Þjóðviljinn - 06.05.1975, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 6. mai 1975.
Frá Tækniskóla
íslands
ÁÆTLUÐ STARFSEMI 75/76
Almenn menntun:
Undirbúningsdeild i Reykjavik, á Akureyri og IsafirBi.
Raungreinadeild i Reykjavfk, á Akureyri og Isafiröi.
Raungreinadeild fyrir tækna I Reykjavik.
Tæknadeildir í Reykiavik
Þetta nám tekur 3 kennsluannir eftir undirbúningsdeild —
sérákvæöi gilda þó I meinatæknadeild.
Rafmagn: Framhaldsmenntun fyrir iðnaöarmenn I raf-
virkjun og rafeindavirkjun.
Vélar: Framhaldsmenntun fyrir málmiðnaðarmenn.
Byggingar: Framhaldsmenntun fyrir byggingariðnaöar-
menn.
■ Útgerð: Framhaldsmenntun fyrir stýrimenn og aðra með
drjúga starfsreynslu.
Tæknifræðideildir i Reykjavik
Þetta nám tekur 3 ár (og riflega þó I byggingadeild) eftir
raungreinadeild.
1. hluti I byggingum, vélum, rafmagni, rekstri og skipum
(Námi 12. og 3. hluta I öðru en byggingum verður að ljúka
erlendis.)
2. og 3. hluti I byggingum og auk þess lokaverkefni I 2 1/2
mán.
Inntökuskilyrði
Bókleg
Krafist er þessarar eða hliðstæörar undirbúningsmennt-
ur.ar:
t undirbúningsdeild: Burtfararpróf úr iðnskóla, gagn-
fræðapróf eða landspróf miðskóla. Auk þess búfræðingar,
hverju sinni eftir tilmælum Bændaskólans á Hvanneyri.
I raungreinadeild: Undirbúningsdeild tækniskóla, 4. stig.
vélstjóranáms, stúdentspróf (önnur en eðlissviðs).
t tæknadeildir (aðrar en meinatæknadeild): Undirbún-
ingsdeild tækniskóla.
t 1. hluta tæknifræði: Raungreinadeildarpróf tækniskóla,
stúdentspróf eðlissviðs.
Verkleg
1. Vegna náms I rafmagni, vélum og byggingum:
Sveinspróf eða verkleg þjálfun, sem felur I sér jafngilda
þekkingu á vinnubrögöum og veitt er I skyldu iðnnámi,
þótt umsækjandi þurfi ekki að hafa náð þeirri starfsleikni
og bóklegri fagþekkingu, sem krafist er til sveinsprófs. I
vafatilfellum er haldið inntökupróf.
2. Vegna náms I útgerð:
Starfsreynsla á fiskiskipum og við fiskvinnslu a.m.k. 12
mán. við upphaf náms og a.m.k. 18 mán. viö lok náms.
3. Vegna náms I skipatæknifræði:
Eftir raungreinadeildarpróf geta nemendur farið I 4ra ára
nám I skipatæknifræöi I Helsingör I Danmörku. Hér er
ekki gerð forkrafa um verkkunnáttu. Sérstakra takmark-
ana getur oröið þörf á fjölda nemenda á þannig náms-
braut.
Umsóknarblöð fást á skrifstofu skólans aö Skipholti 37,
mánudaga til föstudaga kl. 8,00-16,00.
Umsóknir þurfa að hafa borist skólanum fyrir 10. júnl og
skrifleg svör verða send fyrir 14. júní.
Skrifstofan veröur lokuð 14. júnl til 20. júll.
Starfræksla allra deilda er bundin fyrirvara um þátttöku
og húsrými.
Skólaárið 75/76 hefst 1. sept. Kennsla I undirbúningsdeild
og byggingadeild IV (lokaverkefni) hefst þó ekki fyrr en 1.
okt. þegar öll starfsemi skólans I Reykjavlk verður flutt
aö Höfðabakka 9.
Nemendum, sem hyggjast stunda nám I undirbúnings-
deild og raungreinadeild á Akureyri eða Isafiröi, ber aö
snúa sér til skólastjóra iðnskóla á þessum stöðum.
Ath: Um starfsemi meinatæknadeildar verður auglýst
sérstaklega um næstu mánaðamót.
Rektor.
Uppistööuvatn I Sir-Parja
1 Kazakhstan og Mið-Asiu er
ekki nægilegt vatn. Gerð hefur
verið áætlun um að veita vatni úr
fljótum Siberiu til suðurs. Sam-
kvæmt beiðni APN segir Igor
Gerardi, yfirverkfræðingur áætl-
unarinnar frá framkvæmdunum.
