Þjóðviljinn - 06.05.1975, Síða 16

Þjóðviljinn - 06.05.1975, Síða 16
DlOÐVIUINN Þriðjudagur 6. mai 1975. Landsfundur Sjálfstœðis- flokksins Kosning- ar í gær 1 gærkvöld fór fram kosning formanns og varaformanns á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins auk kosningar átta ann- arra í miðstjórn flokksins. Úr- slit lágu ekki fyrir er Þjóðvilj- inn fór i prentun. Fyrirfram var náttúrlega vitað að Geir og Gunnar sætu á efsta trón áfram, en þó voru flokkadrættir miklir. Óttuðust Geirsmenn að Gunnar fengi fleiri atkvæði sem varafor- maður en Geir sem formaður. Voru nú góð ráð dýr og ákveð- ið „i tilefni kvennaársins” eins og heimildarmaður blaðsins orðaði það, að kjósa Ragnhildi Helgadóttur sem varaformann. Ekki til þess að fella Gunnar, heldur til þess að hann hefði sýnilega minna fylgi en Geir Haligrimsson. Var þessi ráðagerð Geirs- manna bundin við innsta hring Sjálfstæðisflokksins. Vestur-þýsku fylkiskosningarnar Settar skorð- ur við fram- sókn íhalds- ins Um 13 miljón manns eða þriðj- ungur vestur-þýskra kjósenda hafði kosningarétt I þeim tveim héruðum Vestur-Þýskalands þar sem kosið var til fylkisþings um helgina. Stjórnarflokkarnir héldu 10 þingsæta meirihluta sínum i Norður-Rin Vestfalen, en i Saar- landi fengu þeir jafnmörg þing- sæti og ihaldsmenn, CDU. Kosningaúrslitin i prósentum fylgis (1970 innan sviga): Norður- Rin Vestfalen — Kristilegir demókratar (CDU) 47, 1, (46,3) jafnaðarmenn 45, (46,1), og frjálsir demókratar 6,7 (5,5). Saarland — kristilegir 49, 1 (47,8), jafnaðarmenn 41,8 (40,8) og frjálsir demókratar 7,4 (4,4). Borgarlíf Saigons að færast í eðlilegt horf Bráðabirgðabyltingarstjórn Suður-Vietnams hefur tilkynnt sænsku stjórninni að tilboði henn- ar um stjórnmálasamband verði tekið. Nýja Saigon-stjórnin hefur fyrirskipað öllum sendiherrum Suður-Vietnams erlendis að loka skrifstofum sinum og gera skrá um skjöl, búnað og eignir til að afhenda nýjum sendimönnum sem birtist innan skamms. Merillon sendiherra frakka i Saigon lætur vita að allt sé með kyrrum kjörum i borginni og margar verslanir séu opnar. 38 franskir blaðamenn i borginni gegna störfum sinum óáreittir. Ekki sé ástæða til að óttast um af- drif 10 þúsund franskra rikisborg- ara i landinu. Saigon-stjórnin hefur sótt um aðild að tveimur stofnunum Sam- einuðu þjóðanna, alþjóða heil- brigðismálastofnuninni og veður- fræðistofnuninni. Saigon-stjórn hefur leyst alla pólitiska fanga úr haldi sem fyrri stjórnvöld geymdu á hinni ill- ræmdu eyju Con Son. Flótta- mannaráð Sameinuðu þjóðanna hefur nána samvinnu við suður- vietnömsk stjórnvöld um útvegun á læknislyfjum og matvælum, svo og jarðyrkjutækjum og útsæði. Formælandi hennar, Ole Volfing, segir að fyrir mailok verði vænt- anlega búið að koma öllu þvi fólki sem neyddist til að yfirgefa heim- ili sin til sinna heimaþorpa að nýju. Duong Van Minh hershöfðingi eftirmaður Thieus á forsetastóli, sá sem tilkynnti uppgjöf fyrri stjórnar fyrir þjóðfrelsishernum á miðvikudaginn var, sagði i gær, að hann fagnaði sigri þjóðfrelsis- aflanna og hrósaði happi yfir þvi að vera borgari i óháðu Vietnam, að þvi er júgóslavneska frétta- stofan hermir. Minh og 15 ráð- herrar i stjórn hans fara nú frjálsir ferða sinna. „Stóri-Minh”, forseti I 2 daga, fagnar völdum þjóðfrelsisafla. McGovern, fyrrverandi fram- bjóðandi demókrata til forseta- kjörs, segir, að 90% flóttamann- anna mundi liða miklu betur heima hjá sér en i Bandarikjun- um. Hann kveðst ætla að leggja fram lagafrumvarp til að greiða fyrir fari handa þeim sem vilja snúa aftur til heimalands sins. 45 suðurvietnamskir flugvéla- virkjar nýkomnir til Guam frá Þælandi sárbæna bandarisk stjórnvöld um að leyfa sér að hverfa heim til Suður-Vietnam. Þeir fóru nauðugir með flugvél- um frá Tan Son Nhut flugvellin- um en hlutu að hlýða skipunum yfirforingja