Þjóðviljinn - 03.06.1975, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 03.06.1975, Qupperneq 1
Þriðjudagur 3. júni 1975 — 40. árg. —122. tbl. Hval ver- tíð tefst Hvalbátarnir komast ekki út fyrr en samið hefur verið i Hvalstöðinni Hvalvertíðin átti að hefjast i fyrrinótt en ekkert varð af þvi að bátarnir héldu út vegna þess að enn er ósamið við starfsfólk Hvalstöðvarinnar. Þorleifur Bjarnason, for- maður Verkalýösfélags Hval- fjarðar, sagði i gær, að ekki yrði hafin vinna i Hvalstöðinni fyrr en samningar hefðu verið gerðir. Fyrir utan almennar kröfur ASÍ fer verkalýðs- félagið m.a. fram á sérstakt óþrifaálag, þrjá næturvinnu- tima fyrir heimferð i stað eins og hálfs áður, og kr. 10 þúsund i fatapeninga i stað 'i þúsund áður. Þorleifur sagði,að forráða- menn Hvalstöðvarinnar teldu sig ekki geta tekið afstöðu til þessara sérkrafna fyrr en samið hefði verið um almenn- ar kauphækkanir i landinu. Samningaviðræður hafa ekki átt sér stað i Hvalstöðinni siðan fyrir helgi. Hvalvertiðin getur semsagt ekki hafist fyrr en samið hefur verið i Hvalstöðinni, en þar vinna um 60 til 80 manns. Dagana fram að verkfalli 11. þ.m. mætti,að sögn Þorleifs veiða allt upp i 40 hvali, ef vel viðrar. Yrði svo um langt verkfall að ræða væri ljóst að besti timi hvalvertiðarinnar færi forgörðum. VERKAL ÝÐSHRE YF- INGIN VANN SIGUR í DAG Þvingunarlögin 1942. Sjá 6. síðu Sumar búvörur Rœtt við forseta hækka. B.Í.L. Sjá opnu. Sjá baksíðu STJORNIN GAF EFTIR Þvingunarlögin komust aldrei í framkvœmd og eru marklaust plagg Eins og við var að búast liggja þvingunarlög rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar nú sem mark- laust plagg i skrifstofu hans i stjórnarráðinu, þau komust aidrei i framkvæmd, verkalýðs- hreyfingin og starfsfólk rikis- verksmiðjanna braut þessi ólög á bak aftur með samtakamætti sinum. Rikisstjórn Geirs Hall- grimssonar tókst ekki frekar en öðrum rikisstjórnum að setja þvingunarlög á islenska verka- lýðshreyfingu. Hún vann fullan sigur þegar þess var óskað af rikisstjórninni að viðræður yrðu teknar upp að nýju milli samninganefndar verkalýðsfé- laganna og rikisverksmiðjanna. Framhald á 14. siðu. STEYPUBILAR FYLLTU MIÐBÆINN A ellefta timanum i gær óku um fimmtiu steypubílar frá steypustöðv- unum i Reykjavík nokkra hringi kringum Tollstöðvarhúsið, þar sem næturfundur I rikisverksmiðjudeilunni stóð yfir. Þeyttu bilstjórarnir flautur sínar og vakti þetta tiltæki, sem vafalaust hefur átt að vera krafa um að samningum væri flýtt, talsverða athygli. Samninga- mönnum i Tollstöðvarhúsinu fannst þetta þó flestum léleg fyndni eins og samningastaðan var i nótt. Þá höfðu samningamenn einnig orð á þvi að starfsfólk steypustöðvanna hefði getað sýnt starfsfólki rikisverk- smiðjanna samhug og stéttvisi á annan hátt en þennan. MIKILL SKRIÐUR á samningum í ríkisverksmiðjum Mikill skriður var á samningum i rikisverksmiðjudeilunni I gærdag og I gærkvöldi. Virðist nú ætla aö sannast sú afstaða samningamanna starfsfólks i verksmiðjunum og verkalýðsforystunnar, að ekki hafi verið óbrúanlegt bil i samningunum, þegar rikisstjórnin gerði tilraun sina til þess að setja á þvingunariög i deilunni. Samningamenn voru bjartsýnir i gærkvöldi og vænta má að málin hafi skýrst mjög á fund- inum i nótt. Aðalfundur Dagsbrúnar: V erkf allsheimildin samþykkt einróma Aðalfundur Dagsbrúnar var haldinn i Iðnó á laugardaginn. 