Þjóðviljinn - 08.05.1975, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 08.05.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 8. mai 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Kristján Pétursson, Skriðnafelli, Barðaströnd: Herfilegt ólag er á vetrarsamgöngum I vetrarsamgöngumálum okkar baröstrendinga rikir herfilegt ástand. Fyrir kemur að bændur hér á Baröaströnd veröa aö hella mjólkinni niður vegna samgöngu- leysis og Ibúar á Patreksfirði þá aö vera mjólkurlausir. Akveöið var i haust, að Kleifa- heiöi skyldi mokuð tvisvar i viku, á þriöjudögum og laugardögum, en sú ákvörðun hefur engan veginn staðist. í vetur kom fyrir að meira en vika liði á milli mjólkurferða með þeim afleið- ingum, er ég gat um hér að framan. — Það virtist jafnvel vera regla hjá ráðamanni Vega- gerðarinnar á Patreksfirði, að byrja helst mokstur á Kleifaheiði i mestu hriðarbyljunum, svo að öruggt væri, að barðstrendingar gætu sem minnst notfært sér opnun vegarins. Nú þann 15. april er komin heil vika siðan mjólk hefur verið sótt á Barðaströnd, þótt vegir séu svo til auðir. Mjólkurstöðin á Patreksfirði hefur reyndar boðist til að greiða kostnað við mokstur að þessu sinni, ef vegaverkstjór- inn Bragi Thoroddsen vildi lána tækin, sem til þarf, en þvi hefur hann einnig neitað. Ég tel, að ekki verði hjá komist að varpa hér fram þeirri spurningu hvort þessi starfsmaður Vegagerðarinnar sé ekki hreinlega að misnota sitt vald með svona framkomu. Bragi Thoroddsen þyrfti að skilja að tæki Vegagerðarinnar eru ekki hans einkaeign, heldur eign rikisins — það eru ég og þú, sem þessi tæki eigum, en verkstjór- anum hafa aðeins verið afhent þau til þjónustu við fólkið.Hann á ekki að vera herra, heldur þjónn. Þegar beiðni mjólkurstöðvar- innar um snjómokstur á Kleifa- heiöi var neitað að þessu sinni, stóðu tvær jarðýtur aðgerðar- lausar vestanvert við heiðina, svo ekki sé minnst á önnur tæki. Snjórinn, sem lokaði veginum, var hins vegar ekki nema tveir smáskaflar i svokallaðri Hjalla- dalsá og smáskafl fyrir ofan Sjón- arhól. Um þetta get ég auðveld- lega borið, þvi sjálfur fór ég á smáfólksbil frá Patreksfirði suður á heiðina þennan sama dag. Sé mjólk sótt til Barðastrandar annan hvem dag, eins og á að gera, þegar leiðin er opin, þá mun mjólkurmagnið i hverri ferð nú sem stendur vera 2500—2700 litr- ar, en breytilegt eftir árstimum. Verðmæti 2700 litra til bænda mun vera um 113.400,- krónur, miðað við að mjólkin sé sótt ann- an hvern dag. Ef við gerum nú k ráð fyrir að veghefill hefði verið 4—5 klukkutima að ryðja heiðina þann dag, sem hér um ræðir, þá veit ég að visu ekki, hvað slikt verk kostar. — En sé gert ráð fyrir, að hefillinn kosti 2500,- kr. timann voru þetta 12.500,- kr. miðað við að verkið henði tekið 5 tima, sem ég tel hámark. Hér var engum tækjaskorti til að dreifa, heldur aðeins furðu- legri þvermóðsku þess manns, sem trúað var fyrir tækjunum. Barðstrendingar hafa um skeið verið hafðir eins konar hornreka varðandi snjómoksturinn, og er mál að þvi ástandi linni. Það er ekki nóg fyrir einn emb- ættismann að sitja bara I sinum stól og beita sínu valdi. Launin fá menn fyrir að láta fólki i té þá þjónustu, sem skyldug er. Þó eru mjólkurflutningarnir máske ekki stórmál hjá hinu, þegar neitað er að moka vegna sjúkraflutninga, eins og hér skeði fyrir tveimur árum, en þá var um að ræða sjúkling, sem komast þurfti á Patreksfjörð til að ná I flugvél