Þjóðviljinn - 08.06.1975, Qupperneq 9
Sunnudagur 8. júni 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA -9
Maxim Gorki.
Þessi grein er saman tekin i tilefni þess að verið
er að lesa i útvarp þýðingu Halldórs Stefánssonar á
Móðurinni eftir Gorki. Bókin kom út hjá Máli og
menningu 1938—39.
MAXIM
GORKÍ
MÓÐIRIN
Þegar llöa tók að aldamótunum
siðustu virtist sem þreyta hefði
gripið hinar miklu raunsæisbók-
menntir rússa. Það var sem
frumkvæðið, heildarsýnin, áræðið
hefðu gufað upp. Bókiærðir og
skrifandi rússar höfðu, hver með
sinum hætti, tengt vonir við fram-
sókn vestrænna áhrifa I landinu,
eða þá við tækni og visindi, við
uppreisn og morð á háttsettum
stólpum kerfisins, við væntanlegt
samband sitt við hinn rússneska
bónda, sem talinn var bæði vitur
og óspilitur og varðveita i sál
sinni frækorn hins sanna kristin-
dóms eða hins sanna sósialisma.
En þessar vonir höfðu hvað eftir
annað koðnað niður undan þungu
fargi valdkerfisins, mistökuin
hugsjónainannanna og sinnu-
leysis — eða heyrnarleysis hins
ólæsa múgs. Og höfundar lýstu
hver af öðrum grárri þoku hvers-
dagleikans þar sem reika um
máttlitlar persónur, einmana,
uppgefnar, eða þá smátækum
góðvilja, Iftiiþægum tilraunum til
smáskammtalækninga á mein-
semdum þjóðfélagsins '.
„Einhvers skirra einhvers
blárra æskti hugur minn”
andvarpar höfundur eða tals-
maður hans I sögunum — og snýr
sér undan.
Utangarðsfólk
Og þá kom Gorkí inn i bók-
menntirnar — fæddur 1868, birti
fyrstu sögur sinar 1892, stór-
frægur rithöfundur um aldamót.
Af hverju varð sigur hans svona
skjótur? Hann kom inn I bók-
menntirnar með brauki og
bramli, tcxtar hans og prósaljóð
voru full af barnslegu táknmáli,
hóflausum rómantiskum stað-
hæfingum: hetjan I)anko leiðir
fólk sitt út úr myrkum skógi með
þvi að slita úr sér hjartað og
lialda þvi á lofti sem kyndli. Hann
var blátt áfram öðruvisi en aðrir.
Hann var ekki af menntastétt
heldur berfætlingur úr fátækra-
hvcrfum Nizjni Novgorod við
Volgu. Tuskusafnari, fugla-
veiðari, messadrengur, bakara-
þræll, sjálfmenntaður og síles-
andi flakkari, berklaveikur með
sjálfsmorðtilraun að baki.
Hann kom með nýtt fólk inn i
bókinenntirnar og umgekkst það
með nýjum hætti. Hann lýsti
grimmd og dapurleika og kúgun i
rússnesku mannlifi með enn
sterkari litumen .aðrir: hann hafði
sjálfur staðið nær vettvangi en
aðrir höfundar. Á hinn bóginn var
hans eigið lif það kraftaverk, —
hann liafði af eigin rammleik og
án þess að troða á öðrum kraflaö
sig upp úr myrkri og eymd — að
hann gat af fullri cinurð teflt ljósi,
fegurð, hugsjón gegn þeim „blý-
þunga skepnuskap” sem yfir var
og allt um kring.
Og hann hefur leit sina að
jákvæðum grundvelli.
Hann bindur ekki trúss sinn við
rússneska bóndann, sem ýmsir
aðrir róttækir höfundar höfðu
fegrað fyrir sér — hlífir bændum
reyndar hvergi fyrir fáfræði
þeirra og ágirnd.
Þess i stað snýr hann sér að
persónum sem standa utan þjóð-
félagsins. Að flökkurum, þjófum,
hórum og drykkjurútum. Hann
veit bæði kost og löst á þessu
fólki, hann veit að einstaklings-
hyggja þess getur verið mjög
grimm, en um leið er ekki laust
við að hann bregði birtu róman-
tiskrar hrifningar yfir lýsingu
sina á utangarðsmönnum. Meðal
þeirra var Gorki laus við þá lág-
kúru, smásálarskap, aumiega
undirgefni sem hann hataðist við.
Meðal þeirra fann hann sterkar
ástriður, furðuiega (og fárán-
lega) llfsreynslu, kjark til
að halda til streitu eigin mati á
hverjum hlut, hve dýru verði sem
það var keypt. Það voru umfram
allt sögur af þessu óvenjulega
fólki, sem ruddu frægð Gorkis
braut. Um það skrifaði hann
einnig frægasta leikrit sitt Na
dné, í djúpunum.
