Þjóðviljinn - 06.05.1975, Side 15
Þriðjudagur 6. mai 1975. ÞJ6ÐV1LJ1NN — StÐA 15
Ég lofa
Framhald af 13. siðu.
á þvl hvort hér hafi verið viðhöfð
ærumeiðandi ummæli eru þau, að
svo sé ekki. Hins vegar getur sá,
eöa þeir, sem litt þekkja til mál-
notkunar og hafa takmarkaða
þekkingu á merkingu íslenskra
oröa, misskilið eitthvað það i
skrifum minum, á þann veg að
æra þeirra sé særð og meidd. Það
verður að skrifa á reikning fá-
fræði, sem stefndi á ekki hlut að,
og þvi ekki fært að dæma hann
fyrir. En þar sem þessi orð
hafa nú verið skýrð, og stefnend-
ur vita nú væntanlega merkingu
þeirra, sé ég mig knúinn til þess
að skýra réttinum frá þvi, aö ég
mun standa fyllilega við þessi orð
og ummæli og mun halda áfram
að nota þau til útskýringar á
skoðunum minum, skoðunum
þess fólks, sem biður mig að
skýra frá reynslu sinni um hvað-
eina, jafnvel þótt þeir sem hér i
réttinum gegna samheitinu stefn-
endur eigi hlut að máli. Þó skal
veröa ein undantekning þar á.
Orðiö mannvitsbrekka skal ég
lofa háti'ðlega fyrir þessum rétti
að nota aldrei framar á prenti um
nokkurn hinna 12 ærumeiddu
stefnenda.
Jón
Framhald af bls. 7.
að hafa aldrei farið þangað og
haft þau fyrir augum á hverjum
degi i 27 ár. Auðvitað var maður á
hausnum i þrældómi öll vor og
sumur frá þvi að maður fór að
geta staulast. Þó hefur mestu
ráðið skilningsskortur á hvað
mikið var misst. Af Reiphólsfjöll-
um hlýtur að vera ein dásamleg-
asta útsýn á öllum Vestfjörðum,
suður yfir Breiðafjörð og norður
yfir allt tsafjarðardjúp. Ef ég
man rétt, þá lýsir Matthias i
Grettisljóðum hinni dásamlegu
sjón er blasti við Gretti af fjöllum
Breiðafjarðar norður um byggðir
tsafjarðardjúps. Það skyldi þó
aldrei vera að skáldiö i Skógum
hafi komist hærra yfir brúnir
norðan Breiðafjarðar en Játvarð-
ur Jökull.
Breiðadals- og Gemlufallsheið-
ar fór ég fyrst um jólin 1914 þegar
ég var á Núpsskóla, og svo mörg-
um sinnum á Ungmennafélags-
þing að Núpi. Þessar heiðar voru
oftast svo snjóþungar að rétt
stóðu upp úr efstu toppar sima-
staura, bæðiá há-Gemlufallsheiði
og skógarbrekkum Breiðadals-
heiðar niður að Fremri-Breiðadal
Rafnseyrarheiði gekk ég einu
sinni veturinn 1919. Tel ég hana
hrikalegasta og hættulegasta
heiðarveg á öllum Vestfjörðum.
Eitt er ég viss um og það er að
engar heiðar frá Breiðafirði að
Djúpi og þaðan vestur i Arnar-
fjörð verða ruddar komi likir
snjóavetrar og veturnir 1910 og
1920, og reyndar fleiri á tveim
fyrstu tugum þessarar aldar.
Jón M. Pétursson,
frá Hafnardal.
Valdimar
Framhald af 7. siðu.
Það hefur löngum verið sagt, að
ekki væri vænlegt til árangurs að
berja höfðinu við steininn, steinn-
inn stæði eftir jafn harður og fyrr;
eins mun það reynast með spirit-
ismann, hann mun standast allar
slikar árásir og safna um sig i
striðum straumum fólki, sem læt-
ur stjórnast af heilbrigðri skyn-
semi i trúmálum, hvernig sem
þessir ofstækisfullu miðaldahugs-
andi bókstafstrúarmenn fjand-
skapast. Það eitt er jafnvist og
tveir og tveir eru fjórir.
Kópavogi 25. aprll 1975.
Valdimar Lárusson.
Heyrn
Framhald af 12 siðu
gera kröfur til sjálfs sin jafn-
framt þvi, sem það gerir kröfur
til annarra.
