Þjóðviljinn - 25.05.1975, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 25.05.1975, Qupperneq 7
Sunnudagur 25. mal 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Hvaö kostar doktorinn? Lögreglan i Frankfurt am Main i Vestur-Þýskalandi hefur komið upp um hóp glæpona sem um ára- bil hefur grætt drjúgan á þvi að selja lysthafendum falskar dokt- orsgráður breskar. - Meðal viðskiptavina voru framúrskarandi bisnessmenn ýmiss konar, læknar, stjórnmála- menn, blaðamenn og ýmsir aðrir. Þeir greiddu frá 30 þúsundum og upp i 100 þúsund mörk fyrir lær- dómstitla (allt að 6,5 miljónum isl. króna) og var-þvi góð velta hjá fyrirtækinu. Glæponar þessir störfuðu undir nafninu Enska frikirkjan. Hugvitssamur skattsvikari Henri Pratz heitir allþekktur franskur vinframleiðandi sem hefur verið handtekinn fyrir að svikja alls miljarð franka undan skatti. Pratz sveik undan skatti hvort sem hann seldi vin eða ekki. Hið siðarnefnda var jafnvel auð- veldara en það fyrrnefnda. Vin eru auðvitað skattlögð sem önnur vara, og það allriflega. Pratz falsaði söluskirteini og með þvi að smjúga i gegnum ýmisleg göt á skattakerfinu hirti hann i reiðufé afslátt af sköttum af sölu sem aldrei fór fram. Sovéskir eiga 20% skóglendis Nú liggur fyrir nýjasta yfirlit um skóglendi i Sovétrikjunum. Svona yfirlit hefur verið gert með reglulegu millibili frá þvi bylting- in var gerð 1917, og hafa þau ó- metanlega þýðingu fyrir allt efnahagslif i landinu. Skóglendið er i heild 770 miljónir hektara, eða nálega þriðjungur af flatar- máli alls landsins, og er það meira en 20 prósent af öllu skóg- lendi i heiminum, 1 þessum skóg- um eru um 1500 tegundir af trjám og runnum. I /■ Einn af lesendum okkar er allt- af að velta þvi fyrir sér hvernig á þvi standi, að ákveðin kvengerö er kölluð „slæmar stúlkur”. Drottinn minn dýri, segir hann, það eru einmitt þær sem gera þaö sem maður biður þær um! ÓLAFUR HAUKUR SÍMONARSON SKRIFAR Þeir komu á skjáinn sex talsins, einn þóttist stýra umræðunni, hinir þóttust stýra þjóðarbúinu eða stjórnmálaflokkum. Það var eitthvað merkilegt sem gerðist. Sex mönnum tókst að sitja skrafandi — að vísu tal- aði bara einn f einu einsog vera ber með kurteisum og kúlti- veruðum mönnum — en þeir sögðu ekki neitt. Mörg orð komu uppúr þeim, það er alveg rétt, góö meðalnýting á túngum og gómum, en það voru bara gömlu lögin súngin og leikin. Gamla, endalausa syrpan. hinn sjálfhverfi hugsana- strúktur „fagsins”, gripi til við ákveðin tækifæri. Þeir körpuðu meinleysislega um það „hverjar hefðu verið hinar raunverulegu kringum- stæður þegar stjórnin fór frá”.Þeir virtu úti æsar þá öryggisreglugerð sem Gagn- kvæma Flokkatryggingarfélag- ið hefur fyrir löngu sett tilað koma f veg fyrir tjón af völdum RAUNVERULEGRA AND- STÆÐNA I þjóðfélaginu. Þeir voru allir svo sætir, en þó einsog hjálparlaus börn, vand- t skoðun afborgunargaleiðu- þrælsins. Þegar þetta er uppá 1 þjóð- félaginu, þá finnst manni fjarska skrltið að heyra ennþá sjóaða fjölmiðlara, menn sem hafa setið inni á stofnunum rikisins I mörg ár, jafnvel ára- tugi, hefja sönginn um „hlut- leysið”, um „óhlutdrægnina”, sem eigi aö vera leiðarstjarnan ein og skær. Nú væri einmitt timi til kominn fyrir þessa menn að skyrpa útúr sér gömlu lummunni, tala út um sln vandamál klárt og kvitt, ræða eru kannski ekki alveg lausar úr öllum tengslum við hlutveru- leikann, og það skyldi þó aldrei vera að „skoðanir” gull- kálfanna I Framsóknarflokkn- um væru samtvinnaöar veltu hlutanna inná og útaf vöru- lagerum SÍS? Óhlutdrægnihugtakið er notað sem einskonar haltukjafti- brjóstsykur tilað stinga uppi starfsmenn fjölmiðlanna.En hún er blátt áfram hlægileg þessi meykerlingargrima sem notuð er tilað hylja afturhalds- ásjónu hljóðvarps og sjónvarps og stéttarlega þjónkun yfir- manna þessara stofnana, ósjálf- ráða og meðvitaða. Menn átta sig nefnilega oft ekki á augljósu staðreyndunum þegar 'búið er með merkingarlausum hugtök- um að færa veruleikann nógu mikið á skjön. ÚTÍ EYÐIMÖRKINA Auðvitað var umræðustjórinn seinheppinn, en það hefur hann verið áöur: hann bregst aldrei helgustu skyldu sjónvarparans: aö lifa I sátt við „óhlutdrægnis- lögmálið”. En það er hvorki skýring né afsökun — þetta var klént spil. Kannski hvislarinn hafi ekki mætt. Segjum það nú einusinni enn: Stjómmálamenn og embættis- menn eru að verða leiðinlegri, hugmyndafátækari og betur snyrtir með hverjum deginum sem liður. Flestir eru líka hættir aö skipta sér af þeim. Þeir bara eru þarna. Embættismönnunum er nokkur vorkunn, þeir eiga lögum samkvæmt að fá að morka á sinum feitu rössum, nema þeir hlaupist á brott með stóra sjóði eða kveiki I kontórn- um slnum. Þeir eru löglega af- sakaðir. Stjórnmálamennirnir eiga ekki að sitja eins fast á rassinum, það er eitthvað til sem við nefnum kosníngar. Þeir eiga að „leggja verk sln undir dóm kjósenda”. Þá verða þeir að minnsta kosti að draga aftur um sæti I þingsalnum. Þeir eiga ekki að gróa við stólana þótt þeir geri það. Þeir eiga að bera einhverja ábyrgð á orðum sin- um og gerðum. En þegar þeirra hjartans deilumál eru skegg keisarans, þá er erfitt að gánga að þeim sem ábyrgum aðilum. Þegar deilan snýst um það hvor hafi veriö mælskari Tobba mál- lausa eða Þura þögla. Auðvitað eru stjórnmálamenn menn, meirasegja ófullkomnir menn eins og allir menn. Þeir eru ekki minni menn fyrir það: En það er eitt sérilagi sem gerir að þeir skera sig úr hópi annarra manna: þeir eru at- vinnumálaskrafsmenn. Þeir eru fagmenn sem lifa og hrærast i sinu fagi með sinum likum, þeir draga ótrúlegan dám hver af öörum, ný andlit renna býsna fljótt inni safnið: nýliðarnir eru fljótir að tileinka sér hugsunar- hátt, talsmáta, framkomu, lifs- stll þeirra sem fyrir eru, en einkum gegnkvæma tillitssemi Islenska flokkakerfisins sem gerir að allur raunverulegur skoöanaágreiningur gufar upp. Sjónvarpsumræöan var skóladæmi um þaö hvernig at- vinnumálskrafsmenn koma fyr- ir, hvemig málið talar, orðin koma sjálfkrafa. Maður haföi á tilfinnlngunni aö mennirnir not- uðu ekki orðin, setningarnar, túngumálið tilað tjá sig, heldur væru þeir einskonar hátalarar eða málpipur sem túngumálið, lega sminkaðir og skínandi vel greiddir, málfarið var sömu- leiðis