Þjóðviljinn - 15.06.1975, Qupperneq 3
Sunnudagur 15. júni 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
þjóðlega kvennaárið standa yfir
þessa viku, sýning Listasafns ts-
lands á verkum i eigu safnsins
eftir islenskar listakonur, og sýn-
ing i Bogasal bjóðminjasafnsins
á nytjalist frá þeim löndum og
svæðum Norðurlanda, sem
gjarna verða útundan á alþjóða-
vettvangi, þ.e. auk Islands frá
Álandseyjum, Færeyjum, Græn-
landi og löndum Sama. Það er
samstarfsnefndin sem átti hug-
myndina að þessari sýningu, en
frá Reykjavik verður hún send út
á land og siðan til hinna land-
anna, sem gripir eru frá á sýning-
unni.
Loks kemur skýrslan
Þá er vert að geta þess að lok-
um, að nú er loks að koma út
skýrslan um jafnréttisstöðu
þegnanna, sem legið hefur i hand-
riti hjá félagsmálaráðuneytmu
mánuðum saman og það hefur
tregðast við að gefa út þótt það
hafi verið félagsmálaráðherra
sem á sinum tima fól námsbraut i
þjóðfélagsfræði að láta gera
hana. Það er forlagið ,,örn og
Oriygur”, sem gefur skýrsluna út
nú og hefur verið miðað við að
hún yrði komin á markað fyrir
þessa kvennaársviku. Höfundur
skýrslunnar er Guðrún S.
Vilhjálmsdóttir, sem vann þetta
vcrkefni undir umsjón kennara
sinna við þjóðfélagsfræðináms-
l)raut.
Barátta, ekki hátíð
Engu skal um það spáð hver
Framhald á 17. siðu.
Opinbera
kvennaárs-
nefndin
loks skipuö
Þrír íslenskir
fulltrúar
til Mexíkó
28 norrænir sagnfræðinemar á námskeiði í Árnagarði
Sveinbjörn Rafnsson fræöir
norrænu sagnfræðinemana um
gildi Landnámabókar.
Hlustað á erindi um Landnámabók. Fremst á myndinni er Gretc Solberg frá Bergen sem rætt er við I
fréttinni.
Dagana 9-24. júni
stendur yfir i Árnagarði
norrænt námskeið sagn-
fræðinema. Á námskeið-
inu er eingöngu fjallað
um íslandssögu og tekin
fyrir sérstaklega tvö
efni: Sambúð lands og
þjóðar i ellefu hundruð
ÍSLANDSSÖGU
G. Schram prófessor um þróun
utanrikisþjónustunnar, Einar
Laxness um ísland i seinni
heimsstyrjöldinni, hernámið og
stofnun lýðveldisins, Sigurður
Lindal um herstöðina og varnar-
málin i islenskum stjórnmálum
eftirstriðsáranna, Hörður
Agústss. um islenskar byggingar
fyrr og nú, Björn Th Björnsson
um islenska myndlist, og Björk
Ingimundardóttir um kven-
réttindamálin á íslandi. Hvað
snertir sérstök efni má nefna að
Magnús Már Lárusson fjallar um
kirkjusögu og Þór Magnússon
ræðir um búsetu norrænna
manna á Grænlandi. Þá verður
Þjóbminjasafnið skoðað og Þór-
hallur Vilmundarson prófessor
kynnir störf örnefnastofnunar-
innarog flytur erindi um örnefna-
rannsóknir.
Þau voru iðin við að skrifa hjá sér atriði um landhelgismálið, sem Jón
Guðnason kynnti.
Kvennaársnefndin, sem rikis-
stjórnin boðaöi, að hún mundi
skipa i upphafi þessa árs, var loks
settsaman ibyrjun þessa mánað-
ar og er það vonuin seinna, hálft
árið nær liðið.