Með sameiginlegu átaki vinnu-
veitenda og starfsfólks má að
mestu koma i veg fyrir heyrnar-
tap af völdum hávaða. Reynum
það fyrst, áður en við gerum
heyrnina að verslunarvöru.
Virðingarfyllst,
Gylfi Baldursson,
forstöðumaður heyrnardeildar”
apótek
Reykjavik
Vikuna 2. mai til 8. maí er kvöld-
nætur- og helgidagavarsla
apótekanna i Lyfjabúðinni
Iðunni og Garðs Apóteki. Það
apótek sem fyrr er nefnt annast
eitt vörsluna um nætur og á
helgidögum.
Kópavogur
Kópavogsapótek er opiö virka
daga frá 9 til 19 og.kl. 9 til 12 á
hádegi á laugardögum.
Hafnarf jörður
Aðótek Hafnarfjarðar er opiö
virka daga frá 9 til 18.30 laugar-
dag 9 til 12.30 og sunnudaga og
aðra helgidaga frá 11 til 12 f.h.
slökkvilið
Slökkvilið og sjúkrabilar
i Reykjavik — simi 1 11 00
i Kópavogi — sími 1 11 00
í Hafnarfirði — Slökkviliðið
simi 5 11 00 — Sjúkrabill simi 5
11 00.
læknar
Slysadeild Borgar-
spitalans
Simi 81200. Siminn er opinn all-
an sólarhringinn. Eftir skipti-
borðslokun 81212.
Kvöld: nætúr- og helgidaga-
varsla:
1 Heilsuverndarstöðinni við
Barónsstig. Ef ekki næst i heim-
ilislækni: Dagvaktfrá kl. 8.00 til
17.00 mánud. til föstudags, simi
1 15 10. Kvöld- nætur- og helgi-
dagavarsla, simi 2 12 30.
Tannlæknavakt:
Tannlæknavakt er i Heilsu-
verndarstööinni frá 17—18 alla
laugardaga og sunnudaga. — A
laugardögum og helgidögum
eru læknastofur lokaðar en
læknir er til viðtals á Göngiu
deild Landspitalans, siml
2 12 30. — Upplýsingar um.
lækna og lyfjabúðaþjónustu eru
gefnar i simsvara 18888.
Mænusóttarbólusetning
Onæinisaðgerðir fyrir fullorðna
gegn mænusótt fara fram i
Heilsuverndarstöð Reykjavikur
á mánudögum kl. 16.30—17.30.
Hafið með ónæmisskirteini.
Onæmisaðgeröin er ókeypis.
Heilsuverndarstöö Reykjavik-
ur.
Kynfræðsludeild
Heilsuverndarstöðvar
Ileykjavlkur
Deildin er opin tvisvar i viku
fyrir konur og karla, mánudag
kl. 17-18 og föstudaga kl. 10-11.
fh. — Ráðleggingar varðandi
getnaðarvarnir og kynlifs-
vandamál. Þungunarþróf gerð
á staðnum.
lögregla
Lögreglan I Rvik — simi 1 11 66
Lögreglan I Kópavogi — simi 4
12 00
Lögreglan i Hafnarfirði—simi 5
11 66
félagslíf
Kvenréttindafélag
tslands
Fundur um skattamál, þriðju-
dag 6. mai kl. 20.30 að Hallveig-
arstöðum. Frummælandi er
Guömundur Magnússon úr
starfshópi fjármálaráðuneytis
um skattamál og trygginga-
kerfi. M.a. veröur rætt um hug-
myndir og möguleika á sér-
sköttun hjóna.
Skagfirska söngsveitin
Söngsveitin minnir á bingóið á
Hótel Sögu fimmtudaginn 8.
þ.m. kl. 20.30.
Kvenfélag Laugarnessóknar
Konur sem ætla að gefa kökur
eða annað á Uppstigningardag
gerið svo vel að hringja i sima
3 47 27 (Katrin) eftir kl. 18 i
kvöld, þriðjudag 6. mai.
Kvenfélag Kópavogs
Gestafundur verður i Félags-
heimili Kópavogs 2. hæð
fimmtudaginn 8. mai kl. 20.30.
Gestir verða Kvenfélagið Esja á
Kjalarnesi og Kvenfélag
Kjósarhrepps. — Stjórnin.
skák
Nr. 78.
Hvitur mátar i öðrum leik.
