Þjóðviljinn - 22.04.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.04.1975, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 22. april 1975. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 7 MENNINGARMÁLARÁÐSTEFNASAMBANDS SVEITARFÉLAGA: Þessi teikning var reyndar ekki gerö á ráðstefnu Sambands sveitarfélaga um menningarmál, en mynd- ina köilum við „Sveitarstjórnarfund” — og sennilega eru þeir að ræða menningarmálin þessir heiðurs- menn. „Ástandið gæti verið verra” Það verða að teljast tíðindi, að Samband sveitarfélaga á íslandi ef ndi fyrir skömmu til ráð- stefnu um sveitarstjórnir og menningarmál. Ráðstefnu þessa sóttu sveitarstjórnarmenn úr öllum landshornum, auk forsvarsmanna hinna ýmsu listamannafélaga og áhugafélaga um listir. Kannski hefði niðurstaða þess- arar ráðstefnu orðið ögn forvitni- legri en raun varð á, ef fyrir- komulag ráðstefnunnar hefði ver- ið svo litið á annan veg heldur en var. Þessi ráðstefna var að mestu byggð upp með framsöguerind- um, en litill timi gefinn til um- ræðna. Af þessu leiddi, að fundar- menn urðu timunum saman að sitja undir leiðinlegri staðreynda- upptalningu, og varð raunar fátt að frétta af ráðstefnunni fyrr en kom að þeim Atla Heimi Sveins- syni og Thor Vilhjálmssyni, en þeir voru fulltrúar Bandalags islenskra listamanna á ráðstefn- unni og ræddu um viðhorf lista- manna til valdsmanna, listdreif- ingar og fleiri atriða. Menning í fámennu plássi Menningarmál fámennra fiski- plássa, hafa nokkuð verið rædd i vetur, þökk sé sjónvarpsmynd- inni „Fiskur undir steini” eftir Ólaf Hauk Simonarson og Þorstein Jónsson. Sennilega hefur umræðan i kjölfar þeirrar myndar verið kveikja þessarar ráðstefnu Sam- bands isl. sveitarfélaga. Umræð- an á ráðstefnunni náði hins vegar að óverulegu leyti nálægt þeim spurningum sem helst hafa leitað á i umræðunni í vetur. Jón B. Hannibalsson, bæjarfulltrúi á tsafirði kom, þó i sinu erindi inn á þessi mál, þegar hann reyndi að skilgreina menningu eins samfé- lags sem eitthvað sem kæmi „innan frá”. Jón B. Hannibalsson sagði m.a.: „Kannski leyfist mér að lýsa þvi almenna viðhorfi minu, að menning sé eitthvað sem vex innra með mönnum, og verði ekki nema að ákaflega takmörkuðu leyti þröngvað upp á, hvort held- ur er einstaklinga eða samfélög, með ráðstöfunum stjórnvalda. Við þurfum ekki að skyggnast djúpt undir yfirborðið til að sjá, aö kúltúrinn og kommisarinn eiga óviða upp á pallborðið hjá öðrum. Kommisararnir — og þá á ég ekki bara við þá i Kreml eða i Fram- kvæmdastofnun — vilja gjarnan skreyta sig með aldinlaukum úr garði menningarinnar. Þeir býggja gjarnan skrautlegar hall- ir, iþróttahallir og æskulýðshall- ir, konsertsali og félagsheimili, eins og dæmin sanna. Það er ekki þar með sagt að það vaxi nokkur menning i þeirra garði fyrir þvi...” Þannig hélt Jón B. Hannibals- son áfram og lýsti m.a. heimsókn „manns að sunnan” til Isafjarð- ar, þar sem ekkert mætti þeim aðkomumanni, nema for og skit- ur, pikuskrækir og brennivins- gubb að kvöldi dags og popkorns- hrið i kúrekabiói — en þiðir fiðlu- tónar á sunnudagsmorgni út um glugga Ragnars H. Ragnars, skólastjóra Tónlistarskólans. Jón. B. lýsti þvi, hvernig Ragnar hefur komið tugum ef ekki hundr- uðum isfirðinga i skilning um tón- list, og benti á, að kæmu margir að heyra Sinfóniuhljómsveit Islands spila, þá hún heimsækti Isafjörð, þá stafaði það af tón- listaruppeldi Ragnars og fleiri mætra manna á ísafirði. Þessi ræða Jóns B. varð til að hleypa svolitlum gusti inn i logn- mollu