sinna. Bandarisk stjórnvöld dreifa nú þeim orðrómi að miklar aftökur eigi sér stað i Kambódiu, og er i fréttaskeytum bent á að þetta kunni að gefa þeirri skoðun Fords bandarikjaforseta aukinn þunga að bandarikjamenn hafi siðferði- legar skuldbindingar gagnvart flóttafólki frá Indó-kina. Um helgina kom 600 manna hópur útlendinga til Bankok frá Phnom Penh þar sem fólkið hefur verið i franska sendiráðinu frá þvi að rauðir khmerar tóku borg- ina. Þeir vörðust allra frétta þar sem lausmælgi gæti skaðað þá 200 útlendinga sem enn væru væntan- legir frá höfúðborg Kambódiu og talið var að hefðu lagt af stað það- Spænskt næturlíf þykir ekki svipur hjá sjón siðan rikisstjórnin greip til orkusparandi ráðstafana frá og með áramótunum. En eftir er að sjá hvort aðgerðirnar hafa sömu áhrif og á Italiu, þar sem fæðingum fjölgaði að mun eftir samsvarandi sparnaðarráðstaf- anir þar i landi i fyrra. Frá og með 26. janúar hafa öll bió og leikhús á Spáni orðið að loka og slökkva öll ljós fyrir mið- nætti, en áður hófstsiðasta sýning an á laugardag. Flestir útler.d- inganna voru frakkar en þar fyrir utan af um 20 þjóðernum, þ.á m. sovétmenn, búlgarir, vestur- og austur-þjóðverjar. Þess má geta að Sovétrikin héldu stjórnmála- sambandi við hina föllnu stjórn Lon Nols fram i rauðan dauðann. Þælandsstjórn óskar eftir að allir bandariskir hermenn verði á burt frá Þælandi innan ár.s, og samkomulag hefur tekist um að bandarikjastjórn flytji 7.500 her- menn á brott fyrir júnilok i sum- ar. Nú munu vera um 27 þúsund hermenn i Þælandi i 4 herstöðv- um en þegar hernaðarumsvifin voru sem mest i Vietnam og Kambódiu höfðu Bandarikin um 45 þúsund hermenn i 7 herstöðv- um i landinu. venjulega kl. 23 — og lauk eftir kaffihléum hálftvöleytið um nótt- ina. Nýr lokunartimi gildir einnig um aðra skemmtistaði: Venjuleg veitingahús verða að loka klukk- an eitt i siðasta lagi, en barir og kaffihús fá að hafa opið hálftima lengur. Þessar ráðstafanir eru liður i okrusparnaðaráætlun stórnarinn- ar og var heldur illa tekið Það kom babb í hafréttarbátinn Spænskt næturlíf daprast Flóttamönnum mótmælt Talið er að allt að 150 þúsund flóttamenn frá Indó-Kina leiti hælis i Bandarikjunum og for- setaskrifstofan telur sig þurfa 507 miljón dollara fjárveitingu til þess að geta alið önn fyrir þeim, Tugir þúsunda flóttamanna eru nú að velkjast i Kyrrahafi, marg- ir eru komnir til Filippseyja eða á eyjuna Guam. Sterkar mótmælaraddir hafa komið fram i Bandarikjunum gegn þessum flóttamannastraum og er m.a. vitnað til atvinnuleys- isins i landinu. Lagt er að Ford að biðja önnur riki um að taka við slikum flóttamönnum og mun það vera til athugunar i ýmsum lönd- um. Fjögur lönd í svokölluö- um „evensen-hópi" við samningatilraunirnar um nýjar hafréttarreglur i Genf hafa mótmælt þeim drögum að sáttmála sem hópurinn lagði fram til lausnar á vandamálum i sambandi við efnahagslög- sögu Löndin eru Vestur-Þýskaland, Nepal, Zambia og Singapore og gæta þau hagsmuna þeirra 48 rikja á hafréttarráðstefnunni sem kallast „landlukt riki og land- fræðilega illa sett riki”. 1 orðsendingu rikjanna fjögurra — sem talin er draga mjög úr lik- um á þvi að hafréttarsáttmáli verði samþykktur á næstunni — segir að þau hafni sáttmáladrög- unum með öllu þar sem þau komi ekki hið minnsta til móts við lág- marks hagsmuni þeirra. Aður hefur komið fram að ekki hafi verið eining i „evensen-hópn- um” um allt orðalag sem i drög- unum var að finna, en menn áttu tæpast von á svona harðorðum mótmælum. Sem skilyrði fyrir að fallast á hugtakið „efnahagslög- saga” munu rikin 48 kref jast þess að þau fái nokkurn veginn sam- svarandi réttindi til að nýta auð- lindirhafsins og strandrikin hafa. Ekvador: efnahags- lögsaga = landhelgi Ekki jukust likurnar á allsherj- ar samkomulagi þegar fulltrúi Ekvadors lagði fram tillögu um að öllum