Þjóðviljinn - 08.06.1975, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.06.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 8. júni 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 UMSVIF AUÐHRINGA: Mútumál draga dilk á eftir sér Mikill þáttur í auknum umsvifum bandarískra (og annarra auðvitað líka) auðhringa um víða veröld er tengdur mútum — bein- um eða lítið eitt dulbúnum. Mútur eru í allmörgum löndum hin viðurkennda aðferð bæði til að fá afgreitt smáræði eins og ökuskírteini og allt til þess að fá stjórnmálamenn til að hætta við skattalöggjöf sem óhagkvæm er auð- hringum. Auöhringarnir kvarta einstaka sinnum yfir þessu, en þeim er ekki eins leitt og þeir láta — mút- ur til spiiltra embættismanna og stjúrnmálamanna gefa oft af sér margfaldan arð. En uppljóstranir forseta ollufélagsins Gulf Oil, Bob Dorseys, um mútugjafir félags sins hafa ýtt af staö hneyksli sem er bersýnilega oröiö mjög hvim- leitt bæöi auöhringunum og ýms- um rikisstjórnum. Bolivfuhneykslið Fyrir skömmu kraföist rikis- stjórn Boiiviu þess, að hún fengi upp gefin nöfn á öllum þeim embættismönnum sem þágu frá Guif Oil samtais um háifa miljón dala I „pólitiskt framlag” fyrir nokkrum árum. Handtekinn hefur veriö einn starfsmaöur fé- lagsins f Boliviu og þess hefur veriö krafist aö Dorsey forstjóri komi fyrir rétt I Bolivfu og svari til saka fyrir „glæpi gegn lögum og reglu I efnahag rlkisins”. Gulf Oii hefur til þessa aðeins gefiö upp eitt nafn I sambandi viö mútur þessar. Þar er um aö ræöa dauðan mann, Barrientos, sem var forseti Boliviu 1964—69, en hann fékk frá oliufyrirtækinu þyriu sem var 110 þúsund doliara viröi. t staöinn átti hann aö gera þaö sem i hans valdi væri til aö Barrientos; fékk eina litla þyriu. koma I veg fyrir þjóönýtingu oliulinda landsins og tryggja fé- laginu rétt til arövænlegrar oilu- leitar. En ekki hefur veriö gerö grein fyrir 220 þúsund dollara og annarri 110 þúsund dollara greiöslum til ýmissa af helstu fylgifiskum Barrientos. Talsmenn Gulf Oil I Bandarikj- unum hafa heitiö þvi aö upplýsa máliö, meðal annars til aö bjarga starfsmanni sinum, sem mun hafa veriö fremur lágt settur. Mútur eru bókhalds- skyldar Mútugjafir eru mjög útbreidd- ar sem fyrr segir. Dorsey bar þaö fyrir þingnefnd fyrir nokkrum vikum, aö Gulf Oil heföi „til- neytt” greitt flokki Paks ein- ræöisherra I Suröur-Kóreu fjórar miljónir dollara á árunum 1966—1971. Taliö er að bandarisk og japönsk fyrirtæki i Suöur- Kóreu verji 5—10% af rekstrar- sjóönm sinum til aö múta pólitikusum I þvi landi (sem nú er einmitt mjög i fréttum vegna þess, aö þar er hinn „frjálsi heimur”, m.ö.o. hinn frjálsi gróöi talinn mjög i hættu fyrir kommúnistum aö noröan). Aðrir oliuhringar, m.a. Mobil, Exxon og Standard Oil hafa játaö, aö þeir hafi greitt um 16 miljónir dollara tii italskra stjórnmála- manna og embættismanna fyrir ýmsar skattaivilnanir og ýmsa aöra aöstoð viö aö græöa meira á bilakandi itölum. Oliuhringirnir halda þvi fram aö greiöslur þess- ar séu fyllilega lögmætar. Svo merkilega vill til aö undir- borösgreiðslur til erlendra stjórn- málamanna eru i sjálfu sér ekki andstæöar bandariskum lögum. Hitt er svo ólöglegt aö halda þess- um greiöslum utan viö bókhaldiö. (byggt á Time.) Trójusófi hinn nýi Sagan um Trójuhestinn varö nýlega til þess að koma af stað hugmyndaflugi Italsks þjófahóps með þeim hætti er hér segir: Dag nokkurn kom vörubill að villu einni i Rimini meðan eig- andinn var fjarverandi. Billinn flutti heljarmikinn sófa sem sagt var að eigandinn hefði keypt. Þjónar létu þá áhöfn bilsins bera sófann inn i húsið. Hálftima siðar kom vörubillinn aftur og áhöfn hans baðst afsökunar á mistök- um: i raun hefði billinn átt að fara annað, og tóku þeir sófann aftur. Lögregla komst siðar að þvi að þjófur hefði falið sig inni i sófan- um, og á þeim hálftima sem hann hafði til umráða tókst honum að stela drjúgum af dýrgripum. Spionasaga í veitingahúsi einu i Bonn, þar sem margt er um diplómata og þeirra fylgdarlið, kallar við- skiptavinur einn á þjóninn. — Þér létuð mig fá þrjár kjöt- bollur. En það er alls ekki hægt að skera þá þriðju. — Það er ekki nema eðlilegt, sagði þjónninn, hún er hljóðnem- inn. mm mm 0 — □ □ VIÐ BYGGJUM BYGGJUM VID t-----r |SE| Við byggjum, — byggjum við . . . og nú höfum við opnað nýbyggingu Samvinnubankans í Bankastræti. Við bætt skilyrði verður okkur nú unnt að veita viðskiptavinum okkar meiri og betri þjónustu. Öll afgreiðsla bankans fer fram á fyrstu hæð. Geymsluhólf, sem bankinn hefur ekki haft aðstöðu til að hafa áður, verða nú til reiðu. Okkur er það mikil ánægja að geta tekið betur á móti viðskiptavinum okkar, verið velkomin í Bankastræti 7. Samvinnubankinn HBS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.