Þjóðviljinn - 15.06.1975, Page 4

Þjóðviljinn - 15.06.1975, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. júní 1975 DJÚDVIUINN MÁLGAGN SÖSlALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Frettastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. ÞJÓÐNÝTING TOGARANNA Þó að samningar hafi verið undirritaðir um kaup og kjör flestra félags- manna Alþýðusambands íslands til sjö mánaða, er enn óleyst eitt lengsta verkfall sem hér á landi hefur átt sér stað. Hér er að sjálfsögðu átt við togaradeiluna. Hún hófst 9. april, og til upprifjunar skal þess getið að sjómenn- irnir á stóru togurunum efndu til vinnu- stöðvunar til þess að reyna að knýja það fram að fastakaup þeirra hækkaði til sam- ræmis við laun þeirra sem starfa i landi. Þegar verkfallið skall á breyttist það þeg- ar i stað i það sem kallað er verkbann; það voru atvinnurekendur, sem gerðu aðal- kröfuna, sem i rauninni fól i sér grund- vallarbreytingu á öllum högum sjómann- anna um borð: Þeir kröfðust fækkunar á mannskapnum á togurunum. Æ siðan hef- ur deilan nánast ekki snúist um neitt ann- að en mannafækkunina, og þess vegna reyndist ekki flötur á þvi að leysa hana með almennu kjaradeilunni. Svokallaðir eigendur togaranna neituðu að semja eins og fyrri daginn og þeir hafa lika lýst þvi yfir að verkfallstiminn sé sá besti sem komið hafi i togaraútgerð hér á landi. í togaradeilunni hefur rikisstjórnin ekk- ert aðhafst, bókstaflega ekki nokkurn skapaðan hlut. Rikisstjórnin hefur að visu ýmislegt látið frá sér heyra um þessi mál en það hefur eingöngu verið til þess að magna útgerðarmennina upp i ofstæki þeirra. Nú vill svo til að einn ráðherra i rikis- stjórninni á að fara með sjávarútvegsmál. Hann er reyndar einnig með heilbrigðis- og tryggingarmál, og reynslan hefur sannað að á siðarnefnda málaflokknum hefur hann ekki nokkurn minnsta áhuga; ýmsir töldu þó að hann kynni að hafa ein hvern áhuga á þvi að gegna embætti sjávarútvegsráðherra sæmilega. En togaradeilan sannar að svo er ekki. Matt- hias Bjarnason virðist ekki hafa nokkurn minnsta áhuga á þvi að gegna störfum sinum skammlaust hvað þá heldur meira. Hann hefur á þeim mánuðum, sem hann hefur setið i ráðherrastól unnið með ein- dæmum illa, og er togaradeilan langal- varlegasta dæmið um það. Er vafasamt að nokkurn tima hafi setið i stól sjávarút- vegsráðherra maður sem er jafngjör- sneyddur áhuga eða hæfni t.þ. að gera það sem til er ætlast, og hafa menn þó ekki gleymt sjávarútvegsráðherrum Alþýðu- flokksins. Ef Matthias Bjarnason vildi leysa togaradeiluna á hann þann einfalda leik að stuðla að samningum um kaup og kjör sjómannanna, þvi þar ber ekki mikið á milli, en hann ætti um leið að koma af stað athugun á mannahaldi togaranna með sérstökum hætti. En það er fráleitt að binda togarana, sem afla fyrir 4—5 miljarða á ári, við bryggjur i nærri árs- fjórðung aðeins vegna þess að aðilar eru ekki sáttir um fyrirkomulag vinnubragða um borð i skipunum. Þegar svo háttar til er eðlilegast að viðhalda rikjandi fyrir- komulagi uns um annað hefur verið sam- ið. Núverandi sjávarútvegsráðherra hefur gengið ötullega fram i einu máli, þvi, að reyna að fá samninga við vestur-þjóð- verja. Hafði hann samþykkt samkomu- lagsdrög um veiðar þeirra innan 