Þjóðviljinn - 22.04.1975, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.04.1975, Blaðsíða 16
MOÐVHHNN Þriðjudagur 22. apríl 1975. 1450 milj. kr. í olíu- sjóðinn Lagt verður á sérstakt útflutningsgjald „Frumvarp til laga um ráð- stöfun gengismunar i þágu sjávarútvegsins skv lögum nr. 2/1975 og um ráðstafanir vegna hækkunar brennsluoliuverðs til fiskiskipa” var lagt fram á alþingi i gær. Frumvarp þetta hefur tekið miklum breytingum frá þvi sem var i öndverðu, enda mætti upphaflega gerðin mikilli andspyrnu meðal sjómannastétt- arinnar. t fyrsta lagi fjallar það um ráð- stöfun gengismunarsjóðs sem til varð vegna gengisfellingarinnar i vetur. Þessi sjóður er talinn 1644 milj. kr. og er skv. frumvarpinu áætlað að ráðstafa honum þannig: 95 milj. kr. til þess að létta stofnfjárkostnaðarbyrði eig- enda fiskiskipa, sem orðið hafa fyrir gengistapi. Óafturkræft framlag til Fiskveiðasjóðs 300 milj. kr., til Tryggingasjóðs fiski- skipa 100 milj. kr., til oliusjóðs fiskiskipa 80 milj. kr., til lifeyris- sjóða sjómanna 75 milj. kr„ til veröjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins 50 milj. kr. og loks smærri upp- hæðir til svartoliukannana, til orlofshúsa sjómannasamtakanna o.fl. Útflutningsgjald í 2. grein frumvarpsins er lagt til að tekjur oliusjóðs verði auknar með þvi að leggja á sér- stakt gjald. Verður tekjuauki oliusjóðs af þessum ástæðum um 1450 milj. kr. á heilu ári, en á þvi sem eftir er 1975 1100 milj. kr. Frumvarp þetta mun koma til umræöu strax næstu daga. 1 upphaílegri gerð þessa frum- varps ætlaði rikisstjórnin að styrkja útgerðina með þvi að taka hundruð miljóna fram hjá skipt- um með þvi að leggja á sérstakt 11% gjald sem fiskvinnslan átti að greiða útgerðinni. Við meðferð málsins i tengslum við kjara- samningana hefur þessu verið breytt. Tækin á hafnarbakka Bifvélavirkjadeild Iðnskólans óstarfhœf: síðan í fyrrahaust Vonast til að þau verði komin fyrir nœsta haust, segir Sveinn Sigurðsson aðstoðarskólastjóri Verkn'ámsdeild bifvélavirkja við Iðnskólann i Reykjavik hefur verið óstarfhæf i vetur sökum þcss að borgarsjóður hefur ekki leyst út tæki til deild- arinnar sem komu til landsins sl. haust og þá átti að leysa þau út en það hefur ekki verið gert, þannig að deildin tekur ekki til starfa fyrr en næsta haust ef tækin verða ekki leyst út fyrir þann tima, en vonir standa til að svo verði að sögn Sveins Sigurðssonar aðstoðarskóla- stjóra Iðnskólans i Reykjavik. Sveinn sagði að það biðu miklu fleiri tæki á hafnarbakk- anum sem koma eiga til Iðn- skólans. Það hefur allt verið látið biða sem hægt hefur verið sagði Sveinn. Það kom fram i þessu samtali við Svein, að radióvirkjadeildin er best búin tækjum af öllum verknámsdeildum skólans. Nokkrar aðrar deildir eru sæmilegar búnar en margar deildir eru vanbúnar tækjum, svo sem prentaradeildin sem stofnuð var fyrir um það bil 20 árum og hefur búið við litið breyttan tækjakost siðan, en hún var stofnuð með gjafa- vélum frá ýmsum prent- smiðjum i Reykjavik, vélum sem þær prentsmiðjur voru hættar að nota sökum lasleika þeirra. Nú mun hinsvegar áætlað að útvikka þá deild fyrir allar deildir grafiska iðnaðarins og standa þá vonir til þess að tækjakosturinn komist i lag. Iðnskólinn i Reykjavik hefur 8 milj. kr. á þessu ári til tækja- kaupa og gefur auga leið að slik upphæð hrekkur skammt ef kaupa á nýtisku tæki fyrir iðnaðarmenn. —S.dói Víetnam THIEU FARINN FRÁ Afsögn hans víðast