Róttækni
Þessi upphafníng hins óvenju-
lega var og tengd öðru: áhuga
Gorkis á þvi að heiminum yrði
breytt, ekki mundi af veita. Það
var Ijóst, að slik breyting yrði
ekki verk berfætlinga sem létu I
Ijós uppreisn sina með þvi að
setja skilið við þjóðfélagið. Ahugi
Gorkis á betra mannlifi leiðir
hann til fundar við róttækar póli-
tiskar hreyfingar sem þá voru að
starfi i Rússlandi.
Ekkert var i raun eðlilegra en
þeir samfundir — að hinn
sjálfmenntaði berfætlingur
slægist i för með sósialistum, sem
sumir vitnuðu i Krist og Tolstoj,
aðrir i Marx og Plekhanof. Leið
Gorkis lá reyndar frá stuðnings-
mönnum Tolstojs til hins unga
flokks Lenins, sem þá var að
safna styrk ineðal mentamanna
og verkamanna hinua ört vaxandi
iðnaðarborga. Þessi þróun Gorkís
fer ckki fram hjá yfirvöldum.
Gorki var scttur i fangelsi fyrst
1898, 1902 strikaöi keisarinn út
með eigin hendi nafn Gorkis af
lista yfir nýja meðlimi rússnesku
akademiunnar, árið 1905 er Gorki
aftur i fangelsi vcgna afskipta
sinna af fyrstu rússnesku bylting-
unni, sem þá hafði verið kveðin
niður ineð byssustingjum. Inn-
lendir og erlendir vinir Gorkis
komu honum úr landi og einmitt
um þetta leyti skrifar hann skáld-
söguna Móðirin, sem út kom 1906.
Ný vitund
Meö Móðurinni leggur Gorki
lifsreynslu sina við þann marx-
isma sem hann hefur lært af
bókum og pólitískri baráttu og
útkoman varð eitt fyrsta rit
sósialrealismans. Hin jákvæða
Eftir
Árna Bergmann
hetja cr ekki lengur uppreisnar-
gjarn utangarðsmaður heldur
einn þeirra verkainanna sem um
þessar mundir eru að boða
félögum sinum félagshyggju og
sósialisma. Við skuluni og geta
þess, að vissulega höfðu aðrir
raunsæismenn lýst kjörum
alþýðufólks af samúð — þeir lýstu
fyrst og fremst þjáningum,
beisklcgum örlögum, báru fram
skýrslu um ástand (óbreytt
ástand). Gorki fjallar hinsvegar
um það hvernig alþýöufólk
vaknar til vitundar um eigið afl,
til skilnings á nýjum verðmætuin,
og hvernig þetta fólk sjálft breyt-
ist með þessum nýja skilningi.
Það er engum grikkur gerður
með þvi að minna á efni
sögunnar, sem nú er veriö að lesa
i útvarp. Hún skýrir frá Pelageju
Vlassovu verkamannsekkju og
syni hennar Pavel, sem gerist
sósialisti og verklýðsforingi, er
handtekinn og dæmdur i útlegð
ásámt félögum sinum. En móðir
hans laðast sinám saman að við-
horfum sonar sins, fær trú á hans
sannleika og tekur upp baráttuna
i hans stað.
Sonur og móðir
Bygging sögunnar er næsta ein-
föld, persónulýsingar einnig. í
lýsingunni á föður Pavels I upp-
hafi sögunnar er dregin fram hin
tilgangslausa grimmd sem ræður
rikjuin i þvi riki þrældóms, ótta
og tortryggni scm risið hefur i og
umhverfis verksmiðjuna. Pavel
er andstæða föðurins: byrjar feril
sinnásama hátt og hann: blindur
þrældómur endar um hvcrja helgi-
á stjórnlausu fyllirii. En fyrr en
varir er Pavel gjörbreyttur, þaul-
sætinn við bækur og pólitiskar
kappræður við vini sina, allur
sem einn óbifandi vilji, hertur i
ineinlæti hugsjónar. Þessi
breyting er mjög skyndileg og
persónulýsingin einhæf. En
móðirin sjálf, Pelageja, er sýnu
betur fram sett.
