Þjóðviljinn - 08.06.1975, Page 2

Þjóðviljinn - 08.06.1975, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. júnl 1975 Umsjón:Vilborg Haröardóttir. Það þótti sannarlega mál til komið þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að helga árið 1975 konum og barátt- unni fyrir jafnrétti, þróun og friði. Hvergi í heimi njóta konur enn fullkomins jaf nréttis á við karla í raun hvaðsem öllum yfirlýsing- um og lagasetningum liður. En þrátt fyrir vilja- yfirlýsingar og samþykkt- ir allsherjarþings SÞ um ja f nréttismá I og þótt fastanefnd um jafnréttis- mál hafi starfað á vegum SÞ svotil frá upphafi þykir mörgum sem þar sé kastað steinum ur glerhúsi þegar gagnrýnt er ástandið i hin- um ýmsu löndum, ekki síst þeim konum, sem vinna innan glerveggja hússins mikla við Austurá f Nýju Jórvík. Frá ýmsu af þvi sem fram kemur gagnvart konum sem starfa hjá Sameinuöu þjóðunum, hvort sem er sem starfsmenn samtakanna, einstakra þjóða eða sem fulltrúarþjóða sinnai fasta- nefndum (aðeins örfáar konur) eða á allsherjarþinginu segir ma. Pauline Frederick Robbins i grein i bandariska timaritinu ,,MS”, sem gefið er út af kven- frelsiskonum þar i landi. En Pauline er mjög kunnug málefn- um Sb þar sem hún starfaði um árabil sem fréttaritari NBC hjá SÞ og var fyrst kvenna til að vera kosin forseti Félags Sb-fréttarit- ara. Verður hér stiklað á stóru og sagt frá sumu af þvi sem fram kemur i greininni i ,,MS” ásamt grein i þýska vikuritinu „Spiegel” um sama efni. Dæmi um viðhorfin Að sjálfsögðu breytast ekki viðhorf manna (sist karlmanna) bara við að komast til SÞ. Kon- urnar bakvið glerveggina geta sagt margar sögur afþvihvernig gamlir fordómar og fyrirlitning á konum lýsir sér i framkomu karl- fulltrúa og karistarfs- manna gagnvart þeim: Þegar yfirmaður heilbrigðis- málastofnunar SÞ i New York hætti störfum á sl. ári tók við stöðu hans til bráðabirgða dr. Miriam Seaborg, læknir með 20 ára starfsreynslu og manneskja sem talar fjögur tungumál reiprennartdi. Enginn hafði neitt útá störf hennar að setja nema siður væri. En þegar listinn yfir hugsanlega fastskipaða yfirmenn stofnunarinnar var birtur opin- berlega voru eingöngu karl- mannsnöfn á honum. Flestir voru smámála um, að Miriam Seaborg hefði verið hæfust og staðið næst þvi að fá stöðuna, en — tyrkneski læknirinn sem var næstæðsti maður stofnunarinnar hafði harð- neitað að vinna undir stjórn konu. Astralski efnahagssérfræðing- urinn Sue Watt verður að láta sér nægja að vinna sem ritari i bókhaldinu hjá UNICEF. Þrátt fyrir viðurkennda menntun og reynslu hefur hún enga mögu- leika á frekari frama, að þvi er yfirmaður stofnunarinnar Werner Middleman segir — kona sem efnahagssérfræðingur hjá UNICEF mundi þykja meira en litið „undarlegt”, telur hann. Þegar- afriskur fulltrúi — af kvenkyni — gekk inni sal alls- nerjarþingsins i fyrsta sinn var henni heilsað vingjarnlega af ein- um karlkynskolleganum: meö klipi i rassinn! Evrópskur fulltrúi stakk höfð- inu innfyrir dyrnar á einni skrif- stofunni, þar sem kona sat við vinnu, og spurði hana: — Hva, er enginn við hér? Og þannig mætti lengi telja. Konurnar álita, að finna megi dæmi um karlayfirgang og kyn- ferðismunsmunun hjá hverri ein- ustu fastanefnd og hverri einustu stofnun innan SÞ. Þvi fannst einni starfskvennanna, þegar alls- herjarþingið með 97% karlmönn- um ákvað árið 1975 sem,,kvenna- ár”, sem „allar rúður glerhússins við East River hefðu átt að brotna i þúsund mola”, — svo mikið djúp væri staðfest milli þessarar hug- sjónalegu yfirlýsingar um jafn- rétti og framkvæmdinní i raun hjá heimssamtökunum. Eitt i oröi — annað í verki Það hefur svosem ekki vantað góðar fyrirætlanir hjá SÞ. Þegar Helvi Sipila — heidur baráttunni áfram. árið 1945 er samþykkt mannrétt- indayfirlýsing þar sem m.a. er kveðið á um „jafnan rétt karla og kvenna” og 8. grein hennar legg- ur blátt bann við allri mismunum karla og kvenna við stöðuveiting- ar. Þessari yfirlýsingu fylgdu fleiri i sama anda, td. yfirlýsing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf árið 1951 og yfirlýsing UNESCO gegn mis- munum i uppeldi frá 1960. Af hálfu SÞ er það harðlega gagnrýnt að þriðjungur aðildar- rikjanna hefur ekki enn staðfest yfirlýsingu vinnumálastofnunar- innar og aðeins helmingur yfir- lýsingu UNESCO. Enda er framkvæmdin hjá SÞ sjálfum slik, að þau 29 ár sem þær hafa starfað hefur það aðeins þrisvar komið fyrir, að kona væri skipuð formaður fastanefndar rikis hjá SÞ. Sú fyrsta var frá