Þjóðviljinn - 08.06.1975, Qupperneq 17
Sunnudagur 8. júni 1975 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 17
Kotkelssynir
Frá þvi segir i Laxdæla sögu,
að „Kotkell hét maður er þá
hafði út komið fyrir litlu. Grima
hét kona hans, þeirra synir voru
þeir Hallbjörn slikisteinsauga
og Stigandi. Þessir menn voru
suðureyskir. 011 voru þau mjög
fjölkunnug og hinir mestu seið-
menn.... og var þeirra byggð
ekki vinsæl.” Svo fór að
ÞORSTEINN
FRÁ HAMRI
TÖK SAMAN
SKOFFÍN
að hann skyldi það margt sjá er
þeim yrði mein að, taka nú belg
og draga á höfuð honum. Stig-
andi vaknaði við þetta og bregð-
ur nú engum viðbrögðum, þvi að
margir menn voru nú um einn.
Rauf var á belgnum, og getur
Stigandi séð öðrum megin i hlið-
ina. Þar var fagurt landslag og
grasloðið. En þvi var likast sem
hvirfilvindur komi að. Sneri um
jörðinni, svo að aldregi siðan
kom þar gras upp. Þar heitir nú
á Brennu. Siðan berja þeir
Stiganda grjóti i hel, og þar var
hann dysjaður.”
Áhrínsorð Kötlu
Frásagnir Laxdælu um þá
bræður Kotkelssyni eru greini-
lega sprottnar af hugmyndinni
um illt augnaráð, sem valdið
gat mönnum óheill, ært þá og
jafnvel umhverft jörðinni. Þessi
trú var rik i fornöld og hefur
þekkst viða um heim. Það er
fyrir tilstilli þessarar trúar sem
belgur er dreginn á höfuö seið-
fólki áður en þvi er komið fyrir
kattarnef, og var slikt þó ekki
ævinlega einhlitt, sist ef tungu-
tak manna var i lagi, svo sem
sagt er frá aflifun Kötlu hinnar
fjölkunnugu og Odds sonar
hennar i Eyrbyggja sögu:
„Geirriður varp af sér skikkj-
unni, gekk að Kötlu og tók sel-
belg er hún hafði haft með sér,
og færði hann á höfuð Kötlu. Sið-
an bundu förunautar þeirra að
fyrir neðan. Þá bar Geirriður
brjóta upp pallinn. Var Oddur
þar fundinn og siðan bundinn.
Eftir það voru þau færð inn til
Búlandshöfða, og var Oddur þar
hengdur. Og er hann spornar
gálgann, mælti Arnkell til hans:
„Illt hlýtur þú af móður þinni.
Kann og vera að þú eigir illa
móður.” Kalta mælti: „Vera má
vist að hann eigi eigi góða móð-
ur, en eigi hlýtur hann af þvi illt
af mér, að ég vildi það, en það
væri vilji minn, að þér hlytuð
allir illt af mér. Vænti ég og, að
það mun svo vera.... En þú,
Arnkell,” segir hún, „mátt eigi
af þinni móður illt hljóta, er þú
átt enga á lifi, en um það vildi ég
að min ákvæði stæðist, að þú
hlytir þvi verra af föður þinum
en Oddur hefur af mér hlotið
sem þú hefur meira i hættu en
hann. Vænti eg og, að það sé
mælt áður lýkur, að þú eigir
illan föður,” Eftir það börðu
þeir Kötlu grjóti i hel þar undir
höfðanum.”
Ljót kerling
I Vatnsdæla sögu er lýst Ljót
kerlingu og töfrabrögðum henn-
ar, er Ingimundarsynir fást við
Hrolleif hinn mikla, son hennar:
„Hún hafði rekið fötin fram yfir
höfuð sér og fór öfug og rétti
höfuðið aftur milli fótanna.
