Þjóðviljinn - 08.06.1975, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. jún! 1975
bækur
Ib Cavling heitir danskur
rithöfundur, sem mætavel
er þekktur hér á landi.
Hann hefur síðan 1952
samið 50 skáldsögur og
gerastekki aðrir menn iðn-
ari. Hann er jafnan talinn
mjög dæmigerður af-
þreyfingarhöfundur: bæk-
urnar f jalla svotil allar um
leið aðalpersónanna inn í
farsælt hjónaband. Auk
þess segir frá þvi, að karl-
maðurinn kemst til f rama í
starf i.
Allt er breytingum háð, og
einnig lýsingar Cavlings. Nýlega
hefur Tove Burup skoðað þróun
kynferðismála i bókum þessa
meistara hins disæta tilfinngalifs
og verður sú skoðun rakin að
nokkru hér á eftir.
Jómfrúr og meydómur
í skáldsögum Cavlings frá þvi
um 1950 eru kvenhetjurnar
feimnar jómfrúr sem aldrei hafa
verið kysstar, hugsun þeirra um
kynferðismál er fyrst og fremst
siðferðilegs eðlis, til dæmis hafa
þær sterka tilhneigingu til að
fordæma kynsystur sinar, sem
eru ekki eins öruggar á vegi
dyggðanna. Þær ráða yfir bliðum
tilfinningum en bersýnilega eru
þær alveg lausar við allar hvatir.
Þetta breytist svo, þegar kem-
ur fram yfir 1960. Nú hafa kven-
hetjurnar fengið nokkra lifs-
reynslu með kossum og kreisting-
um. Þær hafa mjög hugann við
kynferðismál, tala og hugsa um
þau af miklum móð. Þær hafa
ekki aðeins tilfinningar heldur og
hvatir. En gott siðgæði hefur enn
stjórn á þessum hvötum: kvinn-
urnar eru enn hreinar meyjar.
Um 1970 hafa kvenpersónurnar
enn breyst. Karlar hafa gerst
fjölþreifnari við þær, og mey-
dómurinn hefur loksins látið und-
an. Þær hafa haft samfarir við
aöra menn áður en þær giftast —
að visu ekki marga. Þetta er
réttlætt með umsögnum um að
konur verði snemma mannbærar
og að það sé „náttúrulegt” að
standa i kynferðislifi.
Hvað leyfist körlum?
Um karlhetjurnar er það að
segja, að Cavling hefur bersýni-
lega minni áhuga á fyrstu sam-
förum þeirra en kvenna sinna.
Um 1950 lætur hann flest ósagt
um kynlifsreynslu þeirra, á sjö-
unda áratugnum hafa karlar hans
staðið i skemmri og iengri ásta-
samböndum áður en þeir giftast
og nú á þeim áttunda eru karl-
hetjurnar oft einhvers konar
glaumgosar. 1 „Karina” (frá
1973) hefur hetjan haft með
mörgum konum og glæsilegum.
Þar er og svo komið, að hetjurn-
arfullnægja kynhvötum sinum að
vissu marki utan hjónabands.
Cavling hefur smám saman þró-
ast frá fordæmingu á framhjá-
haldi til einskonar blessunar á
fyrirbærinu.
IB HENRIK CAVLING
'wLMMx y ggf jjn 1
Wv wl ímp ^ * C K \ QFg / NS i. ^ ’OK. W
Sumir halda að bækur eldhúsreyfarahöfunda eins og hins vinsæla'og mikið þýdda dana Ib Henriks
Cavlings séu alltaf eins. En það er ekki rétt :einnig slíkir menn laga sig að breytingum f tfmanum. Meira
að segja kápur bókanna gefa þessa breytingu til kynna. 1 „Saklaus” frá 1956 kýs hinn fullkomni maður
sér hina fuilkomnu jómfrú. í „Sporödrekar I Monte Carlo” (1967)eru elskendurnir miklu fjölþreifnari
hvort við annaö og konan er neysluvara í lúxusklassa. Eitt breytist ekki hjá Cavling: körlum leyfist
alltaf miklu meira en konum...
Kynferðismál í
eldhúsreyfurum
Þróunin er sú, að smám sam-
an hefur Cavling verið að stækka
það svið sem hann telur persón-
um sinum leyfilegan vettvang á
EFTIR
ÁRNA
BERGMANN
sviði kynlifs. En um leið hefur
karlmaðurinn ávallt stærra sviö,
honum leyfist fleira. Þessu fylgir
tvöfalt siðgæði i vitund karlhetj-
unnar: hann iðkar kynlif sem
hann fordæmir hjá kvenkynsmót-
aðila sinum. Konurnar I skáld-
sögunum fallasti stórum dráttum
á þetta tvöfalda siðgæði — þær
fallast á það, að gengi þeirra falli
eftir þvi sem þær hafa tekið fleiri
með sér I bólið, og þær leyfa i
reynd körlum meira kynferöis-
legt frelsi en þær sjálfar hafa.
