Þjóðviljinn - 06.05.1975, Page 9
Þriðjudagur 6. mal 1975. ÞJÓÐVIL — SÍÐA 9
Sá ytri glans, sem búinn er
bandarisku þjóðfélagi er gerður
af blóði, svita og tárum miljón-
anna, sem byggja fátæktarlönd
þriðja heimsins.
Þess vegna hefur það á siðari
árum og áratugum verið megin-
verkefni bandariskrar utanrikis-
stefnu, að halda niðri öllum hrær-
ingum i þriðja heiminum, sem
liklegar væru til að brjóta skarð i
múrinn, og ryðja þjóðunum einni
eða fleirum i senn leið undan oki
heimsvaldastefnunnar.
Þess vegna hefur það verið
bandarisku leyniþjónustunni CIA
sérstakt keppikefli að slökkva
hvern neista áður en hann yrði að
báli, þess vegna hafa bandariskir
hermenn verið kvaddir til, þegar
önnur ráð hafa ekki dugað.
Þess vegna mátti ekki loga á
kyndli Vietnam. Það var óttinn
við bjarmann, sem bæri yfir
löndin, er réði gerðum stjórnar-
herranna i Washington, er þeir
hugðust sprengja þetta land aftur
á steinöld.
Tákn nýrrar vonar
Og nú logar glatt i Vietnam, —
en það er ekki lengur eyðingar-
eldur, sem þar brennur, heldur
kyndill þjóðfrelsis og alþýðusig-
urs.
Og bjarmann ber yfir löndin,
með nýrri von — inn i fátæktar-
hreysin i Chile, þar sem ungir
menn og konur búast á ný til
sóknar undir merkjum Allende
hins myrta leiðtoga og skálds sins
Pablo Neruda, inn i frumskógar-
hreysin i Boliviu þar sem Che
Guevara féll, inn i myrkviði
hinnar svörtu Afriku þar sem
nafn Lumumba var eitt sinn tákn
nýrrar vonar.
Þeir, sem byggt hafa trú sina á
almætti auðs og vopna, og reisa
sitt ógnarvald i þvi skjóli, finna
nú jörðina brenna undir fótum
sér.
Ótti heimsvaldasinna við for-
dæmi Vietnam, hvorki var né er
ástæðulaus, — þvi þeir munu lýð-
ir löndum ráða, er útskaga áður
byggðu.
Okkar hlutur
Sú var tið að við islendingar
vissum gjörla hvar samúð okkar
lá i átökum rikra þjóða og
snauðra, vissum að barinn þræll
er meiri maður en feitur þjónn
enda sjálfir nýlenduþjóð um ald-
ir.
Margur er umskiptingur I okk-
ar landi i dag og orðinn af aurum
api.
Við minnumst vitnisburða i
islensku dagblaði fyrir um einu
ári siðan, þar sem islenskt fólk
lýsti þvi yfir að ef til þess kæmi að
bandariski herinn yfirgæfi land
okkar myndi það kjósa að fylgja
honum vestur. Og kom engum á
óvart, svo sem til hefur verið sáð,
af þeim sem ráða yfir voldugustu
áróðurstækjum i landinu.
En sagt er að siðasta verk
bandariskra hermanna i Vietnam
hafi verið að varpa táragasi á
þarlenda vini sina VL-mennina i
Saigon og berja á fingur þeirra
með byssustingjum, svo þeir ekki
næðu að fylgja húsbændum sinum
yfir hafið.
Máske gætu þeir atburðir orðið
til að kveikja nokkra umhugsun
hjá einhverjum hérlenda lags-
bræðra þeirra, sem fyrir táragas-
inu og byssustingjunum urðu i
Saigon.
Islensk verkalýðshreyfing á
mörg verk fyrir höndum. Eitt er
það að hreinsa land okkar af
soramarki bandariskrar heims-
valdastefnu, herstöðinni á Mið-
nesheiði og hasla okkur völl utan
hernaðarbandalaga risaveld-
anna.
