Þjóðviljinn - 25.05.1975, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. mai 1975
Lmsjón:Vilborg Harftardóttir.
Stella Stefánsdóttir:
Einsog fram kom' i
fréttum Þjóðviljans nú i
vikunni voru þá komnir
á atvinnuleysisskrá i
Reykjav'k einni nær í>00
manns, þaraf voru um
500 fólk úr fiskiðnaöin-
um, sem sagt hefur
verið upp vinnu vegna
togaradeilunnar. í þeim
hópi eru 355 konur, enda
ævinlega konurnar sem
fyrstar eru látnar vikja
þegar harðnar á vinnu-
markaðnum.
Ein þessara kvenna er
Stella Stefánsdóttir
verkakona i frystihúsi
Bæjarútgerðarinnar á
Granda, sem i tilefni
þessara atburða hefur
sent jafnréttissiðu Þjóð-
viljans eftirfarandi
grein:
Að lokinni siðustu samninga-
gerð er komin upp athyglisverð
staða hjá okkur starfskonum i
frystihúsum. Við gerðum eins og
góðu börnin gera, samþykktum
þessa ágætu samninga i þeirri
góðu trú, að nú yrði vinnufriður til
1. júni. En föstudaginn 18. april
gerist það svo, að öllum fastráðn-
um konum i frystihúsunum i
Reykjavik, Akureyri og Hafnar-
firði er sagt upp kauptryggingu
með viku fyrirvara vegna yfir-
standandi togaraverkfalls.
Draumsýn okkar um atvinnu-
öryggi hrundi þvi i fyrsta höggi.
Rikisstjórnin hefur margsinnis
lofað að halda uppi fullri atvinnu
fyrir alla. Haft var eftir útgerðar-
mönnum i upphafi þessa verk-
falls, að rikisstjórnin gæti leyst
þessa deilu með þvi aðeins að
rétta útgerðarmönnum litla fing-
urinn i viðbót við hina niu. En
stjórnin virðist orðin mállaus og
heyrnarlaus þegar deila þessi er
til umræðu.
Óréttur sem konur eru beittar á
Yinnumarkaðnum virðist tak-
Draumsýnin hrundi í
fyrsta höggi
Verkakonum frystihúsanna sagt
upp kauptryggingunni
— Bara í Reykjavík eru 355
konur á atvinnuleysisskrá
markalaus, — þannig var viðast
aðeins konum sagt upp, en karlar
halda sinni vinnu. Flestar kon-
uraar hafa farið og látið stimpla
sig á vinnumiðlunarskrifstofu
daglega og er það nú krossganga
útaf fyrir sig. I reglugerð um at-
vinnuleysisbætur ber konu að
gefa upp tekjur maka siðustu 12
mánuðina og hafi hann haft tvö-
föld verkamannslaun siðustu 12
mánuðina fær hún ekki eyri úr at-
vinnuleysisjóði. Þessi laun maka
munu miðuð við meöaldaglaun
verkamanna eftir 4. taxta Dags-
brúnar, þe. um 890 þúsund krónur
i 12 mánuði, en aö sjálfsögðu eru
þeir menn margir, — lika eigin-
menn verkakvenna i frystihús-
um, sem farið hafa yfir þetta
mark með eftirvinnu og á hærri
töxtum — og ekki veitt af ásamt
tekjum konunnar til framfærslu
fjölskyldunnar.
Hvergi er i reglunum ákvæði
um að bótaþegi sjálfur megi ekki
hafa haft ómældar tekjur siðasta
árið, aðeins um að maki megi
ekki fara yfir þessi mörk. Og
þetta ákvæði kemur fyrst og
fremst niður á konum. Varla
kæmi til að karlmaður væri svipt-
Stella Stefánsdóttir
ur þessum bótum vegna þess að
laun allflestra kvenna komast
alls ekki yfir þetta hámark.
Eitt dæmi um þennan órétt:
Gift kona vinnur f frystihúsi að
staðaldri allt árið. Þau hjónin
eiga 5 börn, eiginmaðurinn er
meö eina miljón i tekjur á siðustu
tólf mánuðum. Konan hefur
skilað fullum vinnutima til að öðl-
ast rétt til bóta og þessi kona
vinnur ekki að gamni sinu, hún
verðurað vinna. — En þvi miður,
góða. Engar bætur!
