Þjóðviljinn - 06.05.1975, Page 13
Þriðjudagur 6. mai 1975. ÞJóDVILJINN — SIÐA 13
Aöilaskýrsla Úlfars Þórmóðssonar vegna vl-réttarhalda
Þann 26. april siðastliðinn hóf-
ust aðalyfirheyrslur I svonefnd-
um vl-málum, sem risin eru
vegna þess að forvígismenn und-
irskrifasöfnunarinnar, sem ein-
kenndi sjálfa sig oröunum Variö
land, telja sig hafa meidda æru
eftir skrif Þjóðviljans um atferli
forvigismannanna og um undir-
skriftasöfnunina.
Eins og Þjóðviljinn hefur áður
skýrt frá lagði stefndi I fyrsta
málinu af 11, (Jlfar Þormóðsson,
biaðamaður, fram aðilaskýrslu
fyrir réttinum, og fer hiin I heild
hér á eftit.
Millifyrirsagnir eru blaðsins.
Stefndi vill taka eftirfarandi
fram til glöggvunar fyrir réttinn:
Þrátt fyrir langa og orðrika
skýringu stefnenda i máli þessu
um upphaf og eöli undirskrifta-
söfnunar um framhald hersetu
bandaríkjamanna á Islandi undir
kjörorðinu VARIÐ LAND láist
þeim ærukæru herrum að geta
þess, sem átti nokkurn þátt i
skrifum undirritaðs um atferli
þetta og aðstandendur þess. Er
hér um að ræða freklegar móðg-
anir þeirra annars vegar og hins
vegar beina tilraun þeirra til þess
að koma i veg fyrir opna umræðu
um atferli þeirra.
Sií freklega móðgun, sem um
ræöir, fólst i þvi, að þegar for-
ráöamennin fyrir undirskrifta-
söfnuninni hleyptu henni af stað
með blaöamannafundi, var full-
triium allra fréttagjafa i Reykja-
vik, blöðum, útvarpi og sjón-
varpi, boðið að hlýða á tilganginn
nema dagblaðinu Þjóðviljanum.
Þjóöviljann átti þvi að útiloka frá
upplýsingum um atferli stefn-
enda frá upphafi.
Tilráun forystusafnenda til að
koma i veg fyrir opna umræðu um
atferli þeirra fólst svo i þvl, að
jafnan þegar stefndi gerði til-
raunir til þess að fá fram álit
þeirra á einu eöa öðru varðandi
undirskriftasöfnunina, fékk hann
þau svör frá þessum ærukæru
mönnum, að þeir vildu ekki ræöa
við blaðamann Þjóöviljans.
Slikur dónaskapur sýndur hlýt-
ur að vera geymdur en ekki
gleymdur.
Hins vegar hafði stefndur við að
styðjast i skrifum um atferli
þeirra, sem gengu fyrir dyr fólks-
ins i landinu og báðu um undir-
skrift um ósk til erlends herveldis
þess efnis, að þaö hefði hermenn
sina i landi þessu um ókomin ár,
nokkuð það, sem meira er um
vert en það, sem vænta hefði mátt
aö kæmi frá forystuundirskrif-
endum; skoðanir þeirra Islenskra
manna og kvenna, sem ekki vildu
undirrita bænarskjalið um fram-
haldandi hersetu i landinu.
Með hliðsjón af skoðunum
þessa hóps fslendinga, sem féllu
að verulegu leyti saman við
persónulegar skoðanir stefnda,
voru þau orð rituð i Þjóðviljann,
sem nú eiga að teljast ærumeið-
andi af þeim sökum að þau fara
ekki saman við skoðanir æru-
kærra stefnenda I máli þessu.
Hin „ærumeiðandi”
ummæli og ástæður
fyrir þeim.