Verkefni nefndarinnar er tvi-
þætt, annarsvegar aðgerðir i
sambandi við árið sjálft og hins-
vegar i sambandi við stöðu is-
lenskra kvenná, rannsóknir og
fleira slikt. Upphaflega var gert
ráð fyrir, að nefndin gæti ráðið
sér starfsmann, en nú er sagt, að
af þvi geti ekki orðið fyrr en
kannski næsta ár. Meðal verkefna
nefndarinnar átti að vera gagna-
söfnun og annar undirbúningur
undir þátttöku af tslands hálfu i
aðalráðstefnu Kvennaárs S.Þ. i
Mexikó i þessum mánuði, en þar
sem nefndin var svo seint skipuð
sem raun er á, getur ekki orðið
neitt úr slikri undirbúningsvinnu
og er hætt við, að fulltrúar tslands
verði þannig i raun öllu fremur á-
heyrnarfulltrúar en virkir þátt-
takendur. Af hálfu annarra þjóða
hefur undirbúningur farið fram
mánuðum saman og td. á Norður-
löndunum flestum hafa kvenna-
ársnefndir nú verið starfandi i ár
eða meira.
Formaður kvennaársnefndar-
innar er Guðrún Erlendsdóttir
lögfræðingur, en auk hennar eiga
sæti i henni: Sigriður Thorlacius,
Margrét Einarsdóttir, Brynhildur
Kjartansdóttir, Elisabet Gunn-
arsdóttir, Þórunn Valdimarsdótt-
ir, Þóra Þorleifsdóttir, Þórunn
Magnúsdóttir, Guðriður Elias-
dóttir, Hann Eiriksdóttir, Lára
Sigurbjörnsdóttir og Júlia Svein-
bjarnardóttir.
A fyrsta fundi sinum ákvað
nefndin að styðja fundinn og ráð-
stefnuna, sem haldin verða i
þessari viku undir kjörorðum
kvennaárs og sagt er frá ann-
arsstaðar hér á siðunni, og sækja
um opinberan fjárstyrk til þeirra
aðgerða. Einnig voru valdir full-
trúar á ráðstefnuna i Mexikó og
munu fara þangað Auður Auðuns
Sigriður Thorlacius og Vilborg
Harðardóttir.
ár og islensk utanrikis-
pólitik á 20. öld.
Námskeiðið sækja 28
sagnfræðinemar, sjö frá
hverju landi.
Þegar blaðamann og ljós-
myndara Þjóðviljans bar að garði
á föstudag höfðu þátttakendur
skipt sér i tvo námshópa. Annar
hópurinn hlýddi á Sveinbjörn
Rafnsson fjalla um Landnáma-
bók sem sögulega heimild, en
hinn hlýddi á Jón Guðnason lektor
tala um þróun landhelgismálsins.
Virtust þátttakendur mjög
áhugasamir og fengu fyrirles-
ararnir f jölda fyrirspurna á eftir.
Bergsteinn Jónsson iektor
hefur yfirumsjón með nám-
skeiðinu ásamt Þórhalli
Vilm undarsyni prófessor en
Þórhallur hefur á undanförnum
árum haft umsjón með þátttöku
Islendinga i þessum námskeiðum.
Við ræddum við Bergstein um til-
högun þessa námskeiðs. Hann
sagði m.a.:
„Þetta er i fyrsta sinn sem
námskeið af þessu tagi er haldið
hér á landi, en all lengi hafa nám-
skeið norrænna sagnfræðinema
veriö haldin á hinum Norðurlönd-
unum og stundum sótt þau sagn-
fræöinemar héðan. A nám-
skeiöunum hafa ávallt verið
tekin fyrir söguleg efni er snerta
sögu þess lands er námskeiðið
heldur. Við völdum að hafa þann
hátt á, að flutt væru fjögur yfir-
litserindi um Islandssögu frá
upphafi fram á þessa öld. Þau
erindi flytja: Helgi Þorláksson,
Björn Þorsteinsson, Björn
Teitsson og ég, en siðan er f jallað
um tvö meginefni sem þátttak-
endur skipta sér í tvo hópa til að
fjalla um. Þ.e. Sambúð lands og
þjóðar I ellefu hundruð ár sem 14
sagnfræðinemar taka þátt i að
ræða um, en hinir fjórtán hafa
valiö að kynna sér utanrikispóli-
tik tslands á þessari öld. Árdegis
hlýða þátttakendur á yfirlits-
erindi og einnig erindi um ýmis
sérsvið, en siðdegis eru erindin i
námshópunum og umræður um
þau. Jafnframt erindunum verða
heimsóknir á söfn, sögustaðir og
feröir um Suðvesturland.
Hvernig er háttað vali nemenda
á þessi námskeið?
