Þjóðviljinn - 08.06.1975, Síða 22

Þjóðviljinn - 08.06.1975, Síða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNSunnudagur 8. júni 1975 Höfum opnað fatamarkað að Snorrabraut 56. Allar stærðir karlmannafata r a SEFJllmR- fntamarkaður! mjog hagstæöu veröi. Fataverksmiöjan GEFJUN Snorrabraut 56. Úr metabók Guinness Lesendur hafa ugglaust heyrt hennar getið áður, bókarinnar sem við ætlum að blaða i til fróð- leiks og skemmtunar. Hún heitir Metabók Guinness og i hana eru skráð öll heimsmet, sama hversu fáránleg þau kunna að virðast. Ekkert met er of geggjað til að komast i bókina þá. Hver hefur drukkið mest öl á skemmstum tima? Hver hefur reykt mest á skemmstum tima? Hvað hefur verið hægt að troða mörgum manneskjum inn i sima- klefa? Hvað er lengsti kossinn langur? öllu þessu svarar Metabók Gui- nness og miklu fleiru. Ef við byrjum á lengsta kossin- um, þá var hann 2400 metra lang- ur! Hissa? Skyringin er sú, að þau Hans Otto Larsen og Lisa Rasmussen köstuðu sér út úr flugvél i 3000 metra hæð, féllust i faðma á leiðinni og kysstust i 42,5 sekúndur, eða þar til 600 metrar voru eftir til jarðar. Þá hættu þau keleriinu og opnuðu fallhlifarnar sem þau voru (guði sé lof) með á bakinu. Amerikaninn Scott Case lét sig hafa að reykja 110 sigarettur i einu! Og hann hóstaði ekki einu sinni — ekki mjög mikið að minnsta kosti. Corey Fletcher stóð á annarri löppinni i sjö og hálfan tima og það var skráð sem heimsmet i Metabókina. Og annar náungi setti heimsmet i bananaáti, þegar hann borðaði 63 banana á tiu min- útum! Flest metin sem skráð eru i Metabók Guinness eru það sem kalla má geggjuð. En þó ekki öll. Elvis Presley er t.d. skráður þar heimsmethafi i plötusölu. Hann hefur fengið 91 gullplötu. Hver gullplata þýðir miljón plötueintök seld, svo salan hefur verið dálag- leg hjá honum. Hraðametið er skráð á Gary nokkurn Gabelich. Það er hvorki meira né minna en 1003 kilómetr- ar á klukkustund og var sett á Bonneville saltsléttunum i Utah, Bandarikjunum. ökutækið var kallað „Blái loginn” og virðist hafa borið nafnið með rentu. Nákvæmasta klukka heims er Olsenklukkan i Kaupmannahöfn. Klukkan sú er samansett úr 14.000 hlutum og það tók meira en 10 ár að setja hana saman. Hún er sögð svo nákvæm, að hún seinki sér eða flýti ekki um meira en hálfa sekúndu á 300 árum. Dýrasta reykjarpipan er fram- leidd af Alfred Dunhill i Lundún- um. Hún kostr u.þ.b. 102 þúsund krónur. Við skulum vona að hún sé verðsins virði. Geggjuðu metin i Metabókinni eru ef til vill þau forvitnilegustu, þar sem þau sýna hvað menn geta gert (eða gert sér) til þess eins að kornasl á skrá í þessari bók. Til þessa að komast i bókina verða metin nefnilega að vottast af við- urkenndum aðilum. Til dæmis fór einu sinni fram keppni meðal bandariskra stúd- enta um það, hve mörgum mann- eskjum væri hægt að troða inn i simaklefa. Liðið sem sigraði i keppninni tróð 30 manns inn i simaklefann. Það met hefur enn ekki verið slegið, og vafasamt að það verði gert i bráð. Amerikananum John Parker þótti óskaplega vænt um gullfiska. Ekki sem syndandi fegurðarauka i fiskabúrum, heldur sem mat. Hann ákvað einn góðan veðurdag að setja nú met i gullfiskaáti, — lifandi gulifiska vel að merkja. Gildandi heimsmet var 225 fisk- ar, en John þessi Parker lét sig ekki muna um að slá það. Hann át 300 lifandi gullfiska. Annar amerikani hefur einnig sett matarmet — og það er ef til vill met af þeirri gerðinni sem lesendur vildu gjarnan reyna við. Hann borði hálft annað kíló af spaghettíi. Þessi náungi var ekki sérlega mikið fyrir gullfiska svo hann lét sér nægja tómatsósu með. Svo eru lika til menn sem drekka sig til heimsmeistaratign- ar. Það kemur auðvitað fyrir að sumum finnst þeir hljóta að hafa slegið öll slik met, einkum þegar timburmennirnir gera vart við sig, en opinbera heimsmetið er sett af amerikananum Jerry Cowan. Hann drakk tvo litra af öli á 5,2 sekúndum. Og hann bætti um betur eftir á: Hann stóð á höfðinu og slafraði i sig krús af freyðandi bjór, þegar hann hafði náð sér eftir heimsmetið. En það eru fleiri sem sett hafa heimsmet með lappirnar uppiloft. Annar amerikani — þeir eru ber- sýnilega miklir metamenn i þvi landi — Tom Knappen að nafni, gekk 45 metra á 29,5 sekúndum — á höndunum. Gamla metið var 42,3 metrar. Iþróttaheimurinn er vettvang- úr flestra heimsmeta hins dag- lega lifs. Þegar Múhameð Ali keppti við Joe Frazier i Madison Square Garden i mars 1971, fengu þeir hvor um sig tvær og hálfa miljón dollara fyrir slaginn. Sú upphæð