snyrtilegt, ekkert sjó- mannaorðbragð, enginn vél- smiðjutalsmáti, augun lýstu af ábyrgðartilfinningu og stillingu. Það var auðséð á þeim öllum að velferð. þjóðarinnar er þeim hjartans mál. Ekki bara flokks- ins eða stéttarinnar — nei, vel- ferð allrar þjóðarinnar! Draumur uppúr dós, var sagt hér áður fyrr. Þeir minntu mig á þessi fleygu orð, draumur uppúr dós. Sællegir, en jafn- framt áhyggjufullir vegna dularfulls hvarfs gjaldeyris- varasjóðsins. Það var á þeim að heyra að ástandið væri skuggalegt. Þó hafði forsætisráöherra eygt glætu. Hann hafði hitt norð- mann á götu og norðmaðurinn haföi fullyrt að Gatsbyföt væru dýrari i ósló heldren i Reykja- vfk. Þetta þóttu forsætisráð- herranum góð tíðindi. Svo væru víða erfiðleikar. Til að mynda i Danmörku. En þar hefur ihald- inu tekistað búa til „hæfilegt at- vinnuleysi”. En það er ekki nóg með að eitthvað sé rotið i danaveldi þessa dagana, heldur má full- yrða að á Islandi sé pólitisk ná- lykt I loftinu. Sexmenníngarnir á skjánum drógu ekki úr þeirri lykt. Tvennt er það sem einkum lyktar nálega: Lltilþægö vinstri manna, og fruntaskapur ihalds- aflanna. Fruntaskapurinn ein- kenndi meðferð járnblendi- málsins, fruntaskapur er eina nafniðyfir framkomu útgerðar- manna og rlkisvalds gagnvart sjömönnum á togurunum, fruntalegur var burtreksturinn á hinu fremur frjálslynda út- varpsráði, fruntaskapur á lægsta plani er árásin á kjör aldraðra, fruntaskapur ein- kenndir kaldastriðsherferð fjöl- miðlanna. Lltilþægð hefur hinsvegar sett svip á samtök launafóks og verldýðshreyfínguna, en þó ekki siður — og þar er ég hnútum kunnugri — á mennta- og lista- menn, lítilþægð þeirra er ótrú- leg á tima þegar ljóst er að ihaldsgaurar eru meira og minna að sölsa undir sig alla út- gáfustarfsemi, jafnt útgáfu bóka sem timarita, að ógleymd- um öðrum fjölmiölum. Menn viröast ekki koma á það auga að skoðanamyndun I þjóö- félaginu er að taka á sig æ staðlaöra form. Sifellt er að þrengjast um þá sem hafa aðra skoðun en hina stööluöu lifs- opinberlega vanda fjölmiðl- anna, I stað þess að hlúnkast með slna komplexa I þögn — þrúgandi íhaldsþögn. Hví ekki að spyrja: Hvað merkir raunverulega að vera „óhlutdrægur”? Hvernig ber að meta „skoðanir” I heimi sem er fyrst og fremst hlutveruleiki, heimi sem stjórnast af hlutun- um, en ekki af „skoðunum”. Hvað býr til heiminn i höfði mér, er það „skoðanir” sem ég veg og met, eða er það baksvið þessara skoðana, hlutirnir sem móta viðhorf mitt? Ljósar sagt: stéttarafstaða min, hver er hún? Fréttamenn eiga samkvæmt starfssamningi að sjá mönnum fyrir upplýsingu um ferli hlut- anna Ihlutveruleikanum, og það eru þessi ferli hlutanna, ekki einhverjar ,,skoðanir”,sem móta llf einstaklinganna, meira eða minna, bæði verkafólks og kapitalistans. Það eru ekki „skoðanir” Geirs Hallgrims- sonar settar fram I stöðluðum setnlngum sem skipta máli, heldur hreyfingar fjármagnsins I höndum hans. Fréttamenn hengja sig i ýmislegt tilað komast hjá því að opna augun. Þeir hengja sig t.a.m. I útvarpslögin, þarsem segir að rikisfjölmiðlarnir eigi „að kappkosta að halda uppi rökræðu um hverskonar