Þjóðviljinn - 08.06.1975, Side 23
Sunnudagur 8. júnl 1975
ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23
<*>
Fyrsta bréfiö frá Reyðarfirði
w
-po
>
'“O
yy/f ii
Hreinn Ágúst Óskarsson, 11 ára, Mána-
götu 27, Reyðarfirði sendir nokkrar
myndir sem hann hefur teiknað. Hér
birtum við þrjár af þeim: Tigrisdýr og
tvær Hvað-er-þetta-myndir. Hreinn
sendir lika myndþrautir sem koma
seinna i blaðinu.
Svör við
Hvað er þetta?
iuuis munpq i snj\[ z
ddn bjjhm qn jnjjosj jojjbas t
Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir
Myndir frá Þóru
Þóra Gunnarsdóttir, 6
ára, Skólavörðustíg 33,
Reykjavík, teiknaði þessa
Ijómandi fallegu mynd af
Hallgrímskirkju. Klukk-
urnar, Hallgrímur og
Guðríður, sjást gegnum
glugga á turninum. Þóra
sendir lika f jörlega götu-
mynd og loks kankvisa
stelpu sem gæti verið hún
sjálf.
Það var gaman að fá
þessar myndir frá Þóru,
af því að i nóvember
sendi hún okkur tvær
mjög skrautlegar myndir
sem við gátum ekki
prentað, vegna þess að
þær voru teiknaðar með
vaxlitum sem týnast í
prentun. Þá báðum við
Þóru að teikna aðra mynd
og nota bara góðan blýant
eða svarta litinn. Tíminn
leið og ekki kom aftur
bréf frá Þóru. Loks kom
stórt bréf og í því voru
margar myndir frá Þóru
og líka eftir Kristján
bróður hennar.
Þetta eru sex ára börn við nám i
Austurbæjarskóla. 1 vetur voru
þau i skóla 12 tima á viku. Á hverj-
um virkum degi tvo eða þrjá tima
nema á laugardögum var fri.
Þau byrjuðu að læra að lesa og
dálitið að reikna, annars fór timinn
mest i léttar foræfingar til undir-
búnings eiginlegu skólastarfi. Þau
teikna, föndra og fara i leiki.
Þeim finnst mest gaman að
„FINGRAMÁLI”. Þá fá þau lim
sem litadufti er hrært út i og svo fá
þau að mála með fingrunum á stór
blöð. Oft eftir músikk.
Kennararnir á myndinni heita
Nina Magnúsdóttir og Guðrún
Halldórsdóttir.
ÞAÐ ER GAMAN
í SKÓLANUM