ gera nýjan samning við sjónvarpið Þessa dagana standa yfir samningar milli íslenska sjón- varpsins og Knattspyrnusam- bands og Frjálsiþróttasam- bands Islands um útsendingar sjónvarpsins á efni frá mótum þessara aðila á sumri kom- anda. Þeir samningar sem i gildi hafa verið eru orðnir nokkuð gamlir og greiðslur sjónvarpsins fyrir efni frá iþróttaviðburðum orðnar langtá eftir verðlagi I landinu. Ómar Ragnarsson Iþrótta- fréttamaður sjónvarpsins sagði að þessir nýju samning- ar væru mjög margþættir og tæki efiaust nokkurn tima að ganga endanlega frá þeim. Ekki sagðist hann geta sagt frá á þessu stigi málsins hverjar brcytingar yrðu gerð- ar frá fyrri samningum, en þær yrðu nokkrar. Ekki verður um neinar breytingar að ræða á útsend- ingum, þ.e. að ekki verður um beinar útsendingar að ræða, til þess vantar sjónvarpið enn tæki, sem kosta þó ekki meira en annar fóturinn á Lén- harði fógeta, að sögn kunn- ugra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.