hefur ekki verið slegin enn, enda má komast af með minna, ef út i það er farið. Fyrsta hjólreiðakeppnin fór fram i Paris 31. mai 1868. Þetta var tveggja kilómetra keppni og sigurvegari varð englendingurinn James Moore. En sá sem hraðast hefur komist á reiðhjóli er hins vegar frans- maðurinn Jose Meiffret. Hann komst á 203 km hraða á klukku- stund, með þvi að hjóla á eftir kappakstursbil. Sennilega er ekk- ert til sem heitir hámarkshraði reiðhjóla. Við skulum láta þetta nægaja • sem sýnishorn úr þessar. gagn- merku bók. Kannski langar þig, lesandi góður til að setja heims- met i einhverju. Gerðu það bara! Metabók Guinness tekur við öll- um staðfestum heimsmetum. Heimsmet: 52 logandi vindlar I munninum. Heimsins stærsta myndavél. Heimsmet: 30 manns I einum simklefa. Heimsmet í hamborgaraáti: Bri- an Tendler át 22 Feitustu tviburar heims: Bill og Ben McCreary. Þeir vega 330 og 320 kíló. Eins og menn vita eru 100 ár nú liðin frá þvi að islensk nýlenda var fyrst stofnuð i Kanada og er þess minnst með margvislegu tildragelsi. Timaritið The Icelandic Canadien birtir á forsiðu heftis, sem að mestu er helgað aldarafmælinu þessa sögulegu mynd. Þetta er Vestfoldarskóli, landnemaskóli sem stofnaður var 1894 i Shoal Lake héraði i Manitoba. Myndin er tekin árið 1900. Leiðrétting „Suðra bát við gómagöng geymir málaskorðan” Frá íslendingabyggöum Sunnudaginn 16. febr. s.l. var birt vlsa, er ég sendi visnaþætti Þjóðviljans— eða öllu heldur leið- rétting á visu, þ.e.a.s. skýring á uppruna hennar, en það er þessi alkunna visa I Ijóðum Svein- bjarnar Egilssonar rektors: Ef að vantar varmaföng, vist og heyjaforðann, þorradægur þykja löng, þegar hann blæs á norðan. 1 Ljóðmælum Sveinbjarnar (Rvk. 1856, bls 147) stendur berum orðum, að Sveinbjörn hafi ort fyrra hlutann, ,,er hvorki hann né kona hans mundu upp- hafið, sem á við siðari hlutann.” En hin upprunalega visa er, eins og ég hefi raunar áður tekið fram, eftir sr. Eirik Hallsson að Höfða i Eyjafirði, d. 1698, en hann orti fyrra hlutann af Hrólfs rlmum kraka, og er þetta fyrsta visa rimnanna. Þvi miður var upphafið rammvitlaust prentað, svo að úr varð alger vitleysa. Verð ég þvi eilitið langorðari en þurft hefði, ef leiðrétting hefði komiðstrax, en nú er þetta tekið að fyrnast. Raunar sendi ég leið- réttingu til sama þáttar, en hún hefir ekki fengist birt. Þar sem ég vil ekki láta bendla nafn mitt við slikan auladóm, sem fram kemur i meðferð visunnar, verð ég að snúa mér aftur til blaðsins til þess að fá upphaflegu visuna rétt birta, en hún er þannig rétt: Suðra bát við gómagöng geymir málaskorðan. Þorradægur þykja löng, þegar hann blæs á norðan. Þar sem þeir, sem um fjölluðu, hafa að likindum ekki skilið fyrri hlutann, þykir hlýða að skýra kenninguna. Suðri: dvergur (dvergsheiti, bátur hans: skáld- skapur (sbr. S.-Eddu, og liggur hér alllöng goðsögn (myta) að baki, sem ekki er rúm til að rifja hér upp, annars mjög algeng kenning hjá skáldum fyrri alda, m.a. hjá Hallgrimi Péturssyni: gómagöng: munnur: mála- skorða: tunga. Heildarmerkingin verður þá: Tungan i munninum geymir, hefir yfir að ráða (forða af) skáldskap. Hefir sr. Eirikur byrjað að kveða rimurnar á þorra. Með upphafi Sveinbjarnar hefir svo visan lengstum gengið án þess, að upphafið hafi verið þekkt. Þannig er visan t.d. prentuð i Lesbók handa börnum og unglingum (öllum útg.), er Guðmundur landsbókavörður Finnbogason, Jóhannes yfir- kennari Sigfússon og Þórhallur biskup Bjarnason sáu um útgáfu á og notuð mun hafa verið i skólum fram um og yfir 1930. Hafa þeir ágætu menn liklega ekki þekkt annað upphaf visunnar en það, sem Sveinbjörn orti, þvi að visan er prentuð þar athuga- semdalaust. Hin visan er af öllu öðru sauða- húsi og mun vera allforn hús- gangur, sem enginn veit höfund að. Var hún fyrst prentuð i gömlu Almanaki Þjóðvinafélagsins (1914?), að mig minnir. Þar er hún þannig: „Veltast i honum veðrin stinn,” veiga mælti skorðan. „Kominn er þefur i koppinn minn: kemst hann senn á norðan.” Lýtur visan að þvi, að hér fyrrum var spáð fyrir veðri i koppa, en þá voru þeir úr tré, gyrtir gjörðum. Þvi næst hefir einhver ruglu- kollur eða ruglukollar, iiklega nýlega, glundrað þessum óskyldu visum saman. Reykjavik, 26. apr. 1975, Jóhann Sveinsson frá Flögu. Olesnar bækur á góðu veröi Eigum ætíð talsvert úrval af ólesnum og nýlega útgefnum bók- um á hagstæðu verði. Lítið inn og gerið góð kaup. BÓKIN H.F. Skólavörðustíg 6 Simi 10680.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.