Þjóðviljinn - 04.06.1975, Qupperneq 3
Miövikudagur 4. ji&nf 1975 ÞJóÐVILJINN — SIDA 3
Ný pökkunaraðferð
Geymsluþol
mjólkur a.m.k
6 mánuðir
í stofuhita
Með tilkomu nýrrar
pökkunaraðferðar mjólk-
urvara, sem Mjólkurbú
Flóamanna og Mjólkur-
samsalan eru að gera til-
raunir með, verður unnt að
geyma mjólk i a.m.k. hálft
ár og jafnvel mun lengur
þótt viðstofuhita sé. Fleira
kemur þó til en pökkunar-
aðferðin sjálf, því geril-
sneyðingin er mun viða-
meiri en áður, en veldur að
sögn óverulegum bragð-
breytingum.
Strax i dag er reiknaö meö aö
fyrstu mjólkurvörurnar, sem
unnar eru á þennan hátt, komi i
Vilborg
hœttir
verslanir. Kókómjólk og kaffi-
rjómi svokallaöur koma fyrst á
markaöinn og ef vel tekst til er
ekki óliklegt, aö venjuleg mjólk
sjáist i þessum umbúöum i fram-
tiöinni. Tækjabúnaöur Mjólkur-
bús Flóamanna, sem vinnur
þessa nýju vöru, leyfir þó ekki
nema pökkun á 1/4 liters magni,
og er ljóst, aö mjólk I stærri um-
búöum veröur ekki fáanleg fyrr
en eftir a.m.k. 1 1/2 ár.
Á blaöamannafundi, þar sem
nýja aöferöin varkynnt,sögöufor-
ráöamenn framleiösluaöila, aö á-
stæöan fyrir þvi, aö ekki væri
þegar ráöist i pökkun mjólkur
með þessari aöferö, vær i sú
að þessi frágangur vörunnar væri
töluvert dýrari og þvi ekki ráölegt
aö senda hana á markaö, þar sem
ávallt er hægt aö fá nýja mjólk.
Þó var minnst á landshluta eins
og t.d. Vestfiröi og Vestmanna-
eyjar, sem oft fá enga mjólk
vegna samgönguerfiöleika. Sagöi
Oddur Helgason, sölustjóri
Mjólkursamsölunnar, að oft
skapaöistalgjört ófremdarástand
i mjólkurdreifingu á veturna
vegna samgönguerfiöleika og
mundi nýja pökkunaraöferöin
leysa þaö vandamál fullkomlega.
Kostnaöur vegna umbúöa
mjólkurvara er um þessar mund-
irca. 10% af heildarveröi vörunn-
ar. Sú prósentutala kemur til með
aö hækka eitthvað með tilkomu
þessarar breyttu aöferöar en ó-
neitanlega hlýtur hún aö henta
vel fyrir t.d. togaraflotann og ým-
is önnur skip sem lengi eru úti,
sumarbústaöaeigendur, ýmsa
matsölustaði og siöast en ekki sist
fyrir hin afskekktu héruö lands-
ins.
Nánar veröur sagt frá málefn-
um, sem tengjast mjólkuriönað-
inum, i blaðinu á morgun.
—gsp
Sverrir ólafsson kemur til meö aö vera eini mjólkurfræöingurinn, sem
þarf aö standa yfir hinum nýju og fullkomnu pökkunarvélum, og meö
honum þurfa ekki aö vera nema 1—2 starfsmenn aörir. Hér heldur
Sverrir á kassa meö 18 kvartlitersumbúöum af kókómjólk. ! baksýn er
hluti pökkunarvélarinnar, en til hægri sést i nýju gerilsneyöingartækin.
Kostnaöur viö uppsetningu tækjanna var um 25 miljónir.
Atvinnuleysi
skólafólks
Ekkert
rœtist úr
Það rætist lítið úr því
atvinnuleysi sem hrjáir
skólafólk þessa dagana.
Enn eru á þriðja hundrað
manns skráðir atvinnu-
lausir hjá vinnumiðlunum
menntaskólanema og
stúdenta.
