Þjóðviljinn - 04.06.1975, Síða 4

Þjóðviljinn - 04.06.1975, Síða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 4. júni 1975 DJODVIUINN MÁLGAGN SáSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Otgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann (R^stjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Vilborg Haröardóttir Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur; Prentun: Blaöaprent h.f. VERÐUR LANDFLÓTTI NIÐURSTAÐAN? Eitt alvarlegasta einkennið á stefnu við- reisnarstjórnarinnar var vantrú hennar á islenska atvinnuvegi og andstaða hennar við verkalýðshreyfinguna. Sömu einkenn- in eru að koma i ljós á núverandi rikis- stjórn. Verkföllin undanfarnar vikur sanna hið siðarnefnda: Verkfall á stóru togurunum hefur nú staðið frá þvi 9. april og er að verða eitt lengsta togaraverkfall sem hér hefur verið. Verkfall vélstjóra á kaupskipunum hefur staðið i um 20 daga, og nú eru yfir 20 kaupskip bundin i höfnum vegna verkfallsins. Verkföll i rikisverk- smiðjunum þremur hafa staðið vikum saman. Rikisstjórnin reyndi að kúga verkafólk i þessum verksmiðjum til þess að fara að vinna á sömu kjörum, en án ár- angurs. Samstaðan braut gerræðið á bak aftur og rikisstjórnin þorir ekki að beita sama vopninu i togaradeilunni eins og hún hafði þó gert ráð fyrir. Árangurinn af hinum hörðu viðbrögðum verkalýðssamtakanna er jafnframt sá að rikisstjórnin þorði ekki annað en að hefja samninga á nýjan leik. Og það er enn- fremur árangur af afstöðu verkalýðs- hreyfingarinnar að rikisstjórnin þorði ekki að leyfa ráðgerðar hækkanir land- búnaðarvara um sl. mánaðamót um mjög tilfinnanlegar upphæðir. Nú rikir þvi sannkallað hernaðarástand i þjóðlifinu, rikisstjórnin hefur kveikt stéttaófrið sem getur haft þær afleiðingar að hún gefist upp og að efnt verði til nýrra kosninga. Það er nú krafa tugþúsunda manna um allt land i öllum flokkum. En afstaða rikisstjórnarinnar til is- lenskra launamanna stafar ekki af neinni tilviljun. Þarna er á ferðinni enn á ný sú stefna Sjálfstæðisflokksins að lækka svo laun á Islandi að þau verði miklu lægri en annars staðar. Siðan vill stjórnin falbjóða ódýrt innlent vinnuafl á alþjóðlegum markaði. Þegar við slik tilboð bætist ódýr orka er búið að skapa gósenland fyrir auð- furstana að athafna sig. Það er þvi bein- linis stefna rikisstjórnarinnar að lækka launin gagnvart launum annars staðar. Þessi stefna birtist einnig i gengislækk- unaræðinu. Oftrúin á erlendan atvinnurekstur kem- ur fram i fréttum stjórnarblaðanna svo til daglega. Sérstaklega er þetta skýrt um þessar mundir i togaraverkfallinu. Það er auðvitað fyrst og fremst trúleysið á útgerð þessara mikilvirku framleiðslutækja, sem veldur þvi að ekkert er aðhafst til að koma þeim á flot. Vitað var að innan viðreisnar- stjórnarinnar var andstaða við endurnýj- un togaraflotans. Það sannaðist með þvi að togaraflotinn var látinn grotna niður og þegar uppbyggingarstarf vinstristjórnar- innar hófst höfðu islendingar dregist a.m.k. áratug aftur úr öðrum fiskveiði- þjóðum að þvi er skipakost varðaði. Þegar þannig leggjast á eitt trúleysi á getu landsmanna sjálfra til þess að hafa atvinnulegt forræði og tilraunir til þess að gera landið að láglaunasvæði er hætta á að landflóttinn fari á nýjan leik að