Þjóðviljinn - 06.05.1975, Page 7

Þjóðviljinn - 06.05.1975, Page 7
Þriöjudagur 6. mai 1975. ÞJ6ÐVILJINN — SÍÐA '7 Jón M. Pétursson, frá Hafnardal: „Ogenn kvað legra lygavisinda og rakalausrar trúarheimspekilegrar þvælu og ó- geðslegrar sefjunar af lágreistri og ómennskri gerð”, maðurinn, sem ekki skirrist við að fullyrða að Hafsteinn Björnsson, sé geð- bilaður, sem beri að hýða opin- berlega, og koma þeim sem að- hyllast sömu skoðanir og hann Ut á kaldan klaka! Það er engu likara en að rektor- inn hafi aldrei heyrt minnst á það, sem kallað er meiðyrðalöggjöf, og væri þvi ekki úr vegi að hann kynnti sér hana, með tilliti til þess, að hann þyrfti kannske að standa við þessi ummæli sin á viðeigandi stað, ef hann er þá maður til þess, sem ég dreg stór- lega i efa! Að endingu þetta: Ég lýsi á- byrgð á hendur þeim mennta- málaráðherra sem stuðlað hefur að þvi, að þetta steinblinda, of- stækisfulla og ómennska nátt- tröll, skuli hafa verið gert að rektor lýðháskólans i Skálholti, þar, sem honum gefst gott tæki- færi til að meðhöndla og upplýsa litt þroskaðar sálir þeirra ung- menna, sem honum er með þess- um hætti trúað til að uppfræða i andlegum og veraldlegum efnum, að eigin geðþótta. Miklu happi mega islensk kirkjuyfirvöld hrósa yfir þvi, að þessi prestlærði formyrkvaði miðaldahugsandi preláti skuli ekki standa alskrýddur fyrir altari og i prédikunarstóli hvern messudag, þar sem hann hefði þó unnið samfélaginu miklu minni skaða en i þvi embætti, sem hann nú gegnir. Þvi hefði svo verið, þá hefðu hvergi sannast betur ljóð- linur þjóðskáldsins Daviðs Stefánssonar, þar sem hann i kvæðinu „Skriftamálum gamla prestsins” lætur prestinn lita yfir farinn veg og hugleiða gerðir sin- ar, og segir þar meðal annars: „Ég var hræsnin vafin i hempu svarta. Ég var hégóminn klæddur i rikkilin. Með lygi á vörum og iygi I hjarta lokkaði ég söfnuðinn inn til min. Svo ruddi ég úr mér ritningar- greinum. Þeim rigndi yfir söfnuðinn jafnt og þétt. Dýrðina gaf ég þeim guði einum, sem gæfi þeim frið, er breyttu rétt. En hvað værirétt — það reyndi ég ekki að ræða né skýra á nokkurn hátt. Ég skotraði augum um skipaða bekki. Ég skildi litið og vissi fátt, en lést geta frelsað lönd og álfur og lýðnum eiiifa sælu veitt. Ég boðaði trú, en var trúlaus sjálfur, og talaði sveittur — um ekki neitt Dr. Marcel R. de Quervain, for- stjóri snjó- og snjóflóðarann- sóknastofnunar svissneska rikis- ins, I Davos I Svisslandi, heldur fyrirlestur á vegum Almanna- varna rikisins, Verkfræði- og raunvlsindadeildar Háskóla Is- lands og Raunvisindastofnunar Hvað afrekar sá, sem vigslu velur og vinnur i sama anda og ég? Hann saurgar aitarið, stöðunni stelur, er stigamaðdr við helgan veg. Hann læðist og felur og lygina selur og launin sin telur er skyggja fer, sakleysið kvelur og syndina elur. Hann svivirðir ailt, sem heilagt er. Hann á að vekja — en söfnuðinn svæfir með sofandi orðum og böðuls ró. Hann á að styrkja — en kjarkinn kæfir. Af