1 upphafi minntist formaður félagsins látinna félagsmanna. 52 félagar höfðu iátist á árinu. 367 félagar bættust á féiagsskrá. 424 félagsmenn nutu bóta úr Styrktarsjóði Dagsbrúnar á sl. ári, og greiddi sjóðurinn rösklega 7 milj. kr. i bætur. A vegum Lif- eyrissjóðs Dagsbrúnar og Fram- sóknar annaðist skrifstofa félags- ins greiðslu til Dagsbrúnar- manna skv. lögum um greiðslur á lifeyri til aldraðra i' stéttarfélög- um. 471 Dagsbrúnarmaður eða ekkjur fengu greidd þessi eftir- laun og var heildarfjárhæðin um 25 milj. kr. Greiddar bætur og lifeyrir til Dagsbrúnarmanna nam þvi alis um 33 milj. kr. sl. ár. Aðalfundurinn samþykkti að árgjald félagsmanna fyrir 1975 skyldi vera 5.000 kr. A fundinum var einróma sam- þykkt heimild til handa trúnaðar- mannaráði félagsins að boða vinnustöðvun frá og með 11. júni næstkomandi hafi samningar ekki tekist fyrir þann tima. Lýst var stjórnarkjöri, sem fram fór i lok janúar og varð til- laga stjórnar og trúnaðarráðs sjálfkjörin: Formaður Eðvarð Sigurðsson, varaformaður Guð- mundur J. Guðmundsson, ritari Halldór Björnsson, gjaldkeri Pét- ur Lárusson, fjármálaritari, Andrés Guðbrandsson og með- stjórnendur Baldur Bjarnason og Gunnar Hákonarson, i varastjórn eru Ragnar Geirdal Ingólfsson, Högni Sigurðsson og Þórður Jó- hannsson. TT. r . OSW.:«F 1«^ .. T Benedikt Gröndal, Magnús Kjatansson og Magnús Torfi Ólafsson á leið inn i stjórnarráðshúsið i gærmorgun. Saniráð við stjórnar- andstöðu- flokkana? Kl. 11 i gærinorgun héidu full- trúar stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðu til fundar að kröfu stjórnarandstöðunnar eins og getið var i blaðinu á laugardag. Fulltrúi Alþýðu- bandalagsins i þeim viðræðum var Magnús Kjartansson alþingismaöur. Hann skýrði Þjóðviljanum svo frá i gær, að hann hefði á fundi þessum gert grein fyrir þeirri afstöðu stjórnarandstöðu- flokkanna,að þeir styddu ein- læglega verkalýðshreyfinguna og starfsfólk verksmiðjanna þriggja. Lagði hann jafnframt áherslu á, að þing yrði kvatt saman, ef öngþveitisástand skapaðist i þjóðfélaginu,vegna þess að stjórnin fengi ekki við neitt ráðið. Þá var þess krafist að stjórnarandstaðan yrði látin fylgjast með gangi mála áður en til meiriháttar ákvarðana kæmi, þannig að stjórnarand- stöðuflokkarnir hefðu aðstöðu til þess að koma sjónarmiðum sinum á framfæri. Geir Hallgrimsson og ölafur Jóhannesson hefðu lýst þvi yfir, að þeir hefðu einnig áhuga á að hafa samráð við stjórnarand- stöðuna Fund þennan sóttu auk Magnúsar Kjartanssonar: Benedikt Gröndal og Kjartan Jóhannsson af hálfu Alþýðu- flokksins, Magnús Torfi Ólafsson af hálfu Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna og ráðherrarnir Ólafur Jóhannesson og Geir Hall- grimsson. Astandið í ríkisverksmiðjunum — Sjá baksiðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.