Aður en ég læt I ljós ástæðuna
fyrir brúkun þeirra orða sem nú
skulu teljast ærumeiðandi tel ég
ástæöu til að benda réttinum á, að
enginn hinna ærukæru stefnenda
hefur sérþekkingu á Islensku
máli, og ástæða er til að undir-
strika þá staðreynd, að flestir
þeirra manna, sem mest vit og
þekkingu hafa á Islensku máli,
prófessorar I islenskum fræðum
við Háskóla Islands, fjölmargir
sérfræðingar Islenskrar tungu og
fjöldi rithöfunda hafa lýst furðu
sinni yfir stefnu þessari og öörum
i máli þessu, og tel ég að nokkru
ráði um kunnátta þeirra á is-
lensku máli, hvernig það hefur
verið notað undangengna manns-
aldra og hvernig megi nota það
án þess að æru nokkurs sé hætta
búin.
í stefnu þeirri, sem ærukærir
forystuundirskriftasafnarar hafa
látið birta mér telja þeir upp ein-
stök orð, að sjálfsögðu slitin Ur
samhengi, einstakar setningar úr
málsgreinum, heilar málsgreinar
og jafnvel greinamerki, sem
meitt hafi æru þeirra. Þessa skal
nú getið og jafnóðum ástæðna
fyrir þvi, hvers vegna svo var
skrifað.
Sá sem fellur
1. .....fallkandidatar, ... bitlinga-
meistarar...”
t stefnu telja stefnendur þessi
ummæli meiðandi og móðgandi
fyrir sig.
Ástæðan til notkunar þessara
oröa er sú, að stefndi taldi rétt að
þjóðin vissi við hverja væri að
eiga, en þessi orð eiga við á-
kveðna menn, sem að söfnuninni
stóðu, en ekki allan hópinn.
Fyrir nokkrum árum var einn
forystuundirskriftasafnari,
Unnar Stefánsson, I.framboði til
alþingis i Suðurlandskjördæmi.
Hann náði ekki kjöri, þvi er hann
fallkandidat samkvæmt Islenskri
málnotkun.
Þvi er þetta orð notað i fleir-
tölu, að annar úr forystuhópi
undirskriftasafnara, Höröur
Einarsson, féll fyrir nokkrum
tima I kosningum innan Sjálf-
stæöisflokksins, þar sem hann
hafði gefið kost á sér sem formað-
ur ákveðins stjómunarkerfis þess
flokks.
Bitlingur hefur verið notaö um
eitthvert það starf, sem I litlu
þarf aö sinna, en nokkur greiðsla
kemur hins vegar til þess, sem
verkið vinnur.
Einn forystuundirskrifara, Þór
Vilhjálmsson, hefur haft með
höndum f jölmörg aukastörf, fleiri
en yfirleitt gerist og gengur I
þessu landi. Þvi er hann nokkurs
konar meistari hvaö þessu við-
kemur. Meistari er jákvætt orð i
eöli sinu, og bitlingameistari er
þvi sá, sem sinnir meiri auka-
störfum en samferðamönnum
hans tekst að sinna, og þvi þótti
stefnda rétt að nota orðiö bit-
lingameistari um starfsgetu téðs
manns.
Hrósyrðin meiða
2. ,,... Þessi hópur mannvits-
brekkna ...”
Þessi ummæli telja stefnendur
móðgandi.
Oröið mannvitsbrekka hefur til
þessa dags veriö talið hrósyrði,
jákvæöur vitnisburður um greind
og gáfnafar þess, sem það er sagt
um. Ekki ber undirritaður neina
sök á þvi þótt stefnendur þekki
svo litt til Islensks máls, að þeim
sé hulin merking orðs þessa, og
heldur er það ekki hans sök, þótt
hópurinn allur hafi ekki lesið ís-
lendingasögur, þar sem sagt er
frá ágætum kvenkosti, sem óæru-
meidd bar viðurnefnið mannvits-
brekka.
Sjálfsmeiðing
3. „Ætlunarverkið er sum sé það
að safna meðal Islenskra borgara
undirskriftum undir áskorun til
rikisstjórnarinnar um aö hrófla
ekki við hernutn I Miðnesheiði og
sjá reyndar til þess að hann verði
þar um aidur og æfi...”
