Þjóðviljinn - 25.05.1975, Page 17

Þjóðviljinn - 25.05.1975, Page 17
Sunnudagur 25. mai 1975 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 17 ÞORSTEINN JÓNSSON: kvíkmyndakompa Gamall maður og ungur dreng- ur á ferö með klyfjahesta. Þeir fara um landið, hverfa slöan skyndilega og sjást aldrei meir. Hvergi kemur fram, hverjir þeir eru, hvert þeir eru að fara. né nokkuð annaö, sem gæti skýrt tilgang atriðsins. Ingólfur bóndi á Selfossi riður meðfram árbakka ásamt dóttur sinni Guðnýju. Þau fara af baki, ræðast eitthvað við og rjúka siöan af staö. Innskotsatriði, Lénharðsmenn þeysa um héruð. Siðan sjást þau feðgin enn leggja af stað úr sömu kvosinni. Eysteinn sést á gangi á víðáttu- mikilli sléttu. Leiðir þeirra Lénharðs skerast, Eysteinn held- ur áfram án þess að stansa, en Lénharður og hans menn snúa við og elta Eystein. Þeir fjarlægjast áhorfandann. Þá sjást þeir skyndilega úr gagnstæðri átt ofan frá eins og áhorfandanum hafi verið lyft á pall á miðri sléttunni til þess að hann sæi betur yfir hópinn. Samt sést ekkert fleira en I mynöskeiðinu á undan. Þarna hefur hækkað sjónhorn enga dramatiska þýöingu. Auk þess brýtur skeytingin á tvennan hátt stafsetningarreglur kvikmyndar. Bæði myndskeiðin hafa sömu myndstærö, og seinna mynd- skeiðið er tekið úr gagnstæðri átt við hitt og ruglar þess vegna rúmskyn áhorfandans. Messa. Presturinn sést framan frá við altarið. Tökuvélinni er lyft þannig aö kirkjugestir birtast á bakvið og hvolfast yfir prestinn. Athyglin færist af prestinum á gestina. Nýtt myndskeið, og nú sést presturinn aftanfrá og hann snýr sér þannig að við áhorfand- anum blasir svipuð mynd og I byrjun með nýju baksviði.Siðan eru þessar sömu myncfir éndúr- teknar. Hin dramatíska hreyfing tökuvélarinnar i fyrsta mynd- skeiðinu er ekki I neinum tengsl- um við atburöarásina. Myndskeiðið er fremst I mynd- kaflanum, og hjálpar þess vegna áhorfandanum fyrst og fremst til aö átta sig á staðháttum. t slikt staðháttamyndskeið á þessi áhrifamikla tökuhreyfingu ekkert erindi. (Þetta er eina tökuhreyf- ingin af þessu tagi i allri kvik- myndinni). Eftir þetta myndskeiö hefur áhorfandinnáttað sig á stað- háttum, og þess vegna þarf ekki að sýna honum fleiri staðhátta- myndir. Allt þetta ruglar áhorf- andann i riminu og dregur úr á hrifum nærmyndanna af kirkju- gestum, sem eru aðalatriði myndkaflans. Þannig má lengi telja upp ýmsa myndkafla I kvikmyndinni Lén- harður fógeti og lýsa göllum I byggingu hennar. Að þvi leyti væri hún vel fallin til kennslu I kvikmyndagerð. Gallarnir I kvikmyndafrásögn- inni eiga sér tvær meginorsakir. Onnur erikvikmyndastjórninni og hin I byggingu (tökuhandriti) kvikmyndarinnar. Þar sem ég þekki til er venjan að einn maður gegni kvikmynda- stjórn. Hér á landi er aö skapast sú venja að kvikmyndastjórn sinni tveir menn, annar stjórni leiknum og hinn upptökunni og sviðsetningin kemur sennilega I hlut beggja. An þess að hafa reynslu af þessu fyrirkomulagi get ég þó fullyrt að þaö hlýtur að gera óvenjulegar kröfur til sam- starfs og einhugs þessara tveggja manna. Þótt kvikmyndagerð sé samstarf margra aðila, þá er afar sjaldgæft að hver einstakur starfskraftur kvikmyndar geti unnið sjálfstætt. Þaö þarf að samræma framlög hinna ýmsu starfskrafta til þess að heimildar- myndin verði ekki tómur rugling- ur. Það er starf kvikmyndastjóra að haga starfinu þannig að framlag hvers og eins njóti sin sem best og beinist að sama marki. Þetta hefur alls ekki tekist i Lénharði fógeta. Atburðir gerast án þess að áhorfandinn fái tilfinningu fyrir Svallveislur Lénharösmanna taka drjúgan tlma I kvikmyndinni, MISTÖK TIL AÐ LÆRA AF staðnum og umhverfinu. Inni- atriöin virðast öll vera tekin I sama skálanum nema nauögunaratriðið og messan. Lénharösmenn flengriða við sjóndeildarhring nokkrum sinn- um og ýmsir menn riöa inn á milli stórra steina, en