Ófagurlegt var hennar augna-
bragð, hversu hún gat þeim
tröllslega skotið... Hún kvaðst
hafa ætlað að snúa þar um
landslagi öllu, — „en þér ærðist
allir og yrðið að gjalti eftir á
vegum úti með villdýrum, og
svo myndi og gengið hafa, ef þér
hefðuð mig eigi fyrr séð en ég
yður.” Hér kemur Ljót kerling
eingu fram um galdra sina sakir
þess að þeir bræður koma að
henni óvarri, en auk hins illa
augnaráðs kemur hér fram önn-
ur töfraaðferð, að gánga öfugt,
og horfa milli fóta sér, en hún er
viða kunn.
Þórdís spákona
I Þjóðsögum Jóns Árnasonar
kemur illt augnaráð fyrir i sög-
unni af Þórdisi spákonu að Spá-
konufelli, er smali Eiriks prests
á Hofi kemur að henni: „Þá sá
smalinn að Þórdis leit upp fyrir
sig þar sem hún sat undir
hamrabeltinu og var að greiða
hár sitt og sveiflaði þvi frá sér
til að sjá hvað um væri að vera,
og sá hann þá i augu henni, en
við það leið yfir hann á bjargs-
brúninni og lá hann i ómegi
lengi dags.”
Skoffín
A siðari timum fer litið fyrir
trúnni á illt augnaráð, og i is-
lenskum þjóðsögum kemur hún
helstfram i hugmyndum manna
um furðudýrið Skoffin og
ættingja þess:
„Skoffin er skepna sú eða
óvættur er verður úr hanaeggi,
þvi þegar hanar verða gamlir
eiga þeir eitt egg og eru þau egg
miklu minni en önnur hænuegg.
Ef hanaeggi er ungað út verður
úr þvi sú meinvættur að allt
liggur það þegar dautt er hún
litur, svo er augnaráð hennar
banvænt...Sama náttúra fylg-
ir og skrimsli þvi er skugga-
baldur heitir, það er kyn-
blendingur af ketti og tófu, en
aðrir segja af ketti og hundi. Þá
er og hið þriðja kvikindi er þessi
náttúra fylgir, og er það uröar-
köttur sem lagst hefur á ná og
verið samfleytta þrjá vetur neð-
anjarðar i kirkjugarði. Engin
skepna, hvorki menn né mál-
leysingjar, mega standast
augnaráð neinna þessara
meinvætta, og liggja þegar
dauðir er þeir verða fyrir tilliti
þeirra. Illvættum þessum verð-
ur og ekkert að aldurtila nema
ef þær sjá eigin mynd sina, eða
ef skotið er á þær með silfur-
hnöppum og þrikrossað fyrir
byssukjaftinn áður en af er
hleypt.”
Nú Ijómar min mín
Látum svo staðar numið með
litlum kviðlingi sem Leirulækj-
ar-Fúsi á að hafa kveðið i minn-
ingu látinnar konu; sagnir
herma að hún hafi verið konan
hans, en Fúsi mun raunar aldrei
hafa kvænst. Visan er i góðu
gildi þrátt fyrir það.
Nú ljómar min min
min hjá herra sin sin
þar sem dýrðin skin skin
skin hún svo fin fin
skin hún sem skoffin.
(tslendingasögur,- Þjóðs. Jóns
Arnasonar o.fl.)
Laxdælir gerðu seiðfólki þessu
aðför. „En er þau Kotkell sjá
mannareið að bæ sinum, þá
taka þau undan i fjall upp. Þar
varð Hallbjörn slikisteinsauga
tekinn og dreginn belgur á höfuð
honum. Þegar voru þá fengnir
menn til gæslu við hann, en
sumir sóttu eftir þeim Kotkatli
og Grimi og Stiganda upp á
fjallið. Þau Kotkell og Grima
urðu áhend á hálsinum milli
Haukadals og Laxárdals. Voru
þau þar barin grjóti i hel, og var
þar gerð að þeim dys úr grjóti,
og sér þess merki, og heitir þar
Skrattavarði. Stigandi tók und-
an suður af hálsinum til Hauka-
dals, og þar hvarf hann þeim.