Stefnendur telja þessi ummæli
grófa rangtúlkun á tilgangi undir-
skrifta Varins lands. Telja þeir
ummælin ærumeiöandi fyrir sig.
Hér dregur stefndi ályktun af
undirskriftaskjali, þ.e.a.s. texta
þess, en þar er farið fram á það
að herinn verði ekki látinn fara,
og ekkert á það minnst hvort
hann skuli nokkurn tima á burtu.
Fyrir þennan misskilning, ef er,
aö forystuundirskrifarar hafi
þrátt fyrir allt haft einhverjar
hugmyndir um það hvenær
bandariski herinn skyldi á burtu
af landinu, hefði þeim veriö I lófa
(Jlfar Þormóðsson
lagiö aö komast með þvi að veita
stefnda svör við spurningum, sem
hann lagði fyrir þá sem blaða-
maður, en þeir neituðu að svara.
Séu stefnendur meiddir á æru
vegna þessara ummæla, er um
sjálfsmeiðingu aöræða, og frábýð
ég mér að eiga nokkurn þátt i að
bæta slik mein, nema hvað ég
vildi gjarnan hjálpa stefnendum
til þess að koma þvi til þjóðarinn-
ar hvenær, hvaða mánaðardag og
ár, þeir vilji láta herinn fara úr
landi, sé það ekki ósk þeirra að
hann sé hér til eilifðarnóns.
Vanþekkingarmeiðsl
4....sú niðurlæging nóg fyrir Is-
lenskt fólk að standa fyrir undir-
skriftasöfnun um ævarandi her-
setu I landinu, þó ekki bættist
önnur niðurlæging við hjá þeim,
sem fyrir þessu standa....”
Stefnendur telja, að þessi um-
mæli séu móðgandi og niðrandi
fyrir sig, og rangtúlkun á tilgangi
undirskriftasöfnunarinnar.
Það, sem stefnendur kalla mis-
túlkun, er aö likindum það sama
og I næsta kærulið á undan, og
visast til þess liðar hvað viðkem-
ur túlkun texta undirskrifta-
skjals.
Vissu vl-ingar ekki að Nixon var
yfirmaöur hersins I Miðnesheiði?
Likur benda til aö það sé oröiö
„ævarandi” sem æru undir-
skriftaskjalsins, hvernig sem það
má nú vera samkvæmt lifeölis- og
sálarfræði aö skjal þetta hafi æru,
er talið meið'a. Greinilegt er að
hér er æran aftur meidd vegna
vanþekkingar á islensku máli,
eins og sú meiðing, sem varð á
henni með notkun orðsins mann-
vitsbrekka. Undirskriftaskjaliö
hefur sjálfsagt talið, að orðið
„ævarandi” merki óendanlega
eöa eilift. En svo er aldeilis ekki.
Ef rétturinn vildi koma þvi til
þessa dæmalausa ærurika undir-
skriftaskjals, að oröið „ævar-
andi” merki áframhaldandi eða
samfellt, er stefndi fullviss um að
sár hinnar meiddu æru taka að
gróa.
Börn og Nixon
yfirhershöfðingi
5.... hafa næsta ómálga börn
verið send meö Watergatevixilinn
milli Ibúða, og væri sú svivirðing
öllu meiri að etja börnum út I siikt
og meiri niðurlæging en hin
niðurlægjandi söfnun...”
Stefnendur telja það alrangt að
böm hafi haft undirskriftalista
meö höndum og gengið með þá I
hús, og segja réttinum I stefnu
sinni, að einungis ábyrgir aðilar
hafi fengið listana i hendur. Telja
þeir að i þessum skrifuöum orð-
um felist aðdróttun og ærumeið-
ing vegna hrakyrða og stóryrða.
Þá telja stefnendur æru sina
meidda með notkun orðsins
Watergatevixill, sem þeir segja
að notað sétil þess að tengja sam-
an undirskriftasöfnunina og
heimsþekkt hneykslismál i
Bandarikjunum.
