Þjóðviljinn - 03.06.1975, Side 7

Þjóðviljinn - 03.06.1975, Side 7
Þriöjudagur 3. júni 1975 WÖÐVILJINN — StÐA 7 Nokkrir skólastrákar gerðu tilraun tii verkfallsbrots I Áburðarverksmiðjunni fyrir siðustu helgi, en greindari menn komu vitinu fyrir þá. Annars rlkti algjör samstaða um að brjóta þvingunarlögin á bak aftur, enda fór svo, að i annað sinn tókst að gera óvirk bráðabirgðalög, sem enga stoð áttu sér I réttar- meðvitund launafólks. Fyrra skiptið var árið 1942 og er að þvi vikið I meðfylgjandi grein. (Mynd: S.dór.) öllum sviðum — verður nú háður, hvar sem verkalýður vinnur og starfar. Það verður barátta út- laganna, sem bannað hefur verið að beita löglegum samtökum sin- um i þvi skyni. Einræðisstjórn miljónamæringanna, sem heldur, að hún geti brotið alit undir sig með ofstopa sinum, á nú eftir að sjá nýja hlið á baráttu verkalýðs- ins: óþreytandi skæruhernað, þar scm hugvit, þrautseigja og fórn- fýsi verkalýðsins mun knýja fram kjarabætur og grafa grunninn undan yfirdrottnun einræðis- þjösnanna”. (Leturbr. minar, dþ.) Skæruverkföll Kjör launastétta voru þá að al- menningsáliti lök miðað við kjör annarra starfsstétta og eftirspurn eftir vinnuafli var viðast i landinu meiri en framboðið. Talsvert varð um það að atvinnurekendur, sem vantaði vinnuafl, byðu kjör fram yfir gildandi taxta. Þetta létti undir með verkamönnum og hófu þeir nú skæruverkföll á vinnustöðvum. ,,Og þó voru það ekki verkföll: verkamennirnir hættu bara að vinna á ákveðnum vinnustað einhvern ákveðinn eða óákveðinn tima, hvergi var að finna hvitliða i skarðið, og hvergi var hægt að koma við hriðskota- byssum gerðardómslaganna”. Fyrstu vinnustöðvaátökin, sem verulega athygli vöktu, urða hjá Eimskip i júni. Eimskip greip til þess gerræðis að beita hermönn- um við affermingu skipa, en varð að láta undan siga. I kjölfar þess sigurs kom hver vinnuflokkurinn af öðrum, Lögðu verkamenn megináherslu á þá kröfu, að þeir fengju sama dagkaup og áður með átta stunda vinnudegi. Var þetta i raun krafa um kauphækk- un, þvi að vinnutimi var viðast langtfram yfirátta stundir á dag. ,,I bæjarvinnunni i Reykjavik fengu verkamenn viðurkenndan átta stunda vinnudag i júli, Hafn- firðingar i vegavinnu rikisins, á Akranesi fengu verkamenn átta stunda vinnudaginn viðurkennd- an eftir nokkur átök og nokkru siðar á Isafirði. Siðan er tekið að semja opinberlega um hækkað kaup. Gerðardómsiögin eru orðin pappirsgagn eitt....” Stórfelld vinstri sveifla Fleira hafði þegar hér var kom- ið, borið við, sem bæði var afleið- ing af hetjulegri baráttu verka- manna og létti þeim jafnframt róðurinn. Eftir að sósialistar náðu forustu i Dagsbrún varð það félag forustuaflið um sameiningu alls verkalýðs landsins i eina fylkingu. Verkalýðsfélög þau, sem verið höfðu utan Alþýðusam- bandsins, sóttu nú hvert af öðru um upptöku að fordæmi Dags- brúnar. Almenningi var ljóst, að i skæruverkföllunum gegn gerðar- dómslögunum höfðu sósialistar forustuna, og það sagði til sin i mikilli vinstrisveiflu og stór- auknu fylgi Sósialistaflokksins i þeim tvennum kosningum, sem urðu árið 1942. Þegar i byrjun árs 1942 var almenningsálitið i Reykjavik svo áberandi til vinstri, að stjórnarflokkarnir gripu til þess ráðs i skelfingu sinni að gefa út bráðabirgðalög um frestun bæjarstjórnarkosn- inganna i Reykjavik. Bæjar- Alhliða kjarabætur Eftir velheppnuð skæruverkföll og stórsigur Sósiaiistaflokksins i vorkosningunum gafst rikis- stjórnin upp á gerðardómslögun- um, og þegar hið nýkjörna þing kom saman i byrjun ágústmánað- ar, lagði rikisstjórnin sjálf fram frumvarp til laga um afnám gerðardómslaganna, ,,og höfðu þau hlotið hina hinstu hvild, þeg- ar liða tók á mánuðinn”. Þá höfðu prentarar fengið kauphækkun um nærri 30%, Dagsbrún samið um átta stunda vinnudag og kaup- hækkun úr kr. 1.45 i 2.10. Verka- konur á Akureyri fengu 25%launa- stjórnarkosningarnar fóru loks fram i mars, og varð i þeim sú grundvallarbreyting að Sósial- istaflokkurinn fór upp fyrir Al- þýðuflokkinn i fylgi og fékk fjóra fulltrúa i stað tveggja áður, og Sjálfstæðisflokkurinn varð fyrir miklu fylgistapi. Og i kosningun- um til Alþingis fimmta júli fékk Sósialistaflokkurinn 9423 atkvæði i stað 4932, sem Kommúnista- flokkurinn hafði fengið 1937, og sex þingmenn kjörna i stað þriggja áður. Kjördæmabreytingin Á þinginu 1942 greip Alþýðu- flokkurinn til þess ráðs, til að bæta úr skakkaföllunum, sem hann sá fram á eða hafði þegar orðið fyrir, að leggja