til Reykjavikur vegna beinbrots. Ég hygg reyndar, að ef þessi sjúkl- ingur hefði verið af heldri manna stéttum, þá hefði ekki staðið á mokstri. En það virðist stundum ekki vera sama hver maðurinn er, og virðist lengi ætla að loða við, að menn gleymi þeirri stað- reynd, að við endalokin verða þó allir jafnir, svo gervikóngar sem ölmusumenn/ Ég lýk þessum orðum með þvi að skora á alla þingmenn Vest- fjarðakjördæmis og samgöngu- ráðherra að sjá til þess, aö barð- strendingar verði ekki beittir þvi ofriki, sem hér hefur verið lýst, hvað vetrarsamgöngur snertir. Skrifað 15. april 1975. Kristján Pétursson Agnar Guðnason Eru búin of lítil? Vegna athugasemda minna við grein Björns Bjarnasonar, sem birtar voru i Þjóðviljanum 12. apríl heldur Björn áfram I Þjóð- viljanum 16. april. Ég vona fast- lega, að þetta verði ekki til þess að við förum að skrifast á I gegn- um Þjóðviljann. Bæði er það, að lesendur blaðsins gætu fengið leið á okkur báðum og svo yrði það slæmt til afspurnar, ef fyrir okkur yrði hreinlega lokað af ritstjórn blaðsins. Ýmsar staðhæfingar eru I grein Björns, sem ekki er hægt að láta ósvarað. Nokkur at- riði, sem Björn gerir sérstaklega að umræðuefni, tek ég orðrétt upp. Þau eru millifyrirsagnirnar, feitletraðar: ...létta þeirri skyldu af bóndan- um, að hann yrði að reka bú sitt skynsamlega...” Þetta finnst mér nú fulllangt gengið, að bændur séu slikir furðufuglar, að þótt verðlagning landbúnaðarafurða sé með þeim hætti, sem nú er, þá komi það I veg fyrir, að þeir gæti hagsýni I búrekstri. Afkoma bænda eins og annarra, er reka sjálfstæðan at- vinnurekstur, byggist auðvitað fyrst og fremst á eigin dugnaði og útsjónarsemi ásamt góðri sam- vinnu fjölskyldu og óskyldra. Flestir bændur stefna að þvi, að hver gripur i hjörðinni gefi sem mestar og bestar afurðir. Þeim eru auðvitað mislagðar hendur eins og gengur og gerist i öllum stéttum. ...meðalbúið er svo litið, að af- rakstur þess verður að reikna á ó- hæfilega háu verði” Þetta er ekki nýtt að sjá á prenti né heyra, að meðalbúið sé svo óskaplega lltið hér á landi. Við hvað er miðað? Hveitiræktar- bændur I Bandaríkjunum eða * sauðfjárbændur i Ástralíu, sem eiga nokkur þúsund fjár? Ef það er gert, þá er Islenska meðalbúið ósköp umkomulltið, en ef við mið- um við venjulegan, blandaðan búrekstur, eins og hann gerist I Evrópu, Asiu eða Afriku, eins og flestir bændur jarðarinnar stunda, þá held ég, að meðalbúið islenska sé nokkuð stórt. Verð- lagsgrundvallarbúið er 10 árskýr, 3 geldneyti og 180 fjár. A fram- leiðslusvæði mjólkurbúsins i Borgarnesi er meðal kúabúið 12,4 mjólkurkýr, á svæði mjólkurbús Flóamanna 14,34 kýr en hjá Ey- firðingum 22,4 kýr. 1 Danmörku er meðalstærð kúabúa 15 kýr, i Svlþjóð 11 i Noregi 8 og I Finn- landi 7 kýr. Nú veit ég, að erfitt er að gera samanburð á bústærð, því þar er svo ólíku saman að jafna, en ef miðað væri eingöngu við fjölda búfjár, þá hygg ég, að islenska verðlagsgrundvallarbúið sé nokkuð stórt, þegar miðað er við meðal bústærð i hinum ýmsu löndum. Ekki trúi ég þvi, að það sé almennt ætlast til þess, að bændur vinni lengri tima en aðrar stéttir til að ná sambærilegum tekjum. Samkvæmt niðurstöðum búreikninga var heildarvinnu- magn á meðalbúinu 5.055 karl- mannsstundir, en I verðlags- grundvellinum er heildarvinnan um 4000 karl.st. Meðalbúreikn- inabúið er um 24% stærra en verðlagsgrundvallarbúið. Þannig að vinnan er mjög áþekk. Ef landbúnaðarafurðir