Baranovskaja fór með hlutverk móðurinnar I hinni frægu mynd
Púdovkins (1926)
1 hennar dæmi sjáum við
ákveöna þróun sem höfundur
gefur sér tima til að lýsa i
áföngum, þróun sjáfsvitundar og
sjálfstrausts verkafólks, sem
Gorkl er hugstæð. Við fylgjumst
með Pelageju, frá þvi að hún
mætir tiltektum sonar sins með
ótta í bland við skilningsleysi
(hvað er að? á ég ekki að hlaupa
eftir vodkatári? af hverju hugsar
hann ekki um stúlkur?) Til þess
að hún hverfur frá samúð til þátt-
töku. Þvi er einmitt ágæt-
lega lýst, hvernig Pelageja laðast
fyrst að málstaönum eingöngu
fyrir sakir umhyggju móður fyrir
syni (ég skal dreifa flugritum
meðan hann er i fangelsi til að
yfirvaldið geti siður varpað sök
á hann) — til skilnings á sam-
félagi, til þeirrar „stækkunar” á
móðurást sem siðan tekur að sér
alla félaga Pavels. Þið eruð öll
min börn.
Byltingin
og Biblian
Við erum i upphafi sögu stödd i
einskonar helviti, niður þangað
berst vonarneisti sem siðar
magnast og verður að báli. And-
stæðingar þeirra mæðgina fá ekki
mikið pláss i sögunni, þeir eru á
sveimi baksviðs og lltill gaumur
er gefinn persónu hvers og eins.
Aðaláherslan cr lögð á hið nýja
fólk, og samfélag þéss, Pavel og
vini hans. 1 þeirri lýsingu liggur
beinast við að benda á tvær
bókmenntalegar hliðstæður eöa
fyrirmyndir: Annarsvegar hina
útópisku skáldsögu Tsjernis-
jevskis, „Hvað ber að gera” sem
út kom um 1860 og lýsir
kommúnulifi og nýju siðgæði rót-
tæks fólks. Hinsvegar er Biblian,
frásagnir af frumkristnum
söfnuðum. Það sem einkennir hið
nýja fólk er annarsvegar mein-
lætaafstaða til einkamála: það er
reiðubúið að fórna ástum og fjöl-
skyldulífi fyrir hugsjön, segja
skilið við föður og móður vegna
sannleikans. A hinn bóginn felur
tryggð við hugsjónina i sér
umbun i gagnkvæmri hjálpsemi
og tillitssemi, i fögnuðinum i
samf élaginu.
Það er og eftirtektarvert hve
mjög bibliuminni setja svip sinn á
stii sögunnar um, móðurina.
Fyrstamaigöngu er likt við helgi-
athöfn, sá sem ber fánann rauða á
móti lögreglukylfum tekur á sig
þyrnikórónu. Auðvaldið er for-
dæmt vegna þess að það
„ofurselur sálir mannanna eyði-
leggingunni”. Lýsing byltingar-
mannanna á riki réttlætisins er
náskyld hinu gyðinglega guösriki
sem Kristur boðaði, og var
reyndar miklu jarðneskara
fyrirbæri en Páll postuli vill vera
láta i sinni túlkun. Tengsli
þessarar vakningarsögu marxist-
ans Gorkis við kommúnisma
frumkristninnar er engin til-
viljun: um aldir hafa byltingar-
hreyfingar risið meðal alþýðu
með hugmynda- og orðaforða
sem kominn er frá þeirri bók sem
hún hafði mestar spurnir af,
Bibliunni, og þeim réttlætis-
kröfum sem þar er að finna.
Llf bókar
Vissulega má benda á ýmsa
galla á þessari sögu. Einn segir
kannski að lýsingin á sainfélagi
hins „nýja fólks” sé að þvi leyti
ekki raunsæ, að þar sé ekki vikið
að hinum sigilda ágreiningi og
togstreitu sem jafnan ris i bylt-
ingarsinnuðum hópum, ekki síst
þeim scm starfa verða leynilega.
Aðrir munu benda á freinur ein-
faldaðar persónulýsingar. Engu
að siður mun hver sæmilega inn-
rættur maður hafa taugar til
þessarar bókar fyrir sakir upp-
runalegrar einlægni hennar, þess
að hún geymir margt af þeim
þokka mannlegra samskipta,
sem sannarlega skapast meðal
þeirra, sem tekið hafa við nýjum
sannleika, sem til verður á æsku-
skeiði mikilla hreyfinga.
Kannski kemur ýmislegt i
Móðurinni annarlega fyrir sjónir
fólki nú og hér — og látum við það
liggja milli hluta hvort við eða
skáldsagan eigum þar sök á. Hitt
er vitaö, að Móöirin lifir jafnan
góðu Hfi hvar sem aðstæður eru
svipaðar i baráttu fólks og þær
voru i Rússlandi þegar bókin var
skrifuð —einmitt af þeim sökuni
hefur Móðirin orðið áhrifamesta
verk Gorkis um viðan heim.