Er ekki mál til komið að fara að
hætta svona skripalátum og virða
rétt mannsins til vinnu það mik-
ils,að verði hann alvinnulaus eigi
hann rétt á atvinnuleysisbótum ef
hann uppfyllir sett skilyrði um
dagvinnutima, hvort sem hann er
karl eða kona?
Við verkakonur erum öllu van-
ar. Árvisst atvinnuleysi hefur
verið .okkar fylgifiskur um ára-
raðir. Þetta vinnuleysi nú kemur
heldur seinna á árinu en venju-
lega. En það er enn alvarlegra
mál nú en verið hefur vegna ægi-
legrar dýrtiðar, og ef bæði
konumar og unglingar eiga að
vera atvinnulaus vikum og
kannski mánuðum saman, er ég
hrædd um gjaldþrot heimila i
hundraða tali.
Krafa okkar verkakvenna er
tafarlausir samningar við sjó-
menn og að öll frystihúsin verði
starfrækt af fullum krafti i sum-
ar.
Samdrátturinn bitnar
fyrst á konunum
Yfirlit um atvinnusveiflu i Danmörku
Opinbert starfsfólk
Verkafólk I iönaði
(talið i þúsundum)
Karlar Konur
Desember 1973 222,9 94,3
Desember 1974 200,6 .74,5
Hlutfallabreyting 10,0% 4-21,0%
Breyting i tölum 4- 22,3 4-19,8
(taliö i þúsundum)
Karlar
75.5
74.5
4- 1,3%
4- 1,0
Konur
32,7
31,6
4- 3,4%
4- 1,1
Strax viö fyrstu merki sam-
dráttar i atvinnulifinu hérlendis
nú kemur fram, aö hann bitnar,
eins og æviniega, fyrst og
haröast á konum og fyrst af öilu á
verkakonum. Togaraverkfall
kemur strax niöur á verkakonum
frystihúsanna og viöa er búiö aö
segja meö fyrirvara upp konum I
saumaiönaöinum — hvort sem
þar er um aö ræöa þaö gamal-
kunna bragö atvinnurekenda aö
skapa sér aöstööu til samninga
Páfinn og pillan
A þessari mynd gefnr að lita
getnaðarvarnarpillur framleidd-
ar á heimaslóöum páfa.is á ítaliu.
Eins og alkunna < r hefur
knþólska kirkjan meö páfann i
fararbroddi mjög beint sér gegn
öllum takmörkunum barneigna,
hvort sem þær eiga sér staö fyrir
tilstilli fóstureyöinga, ófrjósemis-
aögeröa eöa getnaöarvarna. En
þaö hefur löngum reynst ihalds-
öflunum erfitt aö samræma eigin
breytni þeirri hugmyndafræöi
sem þau boða og eins er það með
páfann: Vatikanið, sem er ein-
hver voldugasta auðsamstcypa
italiu, hefur nefnilega álitlegar
tekjur af framleiðslu þessara
taflna. í einhverju verða menn jú
aö fjárfesta þótt kaþólskir séu.
—ÞH
meö ógn atvinnuleysisins aö
vopni eöa raunverulegan undir-
búning aö „hæfilegu atvinnu-
leysi”, — nema hvorttveggja sé.
Þaö er engin tilviljun að fyrst er
ráðist að konum. Réttur þeirra til
stöðugrar atvinnu hefur ekki
áunnið sér sömu hefö og réttur
karla og þessu ástandi er haldiö
við með hagstjórnarstefnu I fé-
lagsmálum og áróðri til og frá
eftir þvi hvort meiri eöa minni
þörf er fyrir vinnuaflið. Atvinnu-
rekendur sjá sér hag i aö halda
konunum sem ihlaupavinnuafli,
sem þeir geta kallað út þegar
„bjarga þarf þjóðarverðmætum”
einsog það er svo fagurlega orð-
aö, en sent heim þegar minna er
um aö vera og þeir vilja vera
lausir viö aö borga þeim kaupið.
