Þjóðviljinn - 22.04.1975, Page 2

Þjóðviljinn - 22.04.1975, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 22. apríl 1975. 80 krónur í Hafnarfirði — 150 á Ægissíðu Heill sért þú, Bæjarpóstur. Fyrir fáeinum dögum var ég staddur suður i Hafnarfirði og keypti þá rauðmaga af sjómanni, á 80 krónur stykkið. Þetta hefði svo sem ekki verið i frásögur fær- andi, nema hvað þegar ég kem heim, mæti ég konu, sem sér hvað ég er með, og spyr hvar ég hafi höndlað þessa feitu og fallegu rauðmaga. Ég nefni staðinn og verðið. Þá rekur hún upp stór augu: Ég var rétt i þessu að kaupa rauðmaga úti á Ægissiðu, segir hún, og þeir kostuðu 150, — hundrað og fimmtiu — krónur stykkið. Þetta er sem sagt hér um bil helmings verðmunur frá Hafnar- firði til Ægissiðu, og þætti mér nú gaman að koma þeirri fyrirspurn á framfæri við verðlagsstjóra, hvernig svona nokkuð geti viðgengist. Og hræddur er ég um að fleiri yrðu þær kynjasögurnar úr verðlagsmálunum, ef betur væri athugað. Lesandi Hátt er verð á harðfiski Suðureyri, 6. apríl 1975 Ekki veit ég hvort lesendur Þjóðviljans kæra sig nokkuð um afla- fréttir héðan að vestan. Þó hygg ég, að sumir hverjir sem hafa verið hér, fái þar nokkurn fróðleik, sem þeir láta sig varða. Það getur kostað nokkurn tima og fyrirhöfn að ná I þessar afla- fréttir, sem ég greini frá hverju sinni, og verða þær að sjálfsögðu að vera sannar og réttar aö öllu leyti, annars missa þær marks. Ég byrja nú á skuttogurunum vestfirsku. 8 skuttogarar hafa fisk- aði jan.-febr.-mars, 6779,2 tonn (slægöur fiskur). Við breytum þess- um afla i óslægðan fisk og verður talan um 8135,0 tonn. Meðaltal á skip 1017,0 tonn. 15 linubátar á viðkomandi stöðum hafa fiskað sömu mánuði 5097,1 tonn. Meöaltal á bát er 339,8 tonn. Aflafréttir frá Gisla Guðmundssyni á Súgandafirði Vestfirsku skuttogararnir Afli togaranna i mars og þrjá fyrstu mánuði ársins verður skráð- ur hér i röð samkvæmt aflamagni. Afli þeirra er veginn slægður, nema karfi, honum er landað óslægðum. Það er þvi ekki rétt, þegar togarafiskur er umreiknaður i óslægðan afla með 20% viðbótar- þyngd, þó þaö sé yfirleitt.gert. Bessi, Súðavik ............ Guðbjörg, Isafirði......... Guðbjartur Isafirði......... Július Geirmundsson, Isafirði Framnes 1, Þingeyri ........ (vika i slipp) Dagrún, Bolungarvik......... (byrjaði 8/2) Trausti, Súgandaf........... ( + 1/4 68,3) Páll Pálsson, Hnifsd........ (Var frá veiöum i febr.) C/3 u _ 3 U 'O “ s ca rt s < 'B tonn tonn 342,8 1197,5 454,1 1083,0 329,0 1042,0 282,6 936,0 233,3 928,3 281,0 585,0 191,7 533,4 179,1 474,0 Linubátar i nokkrum verstöðvum og afli þeirra: ísafjörður: Orri....... C/3 U a £ < 157,5 t. 19 róðrar. Mesti aflamánuður hér slðan undirritaður tók viö vigtarstarfi var I april 1967. Þá fiskaði þessi bátur, Sif, 295,9 tonn I 23 róðrum. 25,2 tonn var besti róöurinn, mest steinbltur. Farnir voru 77 róðrar yfir vetrarvertiðina og heildaraflinn var 774 tonn og 570 kg. Skipstjóri var Gestur Kristinsson. Sif var seld héðan fyrir fáum árum. Vikingur 3.............................136,8 t. 19róðrar. 