Þjóðviljinn - 08.06.1975, Page 4

Þjóðviljinn - 08.06.1975, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. júni 1975 DJOÐVIUINN táÁLGAGN SÓSlALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag ÞjóÐviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Frettastjóri: Einar Kari Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. Á ÍSLAND AÐ VERA LÁGLAUNASVÆÐI? 1 meira en þrjá ársfjórðunga hefur rik- isstjórnin flutt miljarða á miljarða ofan frá launafólki til atvinnurekenda. Þetta hefur verið gert opinberlega með tvennum gengislækkunum á fimm mánaða fresti, með verðbólgu sem nemur hartnær 70% og með hverskonar lánafyrirgreiðslum að tjaldabaki. Tilgangurinn hefur verið sá að bjarga öllum atvinnurekendum á íslandi, dæla fjármunum almennings i hið frjálsa og óháða einkaframtak, og framkvæmdin er að vanda sú að skussar og fjárglæfra- menn fá mest i sinn hlut. Við almenning segja valdamenn að þeir séu með þessum ráðstöfunum að tryggja rekstur atvinnu- veganna, þvi að án þeirra muni þjóðfélag okkar hrynja i rúst. En i þessu dæmi eru atvinnurekendur og atvinnuvegir tvennt ólikt. Á þvi er enginn vafi að sjálf stjórnarstefnan er tilræði við atvinnuvegi landsmanna. Það er til að mynda augljóst að i islenskum iðnaði, þar sem flestir launamenn vinna, er beint samhengi milli almennra lifskjara og af- komu iðnaðarins sem atvinnugreinar. Nái rikisstjórnin þvi markmiði sinu að skerða almenn lifskjör á fslandi til mikilla muna er hún að þrengja markað fyrir islenskar iðnaðarvörur að sama skapi, koma i veg fyrir að iðnfyrirtæki starfi af fullum af- köstum, draga úr skynsamlegu skipulagi og framleiðni á þeirra vegum. Ef islenskir iðnrekendur kynnu að draga réttar álykt- anir ættu þeir öðrum fremur að snúast gegn þessari stefnu. Svipuðu máli gegnir um þjónustu, iðnað, byggingariðnað, smá- söluverslun og fleiri hliðstæðar starfs- greinar, kaupgeta almennings er forsenda fyrir allri þessari starfsemi. Raunar á þetta við um allan atvinnu- rekstur á fslandi ef betur er að gáð. Bar- átta verklýðssamtakanna undanfarna áratugi hefur ekki aðeins gerbreytt hög- um alþýðuheimilanna frá kreppuárunum fyrir strið, hún hefur einnig gerbreytt at- vinnurekstrinum. Þegar verklýðssamtök- in hafa knúið fram kauphækkanir, hafa viðbrögð hinna skynsamari atvinnurek- enda orðið þau að reyna að jafna metin með aukinni vélanotkun, skynsamlegra skipulagi, aukinni framleiðni. Kjarabar- átta verkafólks hefur verið meginorsök þeirrar tæknibyltingar sem orðið hefur hérlendis undanfarna þrjá áratugi. Og á þessu sviði er hægt að gera miklu betur. Þrátt fyrir stökkbrey tingar er framleiðni i iðnaði hérlendis ekki nema tveir þriðju eða helmingur þess sem tiðkast i hliðstæð- um fyrirtækjum i Noregi. Á öðrum svið- um, svo sem i sjávarútvegi, verslun, þjón- ustustarfsemi, bankastarfsemi o.s.frv. er sóunin sist minni. Með myndarlegu átaki á þessum sviðum er hægt að stórauka þjóðartekjur og það er kröfugerð verka- fólks sem verður að knýja þá þróun á- fram. Það er engin tilviljun að i löndum þar sem verkafólk gerir mestar kröfur er framleiðslukerfið fullkomnast, tæknin mest, framleiðnin á hæstu stigi. 1 frum- stæðum þjóðfélögum þar sem atvinnurek- endur eiga kost á nægu vinnuafli gegn litlu endurgjaldi er ekkert sem knýr á um aukna vélanotkun, bætt skipulag og fyrir- hyggju. Slik þjóðfélög reyna að keppa við hin þróaðri á alþjóðlegum markaði með þvi einu að selja vinnu þegna sinna á sem lægstu verði. Það var eitt af markmiðum viðreisnar- stjórnarinnar að gera Island að láglauna- þjóðfélagi, og á þeim forsendum áttum við að keppa við önnur riki EFTA og Efna- hagsbandalagið. Núverandi rikisstjórn aðhyllist sömu stefnu. Alþýðubandalagið er hins vegar á þveröfugri skoðun. Það hefur stefnt og stefnir að þvi að Island verði hálaunaþjóðfélag, þar sem við jöfn- um metin i samkeppni við aðra með hag- kvæmara skipulagi, skynsamlegri véla- notkun, meiri verkmenningu — að allt verkafólk verði sérmenntað og nýti þá yfirburði til útflutningsframleiðslu. Um þessar meginandstæður er einnig tekist á i þeirri kjarabaráttu sem nú stendur yfir. Takist rikisstjórninni að halda stefnu sinni til streitu verður ísland enn um sinn lág- launaþjóðfélag og framfarasókn okkar stöðvast. Takist okkur að hnekkja lág- launastefnunni blasir það verkefni við að gera framleiðslukerfi okkar mun