gera vart við sig. Þess vegna er barátta verkalýðs- hreyfingarinnar fyrir betri launum hrein og bein sjálfstæðisbarátta gegn rikisstjórn auðstéttanna, sem aldrei hefur haft trú á þvi að islendingar gætu af eigin rammleik byggt upp sjálfstætt menningarþjóðfélag á íslandi. S. Ný samtiðar- söguskoðun Nú er komin ný skýring á eðli bráðabirgðalaga stjórnarinnar. Þau voru ekki sett til þess að þvinga fram „lausn” kjara- deilunnar i rikisverksmiðjun- um, heldur tii þess að koma hreyfingu á samningana. Orðrétt segir i forystugrein Morgunblaðsins i gær: „Bráðabirgðalögin hafa af einstökum verkalýðsforingjum og stjórnarandstæðingum verið nefnd „þvingunarlög”. Ef þau væru „þvingunarlög” er auðvitað ijóst, að rikisstjórnin hefði gert ráðstafanir til þess að fylgja þeim eftir með margvis- legum hætti. Það hefur ekki verið gert einfaldlega vegna þess, að nUverandi rikisstjórn beitir ekki þvingunum. HUn setti bráðabirgðalögin til þess að koma hreyfingu á erfiða kjarasamninga og það hefur tekist.” Þetta getur maður kallað söguendurskoðun i lagi. Ætli sé 'ekki nærri sanni, að rikis- stjórnin hafi sett Iög á deiluna til þess að kanna hversu langt hUn gæti gengið I striði sinu við launþegasamtökin. Þegar svo i Ijós kom að lögunum yrði ekki framfylgt vegna samstöðu starfsfólksins gegn þeim, neyddist stjórnin sjálf að samningaborðinu. Og þá kom I ljós, að fullyrðingar Gunnars Thoroddsens um það hve mikið hefði borið á milli i samningun- um reyndust hrein blekking. Það viðurkenna samningamenn ríkisins og starfsmanna i verk- smiðjunum einróma. Enda bendir nU allt til þess að samningar séu að nást. Allar tilraunir stjórnar- flokkanna, til þess að ná landi, eftirþessiherfilegu siglingamis- tök, hljóta að drukkna i vand- ræðalegum réttlætingarvaðli stjórnarblaðanna. En eftir er að vita, hvort stjórnarherrarnir læra eitthvaö af mistökunum. Skyldi mega treysta þeirri fullyrðingu Morgunblaðsins- aö „nUverandi rikisstjórn beiti ekki þvingun- um.” Ef til þýðir þó þetta orða- lag einvörðungu þaö að ríkis- stjórnin ætlar að setja bráða- birgðalög á almennu kjara- samningana þann 11. „til þess að koma hreyfingu á þá.” Verkföllin og „þriðji aðili” Bændur á Suðurlandi hafa nU fengið sinn áburð og er það sannarlega vel. Starfsfólkinu i rfkis verksmiðjunum var áreiðanlega ekki sérstaklega i mun að verkfall þeirra kæmi niður á bændastéttinni. Hins- vegar verða bændur eins og aðrir þjóðfélagsþegnar að skilja, að verkfall kemur óhjá- kvæmilega niður á „þriðja aðila”, þótt verkfalls- aðgerðunum sé ekki beint gegn honum. Verkfallsvopnið er ein- faldlega eina haldbæra baráttu- tæki launamanna, þegar rikis- valdið og atvinnurekendur sam- einast um að halda kaupi og kjörum niðri. Það er nauðsyn- legt að bændur og verkafólk standi saman og eðlilegra hefði veriö, ef bændur á Suðurlandi, (þeir hafa áreiðanlega ekki verið margir) hefðu beint spjótum sinum til rikisstjórnar- innar I stað þess að láta berast i fjölmiðla að þeir hygðust taka áburð með valdi Ur áburðar- verksmiðjunni. Að verkföll koma niður á „þriðja manni” sést einnig I sementsverksmiðjuverkfallinu. A öllu Stór-Reykjavikursvæðinu hefur ekkert verið hægt að steypa og byggingariðnaðurinn hefur þvi verið stopp. Þetta ástand hlýtur að gera það að verkum að beggja vegna