Það sem stefndi var að gera
með þessum skrifum var það eitt
að koma á framfæri fullyrðingum
fjölda fólks, sem létu i sér heyra á
ritstjórnarskrifstofur Þjóðvilj-
ans,en þangaðhringdi margt fólk
dag hvern og skýrði frá þvi að
böm hefðu komið til þess með
undirskriftalista. Að svo komnu
máli sé ég ekki ástæðu til þess að
tilgreina ákveðna aðila, sem
komu slikum upplýsingum á
framfæri, en mun að sjálfsögðu
gera það siðar krefjist rétturinn
þess.
Undirskriftaforystan heldur þvi
fram, að undirskriftalistar hafi
einvörðungu verið afhentir á-
byrgum aðiljum. Má vera að
þetta sé rétt hjá þeim, en hins ber
að gæta, að hvergi hafa komið
fram nokkrar upplýsingar þess
efnis,að þær skýri það og þá jafn-
framt sanni, að þessir ábyrgu að-
ilar hafi ekki fengið börnum sin-
um eða annarra í hendur lista til
að ganga með i hús.
Um orðið Watergatevíxill er
það að segja að það orð var mjög
tamt islensku fólki þegar þetta
var skrifað og jafnan notað yfir
undirskriftalista Varins lands.
Það, að þetta orð var notað af
undirrituðum, er þvi bein afleiö-
ing af þeirri staðreynd aö Þjóð-
viljinn er lifandi dagblaö i beinum
tengslum við fólkið i landinu. Má
vera að þetta orð meiði æru und-
irskriftaforystunnar, en þess ber
að geta, að við þvi máttu þeir þó
búast, að Islensk þjóð, sem hefur
orð á sér fyrir að vera nokkuð
meinyrt, tæki það upp hjá sér, að
kalla undirskriftasöfnun um frek-
ari veru hers i landinu, hers sem
stjórnað er af manni, sem átti
drjúgan þátt i hneykslismáli þvi,
sem kennt er við Watergate, og
oröiö hefur til þess að hann varð
að segja af sér embætti með
smán. Hugsanlegt er þó, að æru-
meiddir forystumenn undir-
skriftasöfnunar hafi ekki gert sér
grein fyrir þvi, að sá ábyrgi aðili,
forseti Bandarikjanna, sem
Watergatemálið snerist hve mest
um,er yfirmaður allra herja þess
rikis, og þá einnig þess hers, sem
stefnendur vilja hafa áfram i
landi minu.
Sjúkir fengu ekki frið.
6....gengiö um meðal sjúklinga
og beöið um uppáskrift á vixil-
inn....”
Stefnendur telja að hér sé verið
að drótta þviað þeim, aö þeir hafi
gengiö um meðal sjúklinga til að
biöja um undirskriftir. Telja þeir
það alrangt og ærumeiðandi fyrir
sig.
Hér draga stefnendur alranga
ályktun af skrifuðum orðum, sem
gjarnan vill verða ef menij þekkja
ekki nægjanlega það tungumál,
sem skrifaö er á. Hvergi i um-
ræddri frétt f Þjóðviljanum er á
þaö minnst að forvfgismenn þeir,
sem hér hafa stefnt vegna
meiddrar æru, hafi gengið um
spftala og beðið sjúklinga um
uppáskrift á bænaskjalið. Þeir
geta þvi grætt æru sína vegna
þessa.
Hitt er annað, að á ritstjórnar-
skrifstofu Þjóðviljans var hringt
oftar en einu sinni og oftar en
tvisvar vegna þess að sjúklingar
á Landspitalanum töldu sér mis-
boðið með þvi að þeim var boðið
að skrifa upp á beiðni um fram-
hald hernáms á Islandi, og eins
vegna þess að slikir undirskrifta-
listar voru gjarnan hafði frammi
á setustofum i heimsóknartím-
um. 1 téðri grein er haft eftir ein-
um þessara sjúklinga, og hún þvi
beinn fréttaflutningur af reynslu
fólks.