fram frum- varp til stjórnarskrárbreytingar, þar sem tekin er upp hlutfalls- kosning i tvimenningskjördæm- um, tveimur þingmönnum bætt við i Reykjavik og Siglufjörður gerður að sérstöku kjördæmi. „Timinn hamraði á þvi með sterkum orðum og ljótum, að ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins hefðu svarið þess dýran eið að styðja ekki þetta frumvarp. Þessu sögðu ráðherrarnir Framsókn ljúga, og er það enn ekki sannað, hvorir það voru, sem lugu þvi, að hinir hefðu logið”. Þar eð frumvarp þetta var öllum flokkum i hag nema Framsókn náði það greið- lega fram að ganga og baðst Her- mann Jónasson þá lausnar fyrir „þjóðstjórnina” og Ólafur Thors myndaði hreina ihaldsstjórn til bráðabirgða. Sköpum skipt með sósíalistum og krötum 1 haustkosningunum 1942, fyrstu þingkosningunum eftir kjördæmisbreytinguna, vann Sósialistaflokkurinn enn stórsig- ur, fékk 11059 atkvæði og tiu þing- menn kjörna. Má segja með sanni að með þeirri forustu, sem sósial- istar þá tóku i baráttu verkalýös- ins gegn gerðardómslögunum, hafi þeir tryggt sér þá stöðu, sem Sósialistaflokkurinn og siðan Al- þýðubandalagið hafa haft, sem helsti verkalýðsflokkur Islands. Þessum úrslitasigrum Sósialista- flokksins var samfara sú niður- læging Alþýðuflokksins, sem sið- an hefur enginn endir orðið á. 1 þingkosningunum um vorið 1942 hlaut hann 8979 atkvæði i stað 11084 1937 og sex þingmenn i stað átta, og um haustið fór hann niður i 8455 atkvæði. Eftir þær hrakfar- ir hefur Alþýðuflokkurinn aldrei náð sér siðan, og má með sanni segja að hann hafi bæði grimmi- lega og maklega goldið svika sinna við verkalýðinn. hækkun, undirmenn á skipum 40% kauphækkun og sömu á- hættuþóknun og yfirmenn, verka- kvennafélagið Framsókn samdi um átta stunda vinnudag og 55% kauphækkun, prentarar sömdu aftur um kauphækkun, svo að hækkunin hjá þeim varð alls nærri 50%. Skjaldborg náði 45% kauphækkun og styttingu vinnu- vikunnar úr 54 i 48 stundir. 1 þing- inu hófu þingmenn Sósialista- flokksins baráttu fyrir bættum kjörum opinberra starfsmanna, og samþykkti þingið launaupp- bætur þeim til handa með þings- ályktunartillögu. (dþ tók saman með bók Gunn- ars Benediktssonar, Saga þin er saga vor, sem aðalheimild). Góðaferð tíl Grænlands FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR ISLAHDS sem ferðast Til Kulusuk fljúgum viö 5 sinnum í viku meö Fokker Friendship skrúfuþotum okkar. Feröirnar til Kulusuk, sem er á austur- strönd Grænlands, eru eins dags skoðunarferðir, lagt er af staö frá Reykja- víkurflugvelli, aö morgni og komiö aftur aö kvöldi. í tengslum viö feröirnar til Kulusuk bjóöum viö einnig 4 og 5 daga ferðir til Angmagssalik, þar sem dvaliö er á hinu nýja hóteli Angmagssalik. Til Narssarssuaq, sem liggur sunnarlega á vesturströnd Grænlands, er flogið 4 sinnum í viku frá Keflavíkurflugvelli meö þotum félaganna eöa SAS. Flestir þeir sem fara til Narssarssuaq dvelja þar nokkra daga, en kostur gefst á lengri dvöl ef vill. í Narssarssuaq er gott hótel meö tilheyrandi þægindum, og óhætt er aö fullyrða aö enginn veröur svikinn af þeim skoöunarferöum til nærliggjandi staöa, sem í boöi eru. í Grænlandi er stórkostleg nátturufegurö, og sérkennilegt mannlif, þar er aö finna samfélagshætti löngu liöins tima. Þeir sem fara til Grænlands i sumar munu örugglega eiga góöa ferö. Frá Lindar- götuskóla Innritun i 5. bekk framhaldsdeilda fyrir gagnfræðinga og landsprófsmenn búsetta i Reykjavik fer fram I Lindargötuskóla dagana 3.-5. júni nk. kl. 14—18. Inntökuskilyrði eru þau, að umsækjandi hafi hlotið 5,0 eða hærra i meðaleinkunn i gagnfræðaprófi i islensku I og II, dönsku, ensku og stærðfræði eða 5,0 eða hærra á landsprófi miðskóla. Umsækjendur hafi með sér afrit (ljósrit) af prófskírteini svo og nafnskirteini. Fræðslustjórinn i Reykjavik. Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunnar I Reykjavik og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 1. þ.m. verða lögtök látin fara fram fyrir ógoldnum fyrir- framgreiðslum opinberra gjalda, sem féllu I gjalddaga 1. febrúar, 1 mars, 1. april, 1. mal og 1. júni 1975. Lögtök til tryggingar fyrirframgreiðslum framan- greindra gjalda, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða hafin að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsing- ar, verði tilskildar greiðslur ekki inntar af hendi innan þess tima. Reykjavik, 1. júni 1975. Borgarfógetaembættið.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.