samningaborðsins eru menn áfram um að leysa deiluna. Skripaleikur forstjóra með steypubila SU forstjóraaðgerð, sem fólst i þvi að bilstjórar steypubila steypustöðvanna I Reykjavik, BM-Vallá, Steypustöðvarinnar og Breiðholts, óku marga hringi Ikringum TollstöðvarhUsið, þar sem setið var að samningum, er hinsvegar forkastanleg. Bilst jórarnir voru á fullu nætur- vinnukaupi og viðurkennt er að forstjórarnir skipulögðu þessa fiflsku. Þeir voru sjálfir i „llmUsInum” sinum fyrir utan TollstöðvarhUsið og hvöttu bll- stjóra sina til þess að þenja flauturnar. Hér var verið að æsa upp og jafnvel spilla fyrir. Starfsfólki steypustöðvanna hlýtur að vera ljóst að samningamenn starfs- fólks I rikisverksmiðjunum hafa ekki efnt til verkfalla til þess að hafa af þeim. Starfsfólkið I verksmiðjunum beitir nauðvörn sinni og komið getur að þvi að launamenn I steypustöðvunum þurfi að gera slikt hið sama. Þeir ættu þvl að vita að á slikum stundum er þörf samstöðu allra launamanna ekki skrlpaað- gerða. Það er þvl ekki að furða þótt margir bílstjóranna, sem þátt tóku I hringakstrinum, hafi brugðist ókvæða við, þegar þeir áttuðu sig á þvi að það voru for- stjórar og eigendur steypu- stöðvanna, sem stóðu fyrir honum, og skildu hve tilgang- urinn var tvibentur. Þjóðernisvakn- ingin á Grœnlandi Færeyingar eru öllu jafna áhugasamari um þróun Grænlandsmála en við Is- lendingar, sem stundum hyllumst til að gleyma sjálf- stæðisviðleitni frændþjóða okkar og nágranna. 1 blaðinu 14. september málgagni Þjóðveldisflokksins færeyska, birtist nýverið „oddagrein”, þar sem þær miklu framfarir, sem orðið hafa á Grænlandi I pólitisku, og menningarlegu tilliti, eru gerðar að umræðuefni. 1 leiðaranum segir að danir hafi gert allt til þess að grænlenska samfélagið yrði sem likast þvi danska: alveg á sama hátt og gömlu nýlenduherrarnir reyndu I hjá- lendum slnum. Og Danir hafi gert það sama og nýlendu- herrarnir: Þeir hafi arörænt grænlendinga gróflega. Þvi sé ekki að undra að grænlendingar vakni nú til dáða og vilji hrista af sér danska okið. Hin pólitisku átök á Grænlandi siðasta áratug séu talandi dæmi um það að grænlenska þjóðin sé að taka við sér, þjóðernislega jafnt sem stjórnmálalega. Þá segir 14. september að sér- staklega komi þessi þjóðernis- vakning fram I þvi að grænlendingar leggi nU meiri rækt við menntun sina. A öllum sviðum virðist grænlendingar eiga bjartari framtið i vændum. Ýmis konar menningarstarf- semi skjóti rótum, kvikmyndir séu gerðar um ástandið i landinu og nýir listamenn hafi komið fram. Kjörið i landráðið nU fyrir stuttu hafi borið þess ljósan vott að grænlendingar óski breytinga. Fólkið vill unga menn og framfarasinnaða i ábyrgðarstöður. Brautryðjend- ur eigi grænlendingar i mönnum eins og Jonathan Motzfeldt, Lars Emil Johansen, Moses Olson og mörgum öðrum eld- heitum grænlenskum framfara- mönnum. Þjóðin hafi álit á þeim og þeir kunni að meta þjóðina. 1 lok „oddagreinarinnar” hvetur 14. september til þess að ibUar við strendur Norður-At- lantshafsins, sem eigi sömu hagsmuna að gæta og byggja afkomu sina fyrst og fremst á fiskveiðum, taki höndum saman um fiskveiðar, og finni sér sam- starfsgrundvöll i menningar- mennta- og stjórnmálum. -EKH.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.