Þá ber og svo til, að stefnda er
kunnugt um dvöl manns nokkurs
á taugadeild Landspitalans á
þeim tima er þessi grein var
skrifuð, og veit til, að sá maður
hafði með sér undirskriftalista
þangað á spitalann. Við þessu er
sjálfsagt ekkert að segja né gera,
enda ekki gert af hálfu stefnda,
utan það að skýra frá þvi að þetta
átti sér stað, og þó jafnframt látin
i ljós sú skoðun, að sjúkum, sér-
lega þó taugasjúkum, eigi að hlifa
við ágengni, sem i þvi felst að
beiöast undirskriftar af þeim við
beiöni um framhald hernáms.
Óski rétturinn þess mun ég siðar
skýra frá nafni þess manns, sem
ég vék að hér áðan, að hefði dval-
ið fyrir sjúkleikasakir á tauga-
deild Landspitalans á þessu tima-
bili, og geta þá stefnendur frætt
réttinn um það hvort umræddur
maöur hefur flokkast undir þann
hóp, sem þeir telja með ábyrgum
aðilum og létu hafa lista til söfn-
unar nafna á.
„Ærumeiðandi”
gæsalappir
7.....Þykir fólki athafnasemi
„landvarnarmanna" með ein-
dæmum”.
Stefnendum þykir sérlega æru-
meiöandi að orðið landvarnar-
menn skuli notað, og þó sérstak-
lega tilvitnunarmerkin umhverfis
það.
Heldur þykir mér ósennilegt að
rétturinn geti fallist á að tilvitn-
unarmerki geti <verið ærumeið-
andi. Orðið landvarnarmaður er
notað hér nánast sem lýsingar-
orð, og á að sjálfsögðu við þá sem
telja það hugsjón sina að láta
verja landið, en þaö er einmitt
yfirlýst stefna stefnenda.
En fáfræði kemur hér einnig til
sögunnar og má vera að þess
vegna meiðist æran við notkun
tilvitnunarmerkjanna. Réttinum
til ábendingar og stefnendum til
upplýsingar og ærubóta, skal þess
getið, að fyrir áratugum siðan
var starfandi i þessu landi hópur
manna, sem kallaði sig Land-
varnarmenn, og voru kallaðir það
manna á meðal. Tilvitnunar-
merki utan um þetta orð i téðri
blaðagrein voru sett að yfirlögðu
ráði, svo enginn fengi þá flugu i
höfuöið að hinir nýju landvarnar-
menn væru að einhverju þeir hin-
ir sömu og forðum og til aðgrein-
ingar írá þeim.
Tölvan
8. Enn hef ég ekki fjallaö um sjö
— V — ákæruliöi, sem merktir eru
I stefnu meö III. 1—7.
Ákærur vegna þessara liða eru
tilkomnar vegna greinar, þar
sem ég hef orðrétt eftir ákveðn-
um manni, sem gaf undirrituðum
þær upplýsingar, sem þar i felast,
og átti sjálfur hugmynd þeirra
ályktana, sem þar eru dregnar.
Að svo komnu mun ég ekki skýra
réttinum frá nafni þessa manns,
en krefjist hann þess siöar við
rekstur þessa máls, mun það að
sjálfsögðu verða gert svo hann
geti staðfest að rétt hafi verið eft-
ir honum haft.
Þá er og I téðum 7 kæruliðum
einstök orö, sem talin eru hafa
meitt æru stefnenda. Eru það ein-
stök orð, sem þeir hafa kvartað
yfir á öðrum stað og stöðum I
stefnu að meitt hafi æru sina, en
ég hef þegar skýrt frá hvers
vegna ég hafi notað.
Lokaorð
Ég lofa þvi hátiðlega
Aö lokum vil ég geta þess við
réttinn, að persónuleg skoðun min
Frh. á bls. 15