Hrútur og synir hans fóru til
sjávar með Hallbjörn. Þeir
settu fram skip og reru frá landi
með hann. Siðan tóku þeir belg
af höfði honum, en bundu stein
við hálsinn. Hallbjörn rak þá
skyggnur á landið, og var
augnalag hans ekki gott. Þá
mælti Hallbjörn: „Ekki var oss
það timadagur, er vér frændur
komum á Kambsnes þetta til
móts við Þorleik. Það mæli eg
um,” segir hann, „að Þorleikur
eigi þar fáa skemmtanardaga
héðan i frá og öllum verði þung-
býlt, þeim sem i hans rúm setj-
ast.” Mjög þykir þetta atkvæði
á hafa hrinið. Siðan drekktu
þeir honum og reru til lands.”
Af Stiganda Kotkelssyni er
siðan sagt að hann var gripinn
sofandi: „Fara þeir til Stiganda
og ræða um með sér, að hann
skal eigi fara sem bróðir hans,
MORMÓNINN OG
KONURNAR
HANS FIMMTÁN
Brigham Young,
mormónaleiðtoginn, sem
lagði grundvöll að stofn-
un Utah-ríkis í Banda-
ríkjunum, átti 27 konur,
enda var f jölkvæni leyft í
boðskap þeim sem
spámaður mormóna
Joseph Smith, heyrði frá
sendimanni guðs.
Fjölkvænið var banda-
rískum yfirvöldum mikill
þyrnir í augum, og töpuðu
mormónar mörgum fjöl-
kvænismálum fyrir
hæstarétti Bandaríkj-
anna. Þá sá kirkjan sitt
óvænna, og eftir nýja
„opinberun" árið 1890 var
því lýst yfir að f jölkvæni
væri úr gildi fellt. Kom
þar að góðu haldi sú
meginkenning spá-
mannsins, að því færi
f jarri að guð væri hættur
að tala við mennina —
punkturinn aftan við
Biblíuna var aldrei sett-
ur.
En ekki hafa allir mormónar
hlýðst þessari vitrun, og talið er
að um 35 þúsundir mormóna
bæði i Bandarikjunum og Mexi-
kó iðki fjölkvæni. Hafa þeir með
sér samtök sem þeir kenna við
Jósep spámann. Er oftast látið
kyrrt liggja, enda munu yfir-
völd nú orðið kjósa að lita svo á,
að jósefitar þessir séu giftir
einni konu og má þá einu gilda
þótt þeir sofi hjá fleiri.
En nokkur hávaði héfur risið
út af Alexander nokkrum
Joseph, sem hefur stofnað
sérstakan söfnuð með tólf kon-
um sinum og 15 öðrum fjöi-
skyldum. Ekki sist vegna þess,
að lið þetta hefur lagt undir sig
nokkuð af almenningi i Utah
sunnanverðu og reist þar bú. Nú
upp á siðkastið hafa Alexander
þessum bæst þrjár konur i
viðbót og börnin eru orðin fimm.
Flestar hinna hlýðnu eigin-
kvenna starfa sem þjónustu-
stúlkur i krá sem húsbóndinn
rekur þar skammt frá, og hef-
ur hann stundum verið mjög
snar 1 snúningum við að stækka
hópinn: Ég ákvað að giftast
Judy eftir 15 minútur, og bað
Paulette eftir að ég hafði þekkt
hana i 29 stundir, segir hann
Joni, ein þeirra fimmtán, lýs-
ir svo fjölskyldulifinu að „fjöl-
kvæni veitir þá fullnægingu sem
ég aldrei varð vör við i
Baptistakirkjunni minni heima i
Billing”.
Ófagurlegt var hennar augnabragö....
Alexander Joseph ásamt nokkrum kvenna sinna og barna.