fagnað — Hefjast friðarviðrœður innan skamms? Saigon og viðar 21/4 reuter — Thieu forseti Saigonstjórnarinnar sagði af sér embætti i dag. Lýsti hann þessu yfir frammi fyrir stjórn sinni og var athöfninni sjónvarpaö. Skipaði hann vara- forsetann, Tran Van Huong, eftir- mann sinn. Ekki er talið að Huong verði lengi við völd og kemur þar til bæði aldur hans, 71 ár, og heilsu- leysi. Segi hann af sér tyveður stjórnarskráin svo á að forseti öldungadeildar þingsins, Tran Van Lam, taki við. Hins vegar er öllu liklegra að einhverjir vold- ugri stjórnmálamenn i Saigon gripi i taumana áður en þessi þró- un er öll. Fyrstu viðbrögð BBS við þess- um fréttum voru þau að fulltrúar hennar i Paris itrekuðu þá stefnu stjórnarinnar að hún væri reiðu- búin til viðræðna við hverja þá stjórn i Saigon sem af einlægni óskaði eftir friði, sjálfstæði og lýðræði i landinu. Þingmenn úr báðum flokkunum i Bandarikjunum kváðust vona að sögn Thieus leiddi til vopnahlés og pólitiskrar lausnar á ástand- inu i S-Vietnam. Talsmaður Fords forseta skýrði frá þvi að stjórnin muni styðja verðandi forseta landsins. Hann vildi hins vegar ekkert segja um viðbrögð Hvita hússins við þeim hörðu á- rásum á sviksemi bandarikja- stjórnar sem fram komu i ræðu Thieus. Ford forseti mun svara fyrir sina parta i sjónvarpsviðtali sem sýnt verður i Bandarikjunum i kvöld. Nessen blaðafulltrúi sagði einnig að Ford væri enn fylgjandi þvi að senda Saigon- stjórninni hernaðar- og mannúð- araðstoð sem nemur miljarði dollara. Franska stjórnin fagnaði af- sögn Thieus og hvatti til þess að vopnahléi_yrði komið á og þegar i stað hafnar viðræður milli Saig- onstjórnarinnar, þriðja aflsins og BBS I þvi augnamiði að koma á samstjórn þeirri sem Parisar- samkomulagið gerir ráð fyrir. Sovéska fréttastofan Tass sagði i fréttaskeyti frá Japan að afsögn Thieus væri visbending um að spillingin innan Saigonstjórnar- innar væri á góðri leið með að leysa hana upp. Utanrikisráðuneyti BBS lýsti þvi yfir að Bandarikin gætu auðveld- lega flutt alla sina þegna úr landi á einum sólarhring og að enginn steinn yrði lagður i götu þeirra bandarikjamanna sem i landinu eru. Einnig sagði þar að BBS myndi vernda alla útlendinga sem eru á yfirráðasvæðum Saig- onstjórnarinnar. Sendinefnd Saigonstjórnarinn- ar i Paris hvatti i dag til þess að þegar yrðu teknar upp viðræð- ur milli hennar og fulltrúa BBS um pólitiska framtið Suður-Viet- nam. Sagði i yfirlýsingu nefndar- innar að mikilvægt væri að hefja þegar viðræður til að „leysa sem fyrst öll vandamál sem lúta að þvi að binda endi á striðið og koma á friði i Vietnam i samræmi við ákvæði Parisarsamkomu- lagsins”. Lagði nefndin sérstaka áherslu á þau ákvæði sem lúta að myndun þjóðarráðs i Suður-Viet- nam og rétti suður-vietnama til sjálfsákvörðunar. Viðræðum fjögurra deiluaðila, stjórnarinnar i Saigon, Hanoi- Soffía á þing Soffia Guðmundsdóttir, tón- listarkennari á Akureyri tók sæti á alþingi i gær. Hún er fyrsti varamaður Alþýðubandalagsins i Norðurlandskjördæmi eystra og hefur ekki áður átt sæti á alþingi. Soffia er varamaður Stefáns Jónssonar, sem er erlendis i opin- berum erindagerðum. Þá tók Gils Guðmundsson sæti á ný á alþingi i gær, en Gils hefur undanfarnar vikur setið hafrétt- arráðstefnuna i Genf. stjórnarinnar, Bandarikjanna og BBS, var slitið fyrir ári siðan eftir að þær höfðu staðið yfir i ár án þess að nokkuð miðaði i sam- komulagsátt. Helsta ástæðan fyr- ir þvi að enginn