50-miln- anna, en þjóðin tók i taumana i tæka tið og stöðvaði þá ósvinnu sem þrir ráðherrar voru að reyna að gera samninga um. Hér hefur núverandi sjávarútvegsráð- herra verið gagnrýndur harðlega. Og þá gagnrýni á hann skylda, en hitt ber auð- vitað að hafa i huga að allir bera ráð- herrar núverandi rikisstjórnar ábyrgð á þvi hneyksli sem togarastöðvunin er. Svokallaðir eigendur togaranna eru að- eins eigendur þeirra á pappirnum. Þeir hafa i sumum tilvikum fengið yfir 100% kaupverðsins að láni eða með ábyrgðum rikisins. Hún er þvi mjög eðlileg sú krafa að togararnir verði þjóðnýttir þegar i stað og reknir af sérstakri útgerðarstofnun rik- isins. Þessi krafa á hljómgrunn með mönnum i öllum flokkum, og hefur henni meira að segja verið hreyft i einu stjórn- arblaðanna. Verði svokallaðir eigendur togaranna ekki við kröfum um útgerð skipanna og samninga við sjómenn tafar- laust ber að kanna möguleikana á þvi að þjóðnýta þessi skip. Þau eru hvort eð er eign þjóðarinnar. Þvi að láta nokkra á- byrgðarlausa braskara eyðileggja þessi framleiðslutæki mánuðum saman þannig að þúsundir manna eru atvinnulausir i þeim bæjum sem helst byggja atvinnu á afla togaranna? —s. Stjörnufræöi er verk- færi eðlisfræðinnar NÁTTURU- VÍSINDI OG ÞJÓÐFÉLAG Fyrir 900 árum sáu kín- verskir stjörnuf ræðingar stjörnu eina blossa upp með miklum kraf ti. Hluti efnis hennar slöngv- aðist út í geiminn og rrynd- aði Krabbaþokuna sem sést á myndinni. Afgang- urinn myndaði nevtróna- stjörnu sem í dag veitir eðlisf ræðingum merkar upplýsingar. Stjörnufræðin er fljótt á litið kynleg visindagrein. Annars- vegar er hún i afar hraðri þróun. Á siðustu 10-15 árum hefur stjörnufræðin verið meðal þeirra greina náttúruvisinda sem örast hafa þróast — bæði að þvi er varðar þróun skilnings á grund- vallaratriðum og uppgötvun nýrra fyrirbæra. En á hinn bóginn getur reynst erfitt að útskýra, hvernig á þvi stendur, að stjörnufræðin hefur komist yfir þær miklu fjárveit- ingar, sem eru forsendan fyrir þessari öru þróun. Þvi að stjörnu- fræðin fjailar um allt það sem er utan viðjörðu, en það ætti að vera meira en nóg af viðfangsefnum hér á jörðu niðri, sem til dæmis kapitaliskt rikisvald teldi sér hag i að kanna. Baksvið þessa er það, að það verður æ erfiðara að greina sundur stjörnufræðilegar rann- sóknir og eðlisfræðilegar. Þessar tvær greinar visinda hafa i reynd bráðnað saman á þessari öld, vegna þess aö stjörnufræðin veitir upplýsingar um ásigkomu- lag hluta, sem er svo „öfgafulit” að það verður ekki skapað innan veggja rannsóknastofu. Enda er yfirgnæfandi hluta stjörnufræði- rannsókna lýst sem astrofysik, stjarneðlisfræði. Og á þessu sviði eru engu færri „eðlisfræðingar" starfandi en „stjörnufræðingar.” Stjörnufræði og tækni Stjörnufræðin er þvi sem heild mjög nátengd tæknilegri fram- vindu. Hlutar hennar eins og geimrannsóknir eru ekki aðeins i beinu sambandi við tæknilega þróun, heldur eru þær að mörgu Íeyti blátt áfram sjálfur miðill þessarar þróunar. Geimfarir hafa verið sú tækni- leg forsenda sem úrslitum réði um þróun stjörnufræða. Athuga- nir sem gerðar eru með tækjum sem staðsett eru ofar andrúms- lofti jarðar gera mögulegt að vinna úr allri þeirri geislun sem berst að utan úr geimnum, þvi að andrúmsloftið siar