ráðstefnunnar, Björn Th. Björnsson stóð upp og hirti Jón, benti honum á að það væri flatneskjan ein.forheimskunin nak in, snobb fyrir þvi ómerkílega, að telja að menningin kæmi „innan frá”. Annað mál væri að læra af þvi sem utan að kemur, og rækta þannig sinn innri mann. Listamenn og stjórnvöld Atli Heimir Sveinsson, tón- skáld, sagði frá ýmsu þvi sem Bandalag islenskra listamanna hefur rætt upp á siðkastið, svo sem samband listamanna og stjórnvalda og tengsl listamanna við fólkið i landinu. „Þegar þetta er rætt” sagði Atli Heimir, „þá vaknar sú spurn- ing, hvort stjórnvöld hafi nokkr- um skyldum að gegna gagnvart listum. Þessari spurningu svör- um við játandi þvi að lystneysla er þáttur i mannréttindum, sem stjórnvöld hljóta að efla og sjá um, að allir landsmenn hafi jafn- an aðgang að. Stjórnvöld eiga að leggja fé til listastarfsemi og fylgjast með þvi, að þvi sé varið á þann hátt, sem til var ætlast. Stjórnvöld mega aldrei reyna að stjórna list- inni að „ofan”, eða reyna að hafa áhrif á hana..” Um þetta siðast nefnda, til- raunir stjórnvalda til að ráða list- um, sagði Atli Heimir þvi miður hægt að merkja tilraunir i þessa átt: „Margar nefndir og ráð, sem fjalla um listir eru þrælpólitiskar, skapaðar af hinu pólitiska valdi, t.d. menntamálaráð, útvarpsráð, þjóðleikhúsráð og úthlutunar- nefnd listamannalauna. „Ég held”, sagði Atli Heimir, „að hin flokkspólitisku áhrif hafi skapað listir. Það eru listamenn sjálfir, sem eiga að fjalla um list- ir — flokkarnir hafa jafnan til- hneigingu til að kjósa „sina” menn, góða flokksmenn. Pólitiska valdið hefur lika haft tilhneigingu til að deila og drottna, og listamenn hafa látið það spila með sig”. Tengslin viö fólkið Atli Heimir fór nokkrum orðum um skyldur stjórnvalda varðandi listdreifingu. „Það á að kynna list, dreifa henni, en ekki með þvi að drita niður smástyrkjum til einstakra manna. List skal dreift i fjölmiðlum rikisinsthljóðvarp, sjónvarp, leik- hús, listasöfn, sinfóniuhljóm- sveit), um landsbyggðina (list um landið), i skólum og til útlanda. Dreifing listarinnar skal hins vegar vera i höndum listamanna sjálfra”, sagði Atli Heimir, og benti á að stofnsetja þyrfti list- dreifingarmiðstöð með fjárhags- stuðningi stjórnvalda til að dreifa list um landsbyggðina og i skóla. Hér á landi er nær allt listalif samþjappað i höfuðborgina. Allar listastofnanir landsins tam. Þjóð- leikhús, Sinfóniuhljómsveit lslands, Listasafn llands og fleiri hafa hingað til aðallega starfað fyrir ibúa höfuðborgarsvæðisins, og landsbyggðin utan Reykja- vikur verið mjög afskipt. Menn hafa fyrir löngu séð, að hér var úrbót þörf, og gerðar hafa verið nokkrar tilraunir til úrbóta, list um landiðog list i skólum. Þessar tilraunir voru hinar merkustu, en það virðist ekki hafa verið nógu vel að þeim staðið, oft var vel far- ið af stað, en fljótlega var gefist upp. Framkvæmdin var aldrei i höndum listamanna sjálfra held- ur embættismanna. Nú þyrfti að taka upp þráðinn að nýju, og færa sér i nyt lærdóm reynslunnar. Listdreifingarstöð ætti að leitast við að gera öllum listgreinum jafnhátt undir höfði og gefa samborgurunum sem gleggsta mynd af þvi sem er að gerast i listum á Islandi, auk þess sem leggja verður rækt við eldri menningarverðmæti”. „Samansvarnir voöamenn” Sem fyrr segir, var ráðstefna Sambands sveitarfélaga að mestu byggð upp með framsögu- ræðum, og þannig varð litið tóm til umræðna, það fór t.d. furðulit- ið fyrir ádeilu á rikjandi fyrir- komulág eða ástand, ef Atli Heimir er undanskilinn og svo