velvirk- ara en nú er, ná sem mestum yfirburðum i verkmenningu og tækni. Þetta ættu jafn- vel sumir atvinnurekendur að geta skilið. —m. Náttúruvísindi og samfélag Með þessari grein hefst f lokkur stuttra greina, sem birtast mun í sunnudags- blöðum Þjóðviljans undir samheitinu „Náttúruvís- indi og samfélag". Leitað mun fanga í ýmsum áttum, en þærgreinar, sem fyrst birtast, eru úr Information. Læknisfræðin fæst við afstöðu millisjúkdóms og heilbrigðis. Þvi fer fjarri að merking þessara hugtaka sé gefin i eitt skipti fyrir öll. Þau eru að verulegu leyti háð menningarástandi, og eftir þvi sem menn reyna meir að búa til altækari útlistanir á þeim, þeim mun útvatnaðri verða þau. Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin, WHO, skilgreinir heilbrigði sem „áskigkomulag fullkominnar likamlegrar, sálrænnar og félagslegrar velliðunar”. Þessi skilgreining einkennist af mjög flatneskjulegri afstöðu til sam- spilsins milli samfélags og ein- staklings. Eini kostur hennar er sá, að með henni er tengdur saman þrennskonar meginvett- vangur fyrir mannlega starfsemi og dregin fram þýðing þessara þátta fyrir sjúkdóma og heil- brigði. Þessi samtvinnun gefur og til kynna þverstæðuna i hefðbundn- um skilningi á læknisfræði sem náttúruvisindum. Sjúkdómar og samfélag Náttúruvisindalegi þátturinn i lækningum er aðeins einn þáttur af nokkrum og ekki einu sinni sá sem mestu skiptir. í stórum dráttum eru það félagslegar aðstæður sem kveða á um að Hlutleysi læknavísinda sjúkdómur kemur fram og þróast. Notkun og þróun náttúru- visindalegra uppgötvana innan þróunarlöndum. Hér heima fyrir megum við minnast þess, að útrýming berkla og barnaveiki að læknavisindin hafa skv. hefð lagt mikla áherslu á að sýnast hlutlaus I öllu þvi, er lýtur að þess að dylja hið eiginlega orsakasamhengi milli félagslegra aðstæðna og sjúkdóma. Feluleikur í þessu sambandi nægir að minna á ýktan áhuga geðlækna á þýðingu erfða fyrir þróun sál- rænna sjúkdóma og þá stefnu að leggja höfuðáherslu á lyfjagjöf við lækningu slikra sjúkdóma. Með hliðstæðum hætti hefur læknisfræðin tekið þátt i þvi að móta heilsugæslumælikvarða á vinnustöðum, sem sýnast byggja á vlsindalegri hlutlægni, en i raun draga fjöður yfir þá staðreynd að þeir gera ráð fyrir „réttlætan- legum” heilsubrestum meðal verkafólks, láta afskiptalausan vissan skammt af vinnusjúkdóm- um. Það er hefð að læknar Ilti á sig sem náttiiruvisindamenn. Þeim hættir þvi til að vanrækja hina félagslegu og efnahagslegu þætti sjúkdómsfyrirbæranna. læknisfræði er einnig háð skipu- lagi samfélagsins. Með þessu er ekkert nýtt sagt — margar rannsóknir renna stoðum undir þessa staðhæfingu. Hag- nýting læknisfræða sem mjög beinast að náttúruvisindalegu sviði og krefjast þvi mjög mikillar tækni og tækjabúnaðar hefur þvi sáralitla þýðingu i reynd fyrir heilbrigðisástand i fylgdi i stórum dráttum félags- legri og hagrænni þróun frekar en framförum i náttúruvisindum. Enda þótt að undanförnu hafi gætt aukinnar virðingar fyrir hinum félagslega þætti læknavis- inda mega menn ekki gleyma þvi, að meginstefnan innan læknis- fræði er sem fyrr náttúruvisinda- leg. Þetta má skýra m.a. með þvi, stéttaátökum. Með þessu móti þróast þessi visindi i ihaldsátt og um leið verður ekki svigrúm fyrir annarskonar umsvif en þau sem tengd eru náttúruvisindum. Af þeim sökum hefur þessi þáttur læknavisindanna þrútnað svo mjög sem raun ber vitni. Um leið verða læknavisindin, einkum á sviði geðsjúkdóma og heilsugæslu á vinnustöðum til Meöferö Annar þáttur i náttúruvisinda- legri þróun læknisfræði er sá, að hún stefnir á meðferð sjúkdóms i stað þess að koma i veg fyrir sjúkdóma. Ef menn lita á sjúk- dóma sem fyrirbæri, sem eiga sér félagslegar forsendur þegar á heildina er litið, þá er augljóst að fyrirbyggjandi ráðstafanir krefjast þess, að tekin sé afstaða til þeirra félagslegu aðstæðna sem kveða á um þróun sjúkdóms- ins, m.ö.o. krefjast pólitískrar afstöðu. Og það væri i andstöðu við hefðbundinn skilning lækna á hlutleysi sinu. Þessar aðstæður þýða að sjálf- sögðu ekki, að náttúruvisinda- legar uppgötvanir læknisfræð- innar séu þýðingarlausar. Skilningur á hreinum liffræði- legum eiginleikum mannslik- amans hefur að sjálfsögðu örfandi áhrif á skilninginn á sam- spili hans við félagslegt og náttúrulegt umhverfi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.