Bara sex
1 nýrri bók Cavlings er meira
og fjölskrúðugra kynlif en i hin-
um fyrri, en þessu fylgir ekki fjöl-
skrúöugra tilfinningalif. Til-
finningarnar (ASTIN sjálf) til-
heyra þeim eina rétta eða einu
réttu — þeim sem maður giftist.
Kvenhetjan frá 1973 fellst á fram-
hjáhöld manns sins vegna þess að
það er „bara sex”. Hún hugsar
sem svo:
„Ef það væri bara kynferðisleg
útrás sem hann vildi. Ef hann þar
að auki ekki einu sinni gerir sér
það ómak að fara úr buxunum, þá
var þetta bara einskonar sex-
lækning sem hann borgaði fyrir
með peningum. Þetta var of gott
til að vera satt”. Cavling leggur
blessun sina ýfir það fjölkvæni
sem er bara tengt sexinu, en hann
hafnar fjölkvæni sem tekur til-
finningar með i reikninginn.
í fyrri skáldsögum Cavlings er
gengið út frá þvi sem sjálfsögðum
hlut, að fyrst kemur ást, sem leið-
ir til hjónabands, sem svo leiðir
til samfara. Þetta sjálfsagöa
samhengi hverfur smám saman
með seinni bókunum og kynlifið
þróast einnig fyrir utan hjóna-
bandsstofnunina. Það er engin
ástæða til að sakna hins fyrra
ramma (ást—hjónaband) vegna
þess að hjónabandið hefur oftast
þvi hlutverki að gegna hjá höf-
undi sem kallast „tveggja sér-
gæska”,og ástin er liður i þeirri
sjálfshafningu. En það væri samt
ekki úr vegi að velta fyrir sér af-
leiöingum þess, að kynhvötinni er
I vaxandi mæli fullnægt án þess
að fram komi bliða og samstaða
með mótaðila leiksins.
Að éta konuna
Eins og fyrr er getið tengir
Cavling greinilega saman kyn-
ferðismál og siðgæði. Siðgæðið
hefur fyrst og fremst mótandi
áhrif á heim kvennanna. Maður-
inn, sem ræður ferðinni, túlkar
Cavling og
kynfærin
„Aður en þau höfðu áttað sig
höfðu þau hlaupið upp um háls-
inn hvort á öðru. Grethe hjúfr-
aöi sig upp að Jens Winther og
hans löngu handleggir vöfðust
þétt utan um hana. Hún óskaði
þess, að hann sleppti henni
aldrei framar. Hann kyssti hana
á munninn, kinnar, hár og nef.
Hann hafði enga hugmynd um
hvað hann var að gera. Hann
vildi barasta koma eins mikið
og fljótt við hana og mögulegt
var. Hamingjan flæddi yfir
þetta unga par. Margar minútur
liðu áður en þau fengju slitið sig
hvort frá öðru.
//Sveitalæknirinn" 1953
Ira lyfti höfði og kyssti hann.
Hún þrýsti sér upp að honum.
Þetta var ástarkoss. Hann tók
utan um hana. Hann elskaði
hana og hún fékk hann til að
gleyma öllu öðru. Hann aðeins
kyssti hana með ákefð og
ástriðu. Náttkjóllinn rann til
hliðar og hann fann heit brjóst
hennar við bringu sér. Hún
kyssti eyru hans, háls og axlir...
Hann sá hana nakta og blóðið
sló þungt I vöngum hans.
//Prinsessan verður ást-
fangin" 1963.
Yvonne reis upp og smeygði
náttkjólnum yfir höfuðið.
Meistaraverk blasti við augum.
Konsúllinn friði breyttist I log-
andi bál. Hann stökk á fætur og
tók hana i arma sina. Hann lét
hendur sínar fara um fullkom-
inn likama hennar. Yvonne var
ekki siður æst. Hún stakk hend-
inni niður i náttfatabuxur hans
og gældi við hann að aftan.
Yvonne kyssti hann og fortlðin
hvarf. Augnablikið stóð i skærri
stjörnubirtu. Hann lyfti henni
upp og bar hana i rúmiö.
