Þjóðviljinn - 25.05.1975, Qupperneq 5
Sunnudagur 25. mai 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Priðsamleg sambúð risaveldanna
hefur verið mjög á dagskrá und-
anfarið, og i sambandi við það er
af þeirra hálfu látið i veðri vaka
að tilgangurinn með viðleitni I þá
átt sé að forða heiminum frá
spennu og háska kaldra striða og
þá enn frekar þeim gereyðandi
voða, sem heitar nútimastyrjald-
ir milli stúrvelda yrðu. En fleira
liggur hér á bakvið, til dæmis
kaldrifjuð viðleitni risaveldanna
til að tryggja áfram yfirráð sin og
itök með helmingaskiptum, og er
þar um að ræða framhaid þeirrar
sögu sem hófst þegar f Jalta og
Teheran, er þeir Roosevelt og
Stalin sömdu. En lika liggja hér á
bakvið engu síður kaldrifjuð viö-
skiptasjónarmið.
David Rockefeller, sem kallaftur
er stundum mesti auðjöfur heims,
er meðal mestu áhugamanna um
aukin viðskipti við Sovétrikin.
Risarnir draga sig saman
t sambandi við samningaum-
leitanir um vinsamlegri sambúð
risaveldanna og rikja þeim á-
hangandi fara fram samninga-
umleitanir um nánari efnahags-
lega samvinnu austur- og vestur-
blakkarinnar en áður hefur
þekkst. Þegar i dag er talað um
svokallaðan heimsmarkað, er
venjulega aðeins átt við kapital-
iska heiminn, og á þeim markaði
eru hin iðnvæddu kapitalisku riki
Norður-Ameriku og Vestur-
Evrópu auk Japans mestu ráð-
andi. Nánari efnahagssamvinna
austurs og vesturs gæti þýtt að
Sovétrikin og fylgiriki þeirra
væru á leiðinni inn á þann mark-
að.
Gagnkvæm þörf
Ekki vantar að bumbur séu
barðar fyrir þessari efnahagslegu
samvinnu jafnt i austri sem
vestri, enda ljóst að báðir aðilar
geta hagnast vel á samstarfinu.
Vestrænu iðnveldin eru i sárri
þörf fyrir hráefni, svo sem timbur
og jarðgas, sem Sovétrikin geta
látið þeim i té, og kreppan á Vest-
urlöndum stafar meðal annars af
þvi að neysluvörumarkaðurinn
þar er mettur og tekur ekki við
meiri framleiðsluaukningu. Vest-
ræna neysluvöruiðnaðinum væri
borgið úr þeim vandræðum i
bráðina, ef Sovétrikin og fylgiriki
þeirri opnuðu markaði sina fyrir
framleiðslu hans.
Sovétrikin standa hinsvegar i
miklum fjárfestingum til aukn-
ingar framleiðslu og nýtingar á
náttúruauðlindum, og til þess
hafa þau mikla þörf fyrir tækni-
lega aðstoð, sem Vesturlönd ein
geta haft aflögu, og stórlán hjá
vestrænum peningastofnunum.
Lifskjörin i Sovétrikjunum og
Áustur-Evrópulöndum hafa batn-
að stig af stigi og kaupgeta auk-
ist, en hinsvegar standa flest
þessara rikja Vesturlöndum enn
verulega að baki i neysluvöru-
framleiðslu. Eftirspurnin eftir
neysluvörum er þvi i rikjum eins
og Sovétrikjunum og Póllandi
miklu meiri en svo að framboðið
innanlands hafi við henni. Sovét-
rikin sjá sér þvi hag i þvi að opna
markað sinn fyrir vestrænum
neysluvarningi —það myndi eyða
þeirri viðtæku þjóöfélagslegu óá-
nægju, sem lengi hefur verið þar
eystra út af neysluvöruskortin-
um.
Strik í reikninginn
Eins og menn muna setti
bandariska þingið hér strik i
reikninginn og gerði það að skil-
yrði fyrir aukinni efnahagslegri
samvinnu við sovéta að þeir
leyfðu gyðingum óhindrað að
flytjast úr landi. Sovétmenn
brugðust við reiðir og kölluðu
þetta grófa tilraun til ihlutunar
um sovésk innanrikismál, og þeir
voru ekki einir um það. Kissinger
var ákaflega óhress yfir þessum
viðbrögðum þingsins, og ennþá
harðorðari var John Connor, full-
trúi sovéskbandariska verslunar-
og efnahagsráösins i Moskvu.