árangur varð af viðræðunum var sú að aftan i hverja tillögu Thieu-stjórnarinn- ar var hengd krafa um að norður- vietnamar yrðu á brott frá Suður- Vietnam með allt sitt herlið. Þar sem stjórnin i Hanoi hefur aldrei viðurkennt að hersveitir hennar séu staddar i suðurhlutanum var öllum tilboðum Thieus hafnað. Sjá nánar um Thieu og af- sögn hans á bls. 3. Verkföllum á bátaflotanum afstýrt Samið tíl 1. júní Kosið upp i Olafsvik, en þar var samkomulagið fellt Fjölmörg sjómannafélög hafa nú samþykkt samkomulag það sem náðist milli Liú og samninganefndar sjómanna fyrir helgina, þau félög, sem enn eru ekki búin að greiða atkvæði um samkomulagið hafa frestað verkfalli um óákveðinn tima. Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambands Islands, sagði Þjóðviljanum i gær, að búið væri að samþykkja sam- komulagið á Akranesi, Grundarfirði, Heilissandi, Stykkishólmi, Þorlákshöfn, Keflavik og Reykjavik, og einnig hafa matsveinar sam- þykkt samkomulagið. Ilins vegar var samkomu- lagið fellt i einu félagi, þeas. i ólafsvik. Vafi leikur á að atkvæðagreiðslan hafi verið lögleg og vcrður hún endur- tekin, en verkfalli frcstað um óákveðinn tima. Einhver þeirra félaga, sem eftir eiga að greiða atkvæði um samningana, voru með fundi i gærkveldi. Samkomulag tókst fyrir helg- ina á Vopnafirði milli verka- lýðsfélagsins þar og kaupfé- lagsins á staðnum. Verkamenn á Vopnafirði fá nú 5.100 krónur i láglaunabætur. Breytingar þær, sem geröar voru á samkomulaginu frá þvi það var fellt á dögunum. eru þær helstar, að endurskráning verður á loðnubátum ef þeir fara til veiða niður i Norðursjó eftir loðnuvertið. Jón Sigurðsson sagði og, að það hefði breytt miklu, að ögn hærra en tiðkast annars staðar á landinu, og samkvæmi þvi er timakaup i dagvinnu á Vopnafirði 6.10 krónum hærra þar en annars staðar. Samningurinn gildir frá 1. mars sl. og á fundi i verkalýðs- gildistimi samninganna var ekki ákveðinn til lengri tima en 1. júni, en til 15. september i fyrri samningsdrögum. Með þessu gætu sjómenn gert ráðstafanir ef þurfa þyrfti vegna fyrirhugaðs frumvarps rikisstjórnarinnar um skerð- ingu á hlutaskiptalögum, en það hlyti að verða lagt fram fyrir þann tima, er segja barf udd samningum, þeas. fyrir 21. mai. Verði samningunum ekki sagt upp fyrir þann tima gilda þeir til 15. september. Hvorki gengur né rekur i samningum milli togarasjó- manna og Fél. isl. botnvörpu- skipaeigenda, en fundur með þessum aðilum hefst klukkan tvö i dag. —úþ tókust félaginu var hann samþykktur með 31 atkvæði gegn 15, og var þar með aflýst boðaðri vinnu- stöðvun sem koma átti til fram- kvæmda frá og með gærdegin- um. —GG Kjarabaráttan: Samið við ísal Á föstudagskvöld tókust samningar milli Islenska álfé- lagsins annars vegar og þeirra verkalýðsfélaga, sem standa sameiginlega að samningum fyrir starfsmenn álversins hins vegar, um framkvæmd á þeirri launahækkun, sem samið var um að yrði á almennum launa- markaði hinn 26. mars sl. Samkomulagið verður borið undir starfsmenn i dag og á morgun og þvi ekki hægt að skýra frá efni þess. Þó er vitað, að launahækkunin er fram- kvæmd á sama veg og gert var þegar jafnlaunabæturnar frá þvi i október voru til ráðstöfun- ar. Kemur launahækkunin þvi ekki fram sem jöfn krónutals- hækkun heldur sem jöfn pró- sentuhækkun á alla launastiga. Samkomulaginu er ætlað að gilda frá 1. mars. —úþ Vopnafjörður: Samningar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.