Tvær helstu árnar I Mið-Asiu og
Kazakhstan, sem eru lifsæðar
stórra landflæma, munu I náinni
framtið ekki lengur geta fullnægt
vatnsþörf vaxandi landbúnaðar
og iðnaðar þessa landshluta.
Áætlað er að stækka áveitulönd
lýðveldanna I Mið-Asiu um 4
milljón hektara aðeins fyrir
baðmullarræktina og mun þá
baðmullarræktin og fleiri greinar
krefjast 200 milljarða rúmmetra
vatns umfram þær vatnsbirgðir,
sem til eru i Mið-Asiu.
Ræktarlönd og haglendi i
Kazakhstan þarfnast mikils
vatns, en þaðan kemur allt að
fjórði hluti kornuppskerunnar i
Sovetrikjunum og er beitt þar yfir
50 miljón fjár. Ef 4 miljón
hektarar væru vökvaðir i viðbót,
mætti næstum tvöfalda sauðf jár-
eign i Kazakhstan.
Það er ekki hægt að leysa
vatnsvandamálið án þess að nota
vatnsbirgðir fljótanna i Siberiu,
Irtish, Ob og Jenesej.
Hugmyndin um að veita vatni
frá Siberiu er næstum 100 ára
gömul. Landbúnaðarsérfræð-
ingurinn og loftlagssérfræð-
ingurinn Demsjenko gerði fyrstu
áætlunina af þeirri gerð i lok
siðustu aldar. Dirfska hans er
undraverð i dag. Hann gerði ráð
fyrir þvi að veita Ob og Jenesei til
suðurs i Aralo-Kaspisksvæðið.
Með þvi hefði mátt hækka yfir-
borð Kaspiahafs um 70 metra.
Ar
sem
renna
upp
í móti
Þá voru þetta djarfar hug-
myndir, en þó aðeins hugarórar.
Það er ekki fyrr en núna, að
visindalegir og efnahagslegir
möguleikar gera kleyft að veita
ám Siberiu til Mið-Asiu og Kazak-
hstan.
Vænlegust þykir sú áætlun, þar
sem gert er ráð fyrir,
að skurðurinn hefjist við mót
Irtysh og Tobol. Þaðan liggur
hann beint til suðurs, liggur yfir
Syrdarju i nágrenni borgarinnar
Dzjusala og endar við Amúr-
darju, þar sem hún rennur
gegnum Sultan-Ozdag-fjall-
garðinn.
Við mót Irtysh og Tobol munu
dælur dæla vatninu i 10-16 metra
hæð. Þaðan rennur það til borg-
arinnar Zavovoúkocsk i Vestur-
Siberiu. Þar verða tvær dælu-
stöðvar, sem dæla vatninu upp á
Túrgaisk-hásléttuna.
Fyrsta stig áætlunarinnar gerir
ráð fyrir að nýta 25 miljarða rúm-
metra af vatni úr ám Siberiu á
ári. Annar áfangi gerir ráð fyrir,
að þeir verði 50 miljarðar og sá
þriðji 75 miljárðar. Vatni úr
Jenesej verður veitt til Ob, henni
til hjálpar.
Getur þetta ekki haft skaðleg
áhrif á landslag i Siberiu? Við
höfum hugsað okkur að gera
þetta allt saman smátt og smátt. I
fyrsta áfanga tökum við aðeins
2.5% af heildarvatnsmagni fljót-
anna i Siberiu. Útreikningar
hafa leitt i ljós, að það mun ekki
hafa neikvæð áhrif á lofstlag og
umhverfisaðstæður i Vestur-
Siberiu. 1 næsta áfanga verða
tekin 5% og látum við það nægja,
meðan grundvallarrannsóknum
Sovézku Visindaakademiunnar er
ekki lokið að fullu.
1 minum augum verður skurð-
urinn tilbúin á, sem er 3 þúsund
kilómetrar á lengd, 350-400 metra
breiður og 12-15 metra djúpur.
Slikt mannvirki á ekki sinn lika i
heimi vatnstækninnar. Þetta
verður i raun og veru önnur
Amúrdarja fyrir Mið-Asiu.
Framkvæmdirnar eru svo
umfangsmiklar, að ein kynslóð
getur varla lokið þeim. Við
hefjum starfið, en afkomendur
okkar munu ljúka þvi.