Bergþór Pálsson hjá vinnu-
miölun menntaskólanema kvaö
ástandið litiö hafa breyst. Um 170
menntskælingar hafa látiö skrá
sig hjá miöluninni og af þeim er
töluvert á annaö hundrað enn
atvinnulausir. Sagöi Bergþór aö
greinilegt væri aö atvinnurek-
endur héldu aö sér höndum vegna
aðsteöjandi verkfalls og sömu-
leiöis eru menntskælingar
smeykir viö aö ráöa sig til starfa
útiá landi. Vinnumiðlunin starfar
út þessa viku en þá veröur henni
hætt. — Þaö þýðir ekkert aö
standa i þessu ef verkfall skellur
á, sagöi Bergþór.
Þorsteinn Magnússon hjá
vinnumiölun stúdenta sagöi aö
enn væru nær 100 stúdentar
atvinnulausir. Tekist hefur aö
útvega 25 manns vinnu og 22 hafa
orðið sér sjálfir úti um starf. —
Útlitið er fremur svart, sagöi
Þorsteinn, vinnutilboöum hefur
fækkaö, td. hefur ekkert borist i
dag. Ég hef hringt út á land en
þar er litla vinnu aö hafa og td. i
Grindavik eru menn á biölista
eftir vinnu i frystihúsunum. Aö
visu var vinnu aö fá i Neskaup-
staö en , þar var þá ekkert
húsnæöi. Svo eru atvinnurek-
endur tregir til aö ráöa vegna
verkfallsins.
—ÞH
Samband islenskra bankamanna:
Mismunun kynja í bönkum verði könnuð
Þing Sambands islenskra
bankamanna, sem haldiö var
fyrir nokkru geröi meöal annars
samþykkt um jafnréttismál. Þar
segir m.a.
„Þing SÍB hvetur til öflugrar
baráttu fyrir nýjum viðhorfum og
breytingum, sem tryggja full-
komiö jafnrétti karla og kvenna á
öllum sviöum þjóöfélagsins.
Þingið bendir á, aö sá aöstööu-
munur kynjanna, sem nú rikir á
sér þjóöfélagslegar og uppeldis-
legar rætur og má þar m.a. nefna
rótgróna misréttishefö um starfs-
skiptingu á vinnustööum og á
heimilunum.
Þingiö hvetur stjórn SÍB til aö
láta fara fram nákvæma könnun
á starfssviði og starfskjörum
kvenna I bönkunum og mismunun
kynjanna þar.
Jafnframt hvetur þingiö stjórn
SIB og bankastarfsmenn til aö
hafa sem nánasta samvinnu viö
önnur stéttarfélög i landinu i
þeirri jafnréttisbaráttu, sem
okkur ber aö heyja af fullri einurö
á alþjóölega kvennárinu, svo að
þaö veröi annaö og meira en
nafnið tómt.”
Um .siöustu mánaöamót
lét Vilborg Haröardóttir af
störfum viö blaöiö. Vilborg hefur
sem kunnugt er haft umsjón meö
sunnudagsblaöinu I vetur. Hefur
hún haft forustu um aö móta blað-
iö I þeirri mynd, sem lesendur
þekkja, og hefur sunnudagsblaö-
inu hvarvetna veriö ákaflega vel
tekiö. Þakkar Þjóöviljinn Vil-
borgu framlag hennar viö sunnu-
dagsblaöiö og fyrri störf viö blaö-
iö. Vilborg mun áfram sjá um
jafnréttisslðuna I sunnudagsblaö-
inu.
Arni Bergmann hefur tekiö aö
sér umsjón sunnudagsblaösins.
Leiðrétting
í fréttabréf Gisla á Súganda
slæddust villur eins og gerist og
gengur. Meinlegast var I afla-
skýrslu Suöureyrarbáta, þar sem
talað var um des.-afla 1974, en
þar átti aö standa, samkvæmt
handriti Gisla do, þ.e.a.s. april
1974.
Þá var og rangt feðraöur skip-
stjórinn á ms. Kristjáni
Guömundssyni. Rétt skal standa:
Bjarni Kjartansson.
Leiðrétting
við Fiskimál
I þættinum Fiskimál, sem Jó-
hann J. E. Kúld ritaði i blaðiö i
gær, varö meinleg villa i upphaf-
inu. Þar er rætt um að togaraeig-
endur hafi bent á aö meö fækkun
á stóru togurunum megi LÆKKA
kaup skipverja. Auövitaö átti
þarna aö standa HÆKKA.