hvaðan þeir koma eða hvert förinni er heitiö er ráðgata þar til heimafólk á hverjum staö þekkist. Leiktjöld og svið njóta sin engan veginn og starf leikmyndateiknara er þvi að mestu leyti unnið fyrir gýg. Verkefni kvikmyndatöku- mannsins heföi meöal annars átt að vera það, að lýsa eða gefa til- finningu fyrir sviöinu með þvi að mynda leiktjöldin og fella þau inn i atburðarásina. Það tókst ekki. Auk þess er myndbygging viða slæm. Klippingin er klaufaleg i atrið- um, þar sem ekkert gerist annað en að persónur standa I hrókasam ræðum. Klipparinn tekur það til bragðs að klippa frá viðmynd á nærmynd og aftur á viömynd, hoppa fram og aftur meö áhorfandann til þess að reyna að bæta fyrir galla i tökuhandriti. Léttvægt myndefni er brotiö niöur I mörg myndskeiö án þess að þess sé þörf vegna atburða- rásarinnar. Hins v. má segja að rennsli sé gott I myndinni og hún sé ekki beinlinis langdregin. Fyrrnefndum ástæðulausum klippingum fylgir hljóðmaðurinn eftir með þvi aö hoppa fram og aftur með raddstyrk leikenda og vekja ennþá meiri athygli á göll- unum. Myndhljóðin (effektar) elta hverja smáhreyfingu af nákvæmni, en þeim er ekki fengiö neitt dramatiskt hlutverk. Þess vegna rugla þau áhorfandann og beina athygli hans að smáatrið- um. Galli I tökuhandriti getur leitt til keðju af mistökum á ýmsum stigum. Mistök eins starfsmanns eyðileggja starf annars. Það er starf kvikmyndastjórans aö koma i veg fyrir slikt. Undirbúningur handrits aö leikinni kvikmynd fer fram á nokkrum stigum. Fyrst er gerð myndlýsing, sem er fáeinar siður og lýsir I höfuödráttum persónum umhverfi og efnisþræöi kvik- myndarinnar. Þessari myndlýs- ingu fylgja gjarnan skýringar, þar sem gerö er grein fyrir inntaki verksins og tilgangi og auk þess upplýsingar um framkvæmdaatriði svo sem nauðsynleg tæki, mannafla, leik- tjöld o.s.frv. Siðan er skrifað söguhandrit meö öllum efnis- þræðinum og samtölum. úr sögu- handritinu er unnið tökuhandrit. Þai' er efnið brotið upp i mynd- kafla og myndskeið. Hverju myndskeiöi fyrir sig er nákvæm- lega lýst. Tilgreint er hvaö gerist, hverjir séu i myndinni, hvað sé sagt, hvaö heyrist af hljóðum, myndstærð myndhorn og áætluð lengd myndskeiösins. Reglan er sú, aö kvikmyndastjóri er annað- hvort höfundur eða samhöfundur tökuhandrits. Við leikna kvik- mynd, þar sem allt er samið og sett upp, er ekki hjá þvi komist að verja miklum tima I gerð töku- handritsins. Þaö eitt getur hindr- að óbætanleg mistök I upptökunni og óyfirstiganleg vandamál I klippingu. Ýmis atriði meöal annars fyrrnefnd leikhúsatriði, þar sem fólk hittist á ýmsum stöðum, (jafnvel I óbyggöum) tekur tal saman og skilst, atriði yfir utan kirkjuna, atriði fyrir utan bæinn á Selfossi, benda til þess að ekki hafi veriö vandað til tökuhand- ritsins á Lénharði fógeta. Sá grunur læðist jafnvel aö manni, að tökuhandrit hafi aldrei verið gert. Ég hef hér fjallaö um myndræna byggingu Lénharðs fógeta og leitt hjá mér að ræða hinn uppskrúfaða texta myndar- innar, efniviðinn (upphaflega leikritið) og frammistöðu leikara. Einnig hef ég viljandi lagt aðaláherslu á galla myndarinnar og ekki hirt um að hrósa þvi sem vel er gert, vegna þess að gallarn ir I myndfrásögninni eru svo al- varlegir að hrósvert athæfi inn á milli fellur eins og hvert annað vindhögg. Þó leitt sé frá að segja, er myndin að gæöum ekki betri en gerist um myndir námsfólks i kvikmyndaskólum. Slikir skólar eru einmitt reknir fyrst og fremst til þess að veröandi kvik- myndafólk geri fyrstu óhjákvæmilegu mistök sin við ódýra framleiöslu. Þannig er komið I veg fyrir að mistökin kosti tugi milljóna. „Gæfan veltur á ýmsum endum” — Lénharður treysti þvl að hann gæti farið slnu fram vegna sundur- lyndis íslendinga, en svo fór að lokum að höfðingjar og ' biiandkaliar tóku sig saman og handtóku hann

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.