Heyrn mjólkurfrœðinga
1 Þjóðviljanum 16. þ.m. birtist
frétt um kjaradeilu starfsfólks i
mjólkurbúum og vinnuveitenda,
og er meginuppistaða fréttarinn-
ar viðtal við Þórarin Sigmunds-
son, mjólkurfræðing. Þar sem i
frétt þessari koma fram villandi
og beinlinis rangar upplýsingar
varðandi heyrnarvernd og
heyrnarmælingar á vegum heyrn
ardeildar Heilsuverndarstöðvar
Reykjavikur-vill undirritaður
taka fram eftirfarandi:
Sagt er, að ’niðurstöður af
heyrnarmælingum hafi verið
bornar saman við niðurstöður af
heildarrannsókn, sem gerð var á
bankamönnum og járniðnaðar-
mönnum. Hafi starfsmenn Mjólk-
urbús P’lóamanna komið ,,mun
verr út en járnsmiðir”.
t skýrslu undirritaðs um niður-
stöður heyrnarmælinga á starfs-
fólki Mjólkurbús Flóamanna er
þess getið, að heyrn starfsfólksins
séyfirleitt ,,verulega ábótavant,,.
Siðan er skýrt frá þvi að helming-
ur þeirra 22ja mjólkurfræðinga,
sem mældir voru hafi haft lakari
heyrn á tiðnisviðinu 4.000 Hz en
járniðnaðarmenn að meðaitali.
Hafi þetta einkum verið sláandi i
aldursflokknum 21—30 ára. t
skýrslunni er skýrt tekið fram,
að úrtakið sé hins vegar svo litið.
aö varasamt sé að draga af þvi
nokkra ályktun.T.d. mætti nefna,
að einmitt i flokknum 21—30 ára
voru 5 mjólkurfræðingar, sem
allirhöfðu notað eða notuðu skot-
vopn ,,stundum” eða ,,oft”.
Heymartap á tiðnissviðinu i kring,
um 4.000 Hz er mjög einkennandi
fyrir þá sem nota skotvopn, hvort
heldur sem þeir vinna i mjólkur-
búum eða annars staðar.
í skýrslum undirritaðs um of-
angreindar niðurstöður á heyrn-
armælingum eru likur að þvi
leiddar að meginorsök þeirrar
heyrnarskerðingar, sem fram
kemur sé vafalitið of mikill há-
vaði, enda sýna hávaðamælingar
i mjólkurbúum viða heyrnarskerð
andi hávaða. Hins vegar liggja
ekki fyrir niðurstöður af sam-
bærilegum eldri heyrnarmæling-
um, þannig að ekki er hægt að
rekja feril heyrnartapsins.
Að lokum getur Þórarinn um
kröfur þær, sem starfsmenn i
mjólkurbúum gera varðandi há-
vaðavarnir á vinnustað. Lýkur
svo fréttinni með þessari furðu-
iegu staðhæfingu: ,,Þessar
heyrnarhllfar, sem viða eru not-
aðar, eru engin lausn hér. Maður
þolir þær illa og svo koma þær
ekki að neinu endanlegu gagni”.
Hér kemur fram i hnotskurn sá
hugsunarháttur, sem staðið hefur
heyrnarvernd á vinnustöðum,
hvað mest fyrir þriíum. 1 bæk-
lingi atvinnusjúkdómadeildar
Heilsuverndarstöðvar Reykja-
vikur ,,Hávaði á vinnustað” eru
gefnar upp þrjár megin-leiðir til
að forðast skaðlegan hávaða:
a) Með þvi að fjarlægja hávaða-
valdinn, eða gera ráðstafanir
til að draga úr hávaða.
b) Með þvi að breyta um vinnu-
aðferðir, þannig að unnið sé
sem skemmst i einu, þar sem
mikill hávaði rikir.
c) Með þvi að nota eynratappa
eða heyrnarhlifar.
Könnun á hlifanotkun meðal
starfsfólks i þremur mjólkurbú-
um hér á landi leiddi i ljós, að
sárafáir nota heyrnarhlifar eða
aðra heyrnarvörn. Þvi má með
sanni segja; að sú heyrnarskerð-
ing, sem fram kemur hjá starfs-
fólkinu sé að vissu leyti sjálfskap-
arviti.
Að sjálfsögðu ber að krefjast
þess að vinnuveitendur geri allar
þær ráðstafanir, sem tiltækar eru
til að draga úr hávaða á vinnu-
stað. Starfsfólkið verður lika að
Framhald á 15. siðu.