Hvert land sér um að velja sina
þátttakendur, en ég veit að þeir
eru valdir með all löngum fyrir-
vara og þeim falið að semja rit-
gerð með tveggja mánaða fyrir-
vara um islenskt efni. Sum þeirra
fá ritgerðina og þátttökuna á
þessu hálfsmánaðarnámskeiði
metið inn i námsárangur. Sum
eru einnig að vinna að prófrit-
geröum um islensk efni eða efni
er snerta á einhvern hátt Island.
Mér sýnist eftir þessa fyrstu daga
að hér sé saman komið sérstak-
lega áhugasamt fólk sem sýnir
Islenskri sögu sérstaka ræktar-
semi. T.d. vildu þau þegar þau
heyröu um vinnudeilurnar fá að
vita allt um þær og við brugðum
skjótt við og fengum Ólaf
Bjömsson prófessor til að spjalla
við þau undirbúningslaust um
þróunina i launa- og verðlags-
málum. Við höfum einnig fengið
til umsagnar ritgerðirnar sem
þau hafa tekið saman og lýst mér
vel á vinnubrögð þeirra i þeim
efnum.
Hvernig er með þátttöku
islenskra sagnfræðinema?
Það er nú það sem einna helst
varpar skugga á þetta námskeið.
Efnið vekur auðvitað heldur litinn
áhuga hjá okkar nemendum, þvi
hér er fyrst og fremst um kynn-
ingu fyrir útlendinga að ræða, en
það sem fyrst og fremst hindrar
þátttöku þeirra, er að islenskir
stúdentar eru farnir út I atvinnu-
lifiö. Hins vegar er ætlunin að
þátttakendurnir hitti islenska
kollega sina eitthvert kvöldiö og
taki einnig þátt i ferðunum.”
Ýmis forvitileg efni:
Þegar litiö er yfir dagskrá
námskeiðsins gefur að lita ýmis
forvitileg efni m.a. um söguna á
þessari öld. T.d. fjallar Gunnar
Dagskrá námskeiðsins er all
Itarleg og þvi nóg að gera hjá
þátttakendum og aðeins áætlaðir
tveir fridagar.
Tvær frá Bergen
Við hittum að máli tvær stúlkur
frá Bergen, þegar smá hlé varð á
námskeiðshaldinu eftir erindi
Sveinbjörns Rafnssonar. Grete
Solberg sagðist vera ánægð með
námskeiðið þaðsem af væri. Hún
hefði liklega verið valin á nám-
skeiöið, þvi hún hefði valið að
kynna sér sérstaklega miðalda-
sögu. Það hefði komið i sinn hlut
aö vinna verkefni um: Hvers
vegna Landnámabók hefði verið
rituö? Ritgerð sin væri engin
frumrannsókn, heldur samantekt
á þeim kenningum sem fram
hefðu komið um efnið. Henni þótti
miður, hve litið tækifæri væri til
að hitta fslenska sagnfræðinema
á námskeiðinu, þar eð þeir létu
ekki sjá sig og sagðist gjarna
viija ræða meira við blaðamann-
inn, en þvi miður yrði hún að
rjúka inn á námskeiðið aftur og
verja ritgerð sina hjá Sveinbirni.
Við spurðum Sveinbjörn hvort
ritgerö Grete væri ekki góð. Jú,
sagði hinn nýbakaði doktor frá
Sviþjóð og brosti, en ritgerð
Sveinbjörns fjallar sem kunnugt
er um Landnámabók.
Sigrid Skarstein frá Bergen
sagðist hafa verið hér á landi
áður og hafa fengið tækifæri til að
kynnast landi og þjóð. Hún væri
nú að vinna að lokaprófsritgerö
um, hvers vegna tsland hefði lent
inn i norska rikið 1262. Einkum
væri hún að kanna hvaða sjónar-
miðhefðu ráðið þá og þær orsakir
er lágu til þess að svo fór sem fór
árið 1262.
Ekki tókst blaðamanninum að
ná tali af þeim er voru i náms-
hópnum um 20 aldar söguna, þvi
að loknu erindi Jóns Guðnasonar
um landhelgismálið urðu miklar
umræður og átti fyrirlesarinn nóg
með að svara fyrirspurnum um
efnið og voru norðmennirnir auð-
sæilega áhugasamastir.
óre.