kveifarskap finnst honum aldrei nóg. Hann á að knýja þá seku tii sagnar, láta sannieikans elda hreinsa þá. Hann á að lýsa — en myrkrið magnar. Hann er mestur i þvi: að skyggja á, Hans vald — er að fylla hið vigða sæti, hans von — að biinda þá gömiu fyrst, iðjuleysið — hans eftirlæti, atvinna hans — að svikja Krist.” Ekki víðlesið • — guði sé lof Og i öðru kvæði, sem Davið kallar „Rússneskur prestur”, eru einnig ljóðlinur, sem ættu ekki siður við, ef þessi ofstækisrektor væri þjónandi klerkur: „Hann er eins og lygi frá iiðinni öld, sem lifir i fólksins munni, finnst hann hafa sin fornu völd, sem fortiðin Iaut og unni, vill krefja alla um kirkjugjöid, þó kirkjan sé rifin að grunni. Hann blessar aðeins hið blinda vald, sem börnunum ljósið hylur, vill kyssa harðstjrans klæðafald, ann kirkju, sem ekkert skilur. Hann er hið deyjandi afturhald, sem andvana bænir þylur. Við kirkjurústirnar kveinar hátt hin kaþólska afturganga!” Að lokum vil ég lýsa ábyrgð á hendur þeim mönnum, sem tekið hafa ritsmið þessa til birtingar i timariti, sem — guði sé lof — er ekki mjög viðlesið, þó ég búist ekki við að slikt hafi mikla þýð- ingu þar sem þeir munu allir vera sama sinnis og margum- ræddur rektor. Háskólans um snjóflóð og snjó- flóðavarnir I ölpunum i Norræna húsinu þriðjudaginn 6. mai 1975 kl. 17.00. Eftir fyrirlesturinn verður sýnd kvikmynd um snjó- flóð og snjóflóðavarnir. öllum er heimill aðgangur. Ég held það sé nú þriðja greinin sem ég hef séð nú i Þjóðviljanum 11. april, eftir Játvarð á Miðja- nesi. All-viða hefur nú maðurinn komið við i greinum sinum, en mérvirðistaflitlum kunnugleika, jafnt i nánd sinna heimahaga sem annarsstaðar. Það sem mest bögglast fyrir brjósti Játvarðar er vegur milli Breiðafjarðar og tsafjarðardjúps og þá sérstak- lega Þorskafjarðarvegur. Ég hef þó nokkrum sinnum farið þennan veg, en aðeins að sumarlagi. Þá er farið upp Bröttubrekku, sem er um 500 metra há og vestan við Gedduvatn. Var þar hlemmiveg- ur suður að gamla sæluhúsi en þaðan liggur leiðin niður i Fjall- dal og Þorgeirsdal. Þessir dalir munu oftast snjófullir að vetrar- lagi. Engum vörðum man ég eftir á þessum vegi. Hinn raunverulegi vetrarvegur var sem næst þvi sem hann nú er og er hann þar sem hæst er 460—470 m. Minnir mig að þar um slóðir séu einhver vörðubrot. Farið var svo yfir á Kollabúðafjall og niður tagl að Kollabúðum. Vegna þess hve góð- ur vegur var vestan Gedduvatns var hann alltaf farinn, og niður Þorgeirsdal þegar hægt var vegna snjóa, og svo yfir vöðin ef fært var vegna sjávarfalla og isa. Þetta hef ég eftir Jóhannesi, sem var póstur á þessari leið og suður i Hjarðarholt, þar til lögð var nið- ur sú póstleið rétt um 1920. Þá tók við póstferðum Sigurður Þor- grimsson og þá var póstleiðin norður yfir Steingrimsfjarðar- heiði, ég held að Hólmavik. Stein- grimsfjarðarheiði er hæst um Sótavörðuhæð 456 m. Flókatung- ur hræðilega brattar og erfiðar eftir þvi sem kunnugir hafa sagt mér. Það voru