Hjá báöum getur komið fráskák
i fyrsta leik og getur það verið
varasamt fyrir hvítan að leifa
svörtum það. Þess vegna kemur
Bxc4 ekki til greina og enn-
fremur ekki heldur Be4 vegna
Bd5 og kemst svo á c6. 1 þessari
þraut er ágætt að athuga til
hvers hver maður er á borðinu.
Lausn þrautar nr. 77 var 1. e4.
Hótar nú Kg4_fráskák, og ef
svartur drepur peðið með fram-
hjáhlaupi þá hafa tvær linur
opnast fyrir hvitan þvi eftir
þann leik drepur kóngurinn g3
peðið með fráskák og ef 2... Hf4
þá 3. Dal. mát.
bridge
Svissneska landsliðið sem hér
spilar um þessar mundir fékk
skemmtilegt verkefni i undan-
GENGISSKRÁNINC
Nr. 74 . 25. aprfl 1975
SkrtB lr» Elnina K1.1Z.00 Kaup S»l«
14/4 1975 \ Bandarikjadollar 150,60 151,00
25/4 - 1 Ste rlingspund 354,40 355, 60ð
_ _ l Kanadadollar 148,ZO 148,70*
22/4 _ 100 Danakar krónur 2724,30 2733.30
25/4 _ 100 Norskar krónur 2998,10 3008,10*
. _ 100 Seenskar krónur 3794,10 3806,70*
_ 100 Finnak mörk 4227,70 4241,80*
. _ 100 Franskir frnnkar 3614,65 3626,6^*
_ . 100 Belg. írankar 428,60 430, 00*
_ _ 100 Svissn. frankar 5890,10 5909. 60*
_ - 100 Gyllinl 6214,10 6234,80*
_ . 100 V. -l>ýrk mörk 6334,90 6356,00*
_ _ 100 Lfrur 23,81 23,89*
_ _ 100 Austurr. Sch. 893, 45 896,45*
_ _ 100 Eecudoa 613,25 615,25*
_ _ 100 Pesetar 267,55 268, 45*
_ _ 100 Yen 51,25 51. 44*
14/4 . 100 Relknlngakrónur-
Vöruakiptalönd 99. 86 100, 14
_ _ 1 Reiknlngadollar-
Vöruakiptalönd 150, 60 151,00
• Breytlng frá «fSu«tu ikránlngu.
rásum ölympiumótsins 1968 i
leiknum við Bandarikjamenn.
Verkefnið var eftirfarandi spil,
þar sem Svisslendingarnir
þreifuðu fyrir sér með
alslemmu en komust að þvi að
drottninguna vantaði i liflitnum
og létu sér nægja sex. Banda-
rikjamennirnirdembdu sér i sjö
grönd án þess að hafa hugmynd
um umrædda drottningu.
▲ 9 4 2
* K D 7
* A 10 4 2
* A 5 2
♦ 8 6 5 3
V G 10 9 6 5
♦ D 7 6
♦ 9
* G 10 7
V 8 3 2
* 9
* 10 8 7 6 4 3
♦ A K D
V A 4
♦ K G 8 5 3 '
♦ K D G
Litum svo á sagnirnar:
(Bandar.)
NORÐUR SUÐUR
Robinson Jordan
1 lauf 1 tigull
1 grand 4 lauf
4 spaða 5 lauf
5 hjörtu 7 grönd
(Sviss)
Trad Besse
1 tigull 3 tiglar
3 grönd 4 lauf
4 tiglar 4 grönd
5 hjörtu 5 spaðar
6 lauf 6 hjörtu
6 grönd
Robinson byrjaði á að taka sex
slagi á hálitina og siöan tvisvar
lauf. Heppnin var með honum,
þvi að þá kom i ljós, að Austur
gat ekki átt nema einn tigul.
Þannig fannst tiguldrottningin
— kannski agnarlitiö óverð-
skuldað.
krossgáta
i 1 ■ -PP
II l ■ 4 ■I73-
w~ !b ■ ■
Lárétt: 1 stoð 5 hreinsa 7 ilát 8
iþróttafélag 9sorg 11 húð 13 ilát
14 erlendis 16 logn
Lóðrétt: 1 haughús 2 fjar-
lægasta 3 skattur 4 umbúöir 6
menn 8 svali 10 likamsvökvi 12
stefna 15 tveir.
Lausn á siðustu krossgátu
Lárétt: 1 Gunnar 5 bar 7 og 9 gift
11 móa 13 nót 14 pung 16 ts 17 sóa
19 valbrá
Lóðrétt: 1 glompa 2 nb 3 nag 4
arin 6 ættsmá 8 góu 10 fót 12
ansa 15 gól 18 ab.