Sviþjóð, Agda Rössel, sem var formaður 1958—64. Hluta af þessu timabili átti Sviþjóð sæti í öryggisráðinu. En sænska utanriksiráðuneytið treysti henni ekki til að sitja al- karlafundi OR. — Nei, til þess var kallaður Gunnar Jarring, fyrir- rennari hennar, og látinn sitja i sendiráðinu i Washington til að stytta sér leiðina á OR-fundina i New York. Lýðveldið Ginea skipaði hins- vegar Jeanne Martin Cissé fasta- fulltrúa sinn og lét hana lika sitja i öryggisráðinu meðan Gienea átti sæti i þvi. J.M. Cissé á einnig sæti i svokallaðri mið- stjórn rikisstjórnar sinnar þar sem lagðar eru linur utanrikis- stefnunnar — þurfti þar af leið- andi ekki einlægt að biða eftir fyrirmælum frá utanrikisráðu- neyti sinu i hverju máli — gagn- stætt öðrum ÖR-fulltrúum þám. fastafulltrúum stórveldanna. Cissé hefur neitað að fara eftir ýmsum óskráðum karlahefðum i umgengnisvenjum SÞ fulltrú- anna. Td. neitar hún algerlega — einsog reyndar Agda Rössel lika — að setjast niður við kvenna- snakk eftir matinn i veislum með- an karlarnir ræða heimsmálin (eða hvað?) yfir vindlunum og koniakinu. 1974 var Jarie-Jo Mclntyre skipuð fastafulltrúi litla Karabiu- eyjarikisins Grenada hjá SÞ. Hún er þriðja konan sem er fastanefndarformaður og gegnir jafnframt embætti sendiherra rikis sins i Bandarikjunum og Kanada. 60% allra sendinefnda eru hreinir karlaklúbbar og aðeins 10% 1113 fastafulltrúa eru konur. Nokkur riki leyfa konum að fara á allsherjarþingið. Þannig voru þar td. 1973 180 konur, en 2369 karlar. Af föstum þátttakendum i alls- herjarþinginu eru 681 karl og 21 kona. Staða framkvæmdastjóra SÞ hefur alltaf verið skipuð karl- manni og verður sjálfsagt um ófyrirsjáanlega framtið. 19 varaframkvæmdastjórar eru all- ir karlar. Af 16 nánustu samstarfsmönn- um framkvæmdastjórans, — aðstoðarframkvæmdastjórum, er ein kona, Helvi Sipila frá Finnlandi, sem Kurt Waldheim skipaði i starfiö 1972. Hún er fyrsta konan i þessum hópi. Mat á stöðu hennar segja starfskonur SÞ koma fram i simaskránni, þar sem nafn hennar er prentað i lista yfir lægra setta starfsmenn, en allra hinna 15 i sérstökum reitum. Þegar Helvi Sipila var boðin þessi staða ráðlögðu margar þeirra kvenna, sem um árabil hafa barist fyrir jafnréttismálum á vettvangi SÞ, henni að taka ekki við starfinu, — þetta væri bara gert til að friða samvisku karl- anna, þannig að þeir gætu bent á, að þarna væri þó amk. ein kona... En Helvi Sipila, sem einnig hafði barist lengi á þessum vettvangi ákvað að þiggja stöðuna samt og reyna að beita áhrifum sinum til að SÞ ynni að jafnrétti i raun. Akvörðunin um kvennaárið 1975 er enda að miklu leyti hennar verk. Það var hún sem átti hug- myndina og bar fram tillöguna um það. Karlkyns og kvenkyns starfsmenn Þegar starfsmaður SÞ af karl- kyni fer heim til sin i fri borga SÞ fyrir alla f jölskylduna, hvort sem eiginkonan vinnur úti eða ekki. Sé hinsvegar um að ræða kvenkyns starfsmann sem fer heim til sin i fri, borga SÞ þvi aðeins fyrir eiginmanninn ef hann hefur engar eigin tekjur. Sömuleiðis er það aðeins i þeim tilfellum, að eiginmaðurinn sé tekjulaus, sem konur geta fengið lán vegna aðsetursskipta i starfi hjá SÞ, en karlmenn eiga hinsvegar rétt á þessum lánum hvað sem liður tekjum eiginkonu. Verði eigin- kona starfsmanns hjá SÞ ekkja fær hún lifeyri, en ekkill eftir SÞ starfsmann fær þvi aðeins bætur, að hann geti sannað, að hann sé öryrki. Viðleitni til úrbóta i jafnréttis- málunum innan SÞ hefur til þessa borið litinn árangur. Sumar kon- ur úr rikjum Þriðja heimsins, sem nú hefur meirihluta full- trúa, óttast, að alltof hávær bar- átta fyrir jafnrétti skaði barátt- una fyrir efnahagsþróun og sam- stöðu þeirra i þeim málum við karlmenn Þriðja heimsins. Og hjá fulltrúum kvenna frá vestur- löndum skiptist á uppgjöf og reiði. Sem talandi dæmi um hver áhersla sé i raun lögð á málefni kvenna og hver hugur fylgi máli bendir Pauline Robbins á fjár- hagsáætlunina fyrir jafnréttis- ráðstefnu SÞ i Mexikó i þessum mánuði, hápunkt kvennaársins. Til umhverfisráðstefnunnar i Stokkhólmi 1972 veitti allsherjar- þingið 700 þús. dollara og 750 þús- und til matvælaráðstefnunnar i Róm i fyrra. Til mannfjöldaráð- stefnunnar i Búkarest fóru 327 þús. dollarar, en sjóður SÞ til að vinna gegn offjölgun hækkað i upphæðina i 3,5 miljónir dollara. Fyrir ráðstefnu kvennaársins i Mexikó eru hinsvegar aðeins ætl- aðir 250 þús. dollarar. — vh Kvennaráðstefna á vegum SÞ.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.