þær sem mest stóðu i vegi þegar talað var um veg yfir Steingrimsfjarðarheiði, sem er miklu styttri en Þorska- fjarðarheiði. Óskadraumur Játvarðar Leitt er að fá ekkert að heyra frá Magnúsi Ingimundarsyni vegavinnuverkstjóra, sem mun allra manna kunnugastur á þess- um slóðum. Ég hélt hann væri ef til vill látinn, en ég sé i nýju sima- skránni að hann er enn talinn bóndi á Kletti. Ef hann er sæmi- lega hress mun hann brosa fint eins og faðir hans gerði stundum. Þá er nú komið að óskadraumi Játvarðar, sem er brú af Reykja- nesi og i Skálanes og leiðin þaðan vestur i Kollafjörð og þaðan yfir Kollafjarðarheiði. Mikið er ég hræddur um að litið verði eftir af holdi og beinum okkar Játvarðar þegarþessi brúardraumur rætist. Mér kemur i hug gömul kona á Isafirði. Hún fylgdi til grafar fiestum sem þar voru jarðsettir á timabili. Eitt sinn vatt hún sér að einum aðstandenda og ætlaði að segja „Ég samhryggist”, en varð mismæli og sagði, „til lukku með likið”. Ekki get ég samhryggst Játvarði þó brúardraumur hans rætist ekki, en vegna þess að mér þykir gaman að mörgum draum- sýnum get ég án mismæla óskað honum innilega til lukku með lik- ið. Snjóþungur held ég að Lauga- bólsdalur reynist og litið um gott vegastæði og ofaniburð. Svo þarf brú á Kambsá. Þá er það Neðri- kambur, hann er æði brattur þó ekki séhann nema 348 metra hár. Svo er það Efrikambur sem er 462 metrar á hæð eða nálægt þvi að vera um 10 metrum lægri en Þorskafjarðarheiðarvegur þar sem hann er hæst yfir sjó. Rétt mun vera að kambahryggurinn milli Húsadals og Geitdals sé snjóléttur þar til fer að halla suð- Jón M. Pétursson uraf og komið er á Hundaháls, sem er mergð jökulruðnings-hóla. Fjalldalur og Fjarðarhornsdalur eru þröngir og munu vera snjó- þungir. Ekki veit ég hvort þarna muni þurfa að brúa nokkra á. Einu sinni elti ég i leitum fjárhóp suður i Fjalldal. Lengra hef ég ekki farið þessa leið. Ofaniburð er hvergi að finna á heiðinni nema ef nothæfur reynist i aurhólum þeim sem ég áður nefndi. Hætti ég svo öllu draumaveea-brasi. „Ó, þið dýrðlegu Vestfirðir" Ekki get ég skilið svo við mina hjartfólgnu heimahaga, blessað Isafjarðardjúp og Vestfirði yfir- leitt án þess að lita viðar yfir. „Ó þið dýrðlegu Vestfirðir”, varð Sig- urði Péturssyni á Gullfossi að orði eitt sinn er hann sigldi með fram Vestfjörðum. Já, vist eru þeir dýrðlegir á börtum og fögrum sumardögum, skjólrikir og tign- arlegir, en samt harðbýlir. Sann- ast þar að, „oft finnst oss vort land eins og helgrimmdarhjarn, en hart er það aðeins sem móðir við barn”. Já þar hafa alist upp margir harðsnúnir og heitfengir menn og svo mun enn verða, þvi þar verður ætið hörð lifsbarátta til lands og sjávar. Tign fjalla, ilmur og þýðleiki skjólrikra dala, skapa fjölbreytta og stórbrotna skapgerð. Vorfegurð yndisleg vestfirskra dala viðkvæma strengi hrærir innst i lund lindir við blágresið heyri ég hjala, hvislandi blæinn fara um ás og grund. Indæit vestfirskt vor vekur táp og