Thor Vilhjálmsson, en sannast sagna hefði þessi ráðstefna verið næsta daufleg, hefði þeirra ekki notið við. Thor benti mönnum m.a. á, aö af einhverjum orsökum, væri áberandi andúð og beinlinis áróð- ur gegn listamönnum á íslandi á okkar tima. „Ýmsir útmála listamenn sem flokk samansvarinna voöa- manna, fjandsamlega þjóðfélag- inu og atvinnuvegunum”, sagði Thor, en hann eyddi mestu af tima sinum i að svara Ólafi B. Thors, forseta borgarstjórnar, sem gerði Kjarvalsstaðamálið að umræðuefni. Ólafur B. Thors sagði i einni af- ræðum sinum um það mál, að borgaryfirvöld vildu hlú aö þeim frækornum listarinnar, góðum eða vondum, sem i Reykjavik fyndust. Thor svaraði þvi til, að umrætt tilvik, sem deilumálinu olli, gæti vart kallast frækorn lengur, og benti á að hægt væri að smiða stórt plasthús til varnar gegn veðráttu og ýta þannig undir skreytilist á götum úti eins og svo algengt er erlendis, „og þar mætti lika hafa tómata og vin- ber”, sagði rithöfundurinn. Óbreytt ástand siðan 1920 Menningarmálaráðstefnan hef- ur væntanlega verið nokkuð gagnleg fyrir sveitarstjórnar- menn, þá sem sýndu henni þann sóma að mæta, en óneitanlega hefði verið gaman að sjá þarna fleiri bæjar- og sveitarstjóra úr fjölmennum bæjarfélögum, sem hingað til hafa ekki sinnt út- breiðslu lista að neinu gagni. . Margar listgreinar áttu sina fulltrúa á ráðstefnunni, en i þvi framsöguerindafargani sem þjakaði umræðu á ráðstefnunni, gleymdist að gera ráð fyrir þeim þætti menningarmálanna, sem i framtiðinni verður að likindum fyrirferðarmikill: Formælandi félags kvikmyndaframleiðenda rétt náði að segja nokkur orfö ut- an dagskráar i þann mund sem þinginu var slitið. Þorsteinn Jónsson, kvikmynda- gerðarmaður, sá einstaklingur sem sennilega hefur átt hvað mestan þátt i að neyða sveitar- stjórnarmenn til að huga ögn að menningarmálum, sagði nokkur orð um kvikmyndagerð hér á landi: „Ástandið i þeim efnum hefur litið breyst frá þvi á árinu 1920”, sagði Þorsteinn, „en þó er rétt að tiunda, að kvikmynda- gerðarmenn hafa nokkurn stuðn- ing af sjónvarpinu og Fræðslu- myndasafninu. Sá stuðningur er reyndar aðallega i þvi fólginn, að kvikmyndagerðarmenn hafa rétt til að gefa þessum stofnunum myndir sinar.” Útskýrði Þorsteinn siðan fyrir ráðstefnumönnum lauslega, hvaða kostnaður er samfara þvi að gera eina kvikmynd, hvernig islenskum kvikmyndagerðar- mönnum hefur tekist að kljúfa þann kostnað: „Það tekst furðu oft að betla út fé”. Þorsteinn sat alla ráðstefnuna i gegn og hlýddi á umræður manna, og það er rétt að láta niðurlagsorð stuttrar ræðu hans i lok ráðstefnunnar slá botninn i þetta skrif: „Mér finnst að menn hér á ráðstefnunni séu sifellt að hugga hverjir aðra — telja sjálf- um sér trú um að ástandið sé ekki eins slæmt og það gæti verið”. —GG ÚTBOÐ Tilboð óskast i byggingu 1. áfanga Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna við Garðaveg i Hafnarfirði. Uppdrátta og útboðsgagna má vitja á Teiknistofuna s.f.,Ármúla 6, á venjulegum skrifstofutima gegn kr. 15.000 i skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð 12. mai n.k. á skrifstofu Sjómannadagsráðs i Reykjavik. Stjórn DAS Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, jeppabifreið og 8 sæta fólksbifreið, er verða sýndar að Grensásvegi 9, i dag, kl. 12—3. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna. Frá íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík Aðalfundur verður þriðjudaginn 29. april, að Hátúni 12,2. h.,og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.