Þjóðviljinn - 06.05.1975, Síða 10

Þjóðviljinn - 06.05.1975, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 6. mai 1975. og Lovísa Sigurðardóttir varð íslandsmeistari Haraldur aftur þrefaldur Islandsmeistari — Ég sagði þér alveg satt um daginn, ég átti alls ekki von á að verja alla titlana þrjá, sagði Haraldur Kornellíuisson er hann gekk af velli eftir að hafa unnið þriðja Islandsmeistaratitiiinn i badminton í tvenndarleik á sunnudaginn var. Haraldur hafði sagt fyrr i vikunni að hann teldi sig enga von eiga um að verja alla titlana þrjá, en það fór nú samt svo; hann sigraði í einliðaleik, í tvíliðaleik ásamt Steinari Petersenog i tvenndarleik ásamt Hönnu Láru Pálsdóttur. Þau háðu skemmtilega keppni Haraldur og Lovisa Sigurðardóttir um það hvort þeirra hreppti 3 islands- meistaratitla en það gat ekki orðið nema annað hvort þeirra, þar sem þau voru andstæðingar í tvenndarieiknum. Og það var Haraldur sem hafði það. Lovísa varð að láta sér linda tvö gull og eitt silfur. En hún sýndi það i þessu móti að hún er í sér- f lokki hjá kvenfólkinu í badminton, alveg eins og Haraldur í karlaf lokki. Þetta íslandsmeistaramót fór i alla staöi vel fram en þaö sem aö er f badmintoninu hjá okkur er hve breiddin er lltil. Þar sem Haraldur keppir er hann öruggur um sigurog þar sem Lovisa kepp- ir í kvennaflokki er hún örugg um sigur. Yfirburöir þeirra i einliöa- leik voru algerir og eins þegar þau kepptu meö félögum sinum i tviliðaleik. Þaö er næsta furðu- legt hve breiddin er litil i bad- mintoninu miðað við hve margir iðka það og hve margir taka þátt i mótum. I þrepinu fyrir neðan Harald og Lovisu er svo stór hópur sem er svo jafn að getu að engin leið er að spá neinu um úrslit en einmitt þannig þyrfti það að vera á toppn- um. Að visu vantaði þann eina sem getur veitt Haraldi keppni, Sigurð Haraldsson, hann gat ekki tekið þátt i mótinu vegna próf- anna, en samt er ótrúlegt aö Sigurði hefði tekist að stöðva Harald, honum hefur ekki tekist það undanfarin ár. En snúum okkur þá að keppn- inni sjálfri. í einliðaleik karla lék Friðleifur Stefánsson gegn Haraldi. Frið- leifuráttialdrei neina möguleika, Haraldur sigraði 15:5og 15:8. Og i einliðaleik kvenna lék Svanbjörg Pálsdóttir gegn Lovisu og átti heldur enga möguleika, Lovisa sigraði 11:6 og 11:1. 1 tviliðaleik sigruðu þeir Haraldur og Steinar þá Otto Guðjónsson og Sigurð Ægi 15:5 og 15:6, sem sagt algerir yfirburðir. Það sama varð uppá teningnum hjá þeim Lovisu og Hönnu Láru þegar þær mættu Erlu Friðriks- dóttur og Ernu Franklin, þær fyrrnefndu sigruðu 15:2 og 15:3. Eini leikurinn sem einhver keppni var i, var i tvenndarleikn- um. Þar léku þau Haraldur og Hanna Lára gegn Lovisu og Steinari Petersen. Fyrstu lotuna unnu Haraldur og Hanna 15:8, en aðra lotuna unnu Steinar og Lo- visa 15:8, þannig að til oddalotu varð að koma og hana unnu þau Haraldur og Hanna 15:10. 1 A-flokki varð Jóhann G. Möll- er tvöfaldur Islandsmeistari. Haraldur Kornellusson hlaðinn verölaunagripum. Hann sigraði Hannes Rikharös- son i einliðaleik 15:8 og 15:11 og þeir Jóhann og Axel Ammendrup sigruðu Finnbjörn Finnbjörnsson og Sigurð Jensson i tviliðaleik 15:4 og 15:12. I tvenndarleik sigruðu þau Hannes Rikharðsson og Kristin B. Kristjánsdóttir. 1 einliöaleik kvenna sigraði Kristin B. Kristjánsdóttir og i tvi- liðaleik kvenna sigruðu þær Maria Jóhannesdóttir og Oddfrið- ur Jónsdóttir, en þær eru báðar frá Siglufirði. Mótinu var slitið seinnipart dags á Sunnudag og gerði það Karl .Maack form- Badminton- sambands Islands; afhenti hann verðlaun og sleit siðan mótinu. Lovlsa Sigurðardóttir sigurvegari I einliða- og tviliöaleik kvenna. Badminton: Kínverjarsigruöu vestur-þjóöverja Um siöustu helgi fór fram landskeppni I badminton milli kfnverja og v-þjóöverja I V- Berlin. Svo fóru leikar aö kln- verjarnir sigruðu 6:2 og vakti það sérstaka athygli aö kin- verjarnir unnu alla einliöa- leikina. Jóhann G. Möller sigurvegari I einliöa- og tviliöaleik i A-flokki.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.