ættu að lækka i verði með stækkun bú- anna, þá þýðir það einfaldlega, að bændur fengju lægra timakaup en þeim er ætlað samkvæmt verð- lagsgrundvellinum. „...stærri búin hafa rakað til sin gróða...” Það er staðreynd, að afkoma bænda er ákaflega misjöfn. En það fer ekki eingöngu eftir bú- stærð. Þeir bændur, sem byggt hafa yfir fjölskyldur sínar og bú- stofn fyrir nokkrum árum og þurfa ekki að leggja i mikla fjár- festingu, eru með gott meðalbú og afurðagott búfé. Þeir komast sæmilega af. í nóvemberhefti Hagtíðinda er birt yfirlit um brúttótekjur i öllum atvinnu- greinum fyrir árið 1973. Aðeins 1 1/2% af kvæntum bændum ná 1.400 þús. kr. árstekjum, en 4,8% ná þessari upphæð og meira af viðmiðunarstéttunum. Það eru aðeins 44 bændur, sem höfðu þetta miklar brúttótekjur árið 1973. Fjölskyldutekjur á vinnu stund voru að meðaltali á bú- reikningabúunum árið 1973 kr. 159, en I verðlagsgrundvellinum er áætlað, að fjölskyldutekjur séu 53,7% af brúttótekjum búsins, en samkvæmt búreikningum eru þær aðeins 45%, þannig að I verð lagsgrundvellinum er gert ráð fyrir mun hærri launum en bænd- ur og þeirra fólk nær, miðað við þessa bústærð. Ábending Björns um að fletta fasteignaskrá Reykjavikur og kanna hvað margir bændur hafi fjárfest hér i Reykjavík, hefi ég ekki gert, en ef svo væri, að bændur hafi frekar viljað fjárfesta i húseign hér i Reykjavik, en stækka búin, þá bendir það ótvirætt til þess, að steinsteypan sé arðvænlegri hér i höfuðborginni en stórbúskapur inn úti á landsbyggðinni. „...rekstrarvörur bænda hafa komið inn i verðlagið jafnóð- um..." Þvi miður hefur það ekki verið reynslan. Kauphækkanir eða Framhald á 14. siðu Byggingarfélag alþýðu, Reykjavík Þriggja herbergja ibúð i 1. byggingaflokki til sölu. Umsóknum sé skilað til skrifstofu félags- ins, Bræðraborgarstig 47, fyrir kl. 19, föstudaginn 16. þ.m. Stjórnin. *w / 111 -V Innréttingar Tilboð óskast I smiði innréttinga I kennslustofu Héraðs- skólans i Reykjanesi við tsafjarðardjúp. Útboðsgagna skai vitja á skrifstofu vora, gegn skilatrygg- ingu kr. 2.000.- Tilboö verða opnuð á sama stað þriðjudag- inn 20. mai n.k., kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTUNI 7 SIMI 26844 ® ÚTBOÐ Tilboð óskast i götuljósabúnað fyrir Rafmagnsveitu Reykjavlkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3. Tilboöin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 3. júnl kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sírrti 25800 Stjórnendur gaffal-, lyftara og veghefla Frá 1. júli 1975 verða allir sem stjórna gaffallyfturum og vegheflum að hafa rétt- indi samkvæmt reglugerð nr. 121/1967 um réttindi til vinnu og meðferðar á vinnuvél- um. öryggiseftirlit rikisins gefur út og veitir ofangreind réttindi skv. 4. gr. þessarar reglugerðar. Öryggismálastjóri Norrænt kennaranámskeið verður haldið að Hótel Loftleiðum dagana 26. júli til 1. ágúst n.k. Umsóknir um þátt- töku sendist skrifstofu undirritaðra kenn- arasamtaka fyrir 1. júni n.k. Sjá nánar fréttatilkynningu i blaðinu. Samband islenskra barnakennara. Landssamband framhaldsskólakennara. TILBOÐ Járnblendifélagið h.f. óskar eftir tilboðum i jarðvegsskipti og undirbúning lóðar járnblendiverksmiðjunnar að Grundar- tanga i Hvalfirði. Tilboðsgögn verða af- hent á skrifstofu Almennu verkfræðistof- unnar h.f. að Fellsmúla 26, Reykjavik, gegn 5000 króna skilatryggingu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.