•útvarp
7.00 Morgiinútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.) 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Mergttnstund barnanna kl.
8.45: Anna Snorradóttir les
þýðingu sína á sögunni
„Stúart litia” eftir Elwyn
Brooks White (8).
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttirkl. 9.45. Létt lög milli
atriða. Fiskispjatl kl. 10.05:
Asgeir Jakobsson flytur
þáttinn. Mergunpopp kl.
10.25. HtjOmpletusafnið kl.
11.00: Endurtekinn þáttur
Gunnars Guðmundssonar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar
14.30 Mibdegissagan: „Bak
við steininn” eftir Cæsar
Mar. Valdimar Lárusson les
(2).
15.00 Miðdegistónleikar:
tslensk tdnlista. Forleikur
eftir Sigurö Þórðarson.
Hljómsveit Rikisútvarpsins
leikur: Hans Wunderlich
stjórnar. b. Lög eftir Karl O.
Runólfsson. Sigurveig
Hjaltested syngur: Fritz
Weisshappel leikur á pianó.
c . „L a n d s ý n ’
hljómsveitarverk eftir Jón
Leifs. Sinfóniuhljómsveit
Islands leikur; Jindrich
Rohan stjórnar. d. Lög eftir
Björgvin Guðmundsson, Pál
Isólfsson og Arna
Thorsteinson. Olafur Þ.
Jónsson syngur; Ólafur
Vignir Albertsson leikur á
pianó. e. Tilbrigði um frum-
samið rimnalag eftir Arna
Björnsson. Sinfóniuhljóm-
sveit Islands leikur; Olav
Kielland stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar
(16.15 Veðurfregnir). Tón-
leikar.
16.40 Litli barnatiminn. Finn-
borg Scheving og Eva
Sigurbjörnsdóttir fóstrur
stjórna.
17.00 Lagið mitt. Berglind
Bjarnadóttir stjórnar óska-
lagaþætti fyrir börn yngri
en tólf ára.
17.30 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Sálin i frumstæðum trú-
arbrogðum.Haraldur Olafs-
son lektor flytur fyrra erindi
sitt.
20.00 Lög unga fdlksins.Ragn-
heiður Drifa Steinþórsdóttir
kynnir.
28.50 Sérkennsla, Jónas Páls-
son skólastjóri flytur annað
erindi sitt.
21.20 Tónlistarþáttur i umsjá
Jóns Asgeirssonar.
21.50 Fróðleiksmolar um Nýja
testamentið. Dr. Jakob
Jónsson talar um hvita-
sunnuna.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Tyrkjaránið” eftir Jón
Helgason.Höfundur les (11).
22.35 Hcrmonikulög. Leo
Aquino leikur lög eftir Petro
Frosini.
23.00 A hljóðbergi.Sjálfsmynd
á æskudögum. Or bréfum og
ljóðum bandarisku skáld-
konunnar Emily Dickinson
frá árabilinu 1845 til 1858.
23.45 Fréttir ? stuttu máli.
Dagskrárlok.
^sfónvarp
20.00 Frétttr og veður
20.30 Dagskrá og auglýsingar
20.35 Helen — nútimakona
Bresk framhaldsmynd. 11.
þáttur. Þýðandi Jón O. Ed-
wald. Efni 10. þáttar:
Vinnuveitandi Helenar býð-
ur henni og börnunum i
heimsókn. Þau skemmta
sérsaman um daginn og fer
vel á meö þeim. Um kvöldið
ber hann upp bónorð við
Helenu, og hefur, aö þvi er
viröist, hugsað sitt ráð vel
og rækilega. Helenu er ljóst
að þetta er kostaboð, en hún
lætur þó ekki til leiðast.
21.30 Kappsiglingin mikla Arið
1973 var efnt til kappp-
siglingar umhverfis jörðina
með viðkomu i Sidney,
Höföaborg og Rio de
Janeiro. t kappsiglingu
þessari tóku þátt 17 segl-
skútur með hátt á annað
hundrað manna innanborðs.
Breskir sjónvarpsmenn
fylgdu þessum friða flota og
kvikmynduðu keppnina og
ýmsa atburði I sambandi
við hana. Þýðandi og þulur
Ellert Sigurbjörnsson.
22.15 Heimshorn Frétta-
skýringaþéttur. Umsjónar-
maður Sonja Diego.
22.45 Dagskrártek