Til að halda vinnuafli kvenn-
anna á þessu stigi er beitt kyn-
ferilegum áróðri. Höfðað er til
móðurhlutverksins þegar litið er
um vinnu: Konan á að vera heima
og gæta bamanna, það er þeim
fyrir bestu og henni fyrir bestu,
annað óeðlilegt. Og eigi hún ekki
böm getur hún alltaf fórnað sér
við umönnun aldraðra, góðgerða-
starfsemi eða þá bara viö að „búa
manninum sínum fagurt
heimili”. Hvað er göfugra? —
Þetta gleymist hinsvear fljótlega
þegar þörf er fyrir vinnuafl
kvennanna i atvinnulifinu og þá
er höfðað til dugnaðar þeirra,
stolts og jafnræðis við karlmenn,
jafnvel ábyrgðartilfinningar um
þjóöarhag!
Hagstjórnarstefnan i félags-
málum birtist i þvi, að vinnuafls-
þörfinni fylgja aukin framlög til
barnaheimila, elliheimila og ann-
arra þjónustustofnana, sem aftur
eru skorin niður um leiö og sam-
dráttareinkenna verður vart I at-
vinnullfinu. Lltiö bara á dæmin i
borgarstjórn Reykjavlkur.
Þessi stefna gagnvart konum er
ekkert einsdæmi á tslandi, hún er
rikjandi I auövaldsþjóöfélögum.
Það er fróölegt fyrir okkkur i
byrjun samdráttartlmabils eftir
eins vetrar hægri stjórn að lita á
dæmið frá Danmörku, þar sem
atvinnuleysi hefur aukist gifur-
lega síöustu árin, en þar kemur
fram I yfirliti frá dönsku hagstof-
unni, að hlutfallslega mun fleiri
konur hafa misst atvinnu sina I
iðnaðinum en karlar.
ORÐ
í
BELG
1 skýringum með meðfylgjandi
töflu segir, að atvinnuleysi komi
7—8 sinnum harðar niöur á karl-
kyns verkamönnum en á karl-
kyns opinberum starfsmönnum
og 6sinnum harðar niður á verka-
konum en opinberum starfs-
mönnum af kvenkyni.
En milli kynjanna litur myndin
þannig út, að atvinnuleysi er
tvisvar sinnum meira meöal
verkakvenna en verkamanna og
tvisvar til þrisvars.meira meöal
kvenna sem eru opinberir starfs-
menn en karlanna.
Ekki þarf aö efa að myndin yröi
álíka hér ef ráðamönnum tekst að
skapa það „hæfilega atvinnu-
leysi” sem þeir virðast stefna að.
— vh
Var „eini"
maðurinn einn?
Þó nokkuö margir hafa haft
samband við mig vegna ann-
ars ágætis sjónvarpsþáttar
frá Hornbjargi, þar sem þrá-
stagast var á þvi i kynningu að
haft yrði viðtal við eina mann-
inn sem þar byggi. En viti
menn. 1 þættinum kom slðan
uppúr dúrnum, að „eini”
maöurinn hafði reyndar hjá
sér i vitanum kvenmann, sem
mas. bar sjónvarpsmönnum
kaffi. En kona telst kannski
ekki til manna að mati
sjónvarpsins? spyrja
lesendur.
Og sama mat virtist rikja
hjá prestinum, sem messaöi I
útvarpið 4. mai, benti A.S. á.
Hann talaði oft um „menn og
konur” og virðist þvi ekki telja
konur menn, en geri hann það
vill A.S. benda honum á
oröalagið „karlar og konur” i
þessu sambandi.
Hvað felst í
starfsheitunum?
Að lokum fyrirspurn til
útgefenda „Sambandsfrétta”
frá SiSTStarfsmanni um
starfsheiti á Hamborgarskrif-
stofu Sambands islenskra
samvinnufélaga. 1 frétta-
bréfinu kemur nefnilega fram,
að þar starfi auk
framkvæmdastjóra „einn
islenskur karlmaður”, ein
þýsk „heilsdagsstúlka” og
önnur þýsk „hálfsdags-
stúlka”. Hvaöa starf er að
vera „karlmaður” meira að
segja islenskur, og hvaða starf
er „heilsdagsstulka” og
„hálfsdagsstúlka”? spyr StS-
starfsmaðurinn.
Látum nægja að sinni. —vh