Karina 1973.
konuna hinsvegar sem eiginkonu
eöa hóru. t seinni skáldsögunum
vikur þetta samhengi fyrir nýju
— kynferðismál og liffræði eru
tvinnuð saman. Þetta gerist eftir
tveim leiðum:
1) Kynferðislegri þörf er lýst
sem hliðstæðu við aðrar liffræði-
legar þarfir (einkum þörf fyrir
fæðu) og henni er fullnægt I formi
einskonar vöruneyslu. Persónur
Cavlings bókstaflega éta sig
gegnum sinar'samfarir. Um hina
kynferðislegu athöfn eru notuð
orð eins og að éta, narta i, slafra i
sig rjóma i pottavis, taka sér af
réttunum, verða pakksaddur af
sexi, ganga til borðs o.s.frv. Og
enn er þaðkonan sem verður fyrir
þessu „narti” mannsins, hún er
sú vara sem hann neytir.
Það er eins með hina kynferðis-
legu þörf, og fæðuþörfina að hún
segir til sin með vissu millibili, og
þegar menn hafa neytt viss
magns (af mat eða sexi) þá eru
menn ánægðir. Eins og góð steik
„á það skilið” að menn gefi sér
góðan tima til að éta hana, þá á
lagleg kona það „skilið” að menn
gefi sér góðan tima i samfarirn-
ar. Abyrgð gagnvart mótaðilan-
um i ástaleiknum nær aldrei
lengra en þetta.
2) Kynferðislegri þörf er lýst
sem einhverju dýrslegu
fyrirbæri, og þvi dýrslega er fyrir
komið hjá konunni. Hún er af
körlum túlkuð sem karlétandi
kvendýr. Aherslan á hið liffræði-
lega leiðir til nýs kynferðislegs
hlutverks kvenna i sögunum: hún
er neysluvara eða kvendýr.
Neysluheimur
Við hlið þessara breytinga á
sviði kynferðismála gerast aðrar
breytingar i skáldsögum
Cavlings. 1 fyrstu skáldsögum
hans má greina neikvæða afstöðu
til neyslu. Þetta breytist siðar.
Eftir 1960 sjáum við I bókunum
heillegan og útfærðan neysluheim
og eftir 1970 hefur kynferðislifið
verið innlimað I þennan neyslu-
heim.
1 „Prinsessan verður ástfang-
in” 1963 öðlast danski heimspeki-
prófessorinn Harald Winther
„smekk fyrir lífsins gæðum” þeg-
ar hann er samvistum við Iru
prinsessu. Gæði þessi eru röndótt
silkináttföt, rósablöð i vöskum og
gömul vin. Þessum smekk fyrir
efnislegum gæðum er lýst sem
jafngildi þess að „þekkja lifið”
hafa „lifsreynslu”.
I „Skurðstofa 08” (1971) hefur
hið kynferðislega verið fellt undir
efnisleg gæði, undir almenna
neyslu. Þar er i samvistum karl
hetju og kvenhetju boðið upp á
samfellda nautnakeðju: matur,
vin, koniak, þægileg lýsing, útsýn
og kynferðisleg ánægja.
Neyslan felur einnig i sér
neyslu á fólki. t fyrri skáldsögun-
um er lögð áhersla á eiginleika
eins og góðvild og mannvit, en I
seinni skáldsögunum er lögð sér-
stök áhersla á ytri eiginleika svo
sem fegurð og sjarma. Það er að
sjálfsögðu einkum konan sem er
metin og vegin i samræmi við
hugsjónir tisku- og auglýsinga-
heimsins. Hún notar likama sinn
beinlinis sem sitt kapital: áður
fyrr beið hún eftir þeim eina
rétta, nú biður hún eftir að fá
viðurkenningu fyrir fegurð á
ástamarkaðinum og aö fá tilboð i
samræmingu við hana. Aður fyrr
fullvissaði hetjan hana um skil-
yrðislausa ástsina, en nú fullviss-
ar hann kvenhetjuna um traust
markaðsgildi hennar — eöa eins
og hann segir i Karinu, þegar hún
er hrædd um að hún sé að missa
hann:
„Láttu mig ekki heyra svona
vitleysu framar, Karina. Ég hefi
hitt nokkrar af fegurstu konum
heimsins, og ég hefi boriö þær
saman við þig. Þær eru eins og
hvert annað skólp i samanburöi
við þig.”
Tove Burup lýkur yfirliti sinu
með þvi, að segja sem svo, að það
væri misskilningur að telja aö
ferill Cavlings væri ómerkur I
þessum efnum. Hún telur að þessi
reyfarahöfundur sé mjög þef-
næmur á breytingar á útbreidd-
um smekk og viðhorfum. Hún
saknar ekki þeirrar afstöðu I bók-
menntum, afþreyfingarbókum og
samfélagi sem þorði varla að
taka á kynferðismálum. En hún
telur, að breytingarnar, hin nýju,
„neysluform” hafi ekki bætt hlut
kvenna svo neinu nemi, hvorki i
hugarfóstrúm skirbenta né held-
ur i samfélaginu.
(áb tók saman).