398,3 t Guðný .................................113,4 t. 19 róörar. 303,3 t. Bolungarvik: Sólrún ...... Guðm. Péturss Hugrún ....... Jakob Valgeir Flateyri: Sóley............................151,9 t. 22 landanirnet 336,9 t Visir................................103,0 t. 18 róðrar 236,0 t. Bragi..................................73,6 t. 14 róðrar 159,1 t. Kristján...............................64,8 t. 15 róðrar 142,0 t. Línubátar á Flateyri fóru 1 lionsróður hver bátur i mars. Aflinn var um 10 tonn á bát, og eru þau hér meö talin. Þingeyri Framnes...............151,0 tonn 17 róðrar frá áramótum 358 t. Suðureyri Marsafli ná (innan sviga 1974) Þar af steinbitur KristjánGuðm............154,1 t. I 18 róðrum 105,4 t. eða 68,4% (220,9 t. i 24 róðrum 188,1 t. eða 85,0%) Ólafur Friðbertss.......138,2 t. i 18 róðrum 113,5 t. eða 81,8% (187,9 t.í24róðrum 172,5 t.eða 91,8%) Sigurvon...............148,6 t. i 17 róörum 111,6 t. eða 75,2 % (186,51.124 róðrum 179,51. eða 96,0%) Afli súgfirsku linubátanna fyrstu þrjá mánuði ársins hefur verið sem hér segir (tölur frá þvi i fyrra innan sviga): Kristján Guðmundsson 454,3 tonn (426,3 t.), Ölafur Friöbertsson 406,2 tonn (366,4 t.), Sigurvon 388,5 tonn (357,1 t.). Trausti og Gullfaxi Eins og áður greinir landaði Trausti i mars 191,7 t. Af þeim afla - voru 58.1 tonn steinbitur eða 30,3%. Hann landaði einnig 1/4 68,3 t., af þeim afla voru 46,7% karfi. Allur afli Trausta var orðinn um sið- ustu mánaðamót 533,4 tonn. Gullfaxi (eigandi Báran h/f hér I bæ) hefur farið einn róður á þessum vetri. Miðvikudaginn 26. mars voru festar leystar, og stefn- an sett INV frá fjarðarmynninu. Tala skipverja 3 menn. Lóðafjöldi 80. Eftir eðlilega langan tima komu þessir kátu karlar á Kútter Gullfaxa að landi aftur með ca. 3 tonn, mest steinbitur. Aflinn var unninn áhjall, verkaður iharðfisk. Þaðer möguleiki á þvi, að þessir framtakssömu menn muni græða offjár á þessum eina róðri, þvi verð á harðfiski er nú mjög hátt. . 147,0 t. 19 róðrar. 452,6 t. 146,9 t. 19 róðrar. 443,2 t. 139,2 t. 19 róðrar 408,8 t. .50,0 t. 13 róörar. 134,8 t. Þingmenn séu ekki jafnframt fastlaunaðir embættismenn Þeir Sigurður Blöndal og Helgi F. Seljan fytja eftirfarandi til- lögu: „Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni að undirbúa lög og reglur sem feli I sér að alþingis- menn sitji ekki I fastlaunuðum embættum eða störfum á vegum hins opinbera". Tillaga þessi var flutt á þingi árið 1972 og fylgdi henni þá sú greinargerð sem hér fer á eftir: ,,Árið 1971 urðu verulegar breytingar á launakjörum alþing- ismanna. Laun þeirra hækkuöu svo mikið, að alþingismenn eru nú launaðir eins og ýmsir þeir embættismenn þjóðarinnar, sem gegna hinum ábyrgðarmestu störfum. Breytingin fól i sér viðurkenn- ingu á þvi, að þingmennska væri starf, sem launa bæri sómasam- lega, enda er það skoðun, sem ýmsir reyndustu þingmenn hafa haldið fram, að starfið á Alþingi og sambandið við kjósendur i kjördæmunum sé orðið það um- fangsmikið, að meira verði ekki af mönnum krafist, ef leysa eigi það bærilega af hendi. Þótt þetta tvennt: sjálf launa- kjör þingmanna og matið á starfi þeirra, hafi breyst, er annað ó- breytt: Opinberir starfsmenn og embættismenn geta eftir sem áð- ur gegnt störfum sinum i orði kveðnu og tekið fyrir allt að 60% laun — og aldrei minna en 30% af launum. Augljóst er, að þessi skipan mála er ekki sæmandi: Menn gegna ekki tveimur á- byrgðarmiklum störfum, sem þeír taka fyrir laun — þótt skert séu — með fullum afköstum.. Starfið á Alþingi, sem hið nýja launakerfi viðurkennir, að sé fullt starf, eða hið opinbera þjónustu- starf eða embættisverk hlýtur að liða fyrir þetta fyrirkomulag, nema hvort tveggja gjaidi þess. Mörg dæmi mætti nefna, sem sanna, að störf á Alþingi hafa taf- ist, af þvi að þingmaður var önn- um kafinn i hinu starfi sinu ein- hvers staðar i borginni. Alþingi er hér sjálft að leggja blessun sina Þingsjá yfir slæleg vinnubrögð i hinum þýðingarmestu störfum. Slikt eykur eigi virðingu löggjafarsam- komunnar. Haldi fyrri störfum formlega Sú spurning kann að vakna, hvort þessi skipan, sem tillagan felur i sér, kunni ekki að leiða til þess, að menn i opinberri þjón- ustu fælist frá þvi að gefa kost á sér til þingmennsku. Til þess má auðvitað ekki koma. Það verður að telja eðlilegt og raunar sjálf- sagt, að þessir menn haldi fyrri störfum sinum formlega og geti tekið til við þau að þingsetu lok- inni og þeim sé jafnvel að öörum kosti gefin trygging fyrir þvi að fá a.m.k. sambærilega launuð opin- ber störf og þeir áður gegndu. Við teljum þó, að tvær undantekning- ar ættu að vera frá þessu: Dóm- arar og bankastjórar, sem bjóða sig fram til Alþingis ættu að segja lausu starfi sínu. Það hæfir ekki, að menn i þessum tveimur störf- um taki þátt i kosningabaráttu. Óhjákvæmilegt væri þó að setja timatakmörk á það, hve lengi mætti geyma opinbert starf fyrir alþingismann. Stysti timi væri eitt kjörtimabil, lengsti timi tvö. Staöa ráöherra 1 nánum tengslum við þetta mál er staða ráðherra, sem jafnframt eru alþingismenn. Enda þótt þeir haldi óskertu þingfararkaupi auk ráðherralauna, taka þeir ekki þátt i nefndastörfum á Alþingi, sem er vissulega gildur þáttur þingmennskunnar. Það er skoðun flutningsmanna, að islendingar ættu að taka upp þann hátt, sem á er hafður I Noregi, að ráðherra viki úr þingsæti, en varamaður Helgi Seljan Sigurður Blön- dal taki sætið, meðan ráðherradómur hans stendur. En auðvitað verður ráðherra eftir sem áður að hafa rétt til að sitja þingfundi og taka þátt i umræðum, eftir þvi sem hann telur þörf á. Þessi breyting á skipan mála gæti lika réttlætt endurskoðun á launakjörum ráð- herra, sem vitaskuld eiga að hafa hin hæstu laun, svo sem ábyrgð starfsins og erfiði gera tilefni til. Störf í þinghléum Loks viljum við vekja athygli á einu atriði i sambandi við störf al- þingismanna. Um leið og þetta er orðið heilsársstarf, er ástæða til að nýta starfskrafta þeirra betur en gert hefur verið og stuðla jafn- framt að þvi, að þeir geti rækt það af meira innsæi en verið hefur til þessa. Hér höfum við i huga þann Framhald á 15. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.