þor. Elda sem loga að hinstu æfi- stund. hann” Svo varð mér eitt sinn ljóð á munni. Þegar Eggert Ólafsson fór um Vestfirði voru skógar i hverjum fjarðarbotni við ísafjarðardjúp og stærstu tré sem þá uxu á Is- landi voru i Hestfirði við tsafjarð- ardjúp. Nú eru ekki viða eftir leif- ar af skógi. Björn Jórsalafari arf- leiddi Vatnsfjarðarkirkju að skógarhöggi eftir þörfum i tsa- fjarðarbotni. Nú er þar hvergi hrislu að finna. Svo er það einnig um Kirkjutungu milli Arn- gerðareyrar og Laugabóls. Eftir sögusögn Halldórs sem lengi bjó á Rauðamýri, fóru vatnsfirðingar með hestalest inn i ísafjörð að sækja skóg þegar hann var ungur að alast upp á Laugabóli. Nú er þar eins og sviðið með járni. Vestfirðingar hafa smánarlega litið sinnt skógrækt hér til. Þar eru þó tilvaldir staðir til slikra hluta lausir við sunnlenska skað- ræðis-blota. Nú er svo nefndur Tunguskógur, sem var býsna snotur, orðinn litils virði vegna sumarbústaðakofa og átroðnings. Væri nú tilvalið fyrir Stór-lsa- fjörð að velja sér sumarland i Fremri-Arnardal til skógræktar og sumaryndis. Þetta er skjólrik- ur, gróðursæll og fagur staður. Inndjúpsmenn ættu að velja sér Heydal i Mjóafirði og barð- strendingar Vatnsfjörð til skóg- ræktar og góðrar umhirðu. Þeir hafa þegar byggt þar myndarlegt sumarhús. Ég trúi þeim best til forgöngu i gróðurvernd og ræktun i þeim anda sem virtist rikja á Þingvöllum i sumar á ellefu- hundruð ára minningarhátið um byggð landsins. I staðinn fyrir að flækjast suður á Spánarstrendur eða annað út um fjarlæg lönd, mættu vestfirð- ingar gjarnan njóta meir en þeir gera sinna dásamlegu fjalla og töfrandi útsýnis. Vilmundur og Hagalín gengu yfir Glámu Vilmundur læknir og Guðmundur Ragalin gengu eitt sinn úr Isaf jarðarbotni yfir Glámu og i Geirþjófsfjörð. I ann- að sinn gengu þeir frá Skjaldfönn yfir Ðrangajökul. Þá fór Gunnar Andrew úr Kaldalóni og upp. á Hrollleifsborg. Ég hef eitt sinn farið yfir Drangajökul. Þaðan er fagurt útsýni, 925 m. yfir sjó, en þokugjarnt eftir að kemur fram um miðjan júni. Sama gildir um Ófeigsfjarðarheiði sem er 528 m á Borg, en heiðin sjálf er lægð alla leið suður i Steingrimsfjörð. Af Borg og Rauðanúpshæðum blasa við sjónum manns hin tignarlegu Strandafjöll við vestanverðan Húnaflóa, Búrfell, Glifsa, Lambatindur, Kálfatindur, o.fl. Þessari dásamlegu fjallasýn er ekki hægt að gleyma. Hæsta fjall á Vestfjörðum er Kaldbakur 998 m á hæð, á fjallgarðinum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Þaðan sést yfir alla Glámu, sem er 920 metrar og norður á Strandafjöll við Húnaflóa, sem Jökull Jakobsson hélt vera norður á Skaga þegar hann lýsti ferð sinni upp á Kaldbak. Þaðan hlýt- ur enn fremur að sjást suður á Reiphólsfjöll, sem eru 907 metra há. Mikið skammast ég min fyrir Frh. á bls. 15 Frh. á bls. 15 F yrirlestur um snjóflóð Dregiö /1. flokki kl. 5.30 ídag. Örfáir lausir miðar enn fáanlegir i aðalumboðinu Vesturveri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.