Þjóðviljinn - 08.05.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.05.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. mai 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 „Skóli að starfi” Myndlista- og handiðaskólinn opnar dyr sinar um helgina Á morgun kl. 16 veröur opnuð hin árlega sýning Myndlista- og handiðaskólans Skipholti 1 undir nafninu ,,Skóli að starfi”. Al- menningi verður gefinn kostur á aö fá innsýni starf skólans á laug- ardag og sunnudag kl. 14 til 22. Meðan á sýningunni stendur verður kaffistofan opin almenn- ingi. Starfað verður i öllum deild- um skólans um helgina og kostur gefst á kvikmynda- og lit- skyggnusýningum af starfi nem- enda. A myndinni má sjá nokkra nemendur að menningarneyslu. Prósessía í gömlum stíl Leikfélagsmenn minna á borgarleikhúsið 1 dag fer starfsfólk Leikfélags Reykjavikur i kröfugöngu til þess að leggja áherslu á að ráðist verði sem fyrst i byggingu Borgarleik- húss. Þessi leikhúsganga hefst hjá Iðnó kl 14 og verður raunar ekiö i bifreiðum frá árunum kringum 1930 upp Hverfisgötu, en gengið niður Laugaveg. Fremst i flokki fer gamli Ford með dixie- landhljómsveit á pallinum. Þess er að væmaað leikarar og annað starfsfólk verði búið eins og al- mennt tiðkaðist á þeim góðu gömlu árum þegar amma var ung. Með þessu vilja Leikfélags- menn minna á leikhúsbygging- una, sem þeir og raunar allir borgarbúar bera mjög fyrir brjósti, og fjáröflunarsýninguna á Húrra krakka i Austurbæjar- biói, sem frumsýnd var á þriðju- dagskvöldið við fádæma góðar undirtektir áhorfenda. Næsta sýning á Húrra krakka veröur miðnætursýning á laugardags- kvöldið i Austurbæjarbiói. Mynd- in sýnir Bessa Bjarnason og Guö- rúnu Ásmundsdóttur i hlutverk- um sinum. Leikstjóri Húrra krakka er Jón Hjartarson. Hörður Agústsson r Utvarpsráð skammar Yilmund og Bárð Orökstuddar dylgjur — „Þörf erindi” sagði einn útvarpsráðsmanna — Flokksbróðir Yilmundar og Bárðar studdi þá ekki Útvarpsráð fjallaði i fyrradag á fundi um tvö erindi ,,Um daginn og veginn”, þ.e. erindi Vilmundar Gylfasonar s.l. mánudag og erindi Bárðar Halldórssonar menntaskólakennara á Akureyri mánudaginn annan er var. Útvarpsráð gerði svofellda bókun: „Þátturinn ,,um daginn og veginn” hefur verið og er opinn sem flestum sjónarmiðum og skoðunum sem settar eru fram með málefnalegum hætti. Hins- vegar telur útvarpsráð illa farið að erindi um daginn og veginn séu notuð til að setja fram órök- studdar dylgjur um nafngreinda einstaklinga. Jafnframt átelur útvarpsráð að sumir flytjendur þessara erinda hafa ekki farið eftir gild- andireglum um erindaflutning i útvarpi þrátt fyrir ábendingar dagskrárstjórnar”. Þeir útvarpsráðsmenn sem samþykkir voru þessari álytk- un, voru allir fulltrúar ihalds- flokkanna, þeir örlygur Hálf- dánarson, Leó Löve, Ellert Schram, Friðrik Sophusson og Auður Auðuns. Ólafur Einarsson, fulltrúi Al- þýðubandalagsins lýsti sig and- vfgan ályktuninni og lét bóka eftirfarandi: ,,Ég tel að 3. gr. útvarpslaganna kveði skýrt á um óhlutdrægnisákvæði gagn- vart einstaklingum og stofnun- um, og þau ákvæði eigi að vera nægilegt aðhald fyrir flytjendur þátta ,,um daginn og veginn”. Ég álit undanfarin erindi hafa verib þörf og timabær, þó átelja megi að málflutningur hafi ekki verið rökstuddur sem skyldi og á mörkum þess er kveðið er á um i fyrrgreindri lagagrein”. Kratinn sat hjá Fulltrúi Alþýðuflokksins i út- varpsráði, Sigurður E. Guð- mundsson, sat hjá þegar at- kvæði voru greidd um ályktun- ina. afstaða hans vekur sér- staka athygli. Þarsem flytjend- ur erindanna, Bárður og Vil- mundur, eru báðir flokksbræður Sigurðar, hefur hann ekki viljað styöja ihaldið i mótmælunum, en hinsvegar er hann ekki ó- sammála ihaldinu, þar eð ekki réttir hann flokksbræðrum sin- um hjálparhönd. —GG Kaupið flugdreka til styrktar Dagheimili og skóla fjölfatlaðra I K jarvalshúsi á Seltjarnarnesi er nú rekið dagheimili og skóli fyrir fjölfötluð börn. Þar er 21 nemandi, en daglegt starfslið er 12 manns, auk sérf ræðilegrar þjónustu tiltekna daga vikunnar. Stofnunin hefur starfað á þessum stað frá þvi i október 1974, en áður hafði visir að slikri - starfsemi farið fram i Bjarkar- hliö við Bústaðaveg. Forstöðu- kona dagheimilisins og skólans i Kjarvalshúsi er Rannveig Löve. í stjórnarnefnd skipaðri af menntamálaráðuneytinu eiga sæti: Formaður Þorsteinn Sigurðsson kennari, Sævar Hall- dórsson barnalæknir, Haukur Þóröarson orkulæknir. Lionsklúbburinn Týr i Reykja- vik hefur lagt þessari stofnun lið á þann hátt, að ágóða af flugdreka- sölu hefur verið ráðstafað til stofnunarinnar. Voru I gær afhentar 2 göngugrindur og styrktarstóll, en hvort tveggja eru þjálfunartæki. Klúbburinn hefur og varið fé til handbóka- kaupa, og veitt önnu Þórarins- dóttur, sjúkraþjálfa, styrk til 8 vikna námskeiðs i Bretlandi. Þá hafa félagar i klúbbnum unnið samtals um 50 dagsverk i lóð stofnunarinnar, og munu senn ljúka þeirri framkvæmd. Lionsklúbburinn Týr veröur með flugdrekasölu i Reykjavik i dag, uppstigningardag, og aðrir Flugdrekar af öllum stæröum og gerðum, sem gaman er að leika sér með i vorinu og vindinum, verða til sölu i dag. Lionsklúbbar einrrtg, viös vegar um land. Allur ágóði af sölunni rennurtil styrktar ýmsum félags- legum þáttum á hverjum staö. HÖRÐUR SÝNIR í NORRÆNA HIJSINU Hörður Ágústsson, list- málari, opnar í dag sýn- ingu á 67 myndum i kjall- ara Norræna hússins. Sýn- ingin stendur til 18. þ.m. Hörður hefur gefið út afar vandaða sýningarskrá, þar sem m.a. eru upplýsingar um málarann, formáli eft- ir Ólaf Jóhann Sigurðsson, skrá yf ir verk á sýningunni og þrjár eftirprenfanir af verkum listamannsins, Skáldiðog stúlkan (olíulitir á pappír), Land (tússlitir á pappír), og Hrísla (túss- teikning). Nokkuð er nú umliðið frá siðustu einka- sýningu Harðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.