frá mjög mikinn hluta geislunarinnar, t.d. röntgengeisla, útfjólubláa geisla og nokkuð af radiogeislum. Radíóstjörnufræði En fleira sleppur i gegnum and- rúmsloftið en hið sýnilega ljós — útvarpsgeislunin. Eftir að radar- tækni margefldist á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, hefur radióstjörnufræði, könnun á út- varpsgeislun frá umheiminum verið i miöpunkti stjörnufræða. Þesskonar rannsóknir hafa til dæmis styrkt mjög þekkingu manna á þróun stjarnanna. Menn geta nú um stundir virt fyrir sér stjörnur bæði áður en þær „fæðast” og eftir að þær „deyja". Ófæddar stjörnur Stjörnur hafa orðið til og eru i sífellu að verða til með þvi að firnamikil ský lofttegunda og geimryks þjappast saman. Þegar ský þessi hafa þéttst nóg, er hita- stigið i þeim orðiðsvo hátt, aö það byrja efnabreytingar sem breyta vatnsefni i helium. Stjarnan tekur að lýsa. En þegar áður en þetta gerist geta menn numið frá stjörnunum innrauða geislun. Það er hægt að nema þessa geislun meöan stjörnurnar enn búa við stofuhita. Stjörnurnar ljúka „lifi” sinu sem einstaklega eðlisþung flykki. Stjarna eins og sólin verður eftir nokkra miljarði ára ekki stærri en jörðin. Stjörnur sem eru þyngri en sólin munu ljúka ferli sinum sem stór atómkjarni, sem er um 30 km. að stærð. Allar rafeindir i slikri stjörnu hafa verið press- aðar inn i atómkjarnana, sem verða að nevtrónum. Við verðum vör við slikar nevtrónstjörnur á himni vegna þess að þær senda frá sér stutt æðaslög radiógeisl- unar nokkrum sinnum á sekúndu. Bygging þeirra gefur kjarneðlis- fræðingnum þýðingarmiklar upplýsingar um byggingu efnis- ins sem ekki er hægt að afla i rannsóknastofu. Enn þyngri stjörnur verða að „svörtum eyðum". Þéttleiki þeirra er svo mikill, að þyngdar- svið þeirra getur haldið öllu þvi efni og allri þeirri geislun, sem leitast við að sleppa frá eyðunni svörtu. Það eina sem menn geta virt fyrr sér utan að er þetta þyngdarsvið, sem iokar inni allar upplýsingar. Stjörnufræðingar teija að þeir hafi fundið slika svarta eyðu, sem snýst um venju- lega stjörnu. Svarta eyðan „sogar" til sin efni frá stjörnunni og efnið sendir frá sér röntgen- geisla á leiðinni niður i tómið svarta. Annað sviö sem stjörnufræðin hefur sótt m jög fram á er kosmol-, ogian, rannsóknir á geimnum sem heild. I byrjun siðasta áratugs fundu menn radiogeislun frá kvösurum, litlum einingum sem lýsa af jafn- miklum krafti og heilar vetrar- brautir. Kvasarar eru fjar- lægustu hlutir sem menn nú þekkja. Könnuná kvösurum hefur orðið til þess, að allir stjörnufræðingar eru i dag sammála um það, að saga geimsins hafi „byrjað” sem mikil sprenging, The big bang, fyrirum fimmtán miljörðum ára. Heimurinn er að þenjast út og það sjáum við af þvi að vetrar- brautirnar eru að fjarlægjast hver aðra. Hinn eilifi geímur Einhverntima nær þenslan þvi stigi að ekki verður lengur áfram haldið og geimurinn fer að dragast saman. Þegar þeim sam- drætti er lokið og allt efni i geim- inum, eða réttara sagt geimurinn allur er saman kominn i einum punkti, þá verður aftur spreng- ing. Saga geimsins er endalaus röð af sprengingum. Geimurinn á sér hvorki upphaf né endi. Aðeins röð af „lif- skeiðum”. (Tor Norretranders).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.