mál- efni sem almenning varða, á þann hátt að menn geri sér greinfyrir mismunandi skoðun- um”. Þarnaer áreiðanlega eitthvað aö höggva i fyrir menn sem Penna og þora að hugsa.Eru ekki i þessum texta ansi margar goðsagnir saman komnar? Vek- ur textinn engar spurningar? Hverjir halda uppi „rökræð- unni” I rikisfjölfniðlunum? Er það „almenningur sem málin varða”? Hver er þessi „al- menníngur”? Er „almenning- ur” tómt hugtak i munni prett- ara? Hver eru þessi „málefni sem almenning. varða”? Eða öllu fremur: Hver eru þau „málefni sem almenning varða” ekki? Hverjir skera úr I þessu máli? Hinir dularfullu „aðilar vinnumarkaösins”? Eða eru það englabossarnir i út- varpsráöi? Hvernig er skorið úr um hvað séu „mismunandi skoðanir”? Allt eru þetta spurningar sem textinn vekur. Viö þær má bæta. Hvað er gert tilað rissa upp bak- grunn þeirra „skoðana” sem tjáðar eru i ríkisfjölmiðlunum? Skoðanir Geirs Hallgrimssonar Tökum dæmi af praxis hug- taksins „óhlutdrægni”. Vinnudeila kemur upp I stóru fyrirtæki. Sjónvarpsmenn vilja fullnægja upplýsingaskyldu sinni og kalla á sinn fund einn fulltrúa frá hvorum deiluaðila, einn kemur úr stjórn fyrirtækis- ins og trúnaðarmaður mætir fyrir hönd vinnufélaga sinna. Þessir tveir menn fá jafn lángan tima tilað skýra málstað sinn. Annar talar fyrir munn margra, fyrir hóp vinnufélaga. Hinn tal- ar fyrir kliku, stjórn eða jafnvel aðeins sjálfan sig, ef um er að ræða einkafyrirtæki. Sjónvarps- maðurinn hefur hefðinni trúr hvorki gögn i höndunum um raunverulega afkomu fyrir- tækisins né vitneskju um rekst- ur þess. Hann lætur hina tvo þvi um að upplýsa málið, og þeir bera fram andstæðar upplýsingar sem þeir staðhæfa hvor um sig að séu réttar. Hér er verið að lýsa stétta- átökum .Stór hópur verkafólks á i höggi við atvinnurekanda á opinberum vettvángi. Hlutverk fréttamannsins i þessum leik er i rauninni það að leggja atvinnurekandanum lið. Það er ekki vist að fréttamaður- inn geri sér þetta ljóst, en með þvi að- hann leggur að jöfnu hagsmuni eins atvinnurekanda og hóps verkafólks, þá er hann að leggjast á sveif með atvinnu- rekandanum. Um leið og frétta- maðurinn veitir báðum aðilum jafnt svigrúm tilað túlka sín sjónarmið og reka fyrir þeim áróður, þá er hann að taka stéttarlega afstöðu. Frétta- maðurinn stendur i þeirri ein- földu trú að hann fylgi gullinni reglu um „óhlutdrægni, þegar hann I raun er gróflega hlut- drægur. Hann metur afkomu og Hfshamingju fjölda verka- manna minna en „skoðanir”, i rauninni efnahagslega hags- muni, eins atvinnurekanda. Til gamans skulum við færa þessa helmingaskiptareglu út- varpsins, sem hér var lýst i sambandi við vinnudeilu, yfirá dagblöðin. Þá mundi reglan þýða það að Morgunblaðið, Vis- ir, Timinn og Alþýðublaöið mættu aðeins koma út i 10 þús- und eintökum samtals, en það er upplag Þjóðviljans, sem er eina dagblaðið sem yfirleitt allt- af túlkar málstað verkafólks og styður baráttu þess. Að lokum — það rennur skyndilega upp fyrir mér á hvað þessi dæmalausi fundur flokks- formannanna á skjánum minnti mig: Andaglas.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.