Hann kallaði afstöðu þingsins ,,á-
Kissinger og Bresjnéf á bjarndýraveiðum, eftir að þeir höfðu greitt
veginn fyrir samningi um viðskiptasamstarf — þeim stærsta sem til
þessa hafði verið gerður I heiminum. Margir sögðu að þeir hefðu selt
björninn áður en hann var unninn, þegar Bandarikjaþing setti skilyrði
fyrir að staðfesta samninginn. En fjölþjóðlegu auðhringarnir hafa sin
brögð til að sniðganga þess háttar hindranir..
byrgðarlausa” og fælist i henni að
Sovétrikjunum væri sýnt mis-
rétti. ,,Ég fagna þvi innilega, hve
ákveðna afstöðu sovéska stjórnin
hefur tekið þessu viðvikjandi,”
sagði Connor ennfremur. „Meiri-
hluti bandariskra fyrirtækja er
hlynntur auknum viðskiptum við
Sovétrikin, og ég vona að áður en
mjög langt um liður muni vöru-
viðskipti milli rikja okkar auk-
ast.”
Auðvaldið viðurkennir
ekki landamæri
Umrædd samþykkt Banda-
rikjaþings, sem rússahatarinn og
kaldastriðspostulinn Henry Jack-
son beitti sér mest fyrir, kemur
efalaust til með að tefja eitthvað
fyrir þeirri þróun, sem fjallað er
um i þessari grein. En óliklegt er
að samþykktin stöðvi til lengdar
umrædda viðskipaaukningu aust-
urs og vesturs. Auðvaldið hefur
aldrei viðurkennt nein landa-
mæri, og fjölþjóðlegu auðhring-
arnir eru fyrir löngu orðnir nógu
öflugir til að sniðganga sam-
þykktir þjóðþinga og tilskipanir
rikisstjórna, ef þeimbýður svovið
að horfa. Og áhuginn fyrir auk-
inni efnahagslegri samvinnu við
Comecon-rikin er fyrst og fremst
hjá fjölþjóðlegu hringunum.
Þetta sýndi sig greinilega þegar
Bandarikjaþing hafði gert um-
rædda samþykkt. Þá stóð ekki á
mótmælunum frá kjarnanum i
„big business” Bandarikjanna
með Bank of America, Ford,
General Motors, Pepsi Cola og
oliuhringana i broddi fylkingar.
Þessi fyrirtæki kepptust um að
undirstrika að Sovétrikin væru
hagstæðasti viðskiptavinur, sem
hugsast gæti fyrir Bandarikin.
Þar verður þvi varla sagt að
„vinir” Sovétrikjanna i Banda-
rikjunum séu af verri endanum!
Ha m mer sa m stey pa n
Þetta varpar ljósi á það, sem
löngu var vitað, um hve algert
vald fjölþjóðlegu auðhringanna
er orðið i auðvaldsheiminum.
Jafnvel rikisleiðtogar, sem á yfir-
borðinu sýnast nokkuð sterkir,
eins og raunin var á um Nixon
meðan hann var upp á sitt besta,
eru þegar til kastanna kemur
ekki mikið meíra en íeikbrúður i
höndum þeirra. Nixon sló sér upp
sem sérstökum baráttumanni
aukinna samskipta við Sovétrik-
in. Nú er hann fallinn og þjóðþing
Bandarikjanna hefur sett aukn-
um viðskiptum við Sovét stólinn
fyrir dyrnar — en þóunin i þá átt
heldur áfram engu að siður.
Sú staðreynd, að auðhringarnir
eru fjölþjóðlegir, gerir þeim ein-
mitt tiltöiulega hægt um hönd að
fara i kringum samþykktir þinga
og stjórnatilskipanir. Þetta hefur
meðal annars komið fram af af-
stöðu Occidental Oil, oliuhrings
þess bandarisks sem stendur i
nánustu sambandi við Sovétrikin.
Firma þetta hefur öflugan stuðn-
ing af Chase Manhattan Bank,
þar sem David Rockefeller ræður
lögum og lofum, og að nokkru
leyti einnig af Bank of America i
Kaliforniu. Sameiginlegum við-
skiptum þessara aðila við Sovét-
rikin er stjórnað af Armand
Hammer, helsta stórlaxinum i
Occidental Oil. Hammer-sam-
steypan hefur þegar staðið að
byggingu bandariskrar viðskipta-
og iðnaðarmiðstöðvar i Moskvu
og stóriðjuvers til framleiðslu á
áburði i Kúibýséf við Volgu.
Hammer hefur lika undirbúið
fjárfestingu svo skiptir miljörð-
um dollara til að vinna jarðgas i
Jakútiu og ef til vill á Tjúmen-
svæðinu i Vestur-Siberiu.
Farið skal i kringum
samþykkt þingsins
Eftir að Bandarikjaþing setti
fram skilyrðið um gyðingana og
bandariski Otflutnings- og
innflutningsbankinn skrúfaði i
framhaldi af þvi fyrir lán af til-
efni sovétviðskipta, lýsti
Hammer þvi yfir engu að siður að
hannmyndihaldaáframað hjálpa
sovétum við að koma upp við-
skipta- og iðnaðarmiðstöðinni i
Moskvu og áburðarverinu við
Volgu eins og ekkert heföi i skor-
ist. Hann nefndi sem dæmi að eft-
ir samþykkt Bandarikjaþings
gæti Útflutnings- og innflutnings-
bankinn að visu ekki veitt fé til
þess að leggja leiðslur fyrir fljót-
andi ammoniak frá Togliatti-iðju-
verinu við Volgu til Svartahafs-
ins. En leiðslurnar yrðu lagðar
engu að siður. A yfirborðinu yrði
bara látið svo heita að franskt
fyrirtæki sæi um að fjármagna
framkvæmdirnar!
Auðmagnið fer yfir landamærin
þar sem þvi hentar og þegar þvi
hentar. Ef samþykkt Bandarikja-
þings hindrar þarlend fyrirtæki
að fjármagna framkvæmdir i
Sovétrikjunum, er valdaaðilum
fyrirtækjanna i lófa lagið að láta
erlend fyrirtæki sjá um það fyrir
sig. Fyrirtækin, hvort sem þau
eru bandarisk, vesturevrópsk eöa
skráð annarsstaðar, eru hvort
sem er nátengd og undir sameig-
inlegum yfirráðum fjölþjóðlegu
auðhringanna.
Auðvaldið fær hlutdeild
Að minnsta kosti ehn ein ástæða
er þung á metaskálunum hjá
Vesturlandaauðvaldinu, þegar
það sækist eftir auknum umsvif-
um i Sovétrikjunum og Austur-
Evrópu. Þegar gerðir og fyrir-
hugaðir samningar Hammer-
samsteypunnar við Sovétrikin
hafa verið á þá leið að samsteyp-
an veitir sovétum miljarði doll-
ara i lán til framkvæmdanna, en
fá á móti hlut i framleiðslunni um
langt skeið. Með þessu sjá vest-
rænu auðhringarnir sér færi á að
öðlast óbeina eignarhlutdeild i
sovéskum og austurevrópskum
fyrirtækjum og draga til sin stór-
gróða af framleiðslu þeirra.
Varðandi þetta hyggja vestrænu
hringarnir sér sérstaklega gott til
glóðarinnar. Þeir vita sem er að
Sovétrikin og fylgiriki þeirra hafa
á að skipa hæfu, velskóluðu og
velöguðu vinnuafli, og þar þarf
ekki að óttast vinnutap vegna
verkfalla, sem eru mestur þyrnir
i augum atvinnurekenda á Vest-
urlöndum. Af þessu stafar vax-
andiásókn vestrænna auðhringa i
að flytja fjármagn sitt til Come-
con-landa, gegn hlutdeild i fram
leiðslunni. Hiðhæfa og velskólaða
vinnuafl Comecon-landa tryggir
gæði framleiðslunnar, og góður
vinnuagi og sumsstaðar tiltölu-
lega lágt kaupgjald tryggir lágan
framleiðslukostnað.
//Transideólígísk"
fyrirtæki
Þesskonar samstarf við fram-
leiðslu er á alþjóðlegu viðskipta-
máli kallað „transideólógiskt.”
Nokkur slik „transideólógisk”
fyrirtæki eru þegar komin á legg,
enda hafa sum Austur-Evrópuriki
þegar hagrætt löggjöf sinni til að
greiða þeim veginn. Júgóslavia
gerði það fyrir löngu, Ungverja-
land er búið að þvi, Rúmenia
gerði það 1971 og Pólland er með
það i undirbúningi. Sovétrikin
hafa enn ekki slikt hlið á löggjöf
sinni, en samningamenn vest-
ræna auðvaldsins, til dæmis lög-
fræðingurinn Samuel Pisar, sem
er á vegum Hammer-samsteyp-
unnar, gerir sér góðar vonir i þvi
efni.
Hvor gleypir
hvorn?
Á þvi er ekki vafi að Vestur-
landaauðvaldið gæti hagnast
stórlega á umræddum efnahags-
tengslum og bjargað sér með þvi
úr kreppunni, sem komin er vel
inn i forstofuna hjá þvi. Giskað
hefur verið á að áhugi Sovétrikj-
anna á þessu stafaði sumpart af
þvi, að þau vildu forðast að
kreppan ýtti undir nýja öldu fas-
isma á Vesturlöndum, eins og
fyrrhefurskeð.Miðað við reynslu
Sovétrikjanna af þessháttar er
ekki ástæða til að efa, að sá ótti
ráði einhverju um afstöðu þeirra.
En beinir efnahagslegir hags-
munir ráða einnig miklu um
þessa afstöðu. Hitt er svo annað
mál, að ýmsir marxiskir hug-
myndafræðingar, eins og hinn
kunni fyrirliði danskra kommún-
ista Kai Moltke (sem auknefndur
var rauði greifinn), efast um að
slikt samkrull við auðvaldið geti
samrýmst marxiskum megin-
reglum. Enda þótt þetta geri að
verkum að Vesturlönd verði efna-
hagslega háðari Comeconrikjum
en áður, gæti þetta einnig haft i
för með sér að Sovétrikin og fylgi-
riki þeirra drægjust að verulegu
leyti inn á heimsmarkað auð-
valdsins og yrðu lögmálum hans
háð. dþ.
Nýr „heimsmarkaður” Vesturlanda
og Comecon-ríkja í uppsiglingu?