strandrikjum heimilist að taka sér 200 sjómilna land- helgi. Hingað til hefur verið talið að meirihluti á ráðstefnunni væri með 12 milna landhelgi og 188 milna efnahagslögsögu. Fulltrúi Ekvadors hélt þvi fram við fréttamenn að strandriki ætti að hafa rétt til fullra og óskoraðra yfirráða yfir fiski og jarðefnum, rannsóknum og mengunartak- mörkunum allt að 200 milur út. Þess má geta að Ekvador færði út landhelgi sina (ekki aðeins fiskveiðilögsögu) út i 200 milur fyrir 20 árum, og 7 önnur riki i rómönsku Ameriku hafa siðan fylgt þess dæmi. (ntb) Togaraverkfallið: Tilboð útgerðarmanna í öskustóna Útgerðarmenn gerðu sjó- mönnum tilboð um helgina, en fulltrúar sjómanna líta svo á, að við það tilboð sé fátt annað að gera en setja það i öskustóna. „Við stefnum að þvi að halda fundi núna i félögunum og reifa málin”, sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjómannafélags Hafnarfjarðar, en Þjóðvilja- maður ræddi stuttlega við hanr i gær. „Við fengum reyndar þetta tilboð frá þeim, en það er engin ástæða til að fjalla itarlega um það i félögunum. Hinsvegar þarf að ræða þessi mál öll við mennina”. Verkfali sjómanna á stóru skuttogurunum hefur nú staðið i nær mánuð, og virðist sem við- ræður gangi stirðlega. Þeir vilja fækka mönnum Eftir þvi sem Þjóðviljinn kemst næst, gengur tilboð út- gerðarmapna út á þá hluti sem útgerðarmenn hafa lengi klifað á: mannafækkun um borð og breyttan vinnutima. „Mannafækkunin jafngildir raunverulega afnámi vökulag- anna”, sagði Jón Timóteusson, háseti i samtali við Þjóðviljann. „Þetta tilboð útgerðarmanna leysir engan vanda. Nú er vinnutiminn 12 timar á sólar- hring og meðaltekjur eru að ég held um 90.000 krónur. Það er ekki mikið fé fyrir alla þessa vinnu. A þeim skipum sem ég hef verið á hafa meðaltekjurnar jafnvel verið um 100.000 á mán- uði, en svo há tala fæst nú ekki nema maður sleppi þvi að taka fri. Og þannig er þessi tala alls ekki raunsönn”. Jón kvaðst vona að fundir yrðu haldnir i sjómannafélög- unum, „þeir hafa lofað fundum. Það þarf að ræða þessi mál”. Fjögurra mánaða verkfall? „Þetta verkfall stendur i f jóra mánuði”, sagði sjómaður við blaðamann, „ég hef heyrt þvi fleygt að útgerðarmenn hafi boðið okkur bátakjarasamn- inga, en þvi verður ekki tekið, þeir leysa engan vanda. Við er- um orðnir langt á eftir i tekjum, vorum ekki með i samningunum i fyrra, gömlu samningarnir voru frá 1973, svona er þetta. Og svo syngja þeir yfir okkur að við séum duglegustu sjómenn i heimi, þeir islensku. Samt er okkur borgað eins og við séum þeir lélegustu. Það á að þjóð- nýta þessa togara”. Konur hópast á atvinnuleysisskrá Togaraverkfallið dregur dilk á eftir sér. Það er ekki aðeins að mörg hundruð sjómenn séu tekjulausir, heldur einnig á ann- að þúsund verkamerln úr frysti- húsum. Starfsfólk frystihús- anna, það sem sagt hefur verið upp kauptryggingu, er að lang- mestu leyti konur, sem nú standa tekjulausar. Verkakonur úr frystihúsum fóru að láta skrá sig atvinnu- lausar á mánudaginn fyrir viku, þá voru 102 konur skráðar at- vinnulausar, en i lok vikunnar var talan komin i 214 alls, en þar af voru 42 skólastúlkur, að þvi er óskar Friðriksson á Ráðn- ingarstofu Reykjavikur sagði okkur. Verulegur hluti verka- kvennanna, bæði i Reykjavik og úti á landi, lætur ekki skrá sig atvinnulausan, að þvi er virðist. „Það er ljóst að ástandið i at- vinnumálum er sýnu lakara en i fyrra”, sagði Óskar, „en þó get- um við útvegað einum og einum vinnu daglega. Nú eru 105 karlar skráðir at- vinnulausir i Reykjavik, og þar af eru 69 vörubilstjórar og 8 skólapiltar. Óskar bjóst við að atvinnu- leysingjum fjölgaði á næstunni, þar eð aðeins vika er siðan skólafólk fór að láta skrá sig, og enn sem komið væri, þá væru engir almennir verkamenn skráðir atvinnulausir. —GG

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.