Sjálfra okkar vegna og vegna
allra þeirra, sem berjast fyrir
þjóðfrelsi og alþýðuvöldum vitt
um heim er það skylda okkar að
ljúka þvi verki sem fyrst. Þannig
réttum við heila bróðurhönd til
Vietnam.
agsins
wv'.'á&tí
Sagt frá ráöstefnu um framtíöarverkefni fjölmiölunarrannsókna
Rannsóknir á íslenskri
fjölmiölun eru á frum-
stigi. Þessi staðreynd
kom mjög vel í Ijós á ráð-
stefnu sem Félagsvís-
indafélag íslands og
Námsbraut í þjóðfélags-
fræðum boðaði til á
sunnudaginn í Árnagarði.
Ráðstefnan var fjölsótt
og nærvera margra
blaða- og fréttamanna
sýndi að starfandi fólk í
stéttinni lætur sig nokkru
skipta, hvað Háskólinn
hyggst fyrir í fjölmiðla-
rannsóknum og hvar þær
eru á vegi staddar í dag.
Á ráðstefnunni voru kynntar
niðurstöður úr fjórum könnun-
um nemenda, sem þau lögðu til
grundvallar i BA-prófs ritgerð.
Fyrsta ritgerðin fjallaði um
sjónvarpsnotkun barna, önnur
um lestur dagblaða i Reykjavik,
hin þriðja um heimsmynd
fréttaskeyta og islenska hlið-
verði og hin siðasta var flokkun
á útsendu efni i kvöldfréttatíma
útvarps tvær vikur i fyrravor.
Til stóð að kynna niðurstöður úr
fimmtu könnuninni á auglýsing-
um i sjónvarpi, en af þvi gat
ekki orðið.
Það var samdóma álit þeirra
blaðamanna, sem tjáðu sig um
þessar kannanir, að þær væru
afar samviskusamlega unnar,
mikil vinna lægi að baki þeirra,
og þær sýndu talsverðan félags-
fræðilegan þroska. Hinsvegar
voru menn jafn sammála um að
þær væru litt marktækar. Nem-
endum eru ætlaðar sex vikur i
ritgerðasmið fyrir BA-próf, þótt
venjulega fari i það miklu lengri
timi. Þegar rannsóknarverkefni
er valið reyna nemendur i sam-
ráði við kennara að takmarka
það eftir föngum svo það verði
viðráðanlegt. I þriðja lagi er
mest áhersla lögð á að stúdent-
ar temji sér félagsfræðileg
vinnubrögð við úrlausn verkefn-
anna, setji ritgerðina visinda-
lega upp, velji sér kenningar-
kerfi og tilgátur til að vinna eft-
ir, setji upp töflur með niður-
stöðum o.s.frv. öll þessi viða-
mikla og visindalega umgerð
þarf svo ekki endilega að vera i
samræmi við inntak könnunar-
innar né niðurstöður.
Það þarf til dæmis ekki að bú-
ast við algildum niðurstöðum úr
könnun sem byggist á þvi að
skoða úrvinnslu Morgunblaðs-
ins, Visis, Þjóðviljans og út-
varpsins úr tveggja daga
skammti af fréttaskeytum frá
NTB og AB.
Hún getur hinsvegar verið
MJOR ER
MIKILS
VÍSIR
nógu timafrek i vinnslu og fé-
lagsfræðilega rétt unnin. Könn-
unin á lestri fólks á dagblöðum i
Reykjavik getur gefið ýmsar
góðar visbendingar. Þar kemur
fram að menn lesa að meðaltali
1.7 blað á dag, 1.34 blöð eru
keypt á heimili á dag, að meðal-
tali eyða menn 46,9 min á dag i
blaðalestur o.s.frv. Þá kemur
fram að um 76% Reykvikinga
lesa Morgunblaðið daglega 35%
Visi, 27% Timann og 20% Þjóð-
viljann.
Hið sama má segja um frétta-
timakönnunina i hljóðvarpi. Að
visu þyrfti liklega að gera slika
könnun ársfjórðungslega i eitt
ár til þess að hún gæfi rétta
mynd, en samt leiðir hún ýmis-
legt athyglisvert i ljós. A þess-
um hálfa mánuði rétt fyrir sið-
ustu alþingiskosningar kemur
meðal annars fram að regin-
munur er á eðli innlendra og er-
lendra frétta i kvöldfréttatim-
um útvarps. Ef fréttum er skipt
i átakafréttir (stjórnmál, efna-
hagsmál, styrjaldir og ofbeldis-
verk) og samstöðufréttir
(menningarmál, iþróttir, fé-
lagsmál, slys og annað) kemur i
ljós að 96,1 prósent erlendu
fréttanna eru átakafréttir, en
einungis 24,7 prósent frétta af
innlendum vettvangi. Einn ráð-
stefnugesta komst þannig að
orði, að þetta bæri ljósan vott
um þá firru sem Islendingar
væru haldnir að allt væri harla
gott og átakalitið hér innan-
lands. Þetta á lika sina skýringu
i þvi að efni fréttaskeyta er-
lendis frá er að miklu leyti spá-
dómar, vangaveltur og getgátur
um stjórnmál, efnahagsmál og
styrjaldir, en samkvæmt frétta-
reglum og þeirri hefð, sem
skapast hefur á rikisfjölmiðlun-
um, er nánast bannað að
„spekulera” um islenska póli-
tik. Þetta kom skemmtilega
fram i könnuninni, sem hér um
ræðir, þvi á þessum hálfa mán-
uði fyrir kosningar var ekki
minnst á þær i fréttum svo heit-
ið gæti.
Það fer ekki hjá þvi, þegar
blaðamönnum er boðið að hug-
leiða franitiðarverkefni fjöl-
miðlunarrannsókna á Islandi,
að þeir velti fyrir sér hvaða
hagnýt not stéttin og fjölmiðl-
arnir gætu haft af þeim. Það
sem fyrst kemur I hugann er
hinn algjöri skortur á undir-
stöðurannsóknum sem svo
sannarlega er fyrir hendi. Sagn-
fræðin hefur ekki enn séð okkur
fyrir blaða- og fjölmiðlasögu.
Það er litið vitað um myndun og
mótun þeirra fjölmiðla, sem við
þekkjum i dag og vafalaust
mætti draga margt fram i dags-
ljósið um efnahagsgrundvöll
þeirra og áhrif pólitiskra afla i
starfsemi þeirra. Þessi vöntun
hlýtur að skapa erfiðleika ef svo
skyldi fara að hafin yrði kennsla
i fjölmiðlun við Háskólann inn-
an tiðar.
Það væri afar þakklátt verk-
efni fyrir námsbraut i félags-
fræðum ef hún gæti á næstu ár-
um kortlagt ýmis grundvallar-
atriði i sambandi við hið innra
starf á islenskum fjölmiðlum.
Sem dæmi um spurningar, sem
gaman væri að fá óhlutdræg
svör við mætti nefna: Hverjir
taka ákvarðanir á islenskum
fjölmiðlum? Hverjar eru helstu
heimildir fjölmiðlanna? Hvaða
innlendar fréttir eiga greiðasta
leið um fjölmiðlanna til neyt-
enda? Hvernig koma flokkspóli-
tisk áhrif fram i islenskum fjöl-
miðlum? o.s.frv.
Einnig væri hægt að hugsa sér
að blaða- og fréttamenn gætu
haft gagn af þvi, að nemendur i
þjóðfélagsfræðum tækju að sér
Skortir grundvallar-
rannsóknir á
íslenskum
fjölmiðlum
Niðurstaða
könnunar:
Útvarpsfréttir
sýna engin
innanlandsátök
að bera saman meðferð fjöl-
miðla á einhverjum tilteknum
atburðum, innlendum eða er-
lendum. A slikum samanburði,
sem gerður væri á óhlutdrægan
hátt og samkvæmt aðferöum,
sem reyndar hafa verið t.d. á
Norðurlöndum, mætti efalaust
leiða margt fróðlegt i ljós, sem
blaðamenn gera sér oft ekki
grein fyrir i dagsins önn.
Vafalaust eru rannsóknar-
verkefni á sviði fjölmiðlunar ó-
þrjótandi og islenska viðkvæðið
um skort á tima, mannskap og
fjármagni gildir um viðgang
þessarar greinar sem annarra.
Þeir sem hug hafa á þessum
rannsóknum i Háskólanum geta
þó látið margt gott af sér leiða,
þótt rannsóknirnar verði ef til
vill ekki stórbrotnar næstu árin.
A ráðstefnunni i Arnagarði
kom fram að blaðamenn voru
ekki sáttir við sum þau hugtök,
sem notuð voru i könnunum, og
ábyggilega eru álitamálin mörg
i sambandi við skilgreiningu og
flokkun á efni og hugtökum fjöl-
miðlunarfræða.
Blaðamenn kvörtuðu sjálfir
undan menntunarskorti stéttar-
innar og vist er að ef samvinna
á að takast milli Háskólans og
blaðamannastéttarinnar um
fjölmiðlunarrannsóknir er
nauðsynlegt að talað sé sama
málið. Eins og best mátti greina
á máli Stefáns A. Halldórssonar
BA, sem hefur blaðamanna-
reynslu, er nauðsynlegt að þeir
sem við rannsóknir fást þekki
sérkenni islenskra fjölmiðla. A
sama hátt liggur sú skylda,
liggur mér við að segja, á herð-
um háskólamanna, að kynna
fyrir blaðamannastéttinni og
öllum almenningi það nýjasta
sem skrifaö er og rannsakað er-
lendis’á sviði fjölmiðlunar-
fræöa. Háskólinn ætti að leggja
sitt að mörkum til þess að
„skynvæða” fjölmiðlunarum-
ræðu á íslandi. Það var t.d.
mjög athyglisvert að heyra það
á ráðstefnunni að sú kenning,
sem átt hefur miklu fylgi að
fagna meðal fræðimanna um
nokkurt skeið, að áhrif fjölmiðla
séu ekki eins og „innspýting i
æð” heldur miklu flóknari og ó-
beinni og stuðli fyrst og fremst
að þvi að viðhalda þeim skoðun-
um sem fyrir eru hjá móttak
anda, eigi fyrst og fremst við
skammtimaáhrif. Þýskir fræði-
menn hafa nýlega birt niður-
stöður könnunar á hópi manna,
sem fengu heimsent „nýtt blað”
um eins árs skeið, og benda þær
til að skoðanir hópsins hafi al-
mennt hneigst að viðhorfum
nýja blaðsins. Langtimaáhrif
fjölmiðlunar hafa til þessa, af
eðlilegum ástæðum, litið verið
könnuð, en niðurstöður sem
þessar hljóta að leiða til endur-
mats kenninga.
Fjölmiðlar á tslandi gætu á
sinn hátt stutt við bakið á fjöl
miðlunarrannsóknum i Háskól
anum, t.d. með þvi að leita sam
komulags við háskólamenn um
hagnýt rannsóknarverkefni og
styrkja þau fjárhagslega. Jafn-
framt hlýtur það að verða fjöl
miðlunarrannsóknum til styrkt
ar ef að forráðamenn blaðanna
hefðu manndóm i sér til að birta
á ári hverju tölulegar upplýs
ingar um fjárreiður, upplag og
dreifingu, sem hægt væri að
reiða sig á og staðfestar væru af